Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Greinargerð frá stjórnum Stéttarfélags barnakennara og Kennarafélags Gagnfræðaskólans í Vestm.eyjum Eins og aimenningi er kunn- ugt, hefur verið tilfirinanlegur skortur á kennurum við ílesta barna- og unglingaskól r l tnds- ins utan Reykjavíkur mörg und- anfarin ár. Ástæður þessa kenn araskorts eru margar, en mest veldur þar um, hve kennara- laun eru lág. Byrjunarkaup barnakennara er nú kr. 4.876,00 (með uppbót kr. 5.462,00), eí’t- ir 4 ára starf kr. 6.783 (með upp bót kr. 7,369,00), tímakaup (yf- irvinna) er kr. 54,29. Byrjunar- kaup gagnfræðaskólakennara er nú kr. 5.303,00 (með uppbót kr. 5.999,00), eftir 4 ára starf kr. 7,276,00 (með uppbót kr. 7.968) tímakaup (yfirvinna) kr. 73,51 í tölunum innan sviga er inni- falin launauppbót, er fékkst eft- ir að yfir 90% kennara í Reykja vík höfðu sagt lausum stöðum sínum fyrir u. þ. b. hálfu öðru ári, vegna óánægju með gildandi launataxta. Kennaranám tekur 4 ár, en inntökuskilyrði í Kennaraskól- ann er landspróf miðskóla. Vegna þessara lélegu launakjara hafa margir, sem útskrifazt hafa frá Kennaraskólanum lriri síðari ár, horfið að öðrum störfum, sem betur eru launuð en kennslustörfin. Afleiðingin hef- ur svo orðið sívaxandi kennara- skortur í flestum byggðarlögum, og hefur jafnvel svo langt geng- ið sums staðar, að ekki hefur verið hægt að halda uppi lög- boðinni fræðslu barna og ung- linga, nema með því að grípa til réttindalausra manna. Flestir, sem láta sig fræðslu- og skólamál einhverju varða, er ljós sú öfugþróun, sem átt hef- ur sér stað í þessum efnum hér á landi, og að við svo búið má ekki standa, ef við ætlum okk- ur í framtíðinni að reyna að halda í við aðrar menningarþjóð ir. Því er það, að forystumenn allmargra byggðarlaga hafa !Framsóknar- blaðið RITNEFND JÓHANN BJÖRNSSON, ób. SIGURG. KRISTJÁNSSON AFGR. ANNAST: j SVEINN GUÐMUNDSSON ) GJALDKERI: j HERMANN EINARSSON ) reynt að bæta úr kennaraskort- inum lijá sér með ýmsum ráð- um. Hata þeir laðað til sín nýja kennara og reynt að halda þeim sem fyrir voru í starfi, me.ð því að greiða þeim svokallaða stad- aruppbút. Nemur sú auka- greiðsla víða 750 til 1000 krón- um á mánuði og sums staðar jafnvel meir, þar eð ýmis hiunn índi bætast við. Hafa þessar upp bætur að vonum mælzt vel iyrir meðal kennara, enda sýna þær glögglega, að ekki eru allir á- byrgir aóilar jafn giámskyggnir á nauðsyn þess, að sæmiiega sé gert við kennarana og ríkisvald- ið liefur verið. Hér í Vestmannaeyjum liefur ástandið í þessum málum verið þannig, að mjög erfiðlega hef- ur gengið að fá kennara liingað hin síðari ár, enda hafa bæjar- yfirvöidin ekkert gert til þess að koma til rnóts við óskir kenn- ara um launabætur. Á hverju vori liafa 2 til 4 kennarastöður verið auglýstar til umsóknar við hvorn skóla, en ekki hefur tekizt að fá kennara í þær allar, þrátt fyrir ærna fyrirhöfn við- komandi aðila þar að lútandi. Hafa þessi mál jafnan verið leyst þannig, að fastráðnir kenn arar skólanna liafa tekið að sér mikla aukakennslu, svo að hægt hafi verið að halda uppi nokk- urn veginn lögboðinni kennslu. Á síðastliðnu hausti var lögð fram tillaga í fræðsluráði Vest- mannaeyja um, að fastráðnum kennurum við barna- og gagn- fræðaskólann yrði greidd sama staðaruppbót og greidd er kenn urum víða annars staðar. Var formanni fræðsluráðs þá falið að afla upplýsinga um slíkar staðaruppbætur (hve víða þær væru greiddar og hve hárri upp hæð þær næmu) og leggja svo málið fyrir fræðsluráð að þeim upplýsingum fengnum. Á fundi fræðsluráðs hinn 15. nóvember s. 1., þegar fyrrgreindar upplýs- ingar lágu fyrir, var málið tekið fyrir aftur og afgreitt endanlega. Á fundinum var lagt frarn bréf frástjórn Stéttarfélags barnakenn ara í Vestmannaeyjum og Kenn arafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, þar sem skor- að var á fræðsluráð að mæla ein dregið með framkomnum tillög um um staðaruppbót kennur- um til handa, svo áð launakjör þeirra séu eigi lakari en annars- staðar gerist. Þá var og á það bent í bréfinu, að næðu tillög- ur þessar ekki fram að ganga, mundu kennarar endurskoða af- stöðu sína gagnvart aukakennslu við skólana, sem þeir hafa tekið á sig tii þess að hægt væri að halda uppi fullri kennslu. Var fræðsluráð sammála um, að skjótra aðgerða væri þörf í mál- inu, og greiddu allir fræðslu- ráðsfulltrúar, sem mættir voru, (4 voru mættir af 5, sem sæti eiga í fræðsluráði), atkvæði með eftirfarandi samþykkt: „Með skírskotun til froman- ritaðs (þ. e. bókun fræðsluróðs um staðaruppbætur annars stað ar og óónægju kennora hér með launakjör sín, sbr. óðurnefnt bréf þeirra), telur fræðsluróð óhjókvæmilegt, oð kennurum hér verði greidd uppbót ó laun sín þannig, að þeir verði ekki verr settir en kennarar annarra hliðstæðra byggðarlaga, og verði greiðsla þessi miðuð við starfstíma skólanna". Nú töldu kennarar miklar Framhald á 4. síðu. Draugar eru ekki nýii fyrirbrlgði Framhald af í. síðu. raðað á listann eftir því, sem bezt var vitað um fylgi flokksins í hverju þeirra og varð þá röð- in þessi: Arnessýsla, Rangárvalla sýsla, Vestmannaeyjar og Vest- ur-Skaftafellssýsla, og þessi sama röðun óbreytt þrisvar. Síðan til- nefndu fulltrúar hvers byggðar- lags sína menn á listann, og var sú tilnefning að sjálfsögðu lát- in afskiptalaus af fulltrúum hinna byggðarlaganna. Á þennan hátt kom þriðja sæti listans í hlut Vestmannaey- inga og það voru fulltrúarnir héðan og þeir einir, sem til- nefndu Helga Bergs í þetta sæti á listanum. Aðrir fulltrúar Framsóknarmanna í Eyjum verða svo í 7. og 11. sæti. Það má eflaust deila um það, hvort þessi regla hafi verið sú eina rétta eða bezta, en eftir einhveni reglu varð að fara og meirihluti uppstillingarnefndar valdi þessa. Hitt er ekkert leynd armál, að við héðan úr Eyjum töldum ekki rétt að binda sig al- gerlega við þessa röðunarreglu frá 1. til 12. sætis, en við vorum í minnihluta með þá skoðun og urðum að sjálfsögðu að sætta okkur við það, að meirihlutinn réði. Um skipan Helga Bergs í 3ja sæti listans hefur hins vegar aldiæi verið nokkur minnsti á- greiningur — og verður vœntan- lega enn síður eftir að hann verður búinn að vinna þingsæti frá Sjálfstœðisflokknum og við- reisnarstjárninni i sumar, en fyrir þvi eru ábyggilega miklar likur. En finnist Karli Guðjónssyni 6. þingmanni Suðurlandskjör- dæmis of mikið tillit tekið til þess fólks, sem býr á „fastaland inu“, væri þá ekki athugandi fyrir liann að reyna að bæta úr þessu. Karl ætti t. d. að varast að taka . Selfyssinga á lista síns flokks — og e. t. v. er varhuga- vert að taka frambjóðendur úr fleiri byggðarlögum í sýslunum hér sunnanlands. En „draugar" eru ekki nýtt íyrirbrigði. Okkur finnst það að vísu frem ur ósmekklegt af Karli Guðjóns syni að kalia Helga Bergs, eða annað lifandi fólk drauga, þó aldrei nema Framsóknarmenn hafi valið Helga til þing- mennsku. En við þessu er ekk- ert að segja, hver liefur sinn smekk. En úr því að farið er að tala um frambjóðendur sem „drauga", þá leyfist okkur kannski að minna á það, að „daugagangur“ sem þessi er ekki nýtt fyrirbrigði. Árið 1946 birtist hér í Vest- mannaeyjum einn slíkur „draug ur“, að nafni Brynjólfur Bjarna- son. Karl Guðjónsson var þá upprennandi stjarna á himni stjórnmálanna hér og mun hafa ætlað sér þingsæti það, er „draug urinn“ Brynjólfur nú hlaut. Brynjólíur hefur að vísu alltaf verið talinn nokkuð magnaður, enda varð Karli allhastarlega hverft við, þá er hann leit „draugsann“ Brynjólf. Það var ekki nóg með það, að honum svelgdist á, eins og hann segir um okkur, heldur hrökk hann svo hastarlega við, að hann hrökk alla leið út úr flokki sín- um, Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum. Þorði hann ekki að koma þangað árum sam- an sökum „myrkfælni“, og gott ef liann er korninn þangað enn þá. £n ekki nóg með það, að Karl hrykki út úr flokknum, lieldur hrökk hann alla leið norður á Sléttu, og leyndist þar í átthög- um konu sinnar, unz „draugur- inn“ var örugglega farinn frá Eyjum aftur. Af áminnstri grein í Eyjablað inu er sýnilegt, að Karl hefur aldrei losnað til fulls við „myrk fælnina“ síðan hann sá „draug- inn“ Brynjólf árið 1946 og álít- .ur, að okkur hafi orðið svipað við að sjá .Helga eins og honum varð við að sjá félaga Brynjólf. Slíkt er hins vegar mikill mis- skilningur.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.