Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Þjóðin dæmir. Oreinargerð kennaranna Framhald a£ 1. síðu. ur vaxið með slíkum ósköpum, að verðlag hefur í mörgum til- fellum tvöfaldazt síðan núver- andi stjórnarsamsteypa tók völd in í sínar hendur. Lífskjör þorra þjóðarinnar hafa stórverznað á sama tíma, enda má segja, að um vinnuþrælkun sé að ræða. Og nú á þjóðin bráðum næsta leikinn. Vill hún meiri „við- reisn“? Hvað segir unga fólkið, sem er að mynda heimili, og þarf að eignast húsnæði. Veit það, að viðreisnardýrtíðin gleyp- ir að mestu lánið, sem húsnæðis málastjórn lánar út á íbúðina. Og jafnvel þó ungu hjónunum takist með einhverjum ráðum að ná saman því mikla lánsfé, sem á þarf að halda til að eign ast þak yfir höfuðið, þá leggst skuldsúpan með sínum lögskip- uðu okurvöxtum á herðar þeirra og verður slíkt farg, senr þau fá ekki undir risið. Hvað segir Ireimilisfaðirinn, senr vinnur nú r2 til 14 tíma á sólarhring til þess að geta séð sér og sínum farborða? Finnst honum ekki nóg komið af svo góðu? Þegar aðrar þjóðir eru að stytta vinnu tímann úr átta tímurn, er átta stunda vinnudagur að verða fjarlægt. hugtak á íslandi. Og þetta gerist á góðæristímunr, þegar þjóðartekjurnar vaxa ár frá ári um mörg hundruð millj- ónir króna. Mætti ætla, að það væri rökrétt að álykta, að kjör almennings bötnuðu í hlutfalli við aukningu þjóðarframleiðsl- unnar, en þessu er alveg öfugt farið hjá viðreisnarstjórninni, því hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags versnar jafnt og þétt, þrátt fyrir uppgripa síld- veiði og hækkandi verðlag á út- flutningsvörum þjóðarinnar. Uppbyggingin. Allt þetta væri þó fremur hægt að þola, ef við hefðum verið að byggja stórlega í hagínn fyrir framtíðina. En því er ekki að heilsa. Hvar eru viðreisnarfram kvæmdirnar? Hvar eru orkuver- in, sem „viðreisnin" skilur eft- ir sig? Hvar eru mannvirki á síðustu árum á borð við sem- ents- og áburðarverksmiðjurn- ar. Hefur verið gert betur en að halda í horfinu? Nei, því þrátt fyrir, að skattheimta til ríkisins hafi meira en tvöfald- azt í tíð núverandi ríkisstjórnar, hafa fjárframlög til uppbygging ar og verklegra framkvæmda dregizt hlutfallslega saman. Það er stöðnun í tæknilegri framþróun. „Viðreisnin" með okurvextina og sparifjárfrysting una eru þar þrosJs.uld.ar í vegi. Við þurtum að halda áfram að virkja failvötnin og nýta livera hitann. Við þurtum að koma upp nýjum verksmiðjum til að breyta sjávaratlanum í fullunn- ar framieiðsiuvörur og fá í gegn um það margfalt meira verð fyrir hann. Þannig mætti lengi teija, en fyrst og fremst vantar okkur nýja forystu á stjórnmáia sviðinu. Menn, sem höggva strax á viðreisnarfjötrana og leysa þannig úr læðingi öfl, er nú geta ekki notið sín. Og við þurfum forystumenn, sem þora að takast á við stór verkefni og treysta á þrek og þrautseigju ís- lenzku þjóðarinnar til að leysa þau. í stað vinnuþrælkunar komi hóflegur vinnutími og batnandi lífskjör, enda er hvort tveggja forsenda þess, að þjóðin geti lifað menningarlífi. Við verðum að kasta „viðreisnar- stefnunni" fyrir borð, hún er erlend að uppruna og hefur þeg ar leitt af sér mikla bölvun. Bráðum fær þjóðin tækifærið til að kveða upp dóminn. Ótti stjórnarflokkanna við þann dóm er ekki ástæðulaus. FRÁ GAGNFRÆÐA- SKÓLANUM. Þann 10. þ. m. var 4. bekk Gagnfræðaskólans hér slitið. Alls luku 43 nemendur gagn- fræðaprófi og stóðust það allir, 29 úr bóknámsdeild og 14 úr verknámsdeild. Gagnfræðadeild- inni var slitið með hófi í skól- anum. Bókarverðlaun frá Rótarý- klúbbi Vestmannaeyja fyrir bezta kunnáttu í íslenzku máli, hlaut Lovísa Sigfúsdóttir frá Búastöðum. Hún hlaut 18,05, af 20 mögulegum. Félag kaupsýslumanna gaf bikar, sem verðlaun fyrir bók- færslu og vélritun. Hann hlaut Gísli Valtýsson, Kirkjuvegi 70. Hann fékk einkunnina 10 fyrir hvorttveggja. Hæstun einkunnir hlutu : Lovísa Sigfúsdóttir, 8,85. Guðbjörg Gísladóttir, Hvann eyri, 8,49^ Magnúsína Ágústsdóttir, Helli 8,29. Katrín E. Gunnlaugsdóttir, 8,25. Hallgrímur Júlíusson, 8,23. Anna Jóhannsdóttir, 8,15. Margar ræður voru fluttar við skólaslitin. M. a. talaði skóla stjórinn og þakkaði nemendum fyrirmyndar framkomu í skól- anum og ágætt samstarf. Framhald a£ 2. síðu. líkur til, að mál þetta næði bráð lega fram að ganga og aðeins væri dagaspursmál, hvenær þeim bærist formleg tilkynning frá bæjarstjóranum um endanlega afgreiðslu þess. Bæjarráð liélt vikulega fundi, og bæjarstjórn- arfundur var haidinn seint í desember, en fundarsamþykkt fræðslurdös frá 15. nóvember var aldrei lögð fram á fundum þessum. Næst gerðLi það í málinu, að stjórnir Stéttarfélags barna- kennara og Kennarafélags Gagn fræðaskólans skrifuðu bæjarráði bréf, dags. 18. jan. s. 1., þar sem þess var farið á leit við bæjar- ráð, að það taki á næsta fundi sínum ákveðna afstöðu til sam- þykktar fræðsluráðs frá 15. nóv. 1962 varðandi staðaruppbótina. Var þess óskað, að málið yrði lagt fyrir bæjarstjórn hið allra fyrsta og að stjórnum félaganna bærist svar fyrir 28. jan. Bréfi þessu hefur aldrei verið svarað, en liins vegar var málið rætt á fundi bæjarstjórnar 25. jan. s. 1., er Karl Guðjónsson bar fram tillögu um, að kennurum yrðu greiddar kr. 1.000 í staðarupp- bót á mánuði. Var tillaga hans FELLD með 4 atkvæðum gegn 4. Barst stjórnum kennarafélag- anna bréf frá skrifstofu bæjar- stjórans um afgreiðslu þeirrar tillögu. Samþykktu þá kennarar beggja skólanna einróma að liætta allri aukakennslu við skólana frá næstu mánaðamót- Stjórnir kennarafélaganna hafa FRÉTTIR Loðnan virðist vera gengin yfir og var afli tregur í gær hjá línubátum. Einn bátur, Stígandi er byrjaður með net og fékk í gær 8 tonn. Síldarbátar hafa fengið allmik inn afla síðustu sólarhringa austur í Skeiðarárdýpi. Er síld- in smá og ekki hæf til útflutn- ings. B.v. Gylfi er hér í höfn- inni og mun taka síld til sölu á erlendum markaði þegar síld berst af hæfilegri stærð. Flugmálaráðherra Ingólfur Jónsson, flugmálastjóri Agnar Kofoed Hansen og Guðlaugur Gíslason, komu hingað s. 1. mánudag. Munu þeir hafa skoð að framkvæmdir við flugbraut- ina, sem unnið var að í haust og vetur. talið rétt, að bæjarbúum væri gerð grein fyrir gangi þessara mála og livers vegna kennararn- ir hafa gripið til þess ráðs að liætta allri aukakennslu við skól ana frá næstu mánaðamótum. Mál þetta hefur verið alllengi til umræðu við viðkomandi bæj aryfirvöld, og hafa kennararnir sýnt mikið langlundargeð í sam- bandi við afgreiðslu þess. En nú sætta þeir sig ekki lengur við þá málsmeðferð, sem hér hefur verið rakin. Þeir munu standa -saman í þeirri baráttu, þar til sanngjörn lausn hefur fengizt á þessu hagsmunamáli þeirra. (Greinargerð þessi hefur ver- ið send öllum bæjarblöðunum til birtingar). um. TIL HVERS SIGLÁ SKIPiN? Það er e£ til vill barnalega spurt. En mér hefur stundum dottið þetta í liug. Strandferð- irnar eiga eflaust að vera þjón- ustufyrirtæki. En er þá heppi- legt, að þau elti hvert annað, eins og oft sekður, en svo líði rnargir dagar án þess að nokkur ferð falli. Fólk kvartar yfir Hornafjarðarferðum Herjólfs, og það er kannski að vonum, því sjaldan eru önnur skip á ferð- inni hér þá daga, sem Herjólf- ur er fyrir austan. En nú brá svo við s. 1. föstudag, á meðan að Herjólfur var í Hornafjarðar ferð, að Hekla fór frá Reykja- vík í hringferð austur um. Þetta kom sér mjög vel, þar sem póstur hafði ekki borizt hingað í tvo daga. Og svo kom Esja sama daginn að austan, svo ekki var ástæða til að kvarta. Esja kom inn á höfn, þrátt fyrir það, að háfjara væri, og auk þess hálfgerður ruddi í veðrinu. Hekla kom svo seint um kvöldið. Þá var veður orðið nokkuð gott. En Hekla var eitt hvað að flýta sér, enda hafði hún ekki tafið sig á því að taka vörur, póst, farþega, eða annan óþarfaflutning hingað. Hekla bað um Lóðsinn út fyrir Eiði, og til þess að samræmi væri í vitleysunni, þá fór Lóðsinn án þess að taka póst til Austur- lands, og skildi auk þess eftir tvo farþega, sem ætluðu með Heklu austur. Þess vegna verður mér á að spyrja: Til hvers eru skipin að sigla? J. B.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.