Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Fxá bæjarstjórn FRÉTTIR Artdláfr. Fyrir nokkru andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Ingi- björg Theódórsdóttir kaupkona, 83 ára að aldri. Hún var jarð- sett 3. okt. s. 1. Ingibjörg var ekkja Jóns heitins Hinriksson- ar, kaupfélagsstjóra. Ingibjörg var um rnörg ár formaður Kven félagsins Líkn, Vestmannaeyj- um. S. 1. sunnudag andaðist Guð- ný Sigurmundsdóttir, kona Ein- ars Gíslasonar, Faxastíg 10, að- eins 37 ára að aldri. Þau hjónin áttu 3 börn. Þungur harmur er kveðinn að heimilinu að Fara- stíg 10, við sviplegt fráfall ungr ar og góðrar konu. Þessi mannslát liafa orðið hér í sumar: Ásmundur Sveinsson, Ásaveg. Hann var aldraður maður, ætt- aður frá Seyðisfirði. Jensína Jóhannesdóttir, Vest- urveg, eiginkona Kristjáns Jóns- sonar frá Múla. Sigurlína Unadóttii', Hástv. 12 Guðbergur frá Hlíðarási.---- Hann varð hér bráðkvaddur, en bjó uppi á landi. Árni Þorkelsson, aldraður maður, ættaður frá Vestfjörð- um. Anna Guðmundsdóttir, frá Uppsölum, Hún var vanheil frá fæðingu. Elín Björnsdóttir, Nýborg, ekkja Bergmundar sál. Arn- mundssonar. Emilía Ottesen, ekkja Eyjólfs heitins Ottesen. Anna Gunnlaugsson, kaup- kona, ekkja Halldórs heitins Gunnlaugssonar, læknis. Auðbjörg Valtýsdóttir, ekkja Ólafs heitins Eyjólfssonar, Garð stöðum. Nýr bátur. Urn s. 1. helgi hljóp af stokk- unum hér 160 tonna bátur. Byggður úr eik. Smíði annaðist Skipaviðgerðir h. f., Vestmanna eyjum. Yfirsmiður var Ólafur Jónsson. Vél bátsins er 625 hest- afla, Kromhout og sá Vélsmiðj- an Magni um niðursetningu hennar. Öll nýtízku fiskileitar- og siglingatæki eru í skipinu. Vélsmiðjan Völundur hefur unn ið að járnsmíði í skipinu. Yfir- bygging er úr stáli og alumin- ium, srníðuð í Keflavik. Eigend ur bátsins eru Ólafur Ólafsson, útgerðarmaður, Seyðisfirði og Jón Pálsson, skipstjóri, sama stað. Bátur seldur. V/b Gjafar VE hefur nýlega verið seldur liéðan. Kaupandi er hinn kunni útgerðarmaður Guðmundur á Hrafnkelsstöð- um. V/b Gjafar liefur verið mik ið afJaskip. Fyrri eigendur v/b Gjafars eiga skip í smíðum erlendis, er mun væntanlegt liingað á kom- andi vetrarvertíð. Aflabrögð. Dragnótabátar stunda veiðar, en afli misjafn, enda tíðarfar risjótt. Þá munu nokkrir troll- Irátar stunda veiðar og einhverj ir þeina munu sigla með afl- ann á erlendan markað. Sala á afla í Bretlandi Jiefur yfirleitt verið góð lijá Vestmannaevja- bátum að undanförnu. Aukirt þjónusta. Sparisjóður Vestmannaeyja lief ur lengt afgreiðslutíma sinn, og verður nú opið virka daga vik- unnar frá 11 — 12 f. h„ kl. 1—2 ög 4—5,30 mánudaga, þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtu- daga, og kl. 4—7 á föstudögum. Mun jiessi breyting vera gerð í samræmi við óskir og þarfir viðskiptavina. Síldarverksmiðja. í sumar liefur verið unnið að byggingu síldarverksmiðju hér. Eigandi hennar er Einar Sig- urðsson. Húsið er uppsteypt og mun vera komið undir þak. Væntanleg afköst verksmiðj- unnar munu verða 2500 mál á sólarliring. Gjafir til nýja sjúkrabílsins: Frá Þórkötlu Bjarnadóttur kr. 200,00. Jóni Björnssyni og Oddnýju Larsd. kr. 200,00. Frá H. og E. kr. 500,00. Frá Mar- gréti Pétursd: kr. 2500,00. Frá Sigurfaranum (E. S. og Ó. Ó.) kr. 2.00,00. — Með Jiakklæti mót tekið. — E. Guttormsson. Frá Kvenfélaginu Líkn. Stjórn sjúkrahússjóðs jiakkar öllum, er aðstoðuðu við Rúllu- happdrættið á Stakagerðistúni I. sept. og dagana þar á eftir. Einnig jieim fyrirtækjum, sem léðu ókeypis sýningarglugga, svo og bæjarbúum, sem þrátt fyrir óhagstætt veður styrktu málefn- ið með því að kaupa miða. Þá þökkum við minningar- gjöf að uppliæð kr. 30.000,00, um Margréti Sigurþórsdqttur, afhenta á ársdánardegi hennar, 16. júlí s. I. Er hún gefin af syni hennar Sigurþóri Hersi, konu lians Guðlaugu Pálsdóttur og Gylfa Páli syni þeirra. Óska gef endttr þess, að fénu verði varið til að koma upp rúmfatn- aði eða öðru slíku á barnadeild nýja sjúkrahússins. Nefndin. Fyrir fundi bæjarstjórnar, er haldinn var 27. september lá fyrir eftirfarandi greinargerð frá bæjarverkfræðingi um mal- bikun gatna 1963: „Malbikun stóð yfir frá 11/7 til 25/7. Alls var bikað í 13 daga. Eftirfarandi götur voru mal- bikaðar í fyrsta skipti: Hásteinsvegur 4.560 ferm. Faxastígur 2.190 ferm. Helgafellsbraut 2.660 ferm. Austurvegur 940 ferm. Bárustígur (neðst) 650 ferm. Samtals 11.000 ferm. Lengd jiessara gatna saman- lagt er 1.530 metrar. Lagt var slitlag ofan á eldra malbik og steypu á eftirfarandi götum: Strandvegur 4.450 ferm. Skildingavegur og Básaskers bryggja 1.620 ferm. Samtals 6.070 fermetrar. Samanlögð lengd þessara gatna er 565 metrar. Auk þess voru eftirfarandi svæði malbikuð: Plan við Barnaskólann 350 fermetrar. Plan við Netagerð Ingólfs Osannindum hnekkt I Brautinni þ. 18. sept. og 3. okt. er vikið að verðlagseftirlit- inu og gefið í skyn, að jiví sé mjög ábótavant. Byggir greinar- höfundur mál sitt á sögu, sem hann segir, að gengið liafi um bæinn, jiess efnis að fyrirtæki í Reykjavík hafi orðið þess á- skynja að verð á framleiðslu- vöru sinni Iiafi verið of hátt og því sett fram kröfu um, að trún aðarmaður Verðlagsstjóra hér færði jia ðí rétt horf.. Ekki veit ég, hvort rnargir bæjarbúar hafa heyrt jiessa sögu, en liitt get ég fullyrt, að hún á enga stoð í veruleikanum. Það hefur ekkert fyrirtæki í Reykja- vík sent mér neinar kröfur eða kvörtun varðandi verðlagsmálin. Ög með Jrví, að sagan, sem grein arhöfundur byggir á, er ekki raunveruleg, þá er grundvellin- um kippt undan spurningum hans í málinu. En þar, sem greinarhöfundur vill fá upplýs- ingar varðandi mín vinnubrögð, þá er honum velkomið að heim sækja mig og líta á þau gögn, sem ég hefi og kynna sér um leið hvernig verðlagseftirlitið er unnið. Sigurgeir Kristjánsson. Theódórssonar 230 fermetrar. Plan við Netagerð Magnúsar Magnússonar, 75 fermetrar. Samtals 655 fermetrar. Alls hefur því verið lagt mal- bik á 17.725 fermetra. Til verksins voru framleidd 1600 tonn af malbiki, sem inni- héldu 179 tonn af asfalti. Meðal asfalt prósenta var því 11,3%. Mesta dagsframleiðsla var 176 tonn. Mesta framleiðsla á klst. var 18,2 tonn. Af asfalti með penetration 120—150 voru notuð 160 tonn. Auk jæss var notað cutback as- falt, MC—4, allt 19 tonn, og var lagt með því slitlag á Stranclveg vestan við tangann og Skildinga veg niður að Hafnarhúsi. Þá var gerð á fundinum eftir- farandi samjrykkt eftir tillögu bæjarráðs. Haldið verði áfram að undir- búa eftirfarandi undir malbik- un eftirfarandi götur: Strandvegur frá Flötum að fyrirhugaðri götu austan Stíg- andaluiss og götu frá Strandvegi niður á Friðarhöfn, svæðið fyrir ofan Brattagarð og sundið milli ísfélags og Fiskiðju að Strand- vegi, ennfremur Vesturveg frá Bárugötu að Heiðavegi. Stefnt verði að því, að ofangreindar götur verði malbikaðar næsta vor, Jiar sem efni er fyrir liendi til jress. Námskeið. í Eyjum stendur yfir nám- skeið fyrir minna fiskimanna- próf. Skólastj. er Ármann Eyj- ólfsson, sjóliðsforingi, að auki eru 4 kennarar. Nemendur ertt 14. Jafnhliða stendur yfir vél- stjóranámskeið. Skólastjóri er Guðm. Eiríksson. Nem. 19 og kennsla fer fram á Breiðabliki og í gömlu rafstöðinni. Bifreiðin V-127 er til sölu. Mjög miklir vara- hlutir og góðir skilmálar. Sigurður Bjarnason, Svanhól. Fólksbifreiðin V-110 sem er Plymouth 1947, er til sölu. Upplýsingar gefur Guðni Grímsson. í síma 468.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.