Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.10.1963, Síða 1

Framsóknarblaðið - 23.10.1963, Síða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 23. okt. 1963. 16. tölublað. Guðný Sigurmundsdóttir Minnlng Þriðjudaginn 15. þ. m. var borin til grafar frá kirkju Betel safnaðarins hér Guðný Sigur- mundsdóttir, eiginkona Einars Gíslasonar, leiðtoga safnaðarins. Guðný Sigurmundsdóttir fædd ist í. janúar 1926 að Heiði hér í bæ, dóttir hjónanna Margrétar Þorsteinsdóttur og Sigurmundar Einarssonar. Hún ólst upp hér í Eyjum. Að loknu barnaskólanámi stundaði hún nám í Gagnfræða- skólanum hér veturna 1939— ‘942 og lauk gagnfræðaprófi með mjög góðri 1. einkunn. í skólanum lærði hún m. a. er- lend tungumál, ensku, dönsku og þýzku, hjá hinum kunna máíagarpi og kennara Axel Bjarnasen, sem þá kenndi er- lendu rnálin í skólanum og sneið námsefnið og kennsluna að kröfum Verzlunarskóla ís- lands af gildurn ástæðum. Guðný Sigurmundsdóttir átti a-'ttir að rekja í Árnesþing. Al- systir ömmu liennar var Sigríð- Ur húsfreyja í Brattholti, sem skeleggast beitti sér gegn jrví á sínum tírna, að Gullfoss í Hvítá yrði „braskvara“ og seldur út- lendingi . Einar Eiríksson föðurafi Guð nýjar Sigurmundsdóttur var kunnur tónlistarmaður á sína vísu um sveitir Árnessýslu fyrir og um aldamótin og organisti í Skálholtskirkju um árabil. Það er vitað, að tónlistargáfan er ríkjandi erfðaeigind, og fór ekki Guðný varhluta af þessum ríku gáfnaeigindum afa síns. Vík ég 3ð því síðar. Árið 1948, 23. maí, giftist Guðný Sigurmundsdóttir eftir- Hfandi manni sínurn, Einari Gíslasyni frá Arnarhóli hér í b;e. Þau eignuðust 4 börn; Guðrúnu Margréti, Guðna, Sigurmund Gísla og að 4. barninu lézt móð- irin 6. þ. m. ásamt barninu.. — Söknuður og sorg gagntók henn ar nánustu ástvini. — Vini og kunningja setti hljóða. — Dáin, — horfin í blóma lífsins, aðeins tæpra 38 ára. — Mæt kona, móð- ir og eiginkona gengin til for- mæðra sinna. - Trúföst kona, gáf uð og fleiri dyggðum prýdd köll uð héðan skyndilega frá eigin manni og börnum og öðrum ást- vinurn. — Eru það nokkur und- ur, þó að okkur mönnunum finnist vegir guðs vera órannsak anlegir? Guðný Sigurmundsdóttir var sérstæð kona. Þau árin, sem hún stundaði nám í Gagnfræðaskól- anum hér, duldist ekki okkur kennurum hennar hinar miklu gáfur hennar. Hún var fyrir- mynd nemenda sinna um ástund un og siðprýði. Hún hafði þeg- ar tamið sér fastmótaða fram- komu um 13 ára aldur. Skap- gerðin reyndist meitluð og væn, hugarfarið göfugt og drengi’ert. Slík mannssál er ekki allra. Hún velur úr. Hún er vinavönd. Þannig munurn við allir kennarar Guðnýjar Sigurmundsdóttur minnast henn ar, grannvöxnu stúlkunnar með gáfulega og festulega andlitið. Á þessum árum mótaðist Guð- ný livað mest af söfnuði sínum og í honum, en undirstöðuna mun hin heittrúaða móðir henn ar hafa lagt þegar á bernsku- skeiðinu. í Gagnfræðaskólanum undi hún sér vel, — og undi Jrar vel áhrifum og leiðsögn og hélt ætíð síðan tryggð við jrá stofnun. Þrettán ára gömul gekk Guð- ný Sigurmundsdóttir í Betelsöfn uðinn hér. Það var hið mikla happ þessa safnaðar, því að hún var honum öflugur og leiðandi starfskraftur í mörg ár. Á æskuskeiðinu nam Guðný Sigurmundsdóttir orgel- og pía- nó-leik tvö haust hjá Gunnari Sigurgeirssyni í Reykjavík. Þá reyndust meðfæddar hljómlistar gáfur nárninu ríkari, því að námstíminn var stuttur, en leiknin næsta furðuleg á svo stuttum tíma. Eftir það nám var Guðný organisti Betelsafnaðar- ins hér og söngstjóri. Á margan annan hátt helgaði hún söfnuði sínum mikinn hluta starfskrafta sinna til hinztu stundar. Hún túlkaði þar iðulega ræður, sem fluttar voru á erlendum málum, og var hér haft á orði, hversu hún snéri þeim hindrunarlaust á hreint og ómengað móðurmál- ið. Einnig flutti hún ræður þar frá eigi brjósti. Þær einkennd- ust jafnan af skýrri hugsun, ylj- aðri heitri trúarsannfæringu og trúarvissu. Guðný Sigurmundsdóttir var hvergi liálf. Skapgerð hennar var annars eðlis og mannkostir. Þess nutu einnig vinir hennar í tryggð og nærfærni. Gagnfræðaskólinn reyndist því vaxinn að efla með henni trú á hinar miklu námsgáfur hennar og námsgetu. Eftir dvöl sína í skólanum stundaði hún sjálfsnám í íslenzku og erlend- um tungumálum. Hún las mik- ið góðar bókmenntir, erlendar sem íslenzkar, og hafði unun af að læra erlend tungumál. Hún nam sænsku af sjálfsdáðum, svo að hún Jrýddi úr því máli. Á seinustu árum nam hún einnig franska tungu, einnig mest af sjálfsdáðum. Ensku talaði hún avo- vei, að enskir gestn dáðust að. Guðnýju Sigurmundadóttur var svo farið eins og svo mörg- um öðrum mannlegum sálum, sem hlotið hafa óvenju ríkar og margslungnar gáfur í vöggu- gjöf, að sálarlífið var viðkvæmt og næmt fyrir áhrifum, hvort sem Jrau voru jákvæð eða nei- kvæð. Það er sem sál slíkra sé slungin hárfínum strengjum eða alsett skynhimnum, ef ég mætti orða það Jrannig. Þessar sálir finna, greina eða skynja ýmis- konar andlega straunra, sem öðr um, öllum fjöldanum, eru huld ir með öllu. T. d. er slíkt sálar- líf sérstaklega viðkvæmt fyrir návist annarra, skynjar mann- gerðina af óskiljanlegum næm- leik, skynjar og finnur persónu- leikann og útstreymið frá hon- um. Þannig var Guðný Sigur- mundsdóttir. Hún var því fædd mannþekkjari. í návist annarra gat sál hennar orðið snortin göfgi eða gripin andstyggð, eftir Jrví sem efni stóðu til. Guðný Sigurmundsdóttir er horfin sjónum okkar, — dáin, eins o við orðum Jrað í daglegu ta i. Mikill harmur er kveðinn ö l. umanni hennar, börnum m nánustu á tvinum. E.i harmur — og svo harmur þarf ekki að vera eitt og sama hug- takið. Trú okkar og lífsskoðan- ir geta valdið þar miklum mun hugtaka í einu og sama orðinu. Trúað gæti ég því, að trú og sannfæring þess fólks, sem Guð- ný Sigurmundsdóttir unni heit- ast og fórnaði rnestu fyrir um dagana, væri Jress eðlis, að dauð inn ylli þar ekki þeinr harnri og sárindum, sem víða annars stað- ar. En til þess Jrarf mikla trúar- lega víðsýni samfara heitri sann færingu og manngöfgi. Eg votta eiginmanni og börn- um Guðnýjar Sigurmundsdótt- ur innilegustu hluttekningu mína svo og öðrum hennar nán- ustu ástvinum og venzlafólki. Mætti minnið um góða nróður og göfuga verða börnum henn- ar hjartfólgið leiðarljós á lífs- leiðinni. Þorsteinn Þ. Viglundsson.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.