Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 1
TJTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA 28. árgangur. MALGAGN FRAMSOKNAR- OG SAMVINNUMANNA í VESTMANNAEYJUM Vestmannaeyjunr, 20. janúar 1965. »11« > 1. tölublað. ÁLÖGUR OG VIÐREISNARVERÐBÚLGA Með því, að nokkur blaðaskrif hafa komið fram varðandi afgreiðslu bæjarreikninga fyrir árið 1962, er hér birtur úr- skurður forseta bæjastjórnar, sem var kveðinn upp á bæjar- stjórnarfundi þann 11. desember 1964. ÚRSKURÐUR: „Með lilvísun til bréfs minnihluta bcejarstjórnar Vest- mannaeyja dags 6. nóvember s. L, pd er tekið fram, að vegna pess að láðst hafi að senda með dagskrá fyrir bœjarstjórnar- fund 29. september, athugasemdir endurskoðenda við reikn- inga bœjarsjóðs Vestmannaeyja, og svör við peim (2. umrœða reikninga fyrir árið 1962) og ennfremur liafði annar kjörinn endurskoðandi ekki undirritað reikningana, (vegna fjarveru endurskoðandans úr bcenum), pykir rélt að laka málið til framhaldsumrœðu á pessum fundi og viðeigandi afgreiðslu. Gisli Gíslason, forseti bcejarstjórnar Vestmannaeyja. ----.... m^ni mi—imfnn |-| n~ Eg óska lesendum Framsókn- arblaðsins gleðilegs nýárs. Árið 19G4 var gott ár frá nátt úrunnar hendi. Tíðarfar var með bezta móti, sjávárafli meiri en ripkkru sinni fyrr, verðlag á afurðum lándsmanna síhækk- andi. Þjóðin hefur starfað mik- ið og lagt ntikið að sér enda var framleiðslan stórum meiri en nokkurt annað ár. Til þess ber einnig þá ástæðu, að nær alger vinnufriður ríkti í landinu og framleiðslan gekk ótrufluð af vinnudeilum og verkföllum í fyrsta sinn um árabil. •í þessu eipdæma góðæri mun öllum þorra þjóðarinnar einnig hafa tekizt með mikilli vinnu að tryggja sér allgóða afkomu, en hvergi nærri eins góða og ytri skilyrði gáfu tilefni til og naum ast batnandi. Ástæðurnar ti! þess að þjóðinni liefur orðið miklu minna en skyldi úr miklu afla- fé, eru annarsvegar sú, að ríkið tekur til sín sívaxandi hluta af tekjum þjóðarinnar í fyrirliyggju lausa opinbera eyðslu, og hins vegar sú, að algert stjórnleysi ríkir í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar og hefur það leitt af sér nteira kæruleysi í fjármál- um og virðingarleysi fyrir verð- mætum en hollt er. Snemma á árinu voru |ögð á þjóðina hundruð milljóna í nýj- um álögum, sem áttu að fara til þess að greiða sjávarútveginum uppbætur vegna vaxandi dýrtíð- ar innanlands, en fóru það ekki nema að nokkru leyti, heldur í eyðsluhítina. Um mitt árið, þeg ar hinir beinu skattar voru birt ir, sýndi ríkisstjórnin þjóðinni aftur stærri reikninga en nokkru sinni fyrr. En ekki dró þetta þó lengra en svo, að undir árslok- in var ríkissjóður aftur sagður kominn í þrot, og enn voru lagð ar á nýjar álögur aðallega í formi hækkaðs söluskatts, sem námu þrjti hundruð milljónum króna. Engar verulegar kaup- hækkanir höfðu þó orðið á ár- inu. Það var bara sá, sem valdið hafði, sem krafði til sín. Á vormánuðum buðu laun- þegasamtökin ríkisstjórninni upp á friðarsamninga, sem fólgnir væru í því, að launþegar stilltu kröfum sínum í hóf, en ríkisstjórnin sæi um að halda verðlagi í skefjum, ef nauðsyn- legt reyndist með niðurgreiðsl- um. Ríkisstjórnin tók þessu boði og gerði við launþega og atvinnurekendur samning þann, sem nefndur hefur verið júní- samkomulagið. Til þess að af þessu leiddi kjarabót lyrir launþega varð fé til þessara niðurgreiðslna aug- Ijóslega að fást með sparnaði og aukinni hagsýni í ríkisrekstrin- um, en það varð annað uppi á teningnum. Nýlega hefur stjórn armeirihlutinn á Alþingi sam- þykkt mestú eyðslufjárlög, sem sögur fara af, og lagt stórfelldar nýjar álögur á þjóðina, sem rétt- lættar eru með því, að alia þurfi fjár til niðurgreiðslnanna. Þannig er kostnaðinum af þessu velt út í verðlagið á sama hátt og fyrri kjarabótum, sem laun- þegar hafa fengið. Þannig brást ríkisstjórnin, þegar hún átti kost á að tryggja varanlegan vinnu- frið.Óséð er hverjar afleiðingar þessi brigð ríkisstjórnarinnar kann að hafa á því ári, sem nú er að liefjast. Álögurnar, sem haugað hefur verið yfir þjóðina að undan- förnu, eru rni orðnar svo miklar að jafnvel tímarit Seðlabankans, sem öðrum þræði verður að skoð ast sem málgagn ríkisstjórnar- innar, birti ritstjórnargrein fyr- ir skömmu, þar sem rætt var um það, livort skattabyrðin hefði nú ekki náð því marki, sem þjóð in þyldi. Það er því ekki að furða þó við verðum öllu fegin, sem í aðra átt stefnir, og nú í “vetrarhörkunum um áramótin yljaði mönnum fregnin um það, að ríkisstjórnin hefði nú látið undan margra ára kröfum Fram sóknarmanna og látið Seðla- bankann stíga skref í þá-átt að létta nokkuð vaxtaokrinu af Framhald á 2. síðu Dagar liða, ár og aldir, enginn stöðvar tímans hjól. Þótt áramót séu ekki stórvið- burður vekja þau menn til um- hugsunar. Þau eru eins áfangi á leið ferðamannsins, þar er staldrað við og skyggnzt til baka og fram á veginn.. Hver ein staklingur hefur sínar persónu- legu minningar frá liðnu ári, og eru þar bæði skin og skúrir lið- innar ævi ,sem ekki verður aftur tekið. Frá almennu sjónarmiði skyldi árið 1964 einnig eftir sig spor, sem snerta okkur beint og óbeint. Jafnvel framvinda heims málanna verður okkur, sem byggj um útskaga við nyrzta haf nátengdari með hverju ári sem líður. Það er því gleðilegt, að ár- ið sem var að kveðja, var ár batn andi sambúðar stórvelda og minnkandi spennu í alþjóðamál um. Kynslóð, sem man og veit urn hörmungar síðustu heims- styrjaldar er þörf á hvíld frá sí- felldum ógnunum og hótunum um útrýmingu í kjarnorkueldi. Góðæri. Síðastliðið ár var hér góðæri til lands og sjávar. Fiskaflinn var rúmlega 950 þús. tonn, og er það langmesta veiði, sem borizt hefur á land á einu ári. Þá var útflutningsverzlun landsins hag- stæð á árinu, verðlag hækkaði á útflutningsvörum og salan ör, svo að segja má, að allt hafi selzt jafnóðum og það aflaðist. Nú er talið, að verðmæti út- flutnirigsins á árinu 1964 sé urn 45 milljarðar íslenzkra króna. kemur ,þar hvorttveggja fram stóraukinn útflutningur og hærra verð, svo geysileg hækkun hefur orðið á útflutningnum í heild. Því er hægt að gera ráð fyrir, að þjóðin bæti hag sinn út á við og það stórlega. Illt stjórnarfar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að því meira sem aflazt á bátinn, því fleiri fiskar koma til skiptanna. Og auðvitað er Framhald á 2. síðu

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.