Nýr Stormur


Nýr Stormur - 22.12.1967, Page 5

Nýr Stormur - 22.12.1967, Page 5
FÖSTUDAGUR 22. DES. 1967. %SMUR 0 GUÐMUNDUR G. HAGALÍN. Márus á Valshamri og meistarl Jón SKUGGSJÁ GEFUR ÚT. Guðmundur G. Hagalín er mikilvirkastur íslenzkra rit- höfunda og hefir löngu hazlað sér völl í fremstu röð. Nafngiftin rithöfundur er í rauninni samnefnari yfir skáldið og sagnaritarann, sem færir í letur atburði og ævifer il, sem tekið er úr veruleikan- um, samtíðihni og fortíðinni. Til að vera góður rithöfund- ur, þarf hann einnig að vera skáld. Ekki þarf að kynna ævi sögur Guðmundar eða sagna- ritun og Kristrún í Hamravík drepur af sér allar dægurflug- ur, sem falla sem logndrífa á glugga íslenzkra bóka og blaðalesenda. Hin nýja skáldsaga Guð- mundar tekur ekki henni Kristrúnu fram, en slagar þó hátt upp í þó nokkuð. Guð- mundur skrifar hvorki fyrir menningarsnauðann snobb, eða skilningssljóan pöbul. Hann tekur sögupersónur sín- ar út úr ramma þeim, er verið hefir umgerð íslenzks þjóðlífs áður en svartigaldur tuttug- ústu aldarinnar náði að afmá öll einkenni þeirrar manngerð ar, sem aldrei skyldi að hún hann beðið ósigur og aldrei gafst unp og færði þess vegna sigurinn í hendur eftirkom- endum sínum. Hagalín gprir aðalsöguhetju sína, Márus Magnússon, að fórnardýri svartagaldursins, en.sýnir honum þó þá misk- unn, að fórna honum ekki um svifalaust á altari því hinu helga, sem meginhluti nútima manna fórnar kejrtaljósum sín um á. Márus á Valshamrj hefir nefnilega ekki alveg verið sviptur samvizku sinni, sem höfundur lætur koma fram í gerfi meistara Jóns. Meistari Jón, þ. e. samvizka Márusar á sér ötulan bandamann, þar sem er kona Márusar, Guðný Reimarsdóttir. Ekki er ástæða til að rekja söguþráðinn nánar, en geta má þess, að margar söguper- sónanna verða lesendanum minnisstæðar. Orðfæri þeirra á lítið skilt við slangurmæli- tízkubókmenntanna. Bjarni háseti Márusar á litlð skylt við James Bond og slíka fugla. Hér er íslenzk saga á ferð, skrifuð á máli því er fólkið tal. aði. Hagalín er snillingur í að ná því tungutaki. Þessi bók eykur ekki mikið á orðstý Hagalíns, en hún rýrir hann heldur ekki. Márus bóndi beið ósigur fyr ir meistara Jóni, en vann um leið sinn mesta sigur. Hvernig værj að fléiri en Márus á Valshamri dustuðu rykið af meistara Jóni? Hvern ig væri að valdsmenn, jafnt andlegrar stéttar sem verald- legrar, gengju við og við á vit þessa mikilhæfa samvizkunn- ar pískara? Hvernig væri að þjóðin öll fengi sér lesinn pist il við og við á hátíðum og tylli dögum, í stað mærðrarfullra prédikana, fluttra af hræsni og yfirdrepsskap? Þú og ég, skáldið og útgefandinn; öll hefðum við gott af að heyra við og við í meistara Jóni og gaman væri að sjá viðbrögðin hjá mörgum. Ef til vill yrðu þau svipuð og hjá Márusi bónda — í upphafi, en óvíst hvort manndómurinn yrði sá sami að lokum. Hafi Hagalín þökk fyrir áminninguna. Þrjátíu og tvö komma sex prósent 32,6%!!-------Hækkar vor hagur?:: Himinninn nálgast, bláhvelfdur, víður og fagur! Dásemdir ljóma og leiftra hjá íhaldi og krötum! Það lýsir um brárnar og snöpin í almúgans jötum! Krónan er lækkuð — kaupmennsku sjónarmál hækkuð, það kliðar í eyrum — prangarans gróðavon stækkuð! Okrarans hjarta og okrarans tilvera ljómar, okrarinn þakklátur Krataíhald blessar og rómar! Almúgans verðpyngja, almúgans kaupmáttur lækkar, alþýðufátækt og vonleysi þróast og hækkar, en — lággengi stjórnenda þrykkist og þynnist og hrapar,' um þrjátíuogsexkommatvöprósent Kratíhald tapar! Grímirr ALLT í JÓLAMA 71NN is HOLDANAUTAKJOT Steikur — buff — lundir — tnet. ☆ ALIKALFAKJOT Steikur — buff — lundir — fileí. ☆ SVÍNAKJÖT Kotilettur - hamborgarhrygqi. — vafðar steikur — læri — bógar — reykt flesk — sKinkur — hnakkar — lundir — .vínakjötshakk, I »’l V K-í. t í f i’} i j'r. !■ ‘-'J < í *.* •' V •» •*••*■ ☆ \ DILKAKJÖT hryggir — læri — frampartar — kotilettur. ☆ REYKT DILKAKJÖT Lambahamborgarhryggit og lær> - namborgarsteikur — útbeinuð oq vafin reykt Jæri og frampartar — hangikjöt. ☆ KJÚKLINGAR — ALIENDUR HÆNSNI — GÆSIR Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22, sími 14685 Matardeildin, Hafnarstræti 5, — 11211 Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarst 43, — 14879 Matarbúðin. Laugaveg 42, — 13812 Kjötbúðin, Grettisgötu 64, — 12667 Kjötbúðin, Brekkulæk 1, — 35525 Kjörbúð, Álfheimum 4, — 34020 Kjörbúð SS Háaleitisbraut 68, — 82750 Kjörbúð SS, Laugarásvegi 1, — 38140 Kjörbúð SS. Laugavegi 116, — 23456 Matarbúð SS, Akranesi, — 2046 £> SLÁTURFfLAG ss SUÐURLANDS SKÚLAGOTU 20

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.