Nýr Stormur


Nýr Stormur - 22.12.1967, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 22.12.1967, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. DES. 1967. ymiMnwninMimimiiiiininiiinnmimnnmiiiiiiiiiiiimiwinniiimnimnmiiiiiimwiiw nw—w———w^g I NÝR I iTORMUR Útgefandi: Samtök óháðra borgara. I Ritstjórar: Gunnar Hall sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm | Ritstj. og afgr. Laugav. 30 - Sími 11658. Auglýsinga- og áskriftarsími 24510. Vikublað - Útgáfudagur: föstudagur. 1 Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h.f. llllll■llll•lilllllllllmllllllllllllllllllll||||||l■lllll|||||||||lmmllllll■ll■lmlllll■ll■lllllllllllll■lllllllllllllllllllHlflll^ „Yður er í dag” Með þessum oröum hefst fagnaðarboðskapurinn, sem á hverjum jólum er fluttur í kirkjum kristinna manna, á heim- ilum þeirra og í hjörtum, sem trúa. Þrátt fyrir aldagamla mis- notkun kristinnar trúar er það þó staðreynd, að ófriðarvopn- in milli þjóða og manna eru lögð á hilluna um stund og hatrið þokar um set, þessa stuttu stund. Þeir sem ekki hafa öðlast þá fullnægju, sem einlæg trú á þennan boðskap veitir og ekkert á sameiginlegt með líkam- iegum þörfum, hafa brugðið á það ráð, að sinna þeim í þess stað, eftir efnum og ástæðum, í sérstöku tilefni af jólunum. Að sjálfsögðu er trúin ekki mikils virði, ef hún byggist fyrst og fremst á örvæntingu, skorti og uppgjöf. Þessvegna er ekk- ert við því að segja þótt menn geri sér hóflegan dagamun á þessari hátíð, en þegar sá dagamunur verður að stórfelldum margra daga veizluhöldum, eins og tíðkast hér á landi, er hætt við, að Iítill tími verði aflögu til að hugleiða fagnaðar- boðskapinn. Tilefni jólanna er eingöngu andlegs eðlis og þessvegna er hið öfgakennda jólahald fullkomin afskræming tilefnisins. „Það er hart að heita Briem og hafa ekki til þess unnið“ var einhverntíma sagt. Ætli það væri ekki hægt að segja eitthvað svipað um f jölda þeirra, er þyrpast til aftansöngs í kirkjunum, setja upp há- tíðasvip við að hlusta á Jóla„ævintýrið“ enn einu sinni, en hafa svo gleymt þvl alfarið til næstu jóla, er þeir setjast að veizluborðum á eftir og eru þar að auki staðnir að því, að gera börnin hálfærð með dýrum jólagjöfum sem fá þau til að sinna því alls ekki, hversvegna verið er að halda þessa hátíð. Það fer heldur lítið fyrir Jesúbarninu í hjörtum þeirra við lestur njósnasagna eða röðun tindáta eða leik að hemaðar- vélum. Þannig eru jólin haldin hátíðleg á meginhluta heimila — því miður. Þetta er aldarandinn í dag — sök kristinna manna, ekki kristindómsins. Hitt er svo annað mál, að fátæktin og skorturinn er ekki ákjósanlegur grundvöllur fyrir jólahaldið. Hætt er við að hjörtu þeirra er við þær aðstæður halda jól, verði ekki full friðar og kærleika, heldur beiskju og haturs. Fátæktin á sér svo margar orsakir og einstaklingsbundnar, að erfitt er að skilgreina þær aðstæður. Kristnir menn hafa að vísu gleymt flestu úr kenningum Jesú. En það, er þeir ættu sizt að gleyma, var að Jesú barðist fyrir jöfnun lífsgæða og réttlæti. Trúlega muna margir þeir, er sízt njóta þessara gæða, að þeir er mest berast á í minningunni um fæðingu frelsarans, eru oft þeir, er sitja fastast á þessari hugsjón Jesú. Þá fer að fara lítið fyrir friði jólanna. Undanfarin ár hafa ýmsar líknarstofnanir unnið mikið og gott verk fyrir hver jól, hér í þessari borg. Þrátt fyrir al- menna velmegun eiga alltaf einhverjir erfitt af ýmsum ástæð um. Blaðið hefir heyrt, að langt sé síðan, að eins hefir verið knúið á um aðstoð, eins og nú. Sé það rétt, væri það íhugun- arefni fyrir þá er við allsnægtir búa og meira en það, að rif ja upp fyrir sér kenningar Krists — FYRIR NÆSTU JÓL. fslendingar vilja flestir vera kristnir menn. Þeir ættu því um þessi jól, að leggja njósna- og stríðssögurnar til hliðar um jólin, og fletta upp í Nýjatestamentinu og vita hvort þeir finndu ekki einhver orð, höfð eftir þeim, er þeir nú lúta höfði fyrir, sem ættu til að endurskoða lífsstefnuna í samræmi við þær kenningar, sem þar er að finna og breyta eftir þeim af "mætti. Hver veit nema að næstu jól yrðu þá í raun og veru Gleðileg jól! KÍfORMUR o GROZKAIISLENZKRISAGNARITUN segir Gunnar Einarsson bókaútgefandi Gunnar Einarsson unir sér bezt innan um bækur sínar. Það er ekki óeðlilegt, að smá þjóð, eins og íslendingar reyni að minna á tilveru sína og muni í, að láta sín getið á vettvangi þjóðanna, þrátt fyr ir smæð sína. Afstaða smáþjóðarinnar verður því lík afstöðu lítil- magnans til hins stóra og sterka; vanmáttarkennd og virðing, sem stundum á sér litla eða enga röksemd. íslendingar hafa af þessum sökum, fundið sér einkar þægi legan mælikvarða til að mæla sig við stærri þjóðir með, en það er „miðaðviðfólksfjölda“ reglan. Og útkoman hefir orð- ið sú, að íslendingar eru hin mesta afreksþjóð á flestum sviðum „miðað við fólks- fjölda“. Danir ættu til dæmis að eiga 20 nóbelsskáld og Banda- ríkjamenn 1000, ef þessar þjóð ir ættu að standa íslendingum á sporði — miðað við fólks- fjölda! Ein er þó sú grein, auk fisk- veiðanna, sem íslendingar standa öðrum á sporði í, án þess að höfðatöluregan sé gerð gildandi — en það er bókaút- gáfa og bókaeign íslenzkra heimila. Fá íslenzk heimili eiga ekki bókaskáp og meira og minna af bókum — misjöfnum að gæðum, að vísu, en bækur samt. Erlendis er slíkt tiltölu- lega sjaldgæft. Upplög bóka erlendis í sam- anburði við fslenzka bókaút- gáfu, svara ekki til höfðatölu- reglunnar, svo að okkur er ekki alls vamað, enda er þetta eitt af því fáa, sem við höfum að hanga á. Að vísu erum við í margvís- legum alþjóðasamtökum, en það er býsna lítið eftir okkur tekið og helzt þá, er við kom- um okkur inn í alþjóðaskýrsl- ur og komumst þar ofarlega á blað vegna höfðatölureglunn- ar. En það voru bækur og bóka- útgáfa, sem við ætluðum að ræða um og til að ná einhverj- um árangri í því máli, er vís- ast að ganga á vit elzta og margreyndasta útgefanda landsins, Gunars Einarssonar í Leiftri. íslenzk bókaútgáfa og Gunn ar eru uppeldissystkin, svo að það er varla að furða, að Gunnar geti ekki látið vera að handfjatla bækur, en sú ein skýring er finnanleg á því, að hann, stjórnandi eins stærsta bókaforlags á landinu, stjórn andi og eigandi stórrar prent- smiðju og bókbands, framá- maður í samtökum bóksala og bókagerðarmanna, í fjölda nefnda og félagsstjórn skuli standa hvern dag og afgreiða bækur í heildsölu og smásölu hafandi í kringum sig starfs- fólk, sem á bezta máta gæti unnið þessi störf. Það hlýtur að vera einhver innri þörf, til þess að fara helzt ekki út úr því andrúmslofti, sem hefir verið vettvangur hans í lífinu. Það hefir því verið föst venja á hverju ári að Nýr Stormur hafi leítað fregna hjá Gunnari um bókaútgáf- una og nú spyrjum við hann örfárra spurninga, en til að fá hann til að sinna slíkum smámunum, verður að koma tímanlega að morgni — helzt áður, en venjulegir borgarar skreiðast á lappir. — Hvað getur þú sagt les- endum af íslenzkri bókaút- gáfu í ár? spyrjum við. — Bókaútgáfan í ár er svip- uð að vöxtum og undanfarið. Að vísu voru bækur nokkuð síðbúnari en stundum fyrr og ætla ég að nokkur geigur hafi verið í mönnum, vegna hins ótrygga ástands sem alllr þekkja. Sala bóka verður sennilega svipuð, og hjá mér virðast, að minnsta kosti Is- lenzku bækurnar, sem eru stærsti hluti útgáfu minnar, ætla að ganga betur og jafnar en oft áður. Sumar eru þegar á þrotum. — Þú minnist á íslenzkar bækur. Hvað viltu segja okkur um íslenzka höfunda í dag og verk þeirra? — Ég álít að allmikil grózka sé í íslenzkri sagnaritun í dag. Fyrir nokkrum árum var mik- il lægð í íslenzkri bókagerð. Sumar bækur, sem þá voru rit aðar voru nánast vitleysa og þótti fínt. Nú eru menn komn ir niður á jörðina á ný — flest ir, og mér virðist íslenzkir rit- höfundar vanda betur verk sín nú, en oft áður. Frásögur og æviþættir eru jafnan vinsæl bókmenntaverk og hafa aukið gildi, vegna þess að í þeim eru oft varð- veitt drög að sögu þjóðarinn- ar, sem mun verða síðari tíma höfundum mikils virði við þeirra ritstörf. — Hvað vilt þú segja um horfur í bókaútgáfu á næst- unni og áhrif gengislækkunar innar á hana? — Gengislækkunin er mik- ið rætt mál og hefir sín áhrif á bókaútgáfu, eins og annað. Að sjálfsögðu munu erlendar bækur hækka í verði, en það er líka óhjákvæmilegt með ís- Framh. á bls. 9.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.