Nýr Stormur - 22.12.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. DES. 1967.
9
"fSWRMUR
Viðtal við Gunnar
\
Frai\)h. af bls. 7.
lenzkar bækur einnig. Gengis-
lækkunin verður tæplega vatn
á myllu íslenzku bókaútgáf-
unnar og er þá að geta hinnar
slæmu vígstöðu íslenzkra
bókagerðarmanna í sam-
keppninni við erlenda stéttar-
bræður.
Enginn tunur er á bókum,
sem unnar eru fyrir íslenzkan
markað erlendis, hvorki á efni
eða öðru. íslenzkir bókagerðar
menn verða hinsvegar að
greiða toll af öllu efni til bóka
gerðar og er þessi tollur hár.
Þetta er eilífðarvanda'mál,
sem engin leið er að fá íslenzk
yfirvöld til að taka til greina.
Ég tel að íslenzk bókaútgáfa
og bóklestur sé svo samtvinn-
að íslenzku þjóðlifi, að þar
hljóti hvorttveggja að lifa eða
deyja — hljóta sömu örlög.
— Vilt þú að lokum segja
okkur eittlivað um þínar eigin
útgáfubækur?
— Að sjálfsögðu verður mað
ur alltaf að fara varega í slíkt
í almennu blaðaviðtali til að
móðga ekki keppinautana. Ég
vil þó ekki láta hjá líða að
minnast á nokkrar vaf mínum
íslenzku bókum, fyrst ég er
spurður.
Ég gef út frásagnaþætti
eftir þá Kristleif á Stóra-
Kroppi; „bréf úr Borgarfirði"
— Finnboga Guðmundsson
landsbókavörð, sem heita „Að
heiman og vestan" og eru báð
ar þessar bækur tengdar Vest
urheimi og landnámi íslend-
inga þar. Þessum bókum hefir
verið mjög vel tekið. „Af sjón-
arhói“ heitir bók, sem nú er
að verða uppseld og er eftir
Kristján Jónsson frá Garðs-
stöðum. Kristján var um 40
ára skeið erindreki Fiskifélags
ins á Vestfjörðum og kann frá
mörgu fróðlegu og athyglis-
verðu að segja. „Fimmtán
íþróttastjörnur“ er tillegg
Kristjáns Jóhannssonar til að
skrá íþróttasögu þjóðarinnar
og er tímabær bók, því að
íþróttamenn okkar hafa vissu
lega lagt fram sinn skerf til
uppbyggingar þjóðlífsins inn
á við, og aukið hróður hennar
út á við.
Jóhann Eiríksson er með
mikið rit, „Fremra-Háls ætt“
og er hann orðinn mikilvirkur
ættfræðingur. Það vinnst ekki
tími, skilst mér til að telj a upp
alla höfunda mína að þessu
sinni eh gjarnan vildi ég
nefna kvenrithöfundana, þær
Guðrúnu vinkonu frá Lundi,
sem nú er meö stóra bók, sem
heitir „Náttmálaskin". Guð-
rúnu þarf ekki að kynna. Hún
er löngu orðin einn mest lesni
rithöfundur okkar. Oddný
Guömundsdóttir gefur nú út
skáldsögu sem heitir „Skuld“
og Hugrún skáldkona er með
bók, sem heitir „Perlubandið“
og er safn ellefu smásagna.
Til stóð að Sigurbjörn í Vísi
yrði með bók sína „Ekki svíkur
Bjössi“ nú á jólamarkaði, en
sú bók varð of síðbúin og kem
ur út á næsta ári. Vegna mik-
illar eftirspurnar hefi ég látið
útbúa gjafakort fyrir þeifri
bók, svo að viöskiptamenn
mínir geti tryggt sér hana
sem jólagjöf í ár.
Þaö verður auðsjáanlega
allt of langt mál,:að telja allar
bækur Gunnars upp, sem nú
eru á markaði, en þær eru
milli 30 og 40, því að Leiftur
gefur einnig út fjölda barna-
bóka að vanda.
Ekki verður þó hjá því kom
ist að minna á myndabók
Gunnars, frá íslandi. Gunnar
er brautryðjandi í gerð slíkra
myndabóka á síðari árum.
Fyrsta veigamikla bókin, sem
gefin var út af þeirri gerð, var
„ísland í myndurn" sem ísa-
fold gaf út á sínum tíma, með
an Gunnar var forstjóri þar.
Síðan hafa verið gefnar út
V
margar fallegar og myndarleg
ar bækur af þeirri tegund og
er þessi nýja bók Leifturs
þeirra ekki sízt.
Við kveðjum nú Gunnar
bónda í Leiftri. Hann ætlar
ekki að láta deigan síga í starf
semi sinni þótt árin færist yf-
ir. Það eru allir velkomnir í
skúrinn til Gunnars við hlið-
ina á stórhýsi hans — nema
Elli kerling. Hún er þó ekki í
neinum vandræðum um vini
þótt hjá yngri mönnum sé.
Gunnari er þó ekki fremur en
öðrum um vinskap hennar við
ýmsa af æðstu mönnum þjóð-
arinnar, sem nú virðast henni
handgengir, ef dæma má af
þróttleysi því, er nú einkennir
störf þeirra er móta eiga líf
hennar og starf á næstunni.
Kvikmyndasýniug
Laugardaginn 25. þ.m. buSu
LoftleiSir starfsmönnum félags
ins og fréttamönnum blacSanna
á sýningu kynningarmynda.
Fór sýningin fram í Nýja bíói
og tók um eina klukkustund.
Fyrri myndin var frá Lux-
emburg og hefur félagiS látiS
gera hana. Flöfundur myndar-
innar er kvikmyndatökumaS-
urinn William A. Keith, sami
maSur og gerSi myndina „Dis-
cover Iceland“, en sú kvik-
mynd hefur undanfarin þrjú ár
veriS sýnd á vegum LoftleiSa
víSsvegar um heim.
Seinni myndin er af ferSa-
mannaleiSum í Bandaríkjum
NorSur-Ameríku og á félagiS
eitt eintak hennar.
BáSar eru þessar myndir
fræSandi og skemmtilegar,
annars vegar mild litadýrS
Luxemborgar og hins vegar
stórbrotiS, hrikafagurt lands-
lag NorSur-Ameríku, Helzt
maetti finna aS því, aS kaflinn
um Island hefSi mátt vera
lengri. fr.m.
Karlmannaskór
- Franskir - Enskir
Stórglæsilegt úrval!
Skóbúð Austurbæjar
Laugavegi 100 — Kjörgarði
Stefkrókur
Brasilíufarar
Hvað er í fréttum, fínu menn,
af ferðum ykkar til Ríó?
Fara’ ekki’ að koma fregnir senn
um fjármuni, kárlik og bíó?
Fenguð þið ekki flottan túr?
Voru fíkjurnar rammar og berin súr?
Var gjaldeyrisbankanum læst með lás?
Var lítið um monning þar syðra?
Var rödd ykkar kannski klakahás
úr kuldanum hérna nyrðra?
og ámátleg bænin urri lík
hjá agentasnobbum úr Reykjavík?
Var lánstraustið þorrið og lukkan strand
og lítið ,,gratís“ að finna?
Og Frónið útlægt sem ölmusuland
með umsýn til fyrri kynna?
Hver fórnar legi á lekahrip?
Mun lánast veðtak á reisa grip?
Var ekki gaman, miklu menn,
að manga til við þá stóru?
Uppskerubresturinn batnar senn,
það blikar í vonarglóru!
Koma dagar og koma ráð,
— þið krjúpið áfram í von um náð!
Grímarr
LESENDUM
Það er flestra foreldra vissa,
að skólinn veiti börnunum þá
fræðslu, sem heimilin van-
rækja. Börnin læra siðterðis-
reglur og kurteisi fyrst f for-
eldrahúsum og síðan í skólun-
um. Ekki er nóg að kenna
þessa grein mannlífsfágunar
í ræðuformi. En hvenær er
hún þá kennd, þegar börnin
eru látin atast úti f frítfmum
sínum án þess að eftir þeim sé
litið.
Ég geng framhjá barnaskóla
einum oft á dag og aldrei sé
ég kennara eða eftirlitsmenn í
leikjum með börnunum.
Það er aldrei betra að siða og
áminna börnin en einmitt að
vera með þeim í leikjunum.
Enda er Ijótt ástand á leiksvið-
inu í skólunum stundum. Þá
heyrast köll: Haltu kjafti. Éttu
skít. Ég skal drepa þig. Svo er
slegist. Þau, sem veikari eru,
lyppast undan og fara frá í
flæmingi. Ég hef oft beðið
stærri drengina að vægja hin-
um veikari og fengið svar:
Þetta er nógu gott fyrir hann.
í mínu ungdæmi voru kenn-
ararnir alltaf með okkur í leikj
um í frítímunum. Nú eru
barnakennaramir svo miklu
kulsæknari og þola ekki að
vera úti með bömunum f frí-
tfmunum.
Reyndar hef ég heyrt aðra á-
stæðu, sem er sú, að þeir vilja
fá extra kaup fyrir að vera í
leikjum með börnunum.
Kennari, sem hugsar þannig,
er að mínu áliti ekki hæfur til
að gegna svo þýðingarmiklu
starfi, sem barnafræðsla er.
Vildi ég þá spyrja: Hvenær
hefur kennarinr betra tækifærí
til að þjálfa með þeim sið-
fræði og kurteisi.
Ég held, að óhætt sé að und-
irstrika það, að kennsla sumra
kennara er nokkuð mikil sýnd-
armennska. Sér í lagi þar sem
skólastjórarnir era meira og
minna fullir í tímunum.
Faðir.