Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 16.05.1968, Síða 6

Framsóknarblaðið - 16.05.1968, Síða 6
6 an FRAMSÖKNARBLAÐIÐ Landakirkja. Ferming: Sunnudag kl. 10 í. h. og kl. 2 e. h. Uppstigningardag. Ferming kl. 10 f. h. og kl. 2 e. h. Málverkasýning. Sveinn Björnsson, listmálari opn ar málverkasýningu í Akógeshús- inu n. k. föstudagskvöld kl. 8. Á sýningunni eru 30 olíumálverk sem Sveinn hefur mláað undanfar- in 5—6 ár. Sveinn er, eins og flest- um er kunnugt, Vestmannaeyingur, og hefur hann haft hér nokkrar sýningar, síðast fyrir 5 rum. Sýn- ingin verður opin yfir næstu helgi. Iðmfiólflnum slítið Iðnskóla Vestmannaeyja var slit- ið föstudaginn 3. maí sl. í skólann voru skráðir að þessu sinni 90 nem ar, 85 piltar og 5 stúlkur. Skólinn starfaði nú eins og áður í tveim áföngum, fyrri hluta vetr- ar voru 3. og 4. bekkur við nám, samtals 51 nemi, síðari hluta vetrar 1. og 2. bekkur með samtals 39 nema. — í skólanum voru 53 iðn- nemar og 37 almennir nemar. Skólinn brautskráði að þessu sinni 23 iðnnema, þar af 5 húsa- smíðanema, 5 rafvirkja, 2 múrara- nema og samtals 6 í eftirtöldum iðngreinum: bakaraiðn, húsgagna- iðnaði, málaraiðn, hórgreiðslu. Auk skólastjóra var ráðinn fastur kennari að hálfu, en þar að auki voru starfandi við skólann 4 stunda og sérkennarar. Horfur með skólann næsta ár eru að 4. bekkur er alveg fullsetinn og 3. bekkur að mestu. Þar verður hægt að bæta inn um það bil 5 nýj um nemum. Þá verður hægt að bæta um 10 nemum í 2. bekk. — Um 1. bekk er það að segja að í hann hafa ekki borizt enn neinar umsóknir. Æskilegt er, að þeir sem hyggja á nám í Iðnskóla Vestmannaeyja næsta vetur, sæki um það sem fyrst. Þess skal getið, að í vetur voru um 11 utanbæjarmenn í skól- anum og hafa aldrei verið svo margir áður. Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum var slitið laugardag- inn 11. maí s. 1. Útskrifuðust 8 stýrimenn með fiskimannapi’óf 2. stigs, sem veit- ir skipstjórnarréttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem er og flutninga skip allt að 400 smálestir. Stýrimenn, sem útskrifuðust voru: Bragi Guðmundsson, Vestmanna eyjum. Friðrik Már Sigurðsson, Vest- mannaeyjum. Gunnar Árnason, Akranesi. Gunnlaugur Ólafsson, ísafirði. Kristján Sigurður Kristjánsson, Vestmannaeyjum. Leifur Gunnarsson, Vestmanna- eyjum. Ólafur Eggertsson, Vestmanna- eyjum. Sigmar Magnússon, Vestmanna- eyjum. Allir nemendur hlutu 1. einkunn eða yfir 6 í meðaleinkunn, hæst er gefið 8. Hæstu einkunn hlutu: Sigmar Magnússon, 1701/3 stig eða 7,41, á- gætiseinkunn; Friðrik Már Sig- urðsson 169Vs stig eða 7,36, ágæt- iseinkunn; Bragi Guðmundsson 168% stig eða 733, ágætiseinkunn; Gunnlaugur Ólafsson I68V3 stig eða 7,32, ágætiseinkunn. Ágætiseinkunn telst yfir 7,25. Þetta eru því ákaflega jafnar eink unnir og munar aðeins 0,09 á 1. og 4. manni. Meðaleinkunn bekkjarins var 6,88. Prófdómarar í siglingafræðifög- um voru Róbert Dan Jensson, stýri maður, Reykjavík, og Angantýr Elíasson, hafnsögumaður. Formað- ur prófnefndar var Jón Hjaltason, hrl. Við skólaslit bárust skólanum stórgjafir. Björn Guðmundsson út- gerðarmaður afhenti skólastjóra sparisjóðsbók með 50 þús .kr., sem hann og Tryggvi bróðir hans gefa skólanum til minningar um for- s _________„_______„________... j' i Framsóknar- blaðið Rhnefnd: Sigurgeir Kristjánsson, Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson. eldra sína, hjónin Guðmund Eyj- ólfsson og Áslaugu Eyjólfsdóttur. Er ætlunin að stofna styrktarsjóð fyrir efnalitla sjómenn og styrkja þá til náms við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum. Þá gaf Frið- finnur Finnsson framkvæmdastjóri kr. 2.500,00 í verðlaunasjóð, sem ber nafn hans og konu hans, Ástu Sigurðardóttur. Hefur Friðfinnur gefið fé í sjóð þennan á hverju ári. Við skólaslitin voru veitt ýms verðlaun, Finnbogi Friðfinnsson veitti hæsta nemanda bréfapressu Sjóvátryggingafélags íslands, auk þess veitti skólinn bókaverðlaun og tveir nemendur fengu bókaverð laun úr sjóði Friðfinnsfyrir ástund un og reglusemi við námið. Á sjómannadaginn verða Sigmari Magnússyni, sem hlaut hæstu eink unn, afhent verðlaun Skipstjóra og stýrimannafélagsins VERÐANDA, vandað armbandsúr, áletrað „Verð anda-úrið 1968“. Auk ofantaldra gjafa hafa skól- anum borizt margar nytsamar gjaf ir, má nefna staðarvísi frá Angan- tý Elíassyni, töflubækur frá Sígur- birni Guðmundssyni, plottskífu frá Rafni Sigurðssyni, landbréfabók frá Guðjóni Ólafssyni og Antoni Bjarnasen. Einar Gíslason gaf skólanum vandaða biblíu. Við skólaslitin gáfu nemendur skólans’ sl. vetur fallegt líkan af áraskipi með Eyjalagi. Fyrsti bekkur lauk prófum í endaðan marz og útskrifuðust þá 8 nemendur með fiskimannaprófi 1. stigs, sem veitir 120 tonna rétt- indi. Hæstu einkunn við það próf hlaut Sigurður Helgi Sigurðsson frá Siglufirði, 7,60, þá Kristinn Sig urðsson, Vestmannaeyjum með 7,40, Axel Ágústsson, Seyðisfirði með 7,29, allt ágætiseinkunnir. Eiríkur H. Sigurgeirsson, 7,23, aðrir, sem luku 1. stigs prófi voru: Bjarni Kjartansson, Súðavík, Finnbogi Finnbogason, Vestmeyjum, Haukur Böðvarsson, ísafirði, Logi Snædal Jónsson, Vestmannaeyjum. Við þessi skólaslit hefur Stýri- mannaskólinn hér útskrifað 50 skipstjórnarmenn, 41 með hið meira fiskimannpróf og 9 með fiskimanna próf 1. stigs (120 tonna réttindi). Liðinn vetur var kennaraliðið að mestu óbreytt frá því sem ver- ið hefur. Áhöfn m/b Sæbjargar, Hilmar Rósmundsson annar frá vinstri. Á myndina vantar Má Guðmundsson. Fiskikóngur á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum 1968 varð Hilmar Rósmundsson, skipstjóri á m/b Sæbjörgu VE 56. _ Er þetta í annað sinn, sem Hilmar er fiskikóngur. Afli Sæbjargar frá áramótum til 15. maí varð 1190 tonn. Þess má geta, að Hilmar hefur haft nær sömu áhöfn undanfarnar ver- tíðir.--Blaðið óskar Hilmari og áhöfn hans til hamingju með afla- magnið og sæmdarheitið. Skólastjóri.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.