Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 2

Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ i Framsóknar- blaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjánsson, Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: ™ Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson. Allir íóru H — leiðina Kl. 0600 að morgni 26. þ. m. gekk hægri umferð í gildi hér á landi. Þó breytingin væri lengi vel umdeild er ánægjulegt til þess að vita, að hún gekk vel og slysalaust fyrir sig fyrstu sólarhringana. Mik il kynningarstarfsemi hafði farið fram varðandi þetta mál og er ár- angur hennar góður það sem af er. Hér í bæ voru gerðar allmiklar breytingar á akstursskipulagi bæj- arins. Virðast bæjarbúúar sætta sig vel við þær. Um 118 umferðar- merki munu nú vera hér við gatna kerfið. Þar af um 15 ný. Var unnið að því nóttina fyrir H-dag að setja þau upp, og var því verki lokið kl. 0633. Kl. rétt fyrir sjö um morguninn stilltu lögreglumenn bæjarins sér upp á helztu gatnamótum, og strax upp úr því fóru bifreiðar að renna um göturnar á hægri kanti. Voru þar fyrstir í flokki nokkrir eldri ökumenn bæjarins. Þegar leið á daginn var allmikil umferð í bænum, menn og konur voru að æfa sig í hægri umferðinni. Það var sýnilegt, að fólkið tók daginn alvarlega og allir reyndu að gera sitt bezta. Tuttugu og þrír umferðarverðir komu til aðstoðar við umferðar- breytinguna og er þar um sjálf- boðaliða að ræða. Flokkcstjórar í þeim sveitum eru: Þorkell Guðfinnsson, Hólagötu 31, Sigríður Ólafsdóttir, Grænuhlíð 3 og Stefán Helgason, Boðaslóð 23. Ef menn hugleiða að umferðar- breytingin er, rótgróin lífsvenju- beyting þá má vera ljóst, að það er heilmikið átak að koma henni slysalaust og árekstralaust áfram. Það hefur tekizt það sem af er, og ber að þakka samstarf allra bæj arbúa við að leysa þennan vanda og vona ég að hægri umferðin heppnis vel um alla framtíð. Það var að vonum annasamt hjá lögregluliði bæjarins þessa daga, ekki sízt vegna þess, að hátíðahöld sjómannadagsins komu einmitt á Þjóðhátíð Vestmannaeyja Eins og kunnugt er, hafa Vest- mannaeyingsr einir landsmanna haldið þeim sið að halda Þjóðh. í byrjun ágúst ár hvert, og þannig minnst Þjóðhátíðarinnnr 1874, þeg ar íslondmgar fengu stjórnar- skrána. Þjóðhátíðin hefur að sjáif- sögðu mikið breytzt frá því, sem áður var, en þ-.ð er að sjálfsögðu aö miklu leyíi í samræmi við aðr- ar breytingai í okkar þjóðlífi. En þó hafa miklar breytmgr.r orðið á Þjóðhátíðarhaldinu undanfarir. ár, og það hefur mjög farið í vöxt, að heimamenn hafi „forðað sér” að heiman fyrir Þjóðhátíðina. Undanfarin ár hefur því vaknað sú spurnirg, hvort ekki þurfi að breyta fyrirkcmulagi Þjóðhátíðar- innar, eða að öðrum kosti að leggja hana niður. Þetta mál var til umræðu í bæj- arstjórn s.l. vetur, að vísu utan dagskrár. Guðlaugur Gíslason vakti máls á því, að Þjóðhátíðin væri ekki orðin Vestmannaeyjum til sóma, í þeirn mynd, sem hún hefur tekið á sig undanfarin ár, og nauðsyn væri að bæta úr þessu. Benti hann á vaxandi óreglu, sér- staklega hjá ungu aðkomufólki. Gat Guðlaugur þess, að Þjóðhátíð- in hefði að undanförnu verið hald in um verzlunarmannahelgina, en einmitt um þá helgi væru haldnar myndarlegar samkomur víða um land, þar sem ölvun væri bönnuð. En þetta hefur m.a. orðið til þess, að hingað hefur sótt stór hópur, sem hvergi hefði fengið aðgang annarsstaðar. Einnig benti Guðlaugur á, að Þjóðhátíðin væri orðin „vafasöm” tekjulind fyrir íþróttafélögin. Lagt væri í svo mikinn kostnað í sam- bandi við aðkeypta skemmtikrafta, að ef svo óheppilega vildi til, að veðrátta hamlaði, og aðsókn yrði lítil af þeim sökum, þá lægi við gjaldþroti hjá viðkomandi íþrótta- félagi. Margir bæjarfulltrúar tóku und- ir þessi umæli Guðlaugs, og hvöttu til þess, að breyting yrði hér á. Það er greinilegt að stefna ber sömu helgina og umferðarbreyting in. En þetta gekk nú allt saman vel og slysalaus'. Það voru allir í góðu skapi bæði við hátíðahöldin og í umferðarbreytingunni. Sjálf- sagt hafa svo ekki aðrir meiri á- stæðu til að fagna þessu en lög- reglan. Og svo er að halda áfram að vera í góðu skapi og gera sitt bezta í umferðinni. að því, að gera þessi hátíðahöld að „Þjóðhátíð Vestmannaeyja”, og miða allan undirbúning og skemmtiatriði við það. Auðvit- að viljum við öll fá ættingja og góða gesti í heimsókn, en við vilj- um koma í veg fyrir, að Þjóðhá- tíðin verði að skrílsamkomu, þar sem gróðasjónarmiðið ræður ríkj- um. Það, sem gera þarf, er að mínum dómi þetta: 1. Hætta þarf að halda Þjóðhá- tíðina um verzlunarman-ia- helgina. 2. Banna þarf Flugfélagi fslands og öðrum, að auglýsa Þjóðhá- tíðina á þann hátt, sem verið hefur. Sjómannadaginn s.l. sunnudag var minningarsamkoma við minn- ismerkið á lóð Landakirkju, eins og venja hefur verið undanfarin ár. Eg ér einn af þeim, sem eru ó- ánægðir með fyrirkomulag á þess- um hluta hátíðarhalda Sjómanna- dagsins, í því formi, sem verið hef ur undanfurin ár . Fyrir áratug, eða svo, var það venja, að sjómenn gengju fylktu liði undir fánum, með lúðrasveit í broddi fylkingar, til Landakirkju. Fánaberar gengu með fána sína inn í kór kirkjunnar, og stóðu þar heiðursvörð meðan hlýtt var messu. Að lokinni messu var geng ið að minnismerkinu. Venjulega söng Kirkjukórinn þar sálm, síðan var minnst látinna sjómanna, og síðan lagður blómsveigur að fót- stalli minnismerkisins Síðan var þ'agnarstund, og síðan sunginn sálmur. Mér, og mörgum öðrum fannst þetta hátíðleg stund. Á þessu hefur orðið breyting, og það verður að segja það eins og það er, að það voru forvígis- menn Sjómannadagsráðs, sem stóðu að þeirri breytingu, að meiri hluti hátíðarhaldanna við Landa- kirkju færu fram utandyra. Mér er vel kunnugt um þetta, því skömmu eftir að þessi háttur var upp tekinn skrifuðum við Stein- grímur Benediktsson bréf f.h. kirkjukórsins til formanns Sjó- mannadagsráðs, þar sem við lýst- um óánægju okkar yfir þessu fyr- irkomulagi Við bentum á, að oft væri veð- ur mjög óheppilegt fyrir útisam- komu á þessum stað, öll aðstaða til söngs og hljóðfæraleiks væri betri inni, og auk þess væri það 3. Auka þarf löggæzlu, og hafa samband við lögregluyfirvöld Reykjavíkur, þannig að reynt sé að koma í veg fyrir að ung- lingar flytji mikið magn af áfengi með sér. 4. Nota þarf skcmmtikrafta bæj- arins, að svo miklu leyti sem það er hægt, og gæta þess að kaupa ekki rándýra skemmti- krafta. Einhverjir munu nú halda því fram, að tekjur íþróttafélaganna minnki stórlega, ef þessar tillögur næðu fram að ganga. Svo þarf ekki ?ð vera. Undan- farin ár hefur nettóhagnaður ekki orðið nem„ 30 prósent af því, sem Framhald á 3. síðu. ósmekklegt, og með öllu óviðeig- endi að sneyða hjá kirkjunni á þennan hátt. Við áttum einnig munnlegar viðræður við formann Sjómannadagsráðs um bessi mál, en ekkert samkomulag náðizt. Það virðizt því miður vera svo, að forráðamenn Sjómannadagsins vilji ekki koma í Landakirkju á Sjómannadaginn, þó að þeir fyrir siðasakir hafi messu á dagskránni. Þetta sézt berlega á því, að for- vígismenn Sjómannadagsráðs flýta sér burt, að lokinni minningarat- höfninni við minnismerkið, en fara ekki inn í hina fornhelgu Landakirkju, sem upphaflega var þó helguð fiskimanninum Andrési, lærisveini Jesú Krists. Svona var þetta einnig s.l. sunnudag. Kirkjan var ekki full- setin. Að vísu voru margir ágætir sjómenn viðstaddir, og þakka ber þeim, en forvígismenn Sjómanna- dagsins sáuzt ekki. Annað er það, sem setur skugga á Sjómannamessuna, en þar er ekki Sjómannadagsráði um að kenna frekar en bæjarbúum al- mennt. Kirkjan hálffylltizt af smá börnum, sem voru algjörlega eft- irlitslaus. Þau voru hlaupandi fram og aftur með hávaða og lát- um, og eyðilögðu að mestu þessa hátíðarstund fyrir öðrum kirkju- gestum. Eg vildi í alvöru segja það við foreldra hér í Vestmannaeyjum, að fátt er fegurra og ánægjulegra en það að foreldrar komi með börn sín í kirkju, en hitt er ósið- ur, að senda smábörn eftirlitslaus í kirkju, ef til vill til þess eins að fá á þann hátt næði til að sofa út heima. J. B. Sjómannamessa

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.