Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 13.06.1968, Side 2

Framsóknarblaðið - 13.06.1968, Side 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ í síðasta Framsóknarblaði ritar J. B. um Þjóðhátíð Vestmannaeyja og fer þar nokkrum ábendingarorð um um það, sem betur maetti fara í framkvæmd og tilhögun hátíðar- haldanna. Af eðlilegum átsæðum gætir þar nokkurs misskilnings, þar sem greinarhöfund skortir frekari kunn ugleika á aðdraganda og fram- kvæmd Þjóðhátíðar. Vil ég í þessum línum leitast við að skýra málið nokkuð nánar. Eitt, sem hann minnist á er, að allt of lítið sé gert af því að fá „innlenda“ skemmtikrafta (þ. e. heimamenn) og er ég honum þar sammála, en af kynnum mínum undanfarin ár af þessu atriði, verð ég því miður að segja, að nær ó- mögulegt er að fá frambærilegt efni flutt af heimamönnum (með örfáum undantekningum þó), jafn vel hefur það verið svo slæmt, að afsökun sumra aðila t. d. kóra hef ur verið sú, að umræddur flokk- ur væri í sumarfríi. Það, sem hefur ráðið úrslitum um gerð dagskrár og val skemmti krafta hefur ávallt verið þetta, að ég bezt veit: A. Uppbygging dagskrár þjóni hefðbundinni venju, svo sem ræðu höld, Guðsþjónusta, lúðrablástur, íþróttir, bjargsig, kvöldvaka, dans að ógleymdri brennunni og flug- eldasýningu. B. Við val skemmtikrafta hefur 'þess verið gætt að þeir stæðust það bezta, er gætti hverju sinni og þar skiptist á skop og alvara. Eitt höfuðvandamál undanfarin ár hefur, eins og greinarhöfundur minnist réttilega á, verið neyzla á- fengis og þá sérstaklega áberandi meðal ungmenna. Frá fornu fari hefur neyzla á- fengra di’ykkja verið fylgifiskur Þjóðhátíðarinnar og verður við ramman reip að draga að gera þar byltingu. íþróttafélögin hafa þó reynt sitt I--------------------------- I Framsóknar- | blaðið í Ritnefnd: = Sigurgeir Kristjánsson, I Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson. til að breyta þessu m.a. með auk- inni gæzlu og margreynt að fá því framgengt, að lögreglan leitaði í farangri fólks á Reykjavíkurflug- velli (áþekkt og gert er í hverjum bíl inn við Elliðaár, er fólk hópast úr höfuðborginni) og geri óeðlileg ar birgðir víns upptækar, svo og það magn, er finnst í fórum ung- linga. Þessari beiðni íþróttafélaganna hefur ávallt verið synjað af ráð- andi aðilum og virðist þar ákveðin meðaumkvun gagnvart þeim, er annast þessa flutninga, svo og að það muni verða til tafa. Ef íþrótta félögin fengju þessu frmgengt, er ég næsta viss um, að strax sæist bót til hins betra. Það er öllum ljóst, að Þjóðhátíð- in verður seint bindindishátíð, en aftur á móti má öllu ofgera of ó- neitanlega er það grætilegt að horfa upp á, að ungmenni geti ó- G.V- 30 ára Á þessu ári verður Golfklúbbur Vestmannaeyja 30 ára. Hefur starf klúbbsins verið óslitið frá stofnun hans 1938, Ýmsir mætir menn hafa komið þar við sögu, en upphafs- maður íþróttarinnar hér er talinn vera Þórhallur heitinn Gunnlaugs- son. Klúbburinn hefur jafnan haft á að skipa færum leikmönnum og tvisvar sinnum hlotnazt Islands- meistaratitillirm fyrir tilverknað Sveins heitins Ársælssonar. í sum- ar er mjög mikið líf í þessari í- þróttagrein og hafa fleiri stundað hana en oft áður, ungir sem aldn- ir, konur og karlar. Um hvítasunnuhelgina var háð hér minningarmót Sveins Ársæls- sonar, var það opin keppni og mættu meðal annarra keppendur úr Reykjavík, en þó færri en áætl að hafði verið, þar eð tók fyrir flug. Sigurvegari án forgjafar varð Atli Aðalsteinsson með 162 högg. 2. varð Haraldur Júlíusson með 163 högg. Sigurvegai’i með forgjöf varð Magnús Magnússon með 138 högg. í öðru sæti voru tveir jafnir, Haraldur Júlíusson og Hallgrímur Þorgrímsson með 139 högg. íslandsmeistarmótið í ár verður haldið hér 8. — 13. júlí og er bú- ist við mikilli þátttöku eða um og yfir 100 manns. Hafa Eyjamenn æft vel af undanförnu og verður án efa gaman að fylgjast með þeim, þá er einnig unnið að stækk- un Golfskálans í Herjólfsdal. hindrað komið fljúgandi hingað til Vestmannaeyja, t. d. tvö saman með 12 flöskur af Cenever (1 kassa) ásamt 2 kössum af Coca Cola, án alls anars faranugrs, hvorki tjald, svefnpokar eða mat- ur og hafa svo hvergi inni og enda oft og tíðum í steininum ýmist fyr ir ofurölvun eða þjófnað á mat úr tjöldum. Þetta geta íþröttafélöögin því miður ekki stöðvað og ekki hægt við þau að sakast þó stundum keyri um þverbak í þessum efn- um. Það er mikill misskilningur að halda því fram, að hagnaður af Þjóðhátíð muni minnka, ef drægi úr neyzlu áfengis, það er jafn- framt mikill misskilningur að ætla að draga úr auglýsingu á há- tíðarhöldunum, pví að hátíðin er nú einu sinni aðaltekjulind félag- anna, og því einnig mikill mis- skilningur að halda því fram, að dýrir en jafnframt viðurkenndir skemmtikraftar séu óhagkvæmir. Það er orðin mjög hörð samkeppni milli margra félaga hér í þessu landi um að halda sem fjölmenn- astar og glæsilegastar skemmtan- ir, því sannleikurinn er nú einu sinni sá, að umrædd hátíðarhöld eru undirstaða rekstrargrundvölls íþróttafélaganna. Hvort hagnaður af einni þjóðhátíð er 30% eða meira skiptir í sjálfu sér ekki öllu heldur hitt, að hagnaður undan- farinna þjóðhátíða hefur haldið félögunum gangandi. Það hafa stundum heyrzt radd- ir um það, að Þjóðhátíð sé okkur Vestmannaeyingum dýrt fyrirtæki og ætti jafnvel að leggja niður sem slíka, eða halda t. d. á fimm ára fresti. Að mínu viti á skilyrðislaust að halda þessari fornu hefð og vanda til að venju, en óneitanlega yrði það ánægjulegt, ef viðkomndi yfir völd gætu stuðlað að því, að ósk- um íþróttafélaganna um eftirlit með vínbirgðum yrði komið í framkvæmd. H. E. ÍÞRÓTTIR Framliald af 2. síðu. Ekki amalegt fyrir ÍBV að losna nú við allan höfuðverk við að koma liðinu til leiks í tæka tíð og losna við að fara sólarhring fyrir leik, jafnvel með bát til Þorláks- hafnar. Bara bíða og taka sein- ustu áætlun fyrir leik og ef ófært er senda skeyti til Árna og fresta um óákveðinn tíma. LEIKIR YNGRI FLOKKA. S. 1. þriðjudag voru leiknir 3 leikir í yngri flokkum Týs og Þórs fóru allir leikirnir fram á malar- vellinum. Úrslit urðu sem hér segir: 5. fl. a.: Týr — Þór 5—0. 5. fl. b). Týr _ Þór 0—0. 3. fl. Týr _ Þór 2 — 4. ÍBV — KEFLAVÍK. Næstkomandi laugardag verður leikinn hér leikur í 1. deild milli ÍBK og ,ÍBV. Má geta þess til gam an, að bæði Akureyringar og Val- ur hafa sigrað ÍBK og gegn Svart- Weiss töpuðu þeir með 4 gegn 1. Verður þessi leikur án efa mjög spennandi og ætti hann að geta skýrt mjög styrkleika liðanna í 1. deild. GRASVÖLLURINN GIRTUR. Til þess að létta innheimtu hef- ur verið komið upp bráðabirgða- girðingu kringum grasvöllinn inn við Hástein, en sem kunnugt er krefst þátttaka í 1. deild mikils fjármagns og er þess að vænta að venju, að menn bregðist drengilega við og reyni að hafa andvirði mið- ans tilbúið til að flýta fyrir allri innheimtu. Reiðhestur til sölu. Upplýsingar í síma 1001. MUNIÐ — kærufrestur til skatts og útsvars rennur út kl. 12 á mið- nætti annað kvöld, 14 .júní. Lóðahreinsun Hér með er skorað á húseigend- ur að hreinsa lóðir sínar og lendur sem allra fyrst. BÆJARSTJÓRI. NÝKOMIÐ! Gardínustengur og hringir. Guðmundur Böðvarsson & Co. hf. Sími 2061

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.