Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Unglingar í Blaðinu Bergmál frá 9. októ- ber 1968, var beint fyrirspurn tii lögreglunnar og barnaverndar- nefndar varðandi útivist barna og skemmtanahald. Greinarnar voru tvær en efnislega líkar og vil ég leitast við að svara þeim frá sjón- armiði mínu. Á öðrum stað í blaðinu er birt auglýsing frá lögreglunni, varð- andi útivist barna og reglur þar að lútandi. Á sínum tíma, lét lög- ♦ reglan sérprenta þessa auglýsingu og dreifa henni á veitingastaði og í söluop. í gegn um mörg ár, hef- ur lögreglan vísað heim börnum og unglingum eftir að útivistar- tíma þeirra lýkur. Reykjavík er nefnt sem fordæmi í þessum mál- um og að þar sé á ferðinni ein hver nýung. Þetta er ekki rétt, lögregla í öllum kaupstöðum lands ins hefur þurft að hafa afskipti af þesum málum, og fullyrði ég, að ástandið hér er mun betra en í Reykjavík. Lögreglan hefur oft mætt litlum skilningi á þessum málum hjá þeim aðila ,sem getur hér mestu um breytt, en það eru foreldrarnir. Ekki er óalgengt, ef lögreglan hefur farið með börn heim, að þeim sé leyft að fara út strax aftur eða þá strax kvöldið eftir. Komið hefur fyrir, að lög- reglan hefur orðið fyrir aðkasti hjá foreldrum fyrir að koma með börn þeirra heim. í annarri grein- inni er talað um, að börn þurfi ekki síður svefn hér en í Reykja- vík og að þau fari vansvefta í skólann. Hver á að sjá um, að börn in fari að sofa á skikkanlegum tíma, ef þau finna það ekki hjá sér sjálf? Er það lögreglan eða barnaverndarnefnd? I annarri greininni er talað um að lögregluþjónar hér séu 10—12. Tíu lögregluþjónar eru fastráðnir hér í Vestmanaeyjum og erum við hvorki fleiri eða færri, en við eig um að vera samkvæmt lögum. Einn lögregluþjónn var fenginn, þegar sumarfrí stóðu yfir, en þá voru að jafnaði fjórir lögreglu- þjónar samtímis í fríi og því erf- itt að halda uppi vöktum allan sólarhringinn. Sá misskilningur virðist nokkuð algengur, að álíta að allir tíu lög- regluþjónarnir séu samtímis á vakt allan sólarhringinn. Svo er þó ekki, hver lögregluþjónn vinn- ur ákveðinn stundafjölda og á frí einu sinni í viku. Að jafnaði eru þrír á vakt í einu, stundum þó fleiri og stundum færri, þar sem reynt hefur verið, að hafa sem flesta á vakt, þegar búast má við ineiru að gera. Yfirleitt er einn af þessum þremur lögregluþjónum 'á stöðinni, þannig að hún sé ekki 10 útivist. mannlaus, hinir tveir sinna því útköllum og eftirliti. Á þessu sést, að erfitt getur verið fyrir lög- regluna, að hafa menn úr lögreglu liðinu til eftirlits í samkomuhús- unum, einkum ef um fleiri en einn stað er að ræða samtímis. Mikið hefur verið ritað og rætt um skemmtanahald og drykkju- skap unglinga, þar eru flestir sam- mála ,að úr þurfi að bæta. En þar er hægara um að tala en úr að bæta. í sífellu er hert á sölu áfeng is hér á landi með því að opna út- sölustaði, en jafnframt gilda þau lög um meðferð áfengis, að erfitt er að framfylgja þeim. Og fyrst Reykjavík var nefnd, þá eru ljós ustu dæmin þaðan, en það eru hin svokölluðu „vínlausu danshús” ,en þar þarf lögreglan að hafa við- búnað þegar dansleikjum lýkur vegna ölvunar og óspekta dans- húsgesta. En það er engin afsökun þótt ástandið kunni að vera verra á öðrum stöðum, hér má um bæta, en þá þurfa að koma fleiri til en lögreglan og barnaverndarnefnd. Stærsti aðililnn hefur verið og verður foreldrarnir og þá einkum heimilisfaðirinn, sem vænta má að sé húsbóndinn á heimilinu, en það er einmitt faðir, sem skrifar und- ir aðra greinina í Bergmál. Það virðist færast í vöxt ,að þeir for- eldrar ,sem ekki ráða við upp- eldi barna sinna, leitast við að færa ábyrgðina yfir á það opin- bera ,skólana, barnaverndarnefnd- ir og lögreglu, en þessir taldir að- ilar eiga að vera foreldrunum til aðstoðar. Það þjónar engum tilgangi að hreyta ónotum til lögreglunnar, svo sem, að börnin fari vansvefta í skólann, að lögreglan vísi ekki börnum heim eftir að útivistar- tíma þeirra lýkur eða lögreglan hafi ekki áhuga á, að hafa upp á þeim mönnum, sem skaffa ungling unum áfengi. Það skal viðurkennt þó ekki með glöðu geði, að margt fer aflaga hjá lögreglunni og hún á hluta að þessu máli, en ekki ,þann stærsta. íbúð óskast Góð íbúð óskast til leigu sem fyrst. Upplýsingar í sima 2068. ■n Xi » ii»i i Herbergi óskasl (Stór stofa í nýju húsi óskast til leigu, helst með sérinngangi ef hægt er. Reglusemi kemur til greina. Útborgun fyrirfram ef ósk að er. Upplýsingar í prentsmiðjunni. Löreglan, skólarnir, barnavernd- arnefnd og þá ekki síst foreldr- arnir, eiga að standa saman í þessu máli, en ekki deila opinber- lega um það, hver beri mesta á- byrgðina. , Sennilega hafa þessar greinar farið í skapið á mér, þar sem ég finn að þessi mál eru ekki í lagi og lögreglan á þar hlut að máli og jafnframt af því, að deilt var á hana af þeim aðila, sem ég tel að geti breytt hér mestu um, en það eru foreldrarnir og þá einkum heimilisfeðurnir, en það var einn slíkur, sem skrifaði undir aðra greinina. Guðmundur Guðmundsson, yfirlögregluþj. TVÆR LISTSÝNINGAR Framhald af 2. síðu. og „Landslag”. Þessar tvær mynd- ir eru gjörólíkar, og eiga tæplega r.okkuð sameiginlegt. Gaman verður að fylgjast með ferli þessarar ungu listakonu. Von andi hverfur hún ekki alveg til álf heima, því þá væri hún okkur ekki lengur sýnileg ,eða verk hennar. býning Páis Steingrímssonar. Páll Steingrímsson opnaði einn- ig sýningu um s.l. helgi og var hún í Félagsheimilinu við Heiðar- veg. Á sýningu Páls, eru 20 myndir, allar úr grjóti. Páll er áður kunnur fyrir grjót- myndir sínar, og mun reyndar vera brautryðjandi á þessu sviði. Þessi sýning sýnir miklar fram- farir frá fyrri sýningum. Páll hef- ur nú náð meira valdi á efniviðn- um. Hann hefur einnig breytt um form, og nú bregður fyrir lands- lagi í myndum hans, að vísu hálf- abstrakt, en landslagi engu að síður . Af þeim myndum, sem ég kalla landslagsmyndir, má nefna mynd nr. 1 „Berg” mynd nr. 7 „Öræfi”, og mynd nr. 14 „Jökulruðningur”, og er sú síðasttalda sennilega bezta myndin á sýningunni. Mynd nr .12 „Þjóðhátíð” er skemmtilega upbyggð, en litagleð- in er mest í mynd nr. 5 „Glaum- bær”. Páll notar nú stærri steina, til að byggja upp myndirnar, en myndflöturinn, eða grunnurinn, er úr smámuldu grjóti ,eins og áður. Sú var tíðin að fólk sá litla feg- urð í grjótinu, en ef einhverjir eru en í vafa, þá væri hollt fyrir þá að sjá myndir Páls. Heyrt hef ég, að Páll ætli að senda þessar myndir til útlanda, til sýningar þar. Ef svo er, þá óska ég þeim góðs gengis, þær flytja með sér ósvikinn hluta íslands. ' J. B. Tvítliv : Landakirkja. Messa n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Jóhann Hlíðar messar Andlát og jarðarfarir. Auðbjörg Jónsdóttir frá Ból- stað andaðist á Sjúkrahúsinu hinn 9. þ.m. Jarðarför hennar fer fram frá Landakirkju á morgun kl. 2. eh. Guðjón Péturssoon, pipulagn- ingamaður, Heiðarvegi 45, andað- ist hér á Sjúkrahúsinu sl mánudag 14. þ.m. Skattrannsókn. Dagblaðið Vísir birti í gær, for- síðufrétt með sínu stærsta letri, um „25 millj. kr. skattsvikamál” hér í Vestmannaeyjum. Þá sagði útvarpið einnig frá þessu í fréttum. Mun rannsókn lokið, og málið vera komið til framtalsnefndar og liggur fyrir að leiðrétta útsvör fyrri ára til sam- ræmis við niðurstöður rannsóknar innar. Mun þar vera um verulegar hækaknir að ræða, eða eftir því, sem útvarpið skýrði frá, allt að 9 millj. kr. Síldin. Dauft hefur verið yfir síldveið- unum undanfarnar vikur. Þó brá til hins betra um síðustu helgi, er síldveiði var við Eldey. Hingað komu bátarnir Gjafar og Gídeon í fyrradag með síld af þeim slóðum og í gær kom svo Halkion með 800 tunnur. Síldin er fryst. Þá var í gær síldar vart fyrir austan land. LAUNAUMSLAG tapaðist s.l. föstudag með um 1800 krónum í. — Finnandi vinsamlega tilkynni fundinn í prentsmiðjuna. Framsóknar- blaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjánsson, Jóhann Björnsson, áb ! Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson. . ---------

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.