Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 1
OTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 1. tölublað Vestmannaeyjum, 20. janúar 1983 42. árgangur J Brandari bæjar- fulltrúa íhaldsins Það er haft eftir bæjar- fulltrúa íhaldsins er rætt var um fjárhagsstöðu bæjar- félagsins að útlitið væri nú svo svart að: Það væri mátulegt á vinstri menn að taka nú við! Þykir nú vera vel við hæfi Sjálfstæðismenn hafa ekki undan við að gleypa ÖU stóru loforðin Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn það til að útsvarsálagningarprósentan verði sú sama og hún hefur verið eða 11,55% Mér þykir rétt að rifja það upp er þessir sömu menn skip- uðu minnihluta bæjarstjórnar. Þá lögðu þeir fram tillögu í febrúar 1981 um að útsvars- álagningarprósentan yrði 11% í stað 11,55% Allt yfir 11% væri að þeirra mati skattpíning. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hömruðu á því sí og æ að fyrr- verandi meirihluti bæjar- stjórnar skattpíndi íbúa hér. Þegar það skeður nú að sjálf- stæðismenn skipa meirihluta bæjarstjórnar þá leggja þeir til að álagningarprósentan verði sú sama og hún var hjá fyrr- verandi meirihluta, þrátt fyrir öll stóru orðin og yfirlýsing- arnar. Vegna þessa óskaði ég eftir því á umræddum bæjar- stjórnarfundi að eftirfarandi væri fært til bókunar: „Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa unadanfarin ár, er þeir voru í minnihluta í bæjarstjórn, hamrað á því sí og æ, að gjalda- stefna fyrrverandi meirihluta væri eins og þeir kölluðu hana „skattpíningu". Sjálfstæðis- flokkurinn lofaði því fyrir síðustu kosningar, að ef þeir kæmust í meirihluta í bæjar- stjórn, þá yrði ekki um hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar um- fram vísitöluhækkanir. öll vitum við hvernig það loforð Sjálfstæðisflokksins var svikið. I janúar 1981 lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fram tillögu í bæjar- stjórn um að álagning útsvars verði 11% í stað 11,55% sem fyrrverandi meirihluti lagði til. Nú hafa aðstæður breyst þannig, að sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta í bæjarstjórn og ættu nú að vera hæg heimatökin og hrinda áðurboðaðri stefnu í fram- kvæmd. í áðurnefndri fundargerð leggja fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarráði til, að álagning útsvars skuli vera 11,55% eða nákvæmlega sama og hún var hjá fyrrverandi meirihluta. Það sem eitt sinn var kallað „skattpíning", þykir nú vera vel við hæfi." Andrés Sigmundsson. Velja Arnesingar Verður heimamann og Eggert Haukdal hafna Þorsteini þingmaður sem ílokks- Sjálfstæðis eigendaklíkan flokksins eða í Reykjavík býður hann fram sendi þeim? sér eins og síðast? Sigurður Jónsson á leik Valdamesti maður nú- verandi meirihluta bæjar- stjórnar, Sigurður Jónsson, ræddi mikið um það fyrir síð- ustu kosningar, að 8 af hverjum 10 krónum færu í rekstur hjá bænum. Þetta var að sjálfsögðu alrangt eins og svo margt annað sem hann lét frá sér fara. Stað- reyndin er sú að 7 af hverjum 10 krónum fóru í reksturinn. Það voru 3 af hverjum 10 sem fóru til framkvæmda. Tekst flokks- eigendafélaginu að koma'sínum manni að? Morg „sérframboð" sjálfstæðismanna Nú er þessi sami Sigurður kominn í hálaunað embætti hjá bænum og vonandi eru ekki allir búnir að gleyma því er hann hótaði félögum sínum því, að ef hann fengi ekki þetta em- bætti, þá skyldu þeir ekki reikna með frekari stuðningi frá sér. Sem sagt, nú er Sig- urður kominn í hálaunað em- bætti með bílastyrk upp á 1.000 km keyrslu á mánuði. Svo nú ættu að vera hæg heimatökin hjá honum að búa þannig um hnútana að færri krónur fari í reksturinn. Við skulum vona að þegar fjárhagsáætlunin liggur loksins fyrir þá opinberi Sig- urður og hans félagar snilli sína og geri nú betur en fyrrverandi meirihluti þó það sé efalaust borin von. Samkvæmt því sem við höfum hlerað þá mun vera gert ráð fyrir að tæpar 9 krónur af hverjum 10 muni fara í rekstur bæjarfélagsins. Ef það mun reynast rétt þá er hér um mikla afturför að ræða frá því sem verið hefur. Ef aðeins rúm 1 króna af hverjum 10 fer til framkvæmda þá er ljóst að ekki verður um miklar fram- kvæmdir á vegum bæjarins á þessu ári. Nýlegar fréttir frá Vest- fjörðum herma að þar muni sjálfstæðismenn bjóða fram a.m.k. tvo lista. Mun Halldór Hermannsson bróðir Sverris Hermannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi vera frumkvöðull að þessu nýja „sérframboði". Einnig er Sigurlaug Bjarna- dóttir fyrrverandi þingmaður flokksins nefnd, en hún hefur látið hafa eftir sér að henni hafi verið „sparkað". Ekki er frið- vænlegt þar frekar en annars- staðar hjá Sjálfstæðisflokknum. Verður Eggert Haukdal áfram þingmaður? Á sunnudaginn verða liðin 10 ár frá gosbyrjun Fjárhagsáætlunin: Bæjarstjórnarfundi frestað Ákveðið hefur verið að fresta fundi bæjarstjórnar sem átti að vera í kvöld, um eina viku eða þar til á fimmtudaginn í næstu viku. Ástæðan mun vera sú að fjárhagsáætlun sem venja er að leggja fram í janúar til fyrri umræðu, mun ekki vera nærri tilbúin. Sjálfstæðismenn boðuðu breytt vinnubrögð, er óhætt að segja að sú breyting hefur ekki verið til hins betra. Vonum við þrátt fyrir allt að fjárhagsáætlunin sjái dagsins Ijós áður en langt um líður. Það mun víst vera mun mikil- vægara að stússast í prófkjörs- slagnum en vinna að gerð fjár- hagsáætlunar. Prófkjörsslagurinn Guðmundur Karlsson hefur í mörgu að snúast þessa dagana og mun vera á ferðalagi um Suðurland ásamt fríðu föru- neyti héðan úr Eyjum, þeim Arnari Sigurmundssyni og fleirri. Munu þeir félagar leggja hart að sér til að kynna þing- manninn á Suðurlandsundir- lendinu. Nýjustu fréttir af allaböllum Fyrri umferð í forvali Al- þýðubandalagsins er nú lokið og liggja úrslit fyrir, en þau koma verulega á óvart og kann að vera að þau boði stórtíðindi. Efstir í forvalinu voru Margrét Frímannsdóttir Stokkseyri, Garðar Sigurðsson þingmaður og í þriðja sæti varð Baldur Oskarsson.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.