Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Ábm.: Einar Steingrímsson Filmuvinna, umbrot og offsetprentun: Prentsmidjan Jíyrún h.f. ÁRAMÓTA ÞANKAR Árið 1982 er liði og heyrir sögunni til. Það á við um sögu heimsbyggðarinnar, sögu íslensku þjóðarinnar og veraldarsögu einstaklingsins hvar sem hann er staddur á byggðu bóli. Svo fer nú að halla á tuttugustu öldina, öld tækninnar, öld tveggja heimsstyrjalda, atómöldina. Einmitt um áramót, erum við minnt á, og komumst ekki hjá að hugleiða, hversu við erum á margan hátt orðin tengd þróun alþjóðamála, enda þótt við búum á hjara veraldar. Óvissa á mörgum sviðum blasir við, og ótti gagnvart allsherjar tortímingu lífsins á jörðinni grúfir eins og skuggi yfir öllu mannkyni. Gagnvart þeim ósköpum er hver einstaklingur smælingi, sem fyrst og fremst aðeins getur beðið og vonað, að slíkur heims- glæpur verði aldrei framinn. RÖDD ÍSLANDS í þrátefli heimsveldanna fáum við litlu um þokað. Pó er rödd íslensku þjóðarinnar farin að heyrast á al- þjóðavettvangi. Rödd, sem ætíð mun leggja sitt lóð á vogarskál lífstefnunnar, og betur er ekki hægt að gera. I áramótahugleiðingum er ekki fjarri, að minnast þess, að þeir rúmlega átta áratugir, sem liðnir eru af öldinni hafa skilað okkur íslendingum nokkuð vel fram á veginn. Það mun láta nærri, þjóðin hafi þrefaldast að mannfjölda, og hagsæld einstaklinga og þjóðarauður margfaldast á sama tíma. Þjóðin hefur á tiltölulega skömmum tíma rifið sig upp úr örbirgð til hagsældar, sem er með því besta sem þekkist um víða veröld. Peir sem nú eru komnir á efri ár þekkja þessa þróun af eigin raun. Peir lögðu hönd á plóginn bæði að vilja og verki, og sáu draumana rætast. Margir eru að sjálfsögðu horfnir af sjónarsviðinu, og sannast þar eins og oftar, að ,,fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá”. VIÐ ÆGISDYR Hin ágæta bók Haraldar Guðnasonar, Við Ægisdyr, sem áreiðanlega hefur verið mikið lesin nú um jól og áramót, bregður upp glöggum myndum, af þjóðfélags- byltingu lífsgæðanna síðustu áratugina. Saga heil- brigðismálanna og skortur á hreinlætisaðstöðu er næstum hrollvekja miðað við það sem er í dag. Baráttan við vatnsskort og eldiviðarleysið var langvinn og þrot- Iaus, og hvíldi eins og mara á flestum heimilum. Árs- tíðabundið atvinnuleysi, sem leiddi fátækt og skulda- söfnun á fjölda heimila, var þó sennilega versta bölið. Mér finnst ekki fjarri að rifja þetta upp fyrir sér, enda minnir bókin hans Haraldar okkur á mikla framþróun til betri tíma, sem við njótum í dag. Það er einfalt mál, að meta velferðarþjóðfélagið eins og sjálfsagðan hlut. En við skulum ekki gleyma því, að lífskjarabyltingin kostaði harða baráttu, og framfaramálin komust heldur ekki í höfn af sjálfu sér. Vitur maður hefur sagt, að hér á Vesturlöndum, sé tíminn líkur streng í vatnsfalli, sem sópar á braut mörgu því er var í kyrrstöðu og staðnað. Því er kyrrstaða í framfaramálum afturför. Það verður ekki beðið eftir okkur. Því verður framþróun mála að halda áfram, og að mörgu leyti er staðan góð, þar sem stórum málum hefur verið lokið. Forysta í bæjarmálum hefur þar mikið að segja, eins og lesa má milli línanna í bókinni hans Haraldar, Við Ægisdyr. Sigurgeir Kristjánsson. Frá landnytjanefnd Þeir eigendur hesta og kinda í Eyjum, sem ekki hafa fengið leyfi frá landnytjanefnd til búfjár- halds, skal bent á að allt búfjárhald í Vm. er óheimilt nema með leyfi landnytjanefndar. Þeir aðilar sem ekki sóttu um leyfi til nefnd- arinnar fyrir 1. des. s.l., eru eindregið hvattir til að sækja um leyfi nú þegar og í síðasta lagi fyrir 1. febrúar n.k. Af gefnu tilefni vill nefndin taka fram, að ekki verða veitt leyfi nema að við- komandi geti sýnt fram á að hann hafi aðstöðu til heyöflunar og afnot af beitarlandi. Þeir sem halda búfé án leyfis eftir 1. febrúar 1983, skal bent á 37. gr. lögreglusamþykktar Vm. Haldi maður án heimildar búfé, sem samþykkt þessi tekur til, eða brjóti gegn skilyrðum leyfis- veitingar, skal lögreglustjóri hlutast til um að það sé tekið úr vörslu hans og er heimilt að selja það á uppboði, eða slátra því. Allan kostnað þessu samfara skal hinn brotlegi greiða. Landnytjanefnd. Þjóðin hefur á tiltölulega skömmum tíma rifið sig upp úr örbirgð til hagsælda sem er með því besta sem þekkist um víða veröld. STJÓRNMÁLA- FUNDUR verður haldinn laugardaginn 22. jan. kl. 17 (fimm) á Gestgjafanum (uppi) Gestir fundarins: Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður Jón Helgason forseti Sameinaðs alþingis og Böðvar Bragason sýslumaður Framsóknarfélag Vestmannaeyja AÐALFUNDUR Aðalfundur Framsóknarfélags Vm. verður haldinn laugardaginn 29. janúar í Gestgjafanum (uppi) kl. 17.00." Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf o.fl. Stjórnin Frá V estmannaeyjabæ Hér með tilkynnist það að dagvistunargjöld við dagvistunarstofnanir Vestmannaeyjabæjar hækka frá 1. febrúar 1983 og verða eftirfarandi: Dagheimili ...........kr. 2120 á mán. Dagheimili f/einst. foreldra . kr. 1440 á mán. Leikskóli .............kr. 925 á mán. Leikskóli f/einst. foreldra .kr 720 á mán. Félagsmálaráð.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.