Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ TEKST SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM AÐ BJÓÐA FRAM FYRIR KOSNINGAR? I Suðurlandskjördæmi sé ég I miklar væringar vegna framboðs | I sjálfstæðismanna og veröur ekki útséð hvernig því lyktar fyrr en undir vorið. „Það er spurning um það hvort flokkurinn verður áfram flokkur eða leysist upp í frum- eindir sínar”, sagði eldri maður er rætt var um væntanlegt próf- kjör sjálfstæðismanna er fer fram um næstu helgi. Mikil spenna hefur verið í herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörsins, við skulum Iíta aðeins nánar á hvemig að- stæður eru á kærleiksheimili Sjálfstæðisflokksins. Tekst Árna að sigra flokks- eigendafélagið? V estmannaeyjar Óhætt er að fullyrða að mesta spennan er einmitt hér þar sem þeir takast á Guð- mundur Karlsson, Kristján Torfason og Árni Johnsen. Lítið hefur farið fyrir Guð- mundi Karlssyni þann tíma sem hann hefur setið á Alþingi og það svo að einn samflokks- maður hans, bæjarfulltrúinn Georg Þór Kristjánsson, sá ástæðu til að rita grein í Fylki og minna Eyjabúa á að Guð- mundur hafi nú setið á þingi þrátt fyrir allt. Viðtekin venja er þegar menn eru í slíkum vandræðum að þá er látið í það skína að þeir starfi vel í nefndum, minna gat það nú varla verið sem bæjar- fulltrúinn gefur þingmanninum sínum. Kristján Torfason bæjar- fógeti hefur lítið verið viðriðinn pólitík, en maðurinn lipur og vinsælt yfirvald. Ómögulegt er að segja til um hve mikið fylgi Kristján hefur, en þegar að mál eru skoðuð þá er margt sem gæti bent til þess að hann gæti orðið keppinautum sínum skeinuhættur. Sá mikli bardagi sem mun víst verða á milli stuðningsmanna Guðmundar og Árna gæti hæglega sópað hinum þögla meirihluta yfir á miðjuna þar sem Kristján er staddur. Árni Johnsen er stóra spurningamerkið. Tekst Áma með harðfylgi og dugnaði að sigrast á flokkseigendafélaginu sem styður Guðmund. Flokks- eigendafélagið er harðsnúið lið sem gerir allt til að fá sinn mann kjörinn. Eyjamenn hafa vafa- laust tekið eftir því er þeir lásu Fylki í síðustu viku. Þar voru greinar frá kandídötunum þrem plús ein aukagrein til stuðnings Guðmundi skrifuð af Guðlaugi Gíslasyni fyrrverandi þingmanni. Það má telja víst að slíkt er vart að skapi Eyja- manna. Eyjamönnum líkar vel heiðarleg keppni eins og t.d. fótbolti, en þegar að línu- vörðurinn er farinn að hlaupa inn á, þá púa áhorfendur. Verdur úllen-dúllen-doff útkoma í V-Skaftafellssýslu? „Árni er heiðarlegur og góður drengur”, sagði gömul kona, „og mér mislíkar hvernig er farið að honum, t.d. þegar að þeir ætluðu að útiloka hann frá því að geta tekið þátt í próf- kjörinu”. Rangárvallasýsla Þar er nú ekki friðvænlegt frekar en fyrri daginn. Það er enn í fersku minni, er Eggert Haukdal bauð fram sérlista við síðustu kosningar. Þá var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði boðið fram „klofið” í Suður- landskjördæmi. Eggert studdi ríkisstjórnina framan af, en hætti stuðningi við hana á síðasta ári (og fór í fýlu eins og sagt er) og gekk í bandalag við Geir (sjöunda). Talið er nokkuð öruggt að þrátt fyrir öll axarsköftin þá muni Eggert sigra í Rangárþingi, en víst má telja að ekki verður á vísan að róa eftir prófkjör á Bergþórs- hvoli frekar en endranær. Áðrir sem þátt taka í prófkjörinu þar eru þeir Jón Þorgilsson og Óli Már Aronsson. Y-Skaftafellssýsla Þar bjóða fram þeir Siggeir Björnsson, Einar Kjartansson og Björn Þorláksson. Skaft- fellingar studdu Eggert Hauk- dal í síðustu kosningum, en óvíst er hvað þeir gera nú. Mikið plott mun vera á milli svæða og er ógerningur að spá nokkru. Einhver úllen-dúllen- doff mun ráða röðinni þar. Árnessýsla Svipuð saga er þar og hér þar sem flokkseigendaklíkan í Reykjavík býður Þorstein Páls- son fram á móti heima- mönnum. Maður á skrifstofu sagði „að nóg væri ef amma hans væri ættuð úr Árnessýslu og hann hefði keyrt Þingvalla- hringinn einu sinni, þá væri hann heimamaður”. í blaði Þorsteins sagði maður úr Vík í Mýrdal „að það væri betra að Þorsteinn væri að- komumaður, því þá hefði hann betri yfirsýn yfir kjördæmið”. Já, það er margt skrýtið í próf- kjöri. Staða Þorsteins er ótrygg þar sem hann mun fylgja Geirs- arminum í Sjálfstæðis- flokknum, en talið er að Gunnar Thoroddsen eigi hvergi fleiri stuðningsmenn en einmitt í Suðurlandskjördæmi. Óli Þ. Guðbjartsson hefur lengi verið í forustusveit Sjálfstæðis- manna á Selfossi og í Árnes- sýslu. Maðurinn duglegur og fylginn sér og mun ábyggilega hvergi láta sinn hlut. Oli mun hafa harðsnúið lið sér við hlið sem ekki vill taka öllu sem flokkseigendaklíkan í Rvík sendir þeim og mun verða hart barist í Árnessýslu milli þeirra. Brynleifur H. Steingrímsson er óþekkt stærð í Sjálfstæðis- flokknum. Það gæti hugsast að eins færi í Árnessýslu og hér að þriðja aflið færi með sigur af hólmi og þá Kristján hér. Eins og er þá mun vera ill- mögulegt að spá nokkru svo víst sé. Úrslitin Erfitt er að spá, en Völvan í Vikunni spáði: „í Suðurlandi sé ég miklar væringar vegna framboðs sjálfstæðismanna og verður ekki útséð hvernig því lyktar fyrr en undir vorið”. Það skyldi þó aldrei fara svo að sjálfstæðismenn bjóði fram sinn lista eftir kosningar. Það er aldrei að vita. Ef þeim aftur á móti tekst að bjóða fram fyrir kosningar þá verða það spurn- ingar sem allir hljóta að spurja: Velja Ámesingar heima- mann og hafna Þorsteini sem flokkseigendaklíkan í Reykja- vík sendi þeim? Verður úllen-dúllen-doff út- koma í V-Skaftafellssýslu? Verður Eggert Haukdal áfram þingmaður? Verður Eggert þingmaður Sjálfstæðisflokksins eða býður hann fram sér eins og síðast? Tekst flokkseigendafélaginu að koma sínum manni að í Eyjum (Guðmundi)? Tekst Árna með harðfylgi að sigra flokkseigendafélagið? Líklegasta útkoman Allt í steik hjá Sjálfstæðis- flokknum og honum tekst sennilega ekki að koma saman lista fyrr en eftir væntanlegar Alþingiskosningar. AUGLYSING Þeir gjaldendur Vestmannaeyjabæjar, sem um þessar mundir eru að fá send til sín útsvarsyfirlit fyrir árið 1982 ásamt fyrirframgreiðslu 1983 og telja fyrirframgreiðslu óraunhæfa vegna tekju- rýrnunar milli áranna 1981 og 1982, er bent á að hafa samband við Skattstofuna í Vestmanna- eyjum við skil á framtali sínu vegna tekjuársins 1982. Skattstofan gerir þá viðeigandi breytingar á álagðri fyrirframgreiðslu. Gjaldendur eru minntir á að gera skil fyrir gjald- daga, en þeir eru 1. febrúar, 1. mars, 1. maí og 1. júní. Dráttarvextir eru reiknaðir og lagðir á 15. hvers mánaðar. Á vanskil bæjargjalda eru reikn- aðir 5% dráttarvextir. Gerið skil og forðist kostnaðarsamar inn- heimtuaðgerðir. Innheimta Vestmannaevjabæjar. —Landkrabbi. ^aUharðuf skeltinus Skallharður Skelfínus óskar öllum lesendum Framsóknarblaðsins árs og friðar um leið og hann lofar að hressa aðeins upp á tilveruna. Af nógu er að taka, prófkjörsraunir sjálfstæðismanna í Suðurlandi og ekki spáir völvan þeim nú vel. Fleiri fleiri sérframboð verða sjálfsagt hjá þeim vítt og breitt um landið. Allaballar eru ef til vill að losa sig við Garðar. Hjölli orðinn rafmagnslaus og Ólafur Ragnar flúinn norður í land og mun víst ekki hafa fengið blíðar móttökur. Vimmi búinn að stofna nýjan flokk til höfuðs þeim gömlu af því að þeir vildu ekki gera hann að varaformanni Alþýðu- flokksins. Ágúst Einarsson sem verið hefur sterkasta stoð Magnúsar H. Magnússonar er nú stokkinn af skipi krata. Svo þið sjáið að af nógu er að taka. Skallharður sér að frambjóðendurnir í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins segjast ekki stunda aug- lýsingamennsku. Hver skyldi þá eiga alla þessa bæklinga og blöð sem liggja eins og hráviður um allt. Varla eru þeir frá Sauðfjárvarnarnefnd. Siggeir Björnsson í Holti V.-Skaftafellssýslu situr nú á þingi sem varamaður Eggerts Haukdal. Hefur það komið mjög á óvart að Siggeir segist ekkert varða um yfírlýsingar Eggerts Haukdal varðandi stuðning við ríkisstjórnina. Er það aldeilis makalaust að stuðningsmönnum stjómar- innar fjölgar nú dag frá degi því Vimmi hefur tekið upp á því að stiðja stjómina einnig. Eggert Haukdal má nú fara að vara sig í prófkjörinu þegar hans fyrri og bestu stuðningsmenn úr Skaftafellssýslu hafa snúið við honum baki. GULLKORNIÐ Skyldu Sjálfstæðismenn ekki sakna þess nú á þessum síðustu og verstu tímum fyrir þá, er þeir voru skiptir í tvo flokka Frjálslynda og svo íhalds- flokkinn.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.