Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 2
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ SAMVINNA EN EKKI UPPLAUSN Framhald af 1. síðu sunnlenskir kjósendur eru. Ætla þeir að hlýða Eggert Haukdal, sem nú skipar bar- áttusæti D-listans, hvort sem hann biður þá að kjósa með eða á móti lista Sjálfstæðisflokksins — hvort sem hann fylgir Gunnari Thoroddsen í dag eða styður Geir Hallgrímsson á morgun — þó að hann sé á móti ríkisstjórninni í dag, sem hann áður átti stóran þátt í að mynda. Það draga margir í efa að það eitt nægi til lengdar að hann hói í kjósendur af bæjar- hólnum og þá geti hann sent þá út og suður eftir sínu höfði. ÚR ÖSKUNNI f ELDINN Hver sem úrslit kosninganna verða, þá er það augljóst að upplausnin í liði sjálfstæðis- manna á Suðurlandi er ekki á enda. Ennþá síður á það þá við hjá forystuliði flokksins, þar sem átökin munu halda áfram að magnast, enda þótt Gunnar Thoroddsen sé ekki lengur í framboði til Alþingis. Það kom skýrt fram í sjónvarpsviðtalinu, þar sem hann sagði frá þeirri ákvörðun sinni, en neitaði jafn- framt að svara spurningunni um það, hvort hann mundi hvetja stuðningsmenn sína til að kjósa lista Sjálfstæðis- flokksins. Kjörorð sjálfstæðis- manna um að hverfa frá upp- lausn í eigin liði er því ennþá aðeins fróm ósk, sem augljós- lega á langt í land með að rætast. Hljóta menn ekki að íhuga það hvaða afleiðingar það hefði fyrir þjóðfélagið að fela slíku upplausnarliði for- ystu um málefni þess. En upplausn ríkir því miður víðar en í Sjálfstæðisflokknum. Sundrungin í Alþýðuflokknum er orðin slík, að menn velta því fyrir sér, hvaða frambjóðandi hans muni tryggja flokknum þingsæti í komandi kosningum. Og þeir, sem fylgdust með þeirri spennu, sem ríkti milli formanns þingflokks Alþýðu- bandalagsins og ráðherra þess að síðustu starfsdögum Al- þingis, þeim er ljóst að þar er ekki um neitt kærleiksheimili að ræða. Það er því að sumu leyti skiljanleg spurning fjölmargra fyrrverandi kjósenda þessara flokka, hvað þeir eigi nú að kjósa. Því miður virðist það hvarfla að sumum þeirra að fara úr öskunni í eldinn með þvi að láta sér detta í hug að kjósa Iista Bandalags jafnaðarmann. En fæstir munu í alvöru vilja trúa því sundurleita liði fyrir forsjá þjóðfélagsins eða að það ráði við þau verkefni, sem flestir eru sammála um að bíða á vettvangi þjóðmálanna. EFLUM ÁBYRGA FORYSTU Það er stefna Framsóknar- flokksins, að með samstarfi og samvinnu sem flestra þurfum við að leysa okkar vandamál en ekki með upphrópunum og öfgafullum kennisetningum. Framsóknarflokkurinn legg- ur áherslu á, að þegar að lokn- um kosningum 23. apríl verði mynduð meirihlutastjórn, sem geti haft íörystu á nýkjörnu Al- þingi, þegar það kemur saman. Framsóknarflokkurinn er því andvígur bandalagi hinna flokkanna þriggja um stutt MIÐIER MÖGULEIKl Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna (dregið út í apríl '84). 600 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og 6188 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. HAPPDRÆTTI '83-84 HAFIN ER SALA Á NÝJUM MIÐUM Endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir Umboðið Skólavegi 6 er opið daglega kl. 14-17 þinghald þegar að loknum kosningum til þess eins að stað- festa breytingar á stjórnar- skránni og afgreiða kosninga- lög en sinna ekki aðkallandi málefnum atvinnulífsins. Framsóknarflokkurinn er þannig eina aflið, sem hefur vilja og getu til að hafa forystu um að sameina þjóðina til nauðsynlegra átaka. Til þess þarf hann öflugan stuðning kjósenda, sem hafa valdið í sín- um höndum þann 23. apríl n.k. —Jón Helgason. X Kjósum ábyrga menn á þing Það geri ég Uppbygging fiskiskipaflotans Framhald af 1. síðu vinnslu í gegnum árin og hafa fært verulegar tekjur í þjóðar- búið, með dugnaði sínum. Því ber okkur að leggja höfuð- áherslu á enn frekari uppbygg- ingu og þróun þessara greina. Bið þurfum að leggja enn frek- ari áherslu á aukna nýtingu og vinnslu úrgangsefna í fisk- vinnslu og styðja þannig og efla það athyglisverða starf sem hér hefur verið unnið á þessu sviði og auka þannig fjölbreytni at- vinnulífsins. Við þurfum að huga að því hvort viss friðun heimamiðanna, fyrir aðkomu- bátum, komi ekki til greina. Sem ferðamannastaður hafa Vestmannaeyjar upp á mikið að bjóða og við þurfum að styðja við bakið á þeim sem vilja auka ferðamannastraum- inn hingað og bæta aðstöðuna til að taka á móti ferðamönrt- um. Verkefnin blasa því allstaðar við og við Vestmannaeyingar getum þess vegna horft björt- um augum til framtíðarinnar. En að lokum vil ég segja þetta: Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur heill og óskiptur stutt öfluga atvinnu- uppbyggingu út um hinar dreifðu byggðir og þess bið ég ykkur að minnast n.k. laugar- dag. —Guðmundur Búason. Blaðstjóm: Andrés Sigmundsson (ábm.) - Sigurgeir Kristjánsson Jón Eyjólfsson - Georg Stanley Aðalsteinsson Sigurður Gunnarsson - Jóhann Bjömsson Oddný Garðarsdóttir - Bima Þórhallsdóttir Guðmundur Búason Mikilvægi réttrar efnahagsstefnu Framhald af 1. síðu stjómina í Bretlandi. Þá þykist flokkurinn varpa þessari stefnu sinni fyrir borð og birtir nú í 50 liðum efnahagsstefnu sem hvorki hefur haus né hala og er svo aum að meira að segja Garðar Sigurðsson lýsti því yfir á framboðsfundi í Vík að hann gæti persónulega skrifað undir 43 af 50 atriðum stefnuskrár- innar. En því miður er málið ekki svo einfalt að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi horfið frá leiftursókninni. Svo óheppilega vildi til seinni hluta mars- mánaðar að hugmyndabanki Sjálfstæðisflokksins, sem gengur undir nafninu Versl- unarráð íslands, hélt ráðstefnu þar sem saman voru komnir flestir máttarstólpar Sjálf- stæðisflokksins utan þings. Þar voru reifaðar þær aðgerðir er æskilegar voru taldar að kosn- ingum loknum og var þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tögl og hagldir í landsstjórninni. Kjósendum er hollt að íhuga nokkur eftirtaldra atriða sem fram komu í hinni leynilegu leiftursókn og ígrunda hvaða áhrif framkvæmd þessara atr- iða kunni að hafa á lífsafkomu sína. Tillögurnar samkvæmt leyniskýrslunni Lækkun á framlögum til sjóða á fjárlögum 1983 (í þús. króna). Byggðasjóður 69.825 Lánasj. ísl. námsm. 226.943 Aflatryggingasjóður 15.515 Fiskveiðasjóður 26.600 Byggingasj. ríkisins 141.514 Byggingasj. verkam. 158.050 Lánasj. sveitarfél. 5.510 Iðnrekstrarsjóður 16.564 Sérstaklega er athygli vakin á þeim niðurskurði sem áætlaður er á lánsfé til íbúðabygginga en það annast byggingasjóðirnir en samkvæmt leyniskýrsluni þá á að tæma þá. Hin opinbera efnahagsstefna Sjálfstæðis- flokksina í 50 liðum gerir hins- vegar ráð fyrir því að allir sem á þurfi að halda fái 80% bygg- ingakostnað lánað til nokkurra áratuga. Höfnum leiftursóknarliðinu og atvinnuleysinu og kjósum Framsóknarflokkinn sem þorir að standa við stefnu sína. X-B. —Böðvar Bragason. AÐALSKOÐUN bifreiða 1983, í lögsagnarumdæmi Vestmanna- eyja, höfst þriðjudaginn 1. mars og fer fram við lögreglustöðina, Hilmisgötu, alla virka daga nema laugardaga frá kl. 09:00-12:00 og frá kl. 13:00-17:00. Dagana 11. apríl - 15. aprílverða skoðaðar bifr.: V-1301 - V-1600 Dagana 18. apríl - 22. apríl verða skoðaðar bifr.: V-1601 -V-1800 Dagana 25. apríl - 29. apríl verða skoðaðar bifr.: V-1801 - V-2000 Dagana 2. til 6. maí skal koma með til skoð- unar bifhjól, létt bifhjól og tengivagna. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging bifreiðanna sé í gildi. I skráningarskírteini skal vera áritun um það að ljós hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Athygli skal vakin á því, að vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með ölium, er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum Kristján Torfason.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.