Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ XJí xp X KOSNIN G AHÁTÍÐ * A Skansinum miðvikudagskvöld. Húsið opnað kl. 20.00 fyrir matargesti Þátttaka tilkynnist í síma 2733 Stutt ávörp: Guðmundur Búason Andrés Sigmundsson Oddný Garðarsdóttir Happdrætti: Sólarlandaferð í vinning Fjölmennum - Herðum sóknina - Festa, sókn, framtíð FÉLAG UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Lifskjörín og þjóðartekjur Aðaltakmark Fram- sóknarflokksins hefur verið það meginmarkmið að standa vörð um óskorað stjórnar- farslegt, efnahagslegt og menn- ingarlegt sjálfstæði þjóðarinnar á grundvelli lýðræðis og þing- ræðis og beita sér fyrir alhliða framförum. Framsóknarflokkurinn legg- ur áherslu á að treysta atvinnu- líf þjóðarinnar og vill að það byggist á framtaki efnalega sjálfstæðra manna sem leysa sameiginleg verkefni á félags- legan hátt. Undurstaða at- vinnulífsins er verndun og skynsamleg nýting íslenskrar náttúrugæða. Framsóknarflokkurinn vill leysa þau vandamál, sem nú blasa við íslensku þjóðinni, annars vegar með átaki til að nýta hina miklu framleiðslu- möguleika til lands og sjávar og hins vegar með mjög ákveðn- um og undanbragðalausum að- gerðum til að bæla niður þá verðbólgu sem er höfuðmein- semd efnahagslífsins. Reynslan af efnahagsað- gerðum 1981 sýnir að niður- talning verðbólgu er möguleg. Tímafrekt samningsþóf við hvert niðurtalningaskref hefur gefist illa og er því nauðsynlegt að áfangarnir séu fyrirfram ákveðnir og lögbundnir. Fram- sóknarflokkurinn leggur á- herslu á að gerð verði áætlun um samræmdar efnahagsað- gerðir til ákveðins tíma, t.d. tveggja ára, sem leiði til hjöðnunar verðbólgunnar en stuðli jafnframt að vexti þjóð- artekna á ný. Á átjánda flokksþingi Fram- sóknarmanna voru brýnustu verkefni talin vera að bæta skil- yrði atvinnuveganna, eyða við- skiptahalla, stöðva skulda- Þórarinn Sigurjónsson söfnun erlendis og draga úr verðbólgu en án þess að komi til atvinnuleysis, í því skyni lagði flokksþingið áherslu á eft- irfarandi ráðstafanir. En fram- kvæmd þeirra bæri að tryggja með nauðsynlegri löggjöf. Menn vilja ekki brenna sig tvisvar Nú þegar nokkrir dagar eru til alþingiskosninga, hljóta kjósendur að hugleiða hvaða fulltrúa þeir ætla að velja til að fara með umboð sitt næsta á- fangann á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Þeir eru til, sem halda því fram, að litlu skipti hvaða flokkar eða hvaða menn hafi sæti á Alþingi, þar éti allir sama grautin úr sömu skálinni. Aðrir halda því fram að íslensk stjómmál séu á svo lágu plani, að réttast væri að sitja heima og kjósa ekki. Ég held að slík sjón- armið séu röng. Lýðræðisþjóð- félag leggur þær skyldur á hvem einstakling að hann meti sjálfur hvemig hann telur skyn- samlegast að taka á málum og í samræmi við þau sjónarmið leggi hann þeim flokki og þeim mönnum lið með atkvæði sínu, sem hann telur líklegasta til að koma þeim í framkvæmd. Að sjálfsögðu er mörgum vandi á höndum í því efni, því víða er vandratað í völundar- húsi stjórnmálanna. Því skulum við þó ekki gleyma, að það eru ekki alltaf bestu verkmennirnir sem hæst hrópa á strætum og gatnamótum. Dæmi um það er ekki langt að baki hér í Vest- mannaeyjum. Fyrir bæjar- stjómarkosningamar í fyrravor beittu hinir svokölluðu leið- togar Sjálfstæðisflokksins miklum áróðri í ræðu og riti og lofuðu miklu ef þeir næðu meirihluta í bæjarstjóm. Og nú hafa þeir sömu menn sýnt hæfni sína til að stjóma málefnum bæjarins og breytingu til hins betra lætur á sér standa. Því verður þess nú varí, að margur kjósandinn yðrast þess að hafa keypt köttinn í sekknum. Með hliðsjón af reynslunni af núverandi bæjarstjómarmeiri- hluta, held ég að vert væri að hugleiða, hvort Sjálfstæðis- menn bjóði nú upp á eitthvað betra í komandi alþingiskosn- ingum. Komist menn að þeirri niðurstöðu, að nú séu svipaðar loftbólur á ferðinni í efstu sæt- unum, hygg ég að þó nokkrir kjósendur varist að brenna sig tvjsvar á sama soðinu. Sigurgeir Kristjánsson Vestmannaeyingar - Kjósendur Kosningakaffí verður á kosningaskrifstofu B-listans (Gestgjafanum uppi) S 2733 Mætum sem flest Bílar á kjördag S 2733 X-B Áhersla verði lögð á aukna og bætta framleiðslu til öflunar og sparnaðar gjaldeyris og efl- ingar þjóðarhags. Gjöldum skal létt af atvinnuvegum til sam- ræmis við það sem gerist í við- skiptalöndum okkar, og að- búnaður þeirra bættur á annan hátt. Dregið verði úr eyðslu og ótímabærri fjárfestingu og störf fjárfestingalánasjóða verði samræmd slíkri stefnu. Erlend- ar lántökur skal takmarka við hluta af stofnkostnaði arðbærra framkvæmda. Meðan halli er á viðskipta- jöfnuði verði leitað allra leiða sem færar eru með hliðsjón af samningum við önnur ríki, til þess að draga úr innflutningi. Spornað verði við afborgun- arkaupum og eyðslulánum. Dregið verði úr opinberum gjöldum. Gerðar verði ráðstafanir til hjöðnunar verðbólgu í áföng- um. Hámark verði sett á vísi- tölubótum, almennu verðlagi, búvöruverði og fiskverði og ávöxtunarkjör ákveðin í sam- ræmi við það. Grunnkaups- hækkunum verði frestað. Samfara þessu ber að leggja kapp á að varðveita kaupmátt almennings í samræmi við þjóðartekjur og jafna lífskjörin. Gæta skal þess að sá sam- dráttur sem nauðsynlegur kann að reynast í bili bitni síst á þeim sem lægst eru launaðir. Flokksþingið leggur áherslu á að leitað verði víðtækrar sam- stöðu um þessar aðgerðir, enda mikilvægt að ráðstafanir njóti skilnings og trausts. Hér koma fram nokkur meg- inatriði, sem flokkurinn hyggst berjast fyrir að komið verði til framkvæmda og heiti ég á hvem þann, sem vill styðja hann, að beita áhrifum sínum til þess að svo megi verða. Þ.S. Það er nóg Það er meira en nóg að Ieiða klúðurmeistara til valda í bæj- arstjórn. Við skulum ekki velja þá til forystu í málefnum þjóð- arinnar. Kjósum ábyrga menn til forystu. X-B. ^allharðor skelfinus Athygli vakti í Höllinni á sunnudaginn, þegar Ámi Johnsen lýsti yfir stuðningi við Bandalag jafnaðar- manna. Fer nú að vænkast hagur Vilmundar. Gítarinn gleymdist Ræðutexti Áma Johnsen á fundinum í Höllinni: Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, trall la la. Menn biðu með eftir- væntingu eftir því að hlýða á mál Þorsteins Pálssonar, varðandi leiðtoga sjálf- stæðismanna á Suðurlandi. Menn áttu fastlega von á, að hann flytti heilsteypta ræðu um stefnumál og úrræði Sjálfstæðisflokksins í þjóð- málum. Sú von brást, en inntakið var að Vinnu- veitendasamband íslands skuli hætta að gera óábyrga samninga, eftir að hann hættir að vera þar í forsvari. Eggert Haukdal taldi nauðsynlegt aö taka fram á fundinum í Höllinni, að hrossið væri ekki í fram- boði. Skelfínus vill gjaman vera hjálplegur við Éggert og koma þessu á framfæri.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.