Morgunblaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 2
Hola
Metrar
Par
1
425
4
2
557
5
3
173
3
4
422
4
5
396
4
6
386
4
7
195
3
8
401
4
9
530
5
Út
3485
36
Hola
Metrar
Par
10
192
3
11
514
5
12
419
4
13
173
3
14
443
4
15
345
4
16
456
4
17
193
3
18
526
5
Inn
3261
35
6.746 m / Par 71Helstu upplýsingar um Celtic Manor-völlinn
Tuttugu tíu-völlurinn á Celtic Manor-svæðinu var sérstaklega
hannaður fyrir Ryder-bikarkeppnina 2010.
Ryder Cup-völlurinn 2010
Í ár fer Ryder-bikarkeppnin fram á
Celtic Manor-svæðinu í Newport í
Wales frá 1. til 3. október.
Heimild: rydercup.com
100m
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Byrja
150 km
Bret land
London
Newport
10
1516
17
18
11
12
13 14
Enda
Inn
Út
Celtic Manor-völlurinn
Var opnaður í júlí árið 2007. Á honum eru níu nýjar
holur til viðbótar við þær níu holur sem áður voru á
svæðinu sem nefndist Wentwood Hills.
Á
Celtic Manor-golfsvæð-
inu í New Port í Suður-
Wales eru þrír 18 holu
keppnisvellir í hæsta
gæðaflokki. The Twenty
Ten-golfvöllurinn var opnaður í
júlí fyrir þremur árum og er hann
fyrsti golfvöllurinn sem er hann-
aður frá upphafi fyrir Ryder-
keppnina.
Ross McMurray, golfvallahönn-
uður hjá European Golf Design-
fyrirtækinu, hafði umsjón með
verkinu sem tók alls átta ár. Gríð-
arlegar framkvæmdir voru á vell-
inum á árunum 2005-2006. Milljón
rúmmetrum af mold var ýtt til
hliðar og fluttir á milli staðar við
framkvæmdina á The Twenty Ten-
vellinum. Byggður var til helm-
inga alveg nýr völlur frá grunni en
einnig var Wentwood Hills-
vellinum breytt og hann felldur
inn í nýja völlinn. Robert Trent
Jones jr. hannaði þann völl.
Hannaður með áhorfendur í huga
Ryder-keppnin er þriðji stærsti
íþróttaviðburður heims í sjónvarpi.
Aðeins heimsmeistarakeppnin í
fótbolta og sumarólympíuleikarnir
eru með meira áhorf. Áhorfendur
láta sig ekki vanta á keppnina og
er gert ráð fyrir að 50.000 áhorf-
endur mæti á hverjum degi alla
þrjá keppnisdagana. Völlurinn er
hannaður með áhorfendur í huga
og geta þeir fylgst með úr háum
brekkum til hliðar við brautirnar
og völlurinn er hannaður með það
í huga að tugþúsundir áhorfenda
geti flutt sig auðveldlega á milli
staða á lokaholunum þar sem
spennan verður í hámarki.
Völlurinn er 6.852 metrar af
keppnisteigum, par 71, en til sam-
anburðar er Grafarholtsvöllur
6.026 metrar að lengd af öftustu
teigum.
Vatn og vatnshindranir koma
við sögu á helmingi brauta The
Twenty Ten-vallarins, og getur því
margt farið úrskeiðis í harðri
holukeppni Evrópuliðsins gegn
Bandaríkjamönnum. Margar
brautir vallarins eru hannaðar
með það að markmiði að bjóða
kylfingunum upp á ýmsa mögu-
leika í upphafshöggunum. Sókn-
arleikur getur borgað sig á vissum
brautum og á öðrum er betra að
spila af öryggi.
Lokaholurnar þrjár, 16., 17. og
18., eru í lægsta hluta dalsins og
þar munu úrslitin ráðast í flestum
leikjum keppninnar. Sextánda
brautin er 456 metra löng par 4-
hola, sem er ekkert smáræði. Sú
næsta er 182 metra löng par 3, og
þar þarf alvöru verkfæri til þess
að koma boltanum á flötina. Loka-
holan er par 5, og 525 metra löng.
Þar er vatn fyrir framan flötina og
aðeins fullkomið innáhögg með
brautartré eða blending getur
komið boltanum inn á flötina í
tveimur höggum. Þeir sem ákveða
að leggja „upp“ í öðru högginu
eiga eftir erfitt vipp úr niðurhalla
inn á flötina, sem stendur hátt yfir
brautinni.
seth@mbl.is
Reuters
Áhorfendurnir Twenty Ten-golfvöllurinn er hannaður með áhorfendur í huga og geta þeir fylgst með úr háum brekkum til hliðar við brautirnar og völlurinn er hannaður með það í huga að
tugþúsundir áhorfenda geti flutt sig auðveldlega á milli staða á lokaholunum þar sem spennan verður í hámarki. Myndin er tekin við æfingu á vellinum fyrr í vikunni.
Ótrúlegur keppnisvöllur
The Twenty Ten-golfvöllurinn í Newport í Suður-
Wales er fyrsti golfvöllurinn sem hannaður er
frá upphafi með Ryder-keppnina í huga.
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Útgefandi: Árvakur hf. Umsjón: Birta Björnsdóttir Blaðamenn: Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Auglýsingar: Erling Adolf Ágústsson
Það rignir af og til í Wales, og stundum fellur gríðarlegt
magn af vatni á The Twenty Ten-völlinn. Sir Terence Matt-
hews, eigandi vallarins, hefur engar áhyggjur af því að
mikil rigning setji keppnishaldið úr skorðum. „Við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af regninu. Þegar golfvöllur er hann-
aður er þrennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi þarf að
koma vatni sem fellur á völlinn í burtu með öflugum nið-
urföllum, í öðru lagi þarf að koma vatni sem fellur á völlinn
í burtu með öflugum niðurföllum, í þriðja lagi þarf að koma
vatni sem fellur á völlinn í burtu með öflugum niðurföllum.
Og ef það dugir ekki til þarf að koma upp fleiri niðurföllum.
Ef eins mánaðar úrkoma myndi falla á völlinn á einum degi
þá tæki það aðeins 10 mínútur að þurrka völlinn,“ sagði
Matthews kokhraustur í blaðaviðtali á dögunum.
Rigningin ekki vandamál