Morgunblaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er staðreynd að fyrsta
golfmótið þar sem leikið
var um Ryder-bikarinn
fór fram á milli liða
Bandaríkjanna og Bret-
lands árið 1927. Um aðdraganda
keppninnar eru hins vegar deildar
meiningar.
George Sargent var forseti PGA
í Bandaríkjunum árin 1921-26.
Hann hélt því fram að hugmyndina
að golfmóti milli Bandaríkjamanna
og Breta ætti Sylvanus P. Jermain,
formaður Inverness-klúbbsins í
Ohio.
Árið 1951 kom svo Bob Harlow,
stofnandi Golf Worlds-tímaritsins,
fram með þá kenningu að það hefði
í raun verið James Harnett hjá
tímaritinu Golf Illustrated, sem ár-
ið 1920 reyndi að draga að les-
endur með því að standa fyrir fjár-
öflun til að halda mót þar sem
bestu leikmenn Bandaríkjanna og
Bretlands reyndu með sér í golfi.
Hann hafði ekki erindi sem erfiði
fyrr en PGA í Bandaríkjunum
ákvað að styrkja hann til verksins,
úr varð Ryder-bikarkeppnin sjö ár-
um síðar.
Bretar fá liðsauka
Það er kannski sama hvaðan gott
kemur og hvort sem satt er hefur
Ryder-bikarkeppnin í golfi fest sig
í sessi sem eins konar heimsmeist-
aramót í greininni, þungavigt-
arkeppni þar sem þeir bestu
beggja vegna Atlantsála reyna með
sér í golfi.
Upphaflega stóð keppnin ein-
ungis milli Bandaríkjamanna og
Breta en eftir talsverðan undirbún-
ing var síðarnefnda liðið mannað
spilurum frá öðrum
löndum á meg-
inlandi Evrópu auk
Bretlands. Þetta
var árið 1979 og
reyndist breytingin
mikið heillaspor fyrir
keppnina í heild. Fleiri
afburðaspilarar fengu nú að
spreyta sig í golfi og varð
keppnin meira spennandi fyrir vik-
ið en árin 1959 til 1977 fór lið Bret-
lands einungis einu sinni með sigur
af hólmi.
Fyrstu nýliðarnir í hinu nýstofn-
aða liði Evrópubúa komu frá Spáni,
Antonio Garrido og Severiano Bal-
lesteros, en sá síðarnefndi er einn
stigahæstu keppendanna frá upp-
hafi með 22,5 vinninga í 37 leikjum.
Leikið fyrir Rauða krossinn
Leikið er um Ryder-bikarinn annað
hvert ár, til skiptis í heimsálfunum
tveimur. Tvisvar hefur þurft að
blása fyrirhugaða keppni af, árin
1939-45 og árið 2001.
Ekki var leikið um bikarinn árin
1939-1945 vegna heimsstyrjald-
arinnar sem þá geisaði. Verðlauna-
gripurinn ílengdist því í Bandaríkj-
unum í nær átta ár, frá sigri
þeirra 1937. Þótt heimsálfurnar
reyndu ekki með sér í golfi á
stríðstímum var samt skipað í
bæði liðin og það bandaríska
lék ófáa leiki heimafyrir,
meðal annars á stórmóti til
styrktar Rauða krossinum.
Þráðurinn var svo tekinn upp að
nýju árið 1947 þegar liðin reyndu
með sér á völlum Portland-
golfklúbbsins í Oregon í Bandaríkj-
unum.
Keppnina átti svo að halda í
Bandaríkjunum á haustmánuðum
2001. Eins og flestir muna beindust
augu heimsbyggðarinnar til Banda-
ríkjanna af öðrum orsökum hinn
11. september það ár og ákveðið
var að fresta keppninni um ár.
Keppnin í ár er haldin í Wales í
fyrsta sinn. Frá upphafi hafa
Bandaríkin og Bretland skipst á að
halda keppnina, með tveimur und-
antekningum þó, þegar hún var
haldin á Spáni árið 1997 og á Ír-
landi árið 2006.
Reglurnar breytast
Í dag fer keppnin fram á þremur
dögum og hefst á morgun, föstu-
dag. Á föstudag og laugardag er
keppt um átta vinninga hvorn dag-
inn og menn leika tveir á móti
tveimur. Tvenns konar fyrir-
komulag er leikið, annars vegar
fjórbolti þar sem báðir kylfingarnir
leika holuna með sínum boltanum
hver. Hins vegar er leikinn fjór-
menningur þar sem kylfingarnir í
hvoru liði fyrir sig slá til skiptis. Á
sunnudaginn reyna svo allir kepp-
endur í hvoru liði með sér, leikið er
maður á mann og tólf vinningar
eru í boði.
Fyrirkomulagið hefur ekki alltaf
verið svona og keppnin sjálf hefur
breyst talsvert í áranna rás. Upp-
haflega stóð hún yfir í tvo daga þar
sem keppt var um 12 stig í allt og
leiknar 36 holur, annars vegar fjór-
menningur og hins vegar einstakl-
ingskeppni.
Árið 1963 var svo ákveðið að
dreifa keppninni yfir á þrjá daga
og fjórboltanum bætt við dag-
skrána og var þá keppt um alls 32
vinninga.
Enn var breytt til árið 1977 þeg-
ar vinningunum var fækkað niður í
20 en það fyrirkomulag hélst ein-
ungis í tvö ár. Með áðurnefndum
breytingum á liðskipan Evr-
ópubúanna í keppninni var svo
ákveðið að keppt yrði um 28 vinn-
inga, eins og gert er enn þann dag
í dag. birta@mbl.is
Samuel Ryder fæddist í Lancashire í Bretlandi 24.
mars árið 1858. Faðir hans var garðyrkjumaður og
móðirin saumakona og eins og oft vildi verða leit út
fyrir að Samuel fetaði í fótspor pabba gamla við garð-
yrkju og sölu á blómum og fræjum. Þeir feðgar höfðu
þó ólíkar skoðanir á hvernig best væri að stunda við-
skiptin og úr varð að Samuel flutti sig um
set og hóf að starfa hjá samkeppnisaðila
í Lundúnum.
Það sem þá feðga greindi meðal
annars á um var ágæti hugmyndar
sem Samuel hafði í kollinum. Hann
vildi hefja sölu á ýmiss konar fræjum,
sem kostuðu lítið og kölluðu hvorki á
húsakost né starfsfólk.
Úr varð að
Samuel
stofnaði sitt
eigið fyr-
irtæki heima
hjá sér og hóf
að selja fræ í
litlum umslögum
sem kostuðu einungis
eitt penní stykkið. Um-
slögin fengu kaupendur send með
pósti sem Samuel sá sjálfur um að
póstleggja með eiginkonu sína og
dóttur sér til fulltingis.
Úr urðu rífandi viðskipti sem Samu-
el Ryder hagnaðist á svo um munaði.
Ekki fylgir sögunni hvort pabbi gamli
hafði lagst í þá iðju að naga á sér
handarbökin í kjölfar velgengni son-
arins.
Golf til heilsubótar
Það var svo af heilsufarsástæðum sem
Ryder sneri sér að golfinu en eftir
langvinn veikindi ráðlagði vinur
honum að finna sér áhuga-
mál þar sem hann gæti
bæði iðkað útivist og
hreyfingu. Golfið varð fyrir
valinu og Ryder varð eld-
heitur áhugamaður um
sportið. Hann beitti sér
fyrir því að vegur golf-
sins yrði sem mestur í
Bretlandi og vildi að
leikmenn þar í
landi fengju við-
líka tækifæri og
kollegar þeirra í Bandaríkjunum.
Hann stóð fyrir ýmsum mótum heimafyrir og styrkti
þau úr eigin vasa.
Myndin af Mitchell
Bikarinn góði sem keppt er um ber nafn Ryders, enda
var hann gjöf frá þessum viðskiptajöfri og golfáhuga-
manni.
Abe nokkur Mitchell er fyrirmyndin að fígúrunni á
toppi bikarsins. Hann var góðvinur Ryders, var einnig
garðyrkjumaður og golfari og var kennari Ryders í
íþróttinni um árabil. Af heilsufarsástæðum gat Mitchell
ekki tekið þátt í fyrstu keppninni um Ryder-bikarinn en
keppti fyrir hönd Bretlands árin 1929, 1931 og 1933.
Samuel Ryder
Leikur heiðarleika og háttvísi
Reuters
Í árdaga Samuel Ryder afhendir hér George Duncan, fyrirliða breska liðsins, Ryder bikarinn fyrir sigur á mótinu árið 1929.
Keppnin um Ryder-
bikarinn í golfi fer fram
annað hvert ár. Þá sitja
golfáhugamenn um all-
an heim sem límdir við
sjónvarpsskjáinn og
fylgjast með liðakeppn-
inni milli Bandaríkjanna
annars vegar og Evrópu
hins vegar. Tvisvar hefur
þurft að fresta keppn-
inni en það var árin
1939 og 2001.