Hamar - 29.03.1947, Side 2
2
HAMAR
Vettvangur vikunnar.
HAMAR
Útgefandi: Sjálfstæðisflokkurinn
í Hafnarfirði.
Ritstjóri og óbyrgðann.: Þorleif-
ur Jónsson (Simi 9152—9228).
Afgr. í Sjálfstæðishúsinu, Strand-
götu 29, kl. 5-7 e.h. Simi 9228.
Hamar kemur út einu sinni í
viku. — Áskriftarverð kr. 25,00
á ári.
Prentsmiðja Hafnarf jarðar h.f.
Flotinn eykst -
en öryggiö ekki
Bátaflotinn í HafnarfirSi hef
ir farið ört vaxandi síðustu
tvö árin og útgerð héðan á
vetrarvertíð hefir aukizt að
sama skapi, og þó heldur bet-
ur, því að margir utanbæj-
arbátar hafa stundað veiðar
héðan.
Á þessari vertið ganga héð-
an til veiða 20 vélbátar, þar
af 7 aðkomubátar og hefir sjó-
sókn héðan á slíkum fleytum
aldrei verið meiri en nú. —
Auk þessara háta eru heim-
ilisfastir hér í bænum 4 stórir
vélbátar, sem undanfarin ár
hafa stundað fiskflutninga á
vetrum og síldveiðar á sumr-
um, einn 60 lesta • bátur, sem
nú stundar botnvörpuveiðar
frá Reykjavík og eitt línuveiða-
gufuskip, sem stundað hefir
síldveiðar á 'sumrum og fisk-
flutninga á vetrum. Verið er
nú að byggja tvo vélbáta í
skipasmíðastöðvum bæjarins,
væntanlega báða fyrir Hafn-
firðinga; bendir það og ýmis-
legt fleira til þess, að báta-
flotinn hér í bænum fari enn
stækkandi á nálægum tímum.
Togaraflotinn í bænum hef-
ir ekki enn vaxið að sama
skapi; ganga nú héðan 9 tog-
arar, þar af einn, sem skrá-
settur er utan bæjarins. En
að því er bezt er vitað munu
6 nýir togarar bætast við þenn-
an flota á yfirstandandi ári.
Eru því allar líkur til þess, að
þeir bátar og skip, sem þurfa
að athafna sig hér í höfninni
á næsta ári, verði á milli 40
og 50 að tölu, og er það enginn
smáræðis floti hjá ekki stærri
bæ en Hafnarfjörður er.
Vafalaust er það öllum góð-
um Hafnfirðingum hið mesta
gleðiefni, hversu þessum mál-
um er nú komið hér í bænum,
því að það getur enginn, sem
til þekkir, gengið þess dulinn,
að útgerðin og það, sem af
henni flýtur, hefir verið, er og
verður jafnan aðallífæð bæj-
arins. Vöxtur hennar og þeirra
athafna, sem henni fylgja, þýð
ir vöxt og viðgang bæjarfélags-
ins. Það er útgerðin, sem að
langsamlega mestu léyti brauð-
fæðir og klæðir Hafnfirðinga,
og rennir stoðunum undir það
menningarlíf, sem hér þróast
á hverjum tíma. Stækkun veiði
skipaflotans og vöxtur útgerð-
arinnar er því, eins og áður
er sagt, hið mesta ánægjuefni.
En hér ber þó einn skugga
á, og hann stóran og dimm-
an — en það er öryggisleysið
og skorturinn á hæfilegri að-
búð fyrir þennan stóra flota.
Það er hvorttveggja, að hafn
armálið, þ. e. bygging vamar-
garða fyrir höfnina og þau
mannvirki innan hennar, sem
skipin verða að athafna sig við,
átti lengi vel erfitt uppdráttar
vegna rangsnúinnar andstöðu
viljaleysis og þverúðar Alþýðu-
flokksmeirihlutans í bænum,
enda hafa framkvæmdimar,
eftir að loks var hafist handa,
orðið eftir því, undir hand-
leiðslu sama meiri hluta og
þeirra aðilja annara, sem sjálf-
kjörnir hafa þótt till að hafa
yfirstjórn þessara mála með
höndum.
Gangur þessa máls skal ekki
frekar rakinn hér að þessu
sinni enda tæplega þörf, þar
sem hann er flestum næsta
kunnur af ræðum og ritum
Sjálfstæðismanna og annarra,
sem um langt árabil hafa þrot-
laust unnið að því, að þetta
mál yrði giftusamlega fram-
kvæmt. En um það, hversu
þungur sá róður hefir verið,
ber gleggstan vottinn garðstúf-
urinn að norðanverðu við
höfnina, sem er sá eini sjáan-
legi árangur af aðgjörðum
meiri hluta mannanna í hafn-
armálinu.
Þessi garðbútur, sem er talið
að kosta muni hátt á fjórðu
milljón króna, er þó hvorki
fugl né fiskur og veitir. því-
hvorki skipum né mannvirkj-
um í höfninni neitt skjól svo
teljandi sé. Gleggsta sönnunin
fyrir þessu og sú, sem skemmst
er að minnast, er. þegar vél-
bátinn „Ásbjörgu“ sleit upp
frá bólinu á höfninni s. 1.
mánudagsnótt og rak upp í stór
grýtið fyrir framan Hamarinn,
og stórskemmdist, ef ekki eyði-
lagðist alveg.
Um þennan atburð segist
framkvæmdarstjóra félagsins,
sem á bátinn, Jóni Halldórs-
syni skipstjóra, svo frá í viðtali
við „Morgunblaðið“ 25. þ. m.:
„Siðari hluta sunnudagsins var
orðið allhvasst á norð-vestan í
Hafnarfirði og spáð var áfram-
haldandi hvassviðri og sjóa-
samt við bryggjurnar. Voru
því allir bátar, er múrningar
áttu í höfninni, fluttir að þeim,
þar eð bátaeigendur töldu
það tryggara en að þeir lægju
við bryggju“. (Allar leturbr.
gjörðar hér).
Þessi athyglisverðu ummæli
hins glögga og reynda sjó-
manns og útgerðarmanns,
þarfnast engra skýringa.
Svo lítils virði er það skjól,
sem hafnargarðsstúfurinn veit-
ir bryggjunum, ef hann gerir
norðvestan gerru, að bátarnir
hafa þar ekkert friðland og
eigendur þeirra telja það
tryggara, að flytja þá þaðan’
út á höfn, þar sem þeir hljóta
að verða leiksoppar hafsjó-
anna, sem veltast nær óbrotn-
ir inn yfir höfnina í þessari
veðurátt.
Þetta er þá allt öryggið, sem
fiskimannabærinn Hafnarfjörð
ur getur, eins og sakir standa,
veitt hinum stóra og enn vax-
andi skipaflota sínum. — Á
sama tíma geta smáveiðistöðv-
ar með nokkur hundruð íbúa
og lítinn skipaflota miðað við
Hafnarfjörð, státað af því og
það með réttu, að hafa komið
sér upp öruggri höfn með góð-
um skilyrðum til athafna.
Það ætti nú að vera orðið
öllum Hafnfirðingum ljóst, að
lengur má ekki svona til ganga
í hafnarmálum bæjarins.
Sinnuleysið, sleifarlagið og vetl
ingatökin í því máli mega ekki
lengur líðast.
Hefjast verður þegar handa
um að ljúka við hafnargarð-
inn að norðanverðu og sam-
tímis búa sig undir að hefja
byggingu suðurgarðs og út-
byggingu hafnarinnar að sunn
anverðu. Þessu verki verður
svo að hraða eftir því sem
föng eru á.
örugg, lokuð höfn, og at-
hafnaskilyrði og aðbúð sam-
kvæmt kröfum tímans fyrir
skipaflotann innan hafnarinn-
ar, er það, sem bezt tryggir
afkomu, vöxt og viðgang Hafn-
arfjarðar, — og þetta hvort-
tveggja verður að koma hið
bráðasta.
Aöalfundur
Iðnaðarmanna-
félagsins.
Iðnaðarmannafélagið í Hafn
arfirði hélt aðalfund sinn
fimmtudaginn 27. febrúar s. 1.
Formaður félagsins Guðjón
Magnússon gaf yfirlit yfir
starf félagsins síðastliðið ár,
sem var með sama hætti og
áður. Fundir voru haldnir mán
aðarlega, vetrarmánuðina, og
voru á þeim flestum fluttir
fræðandi fyrirlestrar um iðn-
aðarmál og fleira. Árshátíð og
jólatrésskemmtun hélt félagið
og tókst hvorttveggja mjög vel.
Margir nýir félagar bættust
við á árinu og er nú tala fé-
lagsmanna 106.
Stjómin var öll endurkosin,
að undanskildum varafor-
manni, er baðst undan endur-
kosningu. Stjórnina skipa nú:
Form. Guðjón Magnússon skó-
smíðameistari, varaf. Kristinn
J. Magnússon málarameistari,
ritari Þóroddur Hreinsson hús-
gagnasmíðameistari, gjaldkeri
Ásgeir G. Stefánsson bygginga-
meistari, fjármálaritari Magn-
ús Kjartansson málarameistari.
BREYTENG TIL BÓTA?
Sú breyting hefur orðið, að
póststjórnin hefur tekið í sínar
hendur fólksflutningana milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Þó verður ekki annað sagt en
sumir aðilar, og þó sérstaklega
Á. B. H. hafi stundað þá flutn-
inga með afbrigðum vel. Má
vel fara, ef Hafnfirðingar hafa
ekki ástæðu til að harma, að
þessi breyting varð.
„VALDIÐ OG BlLARNIR“
Það er ekki laust við það,
að fólk sé farið að verða vart
við það hver hefur „valdið og
bílana“ á þessari sérleyfisleið.
1 gær, þriðjudaginn 25. marz,
skeði sú nýlunda að strætis-
vagnamir fóm ekki nema suð-
ur að Illubrekku, fjómm
„stoppi“-stöðvum var sleppt,
þar mátti fólkið bíða og bíða
án þess að hinn voldugi sér-
leyfishafi léti sig það nokkuð
skipta, hve miklum óþægind-
um og tjóni það yrði fyrir.
SLÆMAR GÖTUR
Hvers vegna er þetta gert?
Jú, svar er á reiðum höndum,
vegurinn er svo slæmur að
hætta er á að bílamir skemm-
ist, ef reynt er að fara hann.
Satt er það, að ekki em fyrir-
myndar götur hér í bæ, en
þær em hvorki betri né verri
en þær voru áður en þessi sér-
leyfishafi tók við, bílamir em
þeir sömu og áður, hvað er það
þá. Er það eins og sumir segja,
að fólkið sé ver sett réttarlega
gagnvart þessum nýja aðila,
heldur en hinum eldri?
VERUM ÞAKKLÁT
Þegar talað var um vonda
veginn var átt við nokkrar hol-
ur í götunni á móti Suðurgötu
59, og var það látið fylgja.
að það.fengist ekki lagað, sem
er ósatt. Að vísu bað sérleyf-
ishafinn um að það yrði lag-
fært s. 1. laugardag og var það
gert þá, en síðan var ekki
minnst á að vegurinn hefði
spillst aftur, heldur bara hætt
að fara alla leið. En þegar
þess var látið getið, að vegur-
inn væri þó vel fær suður að
Jófríðarstaðavegi, ja, þá var
svo vont að snúa við þar, að
ekki voru tök á því. Já, mikið
Eins og að undanförnu rek-
ur fél. Iðnskólann og em nú
um 100 nemendur í honum.
Skólastjóri er nú Bergur Vig-
fússon, en skólanefndárformað-
ur er Emil Jónsson, samgöngu-
málaráðherra. Formaður iðn-
ráðs er Vigfús Sigurðsson, húsa
smíðameistari.
Félagið vinnur aðallega að
hagsmunamálum stéttarinnar
og menntun, en lætur sér þó
við koma ýms menningar- og
mannúðarmál.
megum við vera þakklát, að
þessi nýi sérleyfishafi skuli yf-
irleitt taka okkur með, þegar
honum þóknast að fara að ein-
hverju leyti um bæinn.
HVlTIR KLÚTAR
En verður það ekki svo einn
góðan veðurdag, að bílarnir
fari að snúa við hjá Tungu?
Það hefur stundum komið fyr-
ir, að Reykjavíkurvegurinn hef
ur orðið holóttur, einkum ofan
til, já, svo holóttur, að hætta
gæti verið á, að vagnamir
skemmdust á því að aka hann.
Þá væri ekki úr vegi, að sér-
leyfis'hafinn tæki ofan merkin
á „stoppi“-stöðvunum eða
hengdi á þau hvíta klúta, sem
mundu þá tákna það, að veg-
farandinn geti staðið þar í friði
fyrir áætlunarbílunum.
VATNSSKORTURINN
Um fátt er talað hér í bæ
meira en vatnið, eða réttara
sagt vatnsleysið og er það að
vonum. Er ekkert hægt að gera
til að bæta úr þessum vand-
ræðum? Er ekki hægt að
minka vatnið til lágbæjarins,
eða loka alveg fyrir það ein-
hvem tíma á hverjum degi, t.
d. kl. 9—12 á kvöldin, ef það
gerði öðmm, sem e. t. v. fá
aldrei vatn í hús sín, mögu-
legt að geta safnað vatni til
riæsta dags.
ÞAÐ VERÐUR AÐ SPARA
VATNIÐ
Fólk, einkum í lágbænum,
þarf líka að gæta þess mjög
vel að láta ekki sírenna, slíkt
verður til þess, að fleiri hús
verða vatnslaus en ella. Það
hefur jafnvel heyrst, að það sé
látið sírenna á nýju bryggj-
unni af ótta við að frjósi í
leiðslunum á smá kafla, þar
sem verið er að grafa fyrir
vigt. Slíkt er ófyrirgefanlegt,
ef satt er, sem vonandi reyn-
ist ekki.
MJÓLKIN
Vegna snjóa og annarra at-
vika hefur stundum verið lítið
um mjólk hér í bænum. Það
vill þá brenna við, að þvi litla
sem kemur er mjög einkenni-
lega skipt niður. Það er alls
ekki dregið af fólki hlutfalls-
lega miðað við venjuleg mjólk-
urkaup, heldur virðist vera lát-
inn einhver handahófsskammt-
ur á heimili, hvort sem þar em
margir eða fáir, fullorðnir eða
börn, og svo er það misjafnt
eftir því í hvaða búð það er.
Það er hægt að koma með ýms
dæmi. T. d. stóðu tveir menn
hlið við hlið í mjólkurbúð,
annar sótti fyrir tvo og átti að
fá tvo litra fyrir hvom, jú,
hann fékk tvo fyrir annan og
einn fyrir hinn. Hinn maður-
inn átti að fá eins og venjulega
Frh. á 3. síðu