Hamar - 29.03.1947, Page 3
HAMAR
3
Klæðum landið.
Á Sunnudaginn kemur, þ.
30. þ. m., heldur Skógræktar-
félag Hafnarfjarðar sinn fyrsta
aðalfund, shr. auglýsingu á öðr
um stað í blaðinu.
Nokkrir Hafnfirðingar, sem
sýnt höfðu áhuga fyrir skóg-
rækt og landgræðslu, og skilið
höfðu hina miklu þýðingu
þess fyrir land og þjóð, höfðu
áður gerst meðlimir Skógrækt-
arfélags Islands, en þegar „sam
hand skógræktarfélaga lands-
ins“ var stofnað á s. 1. hausti,
var Skógræktarfélagi íslands
breytt í sambandsfélag, en hér-
aðsfélög stofnuð bæði í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Skógræktarfélag Hafnarf jarð
ar var síðan stofnað á s. 1.
hausti með rúmlega 150 með-
limum, er flestir höfðu áður
verið í Skógræktarfélagi ís-
lands, en fyrir ötult starf ein-
ástakra meðlima, er meðlima-
talan nú þegar orðin'mn 500
eða þar yfir, og fjölgar óðum.
Væri æskilegast, að sem allra
flestir Hafnfirðingar gerðust
meðlimir félagsins, og er það
ósk félagsins, að bæði ungir og
gamlir leggi hér hönd á plóg-
inn.
Félagið hefur þegar fengið
hagkvæmt land til umráða, og
allmikla fjárupphæð til girð-
ingarefniskaupa, hjá bæjarsjóði
og þar sem það hefur yfir að
ráða miklu magni af plöntum,
getur starfið hafizt af fullum
krafti, þegar á þessu vori, og
komandi sumri, ef aðeins nægi-
legur vinnukraftur er fyrir
hendi.
Mikill meðlimafjöldi er því
mikill styrkur fyrir félagið,
bæði sem vinnukraftur, og fjár
hagslegur grundvöllur, því að
þó að hver meðlimur vinni að-
eins fáeinar klukkustundir í fé-
lagsins þarfir, og þó að hver
meðlimur greiði aðeins kr. 10
á ári, þá skulum við minnast
þess, að „margar hendur vinna
létt verk“, og að „komið fyllir
mælirinn".
Það þarf ekki að taka það
fram, því að öllum er það ljóst,
hversu heilnæmt, nytsamt og
þroskandi það er, að vinna að
skógrækt og landgræðslu, það
vita þeir bezt, sem reynt hafa,
fyrir svo utan allt gagnið og
fegurðaraukann, sem af því
starfi leiðir síðar, bæði öldnum
og óbormnn til gagns og ynd-
isauka.
Hafnfirðingar, gefið þessu
máli gaum, takið þátt í starf-
inu, gerist meðlimir félagsins,
og komið á fundinn á sunnu-
daginn kemur.
Hafnarfirði 27. marz 1947.
Þorv. Árnason
Afli Hafnarfjarðarbáta.
I síðasta blaði var birt skýrsla um afla bátanna til síð-
ustu mánaðamóta og var þá miðað við lifrarmagn hvers um sig
en það hefir blaðinu ekki tekist að fá uppgefið fyrir skemmri
tíma en einn mánuð í senn. — Verður það birt í næsta blaði
fjnir marzmánuð.
Hér á eftir verður hins vegar birt skýrsla um róðra-
fjölda og fiskafla bátanna til 23. þ. m. og er aflinn þar tal-
inn í kílóum, miðað við slægðan fisk með haus. Upplýsingar
þessar hefir blaðið fengið hjá Jóni Sveinssyni bryggjuverði
og tekur hann það fram, að vel geti verið, að einhverju
skakki rnn kílóatöluna hjá einhverjum af bátunum, en það
muni þó ekki vera stórvægilegt. — Fer skýrsla þessi hér á
eftir:
Bátanöfn * Róðrafjöldi Aflaniagn r
Stefnir 60 402.510 kg.
Björg 47- 401.900 —
Hafbjörg 58 385.050 —
Fram 54 367.000 —
Guðbjörg 60 364.335 —
Þráinn 44 362.465 —
Fiskaklettur 53 347.860 —
Hafdís 50 314.890 —
Dröfn 40 303.820 —
Draupnir 42 283.765 —
Ásbjörg 48 253.258 —
Ásdís 50 257.950 —
Auður 46 233.290 —
Hafnfirðingur 28 226.100 —
Auðbjörg 41 224.675 —
Hallveig (Valur) 40 194.000 —
Valþór 21 164.430 —
Vörður 19 161.120 —
Emir 19 95.680 —
Sædís 20 90.020 —
FERÐAPISTLAR
Frh. af 1. síðu
sinnum minni heldur en með
baráttu norska frelsishersins,
sem taldi hlutverki sínu lokið,
strax og lögleg stjórn landsins
gat tekið réttarfarið í sínar
hendur og hegnt böðlum þjóð-
arinnar ssamkvæmt landslög-
um.
s,
vemison
Klæðaverzlun
og saumastofa
Strandgötu 29 — Sími 9363.
Tilkynning
FRÁ
Tryggingarstofnun ríkisins.
Þeir, sem telja sig öðlast rétt til bóta sam-
kvæmt lögum um almannatryggingar, eru hérmeð
áminntir um að senda umsóknir tafarlaust, er þeir
uppfylla skilyrði til bótanna.
Eftir lok marzmánaðar verður lífeyrir ekki
reiknaður lengra aftur í tímann en frá fyrsta degi
þess mánaðar, sem Tryggingastofnunin eða umboðs-
maður hennar fær umsóknina, nema alveg sérstak-
lega standi á.
Reykjavík 14. marz 1947.
TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS
Það var ekki meiningin að
ræða hér um frelsisbaráttu
Dana, eða annarra þjóða, til
þess skortir mig alla þekkingu.
En það er trú mín, að vegna
ýmissra óhæfuverka og mis-
taka þá muni allteins mikið
verða gert af Dana hálfu til
þess að halda leyndri sögú síns
frelsishers, eins og til þess að
gera hana heyrum kunna.
Á þriðja degi vorum við ferð
búnir. Það mun hafa verið
laust upp úr hádeginu að við
vorum staddir hjá ekkjufrú N.
í österbrogade og vorum í óða
önn að vígbúast, ef svo mætti
að orði komast. Við vörpuðum
nú af okkur hversdagslörfun-
um og klæddumst nokkurskon-
ar einkennisbúningum, sem
vafalaust hafa átt að þjóna
því göfuga hlutverki að greina
okkur vendilega frá hinum
svörtu sauðum handan dönsku
landamæranna.
Upp á vasann bárum við
heilan stafla af reisupössum,
stimpluðum pappírslöppum,
frá fjórum eða fimm þjóðum,
og átti þessi ófögnuður að
verða þess megnugur að lyfta
fyrir okkur hulu leyndardóms-
ins frá fordyri alsleysisins inn-
an þýzku landamæranna. Eg
gat ekki varizt þeirri hugsun,
að mikið hefði mátt gera þetta
allt saman einfaldara fyrir
ferðamenn, aðeins ef þessir
passaséffar vildu lofa ofurlítilli
glætu heilbrigðar skynsemi að
rúmast í höfði sínu, gefa upp
þesSa vanþakklátu atvinnu
sína og lofa öllum hindrunar-
laust að reisa hvar sem þeim
svo sýndist. En þetta er nú
eini sinni hluti af refskák
stjórnmálanna, sem nauðsyn-
legt telst að hafa í heiðri, og
þessvegna máttum við semja
okkur að því, hversu illa sem
okkur líkaði.
Klukkan þrjú um daginn vor
um við ferðbúnir að öðru leyti
en því, að við áttum eftir að
taka nokkra Rauðakross-böggla,
sem voru á skrifstofu sendi-
ráðsins. Þangað hugðumst við
nú halda. En . . . enginn skyldi
lofa dag fyrr en að kveldi.
Þegar við áttum okkur sízt ills
von, þá uppgötvuðum við að
Helgi nokkur Hjörvar hafði
af frábærri þefvísi fréttamanns
ins runnið á slóðina, og nú
skaut honum upp á meðal okk-
ar skyndilega og óvænt, eins og
illgresi í vel hirtum aldingarði.
Eg vil svo ekki eyða áhrifun-
um af græskulausu gamni
hans um fund okkar í Kaup-
mannahöfn, í hinum frægu
„frúarbréfum“ sínum, heldur
leyfa honum óáreittum að
hleypa fák gamanseminnar í
sölum útvarpsins, alþjóð til á-
nægju og skemmtunar.
Að skammri stundu liðinni
hvarf svo Hjörvar í mannhafið
jafn skyndilega og honum
skaut upp á meðal okkar, en
við ókum til skrifstofu sendi-
ráðsins og hlóðum farangrin-
um á bifreiðarnar.
Það var komið nokkuð fram
yfir miðjan dag, þegar við loks-
ins höfðum gengið frá öllum
okkar sökum. Dimmt var í lofti
og þegar farið að rigna, en þó
ekki mikið. Við kvöddum nú
Kaupmannahöfn að sinni og
ókum sem leið liggur yfir að
stóra belti til Korsö. Ráðstaf-
anir höfðu þegar verið . gerð-
ar til þess að við þyrftum
ekki að bíða eftir því að fá
bílana ferjaða yfir. Ekki kom
þó til þess að við þyrftum að
notfæra okkur þessi forréttindi,
þar eð nóg rúm var fyrir all-
ar þær bifreiðar, er þar biðu.
Ferjur þessar eru mjög merki-
leg farartæki. Þær flytja heil-
ar jámbrautalestir milli
dönsku eyjanna, svo og bifreið-
ar og fólk.
Messa verður í fríkirkjunni
á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h.
séra Kristinn Stefánsson.
Framhalds aðalfundur safn-
aðarins verður haldinn í kirkj-
unni að aflokinni messu.
flWP--
TIL LESENDÁ
Næsta blað HAMARS kem-
ur ekki út fyrr en eftir páska.
hefir fermingar
töskurnar.
VETTVANGUR
Frh. af 2. síðu.
5 lítra, hann átti helzt ekki
að fá nema tvo, en fékk þó
þrjá. Sama stúlkan afgreiddi
þetta, en eftir hvaða reglu?
Geti mjólkurbússtjórinn ekki
gefið fyrirmæli til mjólkurbúð-
anna um það, hve mikinn
hluta kaupandinn á réttu lagi
að fá af því magni, sem hann
tekur venjulega, þá verða bæj-
aryfirvöldin að taka í taum-
ana og tryggja það, að barna-
heimilin séu ekki harðast úti,
eins og virðist vera með þeirri
óstjórn, sem nú er á þessum
málum.
26. marz 1947.
Villi Vilbergs