Morgunblaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS ÍSLENSKA/SIA
.I
S/
FL
U
51
58
8
09
/1
0
FLUGFELAG.IS
íþróttir
England Meistaralið Chelsea með fjögurra stiga forystu eftir sigur í stórleiknum gegn Arsenal.
Didier Drogba skoraði sitt þrettánda mark í þrettán leikjum gegn Arsenal. 7
Íþróttir
mbl.is
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Þegar ég tók við hjá Breiðabliki ár-
ið 2006 höfðum við fimm ára plan og
núna er kannski búið að ná
ákveðnum markmiðum af því,“ sagði
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Ís-
landsmeistara Breiðabliks í knatt-
spyrnu karla, við Morgunblaðið í
gær en hann skrifaði undir fimm ára
samning við félagið um helgina.
„Menn vildu setja sér ný markmið
og lengja í þessu hjá okkur. Það voru
tvö ár eftir af samningnum sem ég
var með og stjórnin vildi lengja í
honum. Það er horft til lengri fram-
tíðar og mitt hlutverk verður
kannski aðeins meira en bara þjálf-
un. Ég veit ekki alveg hvernig ég á
að útskýra það en það er framhald á
því sem við höfum verið að gera, fara
dýpra inn í klúbbinn.
Ekki nóg að vera
með mikil efni
Það er talað mikið um að það sé
mikill efniviður í Breiðabliki og það
er ekki nóg að vera með mikil efni,
það þarf að taka á þessu og vinna
með þann efnivið,“ sagði Ólafur.
Það er ekki óalgengt að menn ætli
að byggja upp til lengri tíma og
menn séu ráðnir sem þjálfarar til
slíks, en svo virðist þolinmæði
stjórnarmanna vera mismikil.
„Já, það er alveg rétt. Það verður
að segja stjórninni hjá Breiðabliki til
hróss að hún hefur ekki rekið mig á
meðan ég hef verið að vinna þó svo
einhverjum hafi kannski þótt ástæða
til þess. En stjórnin hélt sig við þau
plön sem gerð
voru og ég hef
fengið góðan frið
til að vinna og í
þessu felst yf-
irlýsing um að
það verði áfram.
Það eru svo
margir þættir,
sem eru ekki
endilega uppi á
yfirborðinu, en
þarf að vinna í. Menn geta unnið mót
en við höfum sýnt að það er meira
um að vera hjá okkur og við erum að
skila betri einstaklingum inn í yngri
landsliðin þannig að mér finnst það
ánægjulegt að ná árangri, eins og
hann er skilgreindur, og að leik-
menn hjá okkur eru stöðugt að verða
betri. Það er kannski þar sem þessi
leyndi árangur er sem við viljum
styrkja. Það eru strákar í yngri
flokkunum sem þurfa að fá meiri
áskorun og með það ætlum við að
vinna og finna út hverjir eru fram-
tíðar-músíkantarnir hjá félaginu,“
sagði Ólafur.
Hann sagði hluta af starfinu vera
að vinna með leikstíl meistaraflokks
niður í yngri flokka. „Það er hluti af
starfinu að gera yngri stráka tilbúna
að koma í eldri flokka þannig að þeir
hafi hæfileika og getu til að koma inn
í þann leikstíl sem við notum. Það
eru það margar aðrar breytur, eins
og líkamsstyrkur, hraði og annað,
sem er alveg nóg fyrir strákana að
eiga við þó svo þeir þurfi ekki líka að
kljást við að skilja til dæmis þjálf-
arann þegar hann er að tala um
ákveðna hluti,“ sagði Ólafur.
Hef fengið frið til að vinna
Ólafur gerði fimm ára samning við Breiðablik Horft til lengri framtíðar
Ólafur H.
Kristjánsson
Bandaríska kvennalandsliðið í
körfuknattleik tryggði sér í gær
heimsmeistaratitilinn er liðið lagði
Tékka 89:69 í úrslitaleik HM. Spán-
verjar urðu í þriðja sæti eftir 77:68-
sigur á Hvít-Rússum.
Bandaríska liðið tapaði ekki leik í
mótinu, en alls lék það níu leiki.
Tékkar sigruðu í sex leikjum en
töpuðu þremur á meðan Spánn
vann sjö og tapaði tveimur.
Hana Horakova frá Tékklandi
var valin mikilvægasti leikmað-
urinn, en hún var með 12,1 stig að
meðaltali, 5,5 fráköst og 3,8 stoð-
sendingar. Hún var valin í úrvalslið
keppninnar ásamt einni banda-
rískri stúlku, Diönu Taurasi, Evu
Viteckovu frá Tékklandi, Sancho
Lyttle frá Spáni og Jelenu Lec-
hanka frá Hvíta-Rússlandi.
Alþjóðakörfuknattleiks-
sambandið, FIBA, tilkynnti í gær að
til stæði að lækka körfuhringinn
hjá konunum. Þetta var niðurstaða
fundar stjórnarmanna, þjálfara og
leikmanna. Þetta verður prófað á
næstu árum í ákveðnum löndum og
í ákveðnum mótum og „ef þetta
gefst vel verður reglunum vænt-
anlega breytt“, sagði talsmaður
FIBA. skuli@mbl.is
Þær banda-
rísku urðu
meistarar
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn
í íslenska landsliðið í knattspyrnu á
nýjan leik fyrir leikinn gegn Portú-
gal. Landsliðshópurinn verður til-
kynntur í dag en sem kunnugt er
verða sjö leikmenn A-landsliðsins
fjarri góðu gamni þar sem þeir
munu spila með 21-árs landsliðinu
gegn Skotum á fimmtudag og mánu-
dag, samkvæmt ákvörðun stjórnar
KSÍ.
Eiður Smári var ekki valinn í
landsliðið fyrir leikina gegn Noregi
og Danmörku í byrjun september
þar sem hann var ekki í góðri æfingu
um það leyti. Nú hefur Eiður hins-
vegar æft af fullum krafti með Stoke
City í mánuð og tekið þátt í tveimur
leikjum í úrvalsdeildinni. Hann kom
reyndar ekkert við sögu á laugar-
daginn þegar Stoke lagði Blackburn,
1:0.
Sölvi og Brynjar meiddir
Leikurinn við Portúgal fer fram á
Laugardalsvellinum á þriðjudaginn í
næstu viku, 12. október. Auk sjö-
menninganna sem ekki verða með
vantar þá Sölva Geir Ottesen fyr-
irliða og Brynjar Björn Gunnarsson,
sem eru meiddir, og þá er Hermann
Hreiðarsson að sjálfsögðu fjarri
góðu gamni sem fyrr af sömu ástæð-
um. Það eru því alls tíu af bestu leik-
mönnum Íslands fjarverandi fyrir
þessa viðureign gegn einu af bestu
landsliðum Evrópu sem verður með
kappa á borð við Cristiano Ronaldo
og Nani innbyrðis.
Eiður er með
gegn Portúgal
Morgunblaðið/Ómar
Tilbúinn Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu þegar Ronaldo og
félagar mæta á Laugardalsvöllinn á þriðjudaginn í næstu viku.
Tíu sterka leikmenn vantar í lands-
liðið fyrir leikinn á Laugardalsvellinum
Sif Atladóttir,
landsliðskona í
knattspyrnu,
skoraði sitt
fyrsta mark í
efstu deild í
Þýskalandi í
gær. Lið hennar,
Saarbrücken,
vann þá Her-
forder, 2:1, á úti-
velli og Sif skor-
aði fyrra mark liðsins eftir 50
mínútna leik.
Þetta var dýrmætur sigur fyrir
Saarbrücken sem þar með komst úr
næstneðsta sæti deildarinnar og í 9.
sætið af tólf liðum. Liðið er nú með
9 stig eftir 8 umferðir en fyrir neð-
an eru Jena með 8 stig, Leverkusen
með 7 stig og Herforder sem er enn
án stiga. vs@mbl.is
Sif skoraði
fyrsta markið
Sif
Atladóttir