Morgunblaðið - 04.10.2010, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010
NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR ÞEGAR
ÞÚ SPILAR GOLF HÉR HEIMA OG ERLENDIS
Korthafar Premium Icelandair American Express greiða ekkert
árgjald í Icelandair Golfers.
SLÁÐU HOLU Í HÖGGI!
Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á icelandairgolfers.is
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Lið Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi
náði heldur betur að rétta sinn hlut í
gær þegar þriðja umferð keppninnar
fór fram. Staðan fyrir síðasta daginn,
þegar leiknir verða tólf tvímenningar,
er 9½ vinningur Evrópu á móti 6½
vinningi Bandaríkjanna.
Fyrir gærdaginn var staðan 4-6
fyrir Bandaríkin en með frábærri
spilamennsku í gær náði lið Evrópu
að krækja sér í 5½ vinning en Banda-
ríkjamenn aðeins hálfan.
Bræðurnir stóðu fyrir sínu
Um tíma leit út fyrir að strákunum
hans Colins Montgomeries, fyrirliða
Evrópuliðsins, tækist að sigra í öllum
sex leikjunum, en það hefur ekki
gerst síðan Evrópa vann fjórleikinn
4-0 einn daginn á Belfry árið 1989.
Íölsku bræðurnir Francesco og Edo-
ardo Molinari virtust vera að tapa
sínum leik á móti Stewart Cink og
Matt Kuchar, en bræðurnir börðust
eins og ljón og tókst í tvígang að jafna
metin á síðari níu holunum, þar með
talið á 18. og síðustu holunni þegar
Francesco setti niður stutt pútt,
nokkuð sem hann gerði ekki mikið af
í gær. Þessum hálfa vinningi fögnuðu
leikmenn Evrópu vel enda sannkall-
aður varnarsigur, eða varnarstig, og
þessi hálfi vinningur gæti komið sér
vel í dag þegar síðasta umferðin er
leikin, tólf tvímenningar.
Rigninginn setti svip á gærdaginn
eins og hún hefur gert alla keppn-
isdagana. Í dag er hins vegar spáð
góðu veðri þannig að menn ættu að
ná að klára alla leiki og mótið, en
þetta er í fyrsta sinn í 83 ára sögu
keppninnar sem færa þarf lokahring-
inn yfir á mánudag.
Westwood mikill leiðtogi
Lee Westwood hefur verið mikill
leiðtogi í liði Evrópu í keppninni og
unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli og
hann ríður á vaðið í dag í tvímenn-
ingnum. Raunar má segja að allt liðið
hafi leikið vel í gær, liðsandinn var
gríðarlega góður og menn fögnuðu
innilega þegar vel gekk og áhorf-
endur voru einnig vel með á nót-
unum. Westwood og Luke Donald
voru ekkert að hangsa við hlutina í
gær og gerðu sér lítið fyrir og unnu
þá Steve Stricker og Tiger Woods
6/5, sem er stærsti sigur í keppninni í
ár og stærsta tap Tigers Woods í Ry-
der frá því hann byrjaði að keppa þar.
Bandaríkjamönnum hefur ekki
gengið vel og má sem dæmi nefna að
Phil Mickelson hefur ekki náð í eitt
einasta stig og krækti sér því um
helgina í þann vafasama titil að vera
sá bandaríski keppandi sem tapað
hefur flestum leikjum í Ryder en
hann er nú með í áttunda sinn.
Eftir flottan dag í gær þarf Evr-
ópuliðið nú að landa fimm stigum af
tólf í dag til að sigra en Bandaríkja-
menn þurfa 7,5 stig til að jafna og
halda þar með verðlaunastyttunni.
Frábær árangur hjá strákunum
„Þetta var alveg frábær árangur
hjá strákunum í dag. Það er oft þann-
ig að ef tónninn er gefinn þá fylgja
aðrir á eftir og þeir Lee og Luke gáfu
svo sannarlega tóninn á móti Tiger og
Steve – frábær leikur hjá þeim,“
sagði Colin Montgomerie, fyrirliði
Evrópuliðsins, eftir gærdaginn.
„Ég hafði vonast eftir að ná að hafa
jafnt, 8-8, fyrir lokadaginn. Nú þarf
ég að breyta niðurröðuninni fyrir tví-
menninginn,“ sagði Montgomerie og
leiddist greinilega ekkert að þurfa að
leggjast yfir niðurröðunina fyrir dag-
inn í dag.
Ekkert í húsi enn
Bandaríkjamenn hafa stundum
náð frábærum árangri á lokadegi Ry-
der og má sem dæmi nefna að árið
1999 var Evrópa 10-6 yfir fyrir síð-
asta daginn í Boston en Bandaríkja-
menn náðu að sigra. Þá voru áhorf-
endur eðlilega á þeirra bandi, en slíku
er ekki fyrir að fara núna.
„Við spiluðum mjög vel,“ sagði
Westwood kátur eftir sigurinn á Tig-
er Woods og Steve Stricker, en
Westwood hefur sigrað Woods í sex
af sjö leikjum sem þeir hafa mæst í og
virðist hafa gott tak á besta kylfingi
heims. „Woods og Stricker eru taldir
sterkasta parið, en við erum með
ótrúlega jafnt og sterkt lið og það
gerði gæfumuninn í dag,“ sagði
Westwood hæglátur að vanda.
„Við náðum draumadegi í dag, en
því miður kemur mánudagur á eftir
sunnudegi,“ sagði Padraig Harr-
ington sposkur og sagði að það hefði
verið draumasunnudagur ef þetta
hefði verið síðasti hringurinn í keppn-
inni.
Ótrúlegur
dagur hjá
Evrópuliðinu
Reuters
Gleði Ross Fisher og Padraig Harrington fagna sigri sínum í gær.
Fengu nærri fullt hús stiga Mick-
elson hefur tapað flestum leikjum
RYDER-BIKARINN
Evrópa – Bandaríkin
Leikið á Celtic Manor vennlinum í
Newport í Wales, par 71.
Dagur 1:
Fjórbolti
Lee Westwood/Martin Kaymer –
Phil Mickelson/Dustin Johnson ....3/2
Rory McIlroy/Graeme McDowell –
Stewart Cink/Matt Kuchar ........jafnt
Ian Poulter/Ross Fisher –
Steve Stricker/Tiger Woods..........0/2
Luke Donald/Padraig Harrington –
Bubba Watson/Jeff Overton..........2/3
Staðan: 1,5 – 2,5
Dagur 2:
Fjórmenningur
Francesco/Eduardo Molinari –
Johnson/Hunter Mahan.................0/2
Westwood/Kaymer –
Jim Furyk/Rickie Fowler...........jafnt
Harrington/Ross Fisher –
Mickelson/Johnson.........................3/2
Miguel Jimenez/Peter Hanson –
Woods/Stricker...............................3/4
Poulter/Donald –
Watson/Overton..............................2/1
McDowell/McIlroy –
Cink/Kuchar....................................0:1
Staðan: 4 – 6
Dagur 3:
Fjórmenningur
Donald/Westwood –
Stricker/Woods...............................6/5
McDowell/McIlroy –
Johnson/Mahan ..............................3/1
Fjórbolti
Harrington/Fisher –
Furyk/Johnson ...............................2/1
Hanson/Jimenez –
Watson/Overton..............................2/0
Molinari/Molinari –
Cink/Kuchar ................................jafnt
Poulter/Kaymer –
Mickelson/Fowler...........................2/1
Staðan: 9,5 – 6,5
Tvímenningurinn í dag
Það er jafnan spennandi að sjá
hvernig fyrirliðarnir taða upp líði
sínu fyrir síðasta daginn þegar leikn-
ir eru 12 tvímenningar og barist er
um einn vinning í hverri rimmu.
Þessi mætast í tvímenningi í dag, en
leikur hefst klukkan átta árdegis:
Lee Westwood – Steve Stricker
Rory McLlroy – Stewart Cink
Luke Donald – Jim Furyk
Martin Kaymer – Dustin Johnson
Ian Poulter – Matt Kuchar
Ross Fisher – Jeff Overton
Miguel Jiménez – Bobba Watson
Francesco Molinari – Tiger Woods
Edoardo Molinari – Rickie Fowler
Peter Hanson – Phil Mickelson
Patraig Harrington – Zach Johnson
Graeme McDowell – Hunter Mahan
GOLF