Morgunblaðið - 04.10.2010, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.10.2010, Qupperneq 5
AaB lits- u. rk- gi- ra n- nd- rða m við ð t afa tir, lf- ð rum l, ð g um ár- sig. Við ið pila olli ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010 Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Hauka í handknattleik karla eru komnir áfram í 32-liða úrslit EHF- bikarsins. Haukar slógu ítalska lið- ið Conversano út úr keppninni um helgina þegar liðin mættust tvíveg- is á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hauk- ar unnu fyrri leikinn 33:30 á laug- ardaginn en í gærkvöldi reyndust Ítalirnir lítil fyrirstaða fyrir Hafn- firðinga sem unnu 40:27. Þrátt fyrir að Haukar séu án Gunnars Bergs Viktorssonar, sem glímir við meiðsli, tókst þeim engu að síður að spila öflugan varnarleik í gær og refsuðu Ítölunum mis- kunnarlaust með mörkum úr hraðaupphlaupum í síðari hálfleik. Miðað við leikina tvo um helgina má búast við því að yngri leikmenn á borð við Guðmund Árna Ólafs- son, Þórð Rafn Guðmundsson, Tjörva Þorgeirsson, Heimi Óla Heimisson og Stefán Rafn Sig- urmannsson verði meira áberandi í sóknarleik Hauka en á síðustu leiktíð. Auk þess mun mikið mæða á Björgvini Hólmgeirssyni en Haukar hafa sem kunnugt er misst bæði Sigurberg Sveinsson og Elías Má Halldórsson sem oft á tíðum voru atkvæðamiklir í marka- skorun. Stefán Rafn spilaði tals- vert í skyttustöðunni vinstra meg- in um helgina og var ansi drjúgur en hann spilaði fyrst og fremst í horninu í fyrra. Guðmundur fékk að leika lausum hala í hægra horn- inu í gær og skoraði þá 12 mörk og var markahæstur Hafnfirðinga. Ungu mennirnir munu þurfa að láta til sín taka í sókninni hjá Haukum á þessari leiktíð en hvað varnarleikinn varðar eru hinir eldri og reyndari algerlega nauð- synlegir. Freyr Brynjarsson og Einar Örn Jónsson munu verða mjög mikilvægir fyrir varnarleik- inn og voru það í leikjunum gegn Conversano. Merkilegt má telja hve vel Haukunum gekk að eiga við stóra og stæðilega leikmenn Conversano í vörninni án Gunnars, en með því að mæta Ítölunum framarlega tókst Haukum að setja gestina í vandræði. Líkamlegir burðir þeirra ítölsku gagnvart þeim íslensku nýttust vel í stöð- unni maður á móti manni en Ítal- irnir virðast bara ekki vera til- búnir til þess að takast á við nútímahandknattleik þar sem keyrslan er mikil. Conversano mætti með þrettán leikmenn til landsins, þar af þrjá markmenn, og leikmenn liðsins sprungu einfald- lega í síðari hálfleiknum í gær. Fram að því, eða í um 90 mínútur, var þokkaleg spenna í rimmunni enda voru forsendur til þess miðað við úrslitin í fyrri leiknum. Morgunblaðið/Golli Sigur Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson sækir hér að marki Ítalanna úr horninu, en Haukar komust örugglega áfram í EHF-bikarnum. Ítalirnir númeri of litlir  Haukar komnir í 32-liða úrslit EHF bikarsins  Keyrðu yfir þunga Ítalina  Ungu mennirnir voru áberandi í sókninni en hinir eldri í vörninni Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 3:4, 5:5, 7:6, 7:7, 9:7, 9:9, 10:10, 12:10, 14:12, 15:13, 17:14, 17:15, 18:16, 20:16, 21:18, 27:18, 28:22, 35:25, 40:27. Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 12/2, Stefán Rafn Sig- urmannsson 5, Þórður Rafn Guð- mundsson 5, Freyr Brynjarsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Einar Pét- ursson 2, Jónatan Ingi Jónsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9, (þar af 3 aftur til mótherja), Birkir Ív- ar Guðmundsson 8 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur Mörk Conversano: Pasquale Maione 8, Demis Radovcic 7/1, Pablo Ma- rocchi 5, Igor Radjenovic 3, Aless- andro Tarafino 3, Giuseppe Lovecc- hio 1. Varin skot: Konstantinos Tsilimparis 9, (þar af 3 aftur til mótherja), Fran- cesco Di Ceglie 4. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Havard Kleven og Christi- an Ramberg frá Noregi. Ágætir. Áhorfendur: Um 400 þegar mest var. Haukar – Conversano 40:27 „Við reiknuðum með hörkuleik. Eftir fyrri leikinn sáum við að okkar tækifæri fælist í því að keyra upp hraðann. Þeir eru seinir aftur og því var mikilvægt fyrir okkur að ná hraðaupphlaupunum. Það tókst nokkuð vel og Ítalirnir voru dálítið fljótir að gefast upp eftir að við náðum forystu í leiknum,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. Hann sagði Hauka hafa nýtt sér vel hversu þunnskipaður leikmannahópur Conversano var. „Þeir mættu bara með tíu útileikmenn í tvo leiki. Við náðum að skipta nokkuð vel og náðum að keyra yf- ir þá í seinni hálfleik í kvöld. Í því lá munurinn á liðunum,“ sagði Halldór. „Leikurinn í kvöld var auðveldari en ég reiknaði með, þeir gáfust upp eftir að við náðum fimm marka forskoti. Þá hættu þeir bara og hvað þeirra styrk varðar held ég að lítið sé að marka síðustu tuttugu mínúturnar. Ég held að leikurinn í gær hafi verið miklu nær því en heilt yfir átti ég von á erfiðari leikjum,“ sagði Einar Örn Jónsson við Morgunblaðið og segist ekki eiga sér óskamótherja í næstu umferð keppninnar. „Nei nei, í sjálfu sér ekki. Eigum við ekki að segja að við vonumst eftir því að fá mótherja sem trekkir áhorfendur að og verði jafn- framt skemmtilegt ferðalag fyrir okk- ur." kris@mbl.is Reiknaði með hörkuleik Halldór Ingólfsson Stefán Rafn Sigurmannsson lét til sín taka í skyttu- stöðunni vinstra megin í leikjunum tveimur. Stefán kom við sögu hjá Haukum í fyrra en var ekki í stóru hlutverki og lék þá í horninu. Gera má ráð fyrir að talsvert muni mæða á honum í sóknarleik Hauka í vetur en á hann von á því að spila í skyttustöðunni? „Ætli ég verði til jafns í skyttunni og í horninu. Ég hef fengið að spila fyrir utan upp á síðkastið og hef að mínu mati nýtt tækifærið mjög vel. Vonandi næ ég að blómstra í vetur. Mér finnst bæði gaman að spila í skyttunni og í horninu en auðvitað er gam- an að fá að vera fyrir utan og skjóta á markið eftir að hafa leikið lengi í horninu. Ég var oft í skyttunni þegar ég var yngri og þess vegna hef ég haft gaman af því að fá aftur tækifæri í þeirri stöðu,“ sagði Stef- án í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum í gær. Honum fannst vera talsverður munur á leik Hauka í leikjunum tveimur. „Þetta gekk miklu bet- ur upp hjá okkur í kvöld en í gær (á laugardag). Við vorum nokkuð þungir framan af fyrri leiknum en við vorum mun betur stemmd- ir að þessu sinni. Vörnin var kannski ekki nægilega góð í fyrri hálfleik en hún gekk mun betur í þeim síðari. Leikmenn Convers- ano eru þungir, 110 kg menn margir hverjir, og þess vegna keyrðum við á þá enda eru þeir lengi að keyra til baka í vörnina. Guðmundur Árni stóð sig vel og skoraði mikið úr hraðaupphlaupum auk þess sem Birkir var traustur í markinu í síðari hálfleik. Þegar þessi atriði fóru að ganga upp hjá okkur þá rúlluðum við yfir þá. Við lentum helst í vandræðum gegn þeim í stöðunni maður á móti manni en ef við vorum tveir og tveir saman þá áttu þeir ekki möguleika. “ kris@mbl.is „Vonandi fæ ég að blómstra“ Stefán Rafn Sigurmannsson Haukar unnufyrri leikinn gegn Conversano á Ásvöllum á laugardaginn, 33:30, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 16:13. Ít- arlega var fjallað um þann leik á mbl.is. Mörk Hauka gerðu Björgvin Hólmgeirsson 8, Stefán Rafn Sigurmannsson 7, Freyr Brynjarsson 7, Guðmundur Árni Ólafsson 7/1, Þórður Rafn Guð- mundsson 2, Heimir Óli Heimisson 1 og Jónatan Ingi Jónsson 1. Birkir Ívar Guðmundsson varði 12 skot og Aron Rafn Eðvarðsson eitt. Pablo Marrochi skoraði 10 mörk fyrir Con- versano og Igor Radjenovic 9.    Svíinn Sven-Göran Eriks- son hefur verið ráðinn knatt- spyrnustjóri enska fyrstu- deildarliðsins Leicester. Hann var síðast þjálfari landsliðs Fíla- beinsstrandarinnar en tekur við starfinu af Paulo Sousa sem var rek- inn á föstudaginn.    ÍR hefur fengið til liðs við sig Kar-olis Marcinkevicius, körfuknatt- leiksmann frá Litháen. Hann er 27 ára leikstjórnandi og skotbakvörður sem lék í 2. deild í heimalandi sínu í fyrra. Nokkrir lykilmenn í ÍR eru meiddir og er von Breiðhyltinga að Litháinn styrki liðið og leik- mannahópinn og jafnframt að lyk- ilmennirnir nái sér sem fyrst af meiðslum sínum.    HK sigraði um helgina í haust-móti Blaksambandsins, bæði í karla- og kvennaflokki. Sextán lið mættu til leiks á Jaðarsbökkum á Akranesi og hafði HK mikla yf- irburði í kvennaflokki og tapaði ekki hrinu. Meira jafnræði var í karla- flokki þar sem HK lagði Þrótt úr Reykjavík í úrslitaleik. Í 2. deild kvenna sigraði Fylkir.    Framherjinnungi Kol- beinn Sigþórs- son skoraði fyrra mark AZ Alkma- ar þegar liðið vann 2:1-sigur á Heracles í hol- lensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Kolbeinn skoraði skömmu fyrir leikhlé en var svo tek- inn af leikvelli til hvíldar en hann var einnig á skotskónum á fimmtudag- inn þegar hann skoraði í Evr- ópudeildinni gegn BATE í Hvíta- Rússlandi. Jóhann Berg Guðmunds- son lék allan leikinn fyrir AZ. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.