Morgunblaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010
Gylfi Þór Sigurðsson virðist ætla að stimpla
sig fljótt inn í þýsku bundesligunni í knatt-
spyrnu með liði sínu Hoffenheim. Hann kom
inná sem varamaður gegn Mainz á laugardag-
inn og endurtók leikinn frá því gegn Kais-
erslautern fyrir tveimur vikum með því að
skora úr sinni fyrstu snertingu glæsilegt mark
úr aukaspyrnu. Markið dugði þó skammt því
Hoffenheim tapaði 4:2.
Gylfi Þór sýndi það og sannaði með Reading
á síðustu leiktíð að hann býr yfir frábærri
spyrnutækni og þá er mörgum í fersku minni
þegar hann skoraði úr aukaspyrnu með U21-
landsliðinu gegn Þýskalandi í undankeppni
EM. Hann er einmitt í U21-landsliðshópnum
sem Eyjólfur Sverrisson
valdi fyrir umspilsleikina
tvo við Skotland en fyrri
leikurinn er nú á fimmtu-
daginn.
Mainz hefur komið liða
mest á óvart í þýsku deild-
inni í upphafi leiktíðar og
unnið alla sjö leiki sína
hingað til. Með sigrinum á
Hoffenheim komst hið lítt
þekkta lið Mainz í hóp með
Bayern München og Kaiserslautern yfir einu
liðin sem hafa afrekað það að vinna alla fyrstu
sjö leikina á nýrri leiktíð. sindris@mbl.is
Aftur skoraði Gylfi í fyrstu snertingu
Gylfi Þór
Sigurðsson
Neil Warnock knattspyrnustjóri enska 1.
deildarliðsins QPR var óspar á hrósið í garð
Svarfdælingsins Heiðars Helgusonar eftir að
íslenski landsliðsmaðurinn skoraði mikilvægt
sigurmark með skalla í 2:1 sigri á Crystal Pa-
lace. Markið skoraði Heiðar á 90. mínútu, rétt
eftir að Palace-menn höfðu jafnað metin.
Markvörður Palace, Julian Speroni, vildi
reyndar meina að brotið hefði verið á sér en
því var Warnock ekki sammála.
„Þeir voru eitthvað að kvarta en ég held að
þeir hafi bara verið sársvekktir vegna þess á
hvaða tíma markið kom. Hann [Heiðar] hopp-
aði mörgum metrum ofar en allir hinir. Það
þurfti besta skalla sem ég hef séð í mörg ár til
að vinna leikinn, og Heiðar
var stórkostlegur,“ sagði
Warnock eftir leikinn.
„Ég vildi að ég hefði haft
hann fyrir nokkrum ár-
um,“ bætti Warnock við en
hann hefur áður stýrt með-
al annars Sheffield United
sem lék í úrvalsdeildinni
2006-07. Hann tók svo við
Palace en hefur verið stjóri
QPR frá því í mars. QPR er
eftir sem áður á toppi 1. deildarinnar og liðið
hefur ekki tapað leik í fyrstu 10 umferðunum
og hefur sex stiga forskot. sindris@mbl.is
„Vildi að ég hefði haft Heiðar fyrr“
Heiðar
Helguson
ENGLAND
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Þau eru orðin þrettán mörkin sem
Fílabeinsstrendingurinn Didier
Drogba hefur skorað í jafnmörgum
leikjum gegn Arsenal eftir að hann
gerði fyrra markið í 2:0 sigri
Chelsea í stórleik ensku úrvals-
deildarinnar um helgina. Drogba
virðist hafa einkar gott lag á að
skora gegn Arsenal og Chelsea er
sömuleiðis með hreðjatak á grönn-
um sínum í London því Englands-
meistararnir hafa nú unnið Arsenal
í fjórum deildaleikjum í röð. Þeir
eru þar með fyrsta liðið til að ná að
vinna Arsenal í fjórum deilda-
leikjum í röð frá því að Arsene Wen-
ger tók við stjórnartaumunum þar
árið 1996.
Markið sem Drogba skoraði var
ansi laglegt en hann skilaði lágri
fyrirgjöf frá Ashley Cole í markið af
stuttu færi. Drogba hefur þar með
skorað átta mörk í deildaleikjum
gegn Arsenal og aðeins einn knatt-
spyrnumaður hefur skorað fleiri
gegn þessu fornfræga félagi, Rob-
bie nokkur Fowler. Hann skoraði 10
mörk í deildaleikjum gegn Arsenal á
sínum ferli.
Undarleg byrjun
Drogba er orðinn 32 ára gamall
og á sinni sjöundu leiktíð hjá
Chelsea eftir að hann kom til félags-
ins frá Marseille. Sennilega hefur
hann aldrei verið betri en á síðustu
leiktíð þegar Chelsea vann tvöfalt,
en hann hefur einnig byrjað vel á
þessari leiktíð. Þess vegna komu orð
hans fyrir leikinn við Arsenal nokk-
uð á óvart, og skjóta kannski and-
stæðingum skelk í bringu.
„Þetta er svolítið undarleg byrjun
á leiktíðinni fyrir mig. Ég er búinn
að skora mörk og leggja upp en ég
er ekki enn kominn í 100% form. Að-
gerðin sem ég fór í á undirbúnings-
tímabilinu hefur haldið aftur af mér
en ég er á góðri leið með að komast í
mitt besta stand og reikna með að
það takist á næstu tveimur vikum,“
sagði Drogba.
Úr því að Drogba skoraði enn einu
sinni gegn lærisveinum Arsene Wen-
ger er ekki úr vegi að rifja upp að
þegar Drogba var enn óslípaður
demantur í frönsku deildinni, rúm-
lega tvítugur hjá Le Mans, velti
Wenger því fyrir sér hvort hann ætti
að festa kaup á kappanum. Talið er
að Drogba hafi verið falur fyrir
100.000 pund á þeim tíma, sem sagt
algjört gjafverð, en Wenger og hans
aðstoðarmenn hættu við vegna þess
að þeir töldu Drogba ekki vera „al-
veg tilbúinn“.
Hafa verður í huga að Arsenal var
með annan snilling, Thierry Henry, í
sínum röðum á þessum tíma en sú
staðreynd að Drogba stóð þeim til
boða á sínum tíma hlýtur að vera salt
í sár Arsenal-manna. Sú ákvörðun að
kaupa hann ekki virðist ætla að
valda Wenger ama lengi.
Ray Wilkins aðstoðarknatt-
spyrnustjóri Chelsea svaraði spurn-
ingum fréttamanna eftir leik í fjar-
veru Carlo Ancelotti sem missti
föður sinn í síðustu viku og tók af
þeim sökum lítinn þátt í undirbún-
ingi liðsins fyrir leikinn í gær. Wilk-
ins var ánægður með liðið og tók
undir að Drogba ætti stóran þátt í
sigrinum.
„Árangur Didiers gegn Arsenal er
stórfenglegur en hann skorar gegn
öllum liðum, ekki bara Arsenal. En í
dag skoraði hann mjög gott mark.
Þetta var hælspyrna sem sýndi hvað
hann getur gert og hvernig leik-
maður hann er. Hann gerir svo sann-
arlega gæfumuninn þegar hann er í
stuði eins og í dag,“ sagði Wilkins.
Það var hins vegar alls ekki svo að
Chelsea hefði mikla yfirburði í gær
og Arsenal hefði vel getað komist yf-
ir í leiknum. Heimamenn spiluðu
hins vegar sterka vörn.
Í áskrift hjá Arsenal
Wenger sér eflaust eftir því að hafa ekki keypt Drogba þegar færi gafst
Fílabeinsstrendingurinn skoraði 13. markið í 13. leiknum gegn Arsenal
Reuters
Enn eitt markið Didier Drogba hafði ástæðu til að brosa í gær þegar hann skoraði enn einu sinni gegn Arsenal.
Markahæstir
» Didier Drogba blandaði sér í
hóp markahæstu leikmanna
úrvalsdeildarinnar með mark-
inu gegn Arsenal í gær.
» Drogba og félagi hans hjá
Chelsea, Florent Malouda, hafa
gert 6 mörk hvor líkt og Dimit-
ar Berbatov hjá Man. Utd.
» Chelsea er nú með 4 stiga
forskot á toppi deildarinnar en
Man. City kemur næst.
Það blæs ekkibyrlega hjá
Liverpool í ensku
úrvalsdeildinni á
þessari leiktíð.
Eftir að hafa tap-
að fyrir nýliðum
Blackpool í gær,
2:1, er liðið í fall-
sæti í fyrsta sinn í
yfir 46 ár, gefið að minnst þrjár um-
ferðir hafi verið spilaðar. Blackpool
komst í 2:0 í fyrri hálfleiknum en
Grikkinn Sotirios Kyrgiakos náði
að minnka muninn eftir aukaspyrnu
frá Steven Gerrard.
Ekki bætti úr skák fyrir Liver-pool að spænski framherjinn
Fernando Torres meiddist enn á ný
og fór af velli eftir aðeins um tíu
mínútna leik. Talið er að um nára-
meiðsli sé að ræða en ekki var ljóst í
gær hve alvarleg þau væru.
Miðvall-arleikmað-
urinn Jónas
Guðni Sæv-
arsson minnti á
sig fyrir valið á A-
landsliði Íslands í
knattspyrnu sem
tilkynnt verður í
dag með því að
skora seinna mark Halmstad í 2:0-
sigri á Brommapojkarna í sænsku
úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn var
mikilvægur fyrir Halmstad sem er
þar með búið að slíta sig nokkuð frá
fallbaráttunni og er sjö stigum frá
fallsæti nú þegar aðeins fjórar um-
ferðir eru eftir. Á laugardaginn
gerðu Íslendingarnir í GAIS slíkt
hið sama með því að vinna Hels-
ingborg á útivelli, 1:0.
Steinþór FreyrÞor-
steinsson gerir
líkt og Jónas
Guðni hér að ofan
tilkall til þess að
vera í A-
landsliðinu í
knattspyrnu sem
tilkynnt verður í
dag og hann skor-
aði fyrsta mark sitt fyrir Örgryte í
sænsku 1. deildinni í gær. Steinþór
Freyr kom til Örgryte frá Stjörn-
unni í sumar og skoraði fyrsta mark
leiksins í gær þegar Örgryte vann
Assyriska á útivelli, 3:1. Örgryte á
þó ekki möguleika á að komast upp í
úrvalsdeild því liðið er sjö stigum frá
möguleikanum á því nú þegar það á
aðeins tvo leiki eftir.
Wayne Rooney var ekki í leik-mannahópi Manchester Unit-
ed þegar liðið náði aðeins marka-
lausu jafntefli við Sunderland á
laugardaginn. Þetta er fjórða jafn-
tefli United á útivelli á leiktíðinni en
liðið hefur enn ekki tapað leik. Sund-
erland hefur þar með gert jafntefli í
síðustu fjórum leikjum sínum en þrír
þeir síðustu hafa verið gegn United,
Liverpool og Arsenal. Áður hafði lið-
ið unnið Manchester City.
Fólk sport@mbl.is
Veigar Páll Gunnarsson var sem oft
áður á skotskónum með liði sínu
Stabæk í gær þegar það vann Aale-
sund 2:1 í norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Veigar sýndi galdra
sína í fyrra marki Stabæk en hann
lék þá á tvo varnarmenn, tók þrí-
hyrningsspil með félaga sínum, og
lék svo á aðra tvo varnarmenn áður
en hann skoraði úr þröngu færi.
Markið vakti ekki kátínu hjá
landsliðsmanninum fyrrverandi og
núverandi þjálfara Aalesund, Kjetil
Rekdal, sem var
hundfúll eftir
leikinn.
„Þetta var
ódýrt mark.
Veigar gerði
þetta frábærlega
en hann fór samt
framhjá ein-
hverjum sex leik-
mönnum. Það á
ekki að gerast í
þessari deild,“ sagði Rekdal.
Norskir fjölmiðlar eru ósparir á
hrósið í garð Veigars og segja hann
fylla vel í skarð Daniels Nannskog
sem hefur yfirleitt séð um að skora
mörkin fyrir Stabæk, með dyggri
aðstoð Veigars, en Nannskog er
meiddur. Veigar lét ekki nægja að
skora því hann lagði svo upp seinna
markið. Hann hefur nú skorað níu
mörk og lagt upp önnur níu á þess-
ari leiktíð. Veigari var skipt af leik-
velli í lokin en Pálmi Rafn Pálma-
son lék allan leikinn fyrir Stabæk
líkt og Bjarni Ólafur Eiríksson.
Gunnar Heiðar á skotskónum
Veigar var ekki eini Íslending-
urinn á skotskónum í Noregi í gær
því Gunnar Heiðar Þorvaldsson
skoraði annað mark Fredrikstad
sem vann Sandnes Ulf 3:1 í 1. deild-
inni. Fredrikstad er í harðri bar-
áttu um að komast upp í úrvalsdeild
og er sem stendur í 2. sæti nú þegar
aðeins sex umferðir eru eftir af
deildinni. sindris@mbl.is
Rekdal reiður yfir marki Veigars
Veigar Páll skoraði eitt og lagði upp annað Fyllir vel í skarð markaskorara Stabæk
Veigar Páll
Gunnarsson