Morgunblaðið - 04.10.2010, Qupperneq 8
VIÐTAL
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég kann ágætlega við þetta hlutverk. Þetta
reyndar breytir ekki miklu, þetta er bara
eitthvert band sem maður þarf að hafa utan
um aðra höndina,“ sagði Eggert Gunnþór
Jónsson, knattspyrnumaður hjá Hearts í
Skotlandi, sem hefur verið fyrirliði liðsins
megnið af yfirstandandi leiktíð þrátt fyrir að
vera aðeins 22 ára gamall.
„Þetta var fjórði eða fimmti leikurinn í
röð sem ég er með bandið. Við erum tveir
sem erum settir sem fyrirliði og varafyr-
irliði, og hinn er Lee Wallace sem er meidd-
ur. Það er svo Lithái hjá okkur sem var fyr-
irliði [Marius Zaliukas] en hann fær ekki að
spila vegna deilna um samningsmál.
Maður er náttúrlega mjög ungur en ég
hef verið hjá félaginu mjög lengi. Þetta er
sjötta tímabilið mitt hérna og fjórða eða
fimmta með aðalliðinu þannig að maður hef-
ur verið lengi í þessum hópi. Ég hef verið
lengur hérna en flestir, og ætli við Wallace
höfum ekki verið hérna lengst.
Ég er áfram sami leikmaður og ég hef
verið og nota þetta ekkert sem afsökun til
að rífa kjaft og drulla yfir menn. Ég reyni
bara að vera almennilegur,“ sagði Eggert
léttur.
Rangers skoraði í blálokin
Hann var einmitt fyrirliði þegar Hearts
mætti stórliði Rangers, skosku meist-
urunum, á laugardaginn. Hearts komst yfir
í leiknum en tapaði 2:1 á marki í uppbót-
artíma.
„Þeir skoruðu alveg í blálokin. Við stóð-
um alveg í þeim og það er svekkjandi að
hafa misst þetta niður eftir að hafa komist
yfir og haldið forystunni svona lengi,“ sagði
Eggert.
Eskfirðingurinn var á leið á æfingu með
U21-landsliðinu hér heima þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær en Egg-
ert hefur leikið stórt hlutverk í að koma
liðinu í umspil um sæti í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins. Í umspilinu leikur Ísland ein-
mitt gegn Skotum. Eggert hefur hins vegar
spilað síðustu tvo leiki með A-landsliðinu
og bjóst því kannski frekar við að vera að
fara að spila með því við stórlið Portúgals,
áður en KSÍ ákvað að þjálfari U21-
landsliðsins fengi forgang fram yfir þjálf-
ara A-landsliðsins, eða hvað?
Frábært ef við kæmumst í úrslitin
„Ég var ekkert frekar byrjaður að und-
irbúa mig fyrir það því ég vissi að leikirnir
væru á sama tíma og var bara tilbúinn í
bæði verkefnin. Ég er meira en tilbúinn í
að taka þátt í þessum leikjum með U21-
landsliðinu því þetta er hápunktur fyrir
okkur alla strákana sem höfum verið að
vinna í að komast í úrslitakeppnina, og það
yrði frábært fyrir íslenska knattspyrnu al-
mennt ef við kæmumst áfram,“ sagði Egg-
ert.
Fregnir bárust reyndar af því um
helgina í skoskum miðlum að einhverjir
leikmanna íslenska U21-landsliðsins yrðu
eftir hér á landi eftir fyrri leikinn við Skota
á fimmtudaginn, til að spila með A-
landsliðinu við Portúgal. Þar kom fram að
Eggert gæti orðið einn þeirra, og myndi þar
með missa af seinni leiknum í Skotlandi.
„Eftir því sem ég best veit tek ég báða
leikina með U21-landsliðinu. Ég sá eitthvað
um þetta í skoskum miðlum og það er það
eina sem ég veit,“ sagði Eggert í gær.
„Ekki afsökun til að rífa kjaft“
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliði Eggert Gunnþór Jónsson lék vel gegn Noregi og Danmörku með A-landsliðinu og er
kominn í ábyrgðarstöðu hjá Hearts. Hann spilar með 21-árs landsliðinu gegn Skotum.
Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fyrirliði Hearts í undanförnum leikjum Orðinn einn
leikjahæsti leikmaður Hearts, 22 ára gamall Tilbúinn í slaginn við Skota með 21-árs landsliðinu
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010
Snæfell og KR urðu Meistarar meistaranna í
körfuknattleik í gær, Snæfell í karlaflokki og KR
í kvennaflokki. Leikirnir voru í Stykkishólmi og
þar lagði KR lið Hauka 72:58 og Snæfell hafði
betur gegn Grindvíkingum, 102:93.
Íslandsmeistarar KR höfðu undirtökin allan
leikinn gegn bikarmeisturunum úr Grindavík og
þar fór Margrét Kara Sturludóttir fremst í
flokki með 25 stig og 10 fráköst auk þess að eiga
5 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Ragna Mar-
grét Brynjarsdóttir atkvæðamest með 16 stig
og 17 fráköst.
Í karlaflokki áttust við Íslands- og bik-
armeistarar Snæfells og Grindavík, sem lék til
úrslita í bikarnum í fyrra. Eftir jafnan og spenn-
andi leik höfðu meistararnir betur á endasprett-
inum og sigruðu.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells,
fór fyrir sínum mönnum með 25 stig, Ryan Am-
aroso gerði 22 stig og tók 11 fráköst, Jón Ólafur
Jónsson var með 21 stig og 13 fráköst og Sean
Burton gerði 20 stig og átti 13 stoðsendingar.
Hjá Grindavík var Andre Smith með 23 stig og
10 stoðsendingar og Páll Axel Vilbergsson gerði
19 stig auk þess að taka 9 fráköst.
Snæfell byrjar keppnistímabilið sannarlega
glæsilega, eins og liðið endaði það síðasta. Á
dögunum varð liðið Lengjubikarmeistari eftir
sigur á KR, núna Meistari meistaranna með
sigri á Grindavík og í fyrra var liðið bæði Ís-
lands- og bikarmeistari. Eini bikarinn sem liðið
er ekki með í sinni vörslu er deildabikarinn, en
hann geyma KR-ingar, en Snæfell varð í sjötta
sæti í deildinni í fyrra áður en úrslitakeppnin
hófst.
Iceland Express deild kvenna hefst á mið-
vikudaginn með fjórum leikjum, meðal annars
leik Hauka og KR, karlarnir hefja leik á
fimmtudaginn en þá eru þrír leikir.
skuli@mbl.is
Snæfell og KR urðu meistarar
Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson
Safnar Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells, safnar bikurum í Hólminn.
Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson
Sátt Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR-inga, sátt með afrakstur kvöldsins.