Morgunblaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010
Brautartré
„Ég er með Titleist 3-tré sem er með
Aldila Vodoo, stiff grafítskafti. Ég er
ekki með blendingskylfu í pokanum,
nota frekar 2-járnið.“
Dræver
„Ég er að fá Titleist dræver en ég
hef verið með Callaway FT9 með
Fujikura stiff grafítskafti. Það er
ekki markmiðið að slá
sem lengst, ég vil vera
með góða stjórn á
upphafshögg-
unum.“
Járnin
Guðmundur er með Titleist 690
MP. True Temper stiff 300
járnsköft. „Ég fékk þær
lánaðar hjá vini
hans pabba, hann
fær þær aldrei
aftur.“
KYLFINGURINN
Sigurður Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„Ég fékk þetta Titleist járnasett frá vini
hans pabba, en hann gat ekkert slegið með
þessum kylfum og ég fékk að prófa þær.
Þetta eru frábærar kylfur og ég hef ekki
fundið neitt betra,“ sagði GR-ingurinn Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson þegar hann
mætti með golfsettið sitt í höfuðstöðvar
Morgunblaðsins á dögunum. Guðmundur
Ágúst hefur farið á kostum í sumar, hann
sigraði á einu sterkasta unglingamóti heims
á Englandi á dögunum og hann varð klúbb-
meistari GR í fullorðinsflokki í fyrsta sinn
– aðeins 18 ára gamall. Menntaskólastrák-
urinn úr MS hefur í nógu að snúast á
næstu vikum en hann mun leika fyrir Ís-
lands hönd á heimsmeistaramóti áhuga-
manna í Argentínu í lok október.
US Kids og „Rapture hlunkar“
Guðmundur hefur notað ýmsar kylfur í
gegnum tíðina en hann hefur ekki tölu á
þeim kylfum sem hann hefur verið með í
golfpokanum. „Ég var með US Kids
barnakylfur og fór síðan í US Kids Pro-
Series þegar ég var unglingur. Þegar ég
var fjórtán ára var ég með með Ping Rapt-
ure „hlunka“. Það var að vísu bara allt í
lagi þar sem ég var frekar lítill og léttur
sem krakki og unglingur. Ég fékk Titleist
dræver þegar ég var þrettán ára og síð-
an hef ég verið duglegur að prófa bara
það sem menn eru með í kringum mig.
Ef mér líkar við t.d. skaftið þá finnst
mér kylfan vera góð. Ég er ekkert að
fara í mælingu eða eitthvað slíkt í
hvert sinn sem ég skipti um kylfu.
Tilfinningin er það sem skiptir
mestu máli fyrir mig, ég nota það
sem ég fíla.“
Guðmundur er með skýr markmið
varðandi golfið, hann ætlar sér í há-
skólanám í Bandaríkjunum og síðan
er stefnt á atvinnumennsku. „Það hafa
margir sagt við mig að ég eigi bara að kýla
á úrtökumótið á Evrópumótaröðinni en ég
ætla ekkert að flýta mér. Það er mikilvægt
að klára eitthvert nám áður en maður reyn-
ir við drauminn,“ sagði Guðmundur Ágúst
Kristjánsson.
Atvinnumennska
er draumurinn
M
orgunblaðið/K
ristinn
ARSENAL
Líkt og margir aðrir Íslendingar
heldur Guðmundur Ágúst með liði í
ensku knattspyrnunni. Liðið hans er
Arsenal og hann notar stundum
Arsenal-tí í keppni. „Þau eru bara
svo helvíti dýr að ég tími varla að
nota þau.“
DRAUMARÁSHÓPURINN?
„Ef ég mætti velja þrjá kylfinga
með mér í „holl“ þá myndi ég velja
Tiger Woods, ekki spurning, Ben
Hogan var sá besti á sínum tíma í
kringum 1950, hann var alveg
magnaður. Það þarf líka konu með
okkur og ég myndi velja Natalie
Gulbis.
TÓNLISTIN
Ég hlusta aðallega á Led Zeppelin
þessa dagana. Mér finnst Pink Flo-
yd og Doors góðir. Ég heyrði fyrst í
Led Zeppelin í bílnum hjá mömmu
og eftir það hef ég fílað þá í tætlur.
KVIKMYNDIR
Ef ég ætti að taka mynd með mér á
eyðieyju þá gæti ég ekki gert upp á
milli James Bond-myndarinnar Cas-
ino Royal eða Shawshank Redemp-
tion. Ég horfi mikið á kvikmyndir
og pæli svolítið í slíkum hlutum.
SKYNDIBITINN?
KFC er hættulega nálægt skólanum
mínum, MS. Það er einfalt að svara
því hvað er uppáhaldsskyndibitinn:
Tilboð nr. 4 á KFC sem er kjúk-
lingaþrenna, stórar franskar og
stórt gosglas.
NESTIÐ Á GOLFHRINGNUM?
Blár Powerade, gulur Soccerade,
tvö gul Golfbar-stykki með kara-
mellu- og súkkulaðibragði. Og að
sjálfsögðu tveir bananar.“
Eitt og
annað um
Guðmund
Guðmundur Ágúst merkir Titleist ProV1-boltana sína
með tveimur svörtum punktum. „Ég stal þessari hug-
mynd eftir að ég sá mynd af Sergio Garcia slá upp við
tré og boltinn var beint fyrir framan andlitið á honum
á myndinni. Ég set líka línu á boltann og nota sérstakt
áhald til þess að línan sé alveg bein. Þessi lína hjálpar
mér að stilla boltanum upp í réttri línu. Á flötunum
nota ég yfirleitt erlenda smámynt til þess að merkja hvar
boltinn var. Bandaríski 25 senta peningurinn er mikið not-
aður.
Merkir eins og Garcia
Allar vegalengdir eru miðaðar
við „rjómalogn“ í Grafarholti
og ekkert rúll.
Dræver ................240 metrar
3-tré .....................215 metrar
3-járn ...................190 metrar
4-járn ...................180 metrar
5-járn ...................170 metrar
6-járn ...................160 metrar
7-járn ...................150 metrar
8-járn ...................140 metrar
9-járn ...................130 metrar
PW........................120 metrar
52° ........................105 metrar
56° ..........................90 metrar
56° ..........................75 metrar
Hvað slær
menntaskóla-
strákurinn langt?
„Þessi pútter er alveg frábær og ég fékk hann hjá
Pétri Óskari Sigurðssyni, félaga mínum í GR. Þessi
týpa var búin til af
Scotty Cameron fyrir Spánverjann Sergio
Garcia. Hann var víst ekki alveg sáttur
við það sem var í boði og Cameron gerði
einn pútter og setti í skápinn hjá Garcia.
JAT stendur fyrir „just a thougt“ og þessi
pútter fór aldrei í fjöldaframleiðslu. Pétur
mun aldrei fá pútterinn aftur – aldrei.“
„Bara hugmynd“
18 ára menntaskólastrákur, landsliðskylfingur
og klúbbmeistari GR Nota það sem ég „fíla“
Fleygjárn
Titleist Vokey Spinned Mil-
led, með venjuleg True
Temper járnsköft. „60°
fleygjárnið er með lágan
bakka og fer í gegnum
næstum því hvað sem er. Á
56° er ég með 14° bakka og
nota þessa kylfu mest af öll-
um í pokanum.“