Morgunblaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Jón Gnarr borgarstjóri segir að starf
borgarstjóra sé svo umfangsmikið að
enginn einn maður valdi því alger-
lega, burtséð frá því hver gegni emb-
ættinu á hverjum tíma. Hann veltir
þeirri hugmynd fyrir sér hvort kom-
inn sé tími til að hafa tvo borgar-
stjóra í Reykjavík. Minnihlutinn
gagnrýnir harðlega tillögur meiri-
hlutans um breytingar á stjórnkerfi
borgarinnar.
Fulltrúar meirihluta Besta flokks-
ins og Samfylkingarinnar í borgar-
ráði samþykktu í gær tillögu um að
fela Regínu Ásvaldsdóttur, skrif-
stofustjóra borgarstjóra, að vera
æðsti embættismaður í stjórnkerfi
borgarinnar, að borgarstjóra undan-
skildum. Undir hana heyra sviðs-
stjórar og aðrir stjórar borgarinnar.
Ráðningin er tímabundin, til eins
árs. Tillagan verður tekin fyrir á
næsta fundi borgarstjórnar.
Jón Gnarr segir að mikill tími og
orka borgarstjóra fari í daglega
framkvæmdastjórn. Sá hluti fari
tímabundið meira yfir á skrifstofu-
stjóra borgarstjóra. Hann hafi haft
mikið með þau mál að gera þótt það
hafi ekki verið svo að forminu til.
Hann tekur fram að ábyrgðin verði
áfram á herðum borgarstjóra. Þá
muni skrifstofustjórinn stýra vinnu
við breytingar á stjórnkerfinu.
Ráðið án auglýsingar
Minnihlutinn í borgarráði, fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri
grænna, greiddi atkvæði gegn breyt-
ingunni. Þeir lýstu furðu sinni á því
að embættið væri ekki auglýst og
töldu víst að í því fælist brot á sam-
þykktum borgarinnar. „Þessi að-
gerð, sem felur í sér að mikið af
ábyrgðarsviði borgarstjóra er fært
yfir á annan embættismann borgar-
innar, vekur einnig spurningar um
hvort borgarstjóri sé að víkja sér
undan ákveðnum skyldum og ábyrgð
í sínu starfi,“ segir í bókun minni-
hlutans. Telja fulltrúarnir að slíkar
breytingar sé ekki hægt að gera án
ítarlegrar lýðræðislegrar umræðu.
Jón Gnarr segir, þegar hann er
spurður að því hvers vegna staðan
hafi ekki verið auglýst, að ekki sé
verið að búa til nýja stöðu og því sé
þessi ráðstöfun í rauninni gerð í hag-
ræðingarskyni. Þá sé hún tímabund-
in til að gefa borgarstjóra og öðrum
tækifæri á að skoða hvernig hún
virkar.
Alltaf verið einn borgarstjóri
„Það hefur alltaf verið einn borg-
arstjóri í Reykjavík, alveg sama
hversu margir íbúarnir hafa verið.
Er kannski kominn tími á tvo borg-
arstjóra?“ segir Jón og svarar
spurningunni: „Ég tel það alveg
mögulegt. Í borgum víða um heim
eru margir borgarstjórar. Mér
finnst þetta vera úreltur hugsunar-
háttur sem við erum að takast á við.“
Einn veldur ekki starfinu
Meirihlutinn í borgarstjórn vill fela skrifstofustjóra borgarstjóra verkstjórn
æðstu yfirmanna Minnihlutinn telur borgarstjóra víkja sér undan skyldum
„Er kannski kom-
inn tími á tvo borg-
arstjóra? Ég tel
það alveg mögu-
legt.“ Jón Gnarr
Eftir 300. frumsýningu Leikfélags Akureyrar
var boðið upp á tertu og kaffi á Borgarsal Sam-
komuhússins í gærkvöldi. Atli Þór Albertsson og
Guðmundur Ólafsson, á litlu myndinni með Jóni
Gunnari Þórðarsyni leikstjóra, fluttu Þögla þjón-
inn eftir Pinter en Þráinn Karlsson, liðsmaður
LA til áratuga, skar fyrstu sneiðina. María Sig-
urðardóttir leikhússtjóri er að baki Þráni.
Til hamingju með daginn!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hinn einstaki hlýindakafli í október er brátt á enda. Fram
að helgi verða mildar suðlægar áttir með vætu sunnan- og
vestanlands en í lok helgar snýst hann í norðanátt með of-
ankomu fyrir norðan og það kólnar. Veðurstofan spáir því
að á mánudaginn verði komið frost á Norðurlandi.
Það ræðst svo af hitafarinu seinni hluta mánaðarins
hvort hitamet fyrir október verður slegið. Það sem af er
októbermánuði er meðlhitinn í Reykjavík nálægt 9,5 stig-
um. Í fyrra var meðalhiti október í Reykjavík 5,1 stig eða
0,7 stigum yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8
stig eða 0,2 stigum undir meðallagi.
Snjólaust hefur verið að mestu á landinu fram að þessu
en það kann að breytast eftir helgina, einkum þó á norð-
anverðu landinu „Norður í höfum er 20 stiga frost þannig
að veturinn er farinn að nálgast. Þetta hefur allt sinn gang
og veturinn kemur,“ sagði Trausti Jónsson.
Á höfuðborgarsvæðinu er algengt að fyrsti snjórinn falli
í kringum fyrsta vetrardag, sem í ár er 23. október.
Reikna má með því að brátt verði annasamir dagar á
dekkjaverkstæðum landsins. Heimilt er að vera með
negld dekk frá 1. nóvember. Ef aðstæður krefjast má
setja þau undir fyrr.
Kuldaboli lætur finna fyrir
sér upp úr næstu helgi
Morgunblaðið/Ómar
Dekkjaskipti Búast má við annríki á dekkjaverkstæðum
eftir helgina því Veðurstofan spáir kólnandi veðri.
Einstakur hlýindakafli
er brátt á enda runninn
Aðeins veiddust í sumar 180 tonn af
makríl af þeim þrjú þúsund tonnum
sem ætluð voru minni skipum til
veiða á línu, handfæri og í gildrur.
Leyfi úr þessum potti voru felld
niður 10. september og hafa ónýtt-
ar heimildir verið fluttar á afla-
marksskipin, sem fyrir höfðu heim-
ild til veiða á 112 þúsund tonnum.
Óvíst er hvort uppsjávarskip-
unum tekst að ná þessum viðbót-
arkvóta þar sem lítið er orðið af
makríl í lögsögunni. Þó verður hans
enn vart sem meðafla með síld.
Útgerðarmaður sem rætt var við í
gær sagði að þessi ákvörðun hefði
verið tilkynnt of seint á vertíðinni.
Alls hefur um 121.300 tonnum af
makríl verið landað af þeim 130
þúsund tonnum sem sjávarútvegs-
ráðherra heimilaði veiðar á. Af
þessum afla hafa um 119.500 tonn
verið veidd innan íslenskrar lög-
sögu. Aflamarksskipin hafa landað
um 104 þúsund tonnum.
Skip sem veiddu úr svokölluðum
15 þúsund tonna potti, en þar er að
finna marga skuttogara, hafa land-
að rúmlega 16.300 tonnum. Heimilt
var að flytja heimildir úr stóra pott-
inum yfir í 15 þúsund tonna pott-
inn.
Makrílviðræður í London
Strandríkjafundur um stjórnun
makrílveiða hefur staðið í London
síðan í fyrradag. Þátt í honum taka
fulltrúar Evrópusambandsins,
Norðmanna, Færeyinga og Íslend-
inga. Tómas H. Heiðar er formaður
íslensku sendinefndarinnar.
aij@mbl.is
Trillurnar
veiddu lítið
af makríl
Eftir er að veiða
tæplega 9 þúsund tonn
Tilkynningar um framboð til stjórn-
lagaþings hafa orðið tíðari eftir því
sem líður á framboðsfrestinn. Í gær
höfðu um 40 manns sent framboðs-
tilkynningu til landskjörstjórnar.
Von er á að þeim fjölgi töluvert fram
til hádegis á mánudag, 18. október,
en þá rennur framboðsfrestur út.
Landskjörstjórn mun ekki greina
frá því hverjir hafa boðið sig fram
fyrr en eftir að framboðsfrestur
rennur út. Þórhallur Vilhjálmsson,
ritari landskjörstjórnar, segir að til-
kynningum um framboð hafi fjölgað
mjög hratt og miðað við fjölda fyrir-
spurna sem borist hefðu landkjör-
stjórn mætti búast við að þeim ætti
töluvert eftir að fjölga.
Framboðsgögnum skal skila til
landskjörstjórnar fyrir kl. 12 á
mánudag. Nokkrar fyrirspurnir hafa
borist stjórnlagaþingi um hvort það
nægi að póstleggja gögnin fyrir þann
tíma en Vilhjálmur segir að svo sé
ekki, landskjörstjórn þurfi að hafa
fengið þau í hendurnar fyrir þann
tíma. Hægt er skila tilkynningum
inn með rafrænum hætti.
Konum fjölgar
Margir frambjóðendur hafa greint
opinberlega frá framboðum sínum
en kynning á þeim er mjög mismun-
andi. Landskjörstjórn hefur ekki
greint frá kynjaskiptingu frambjóð-
enda en aðspurður segir Vilhjálmur
að konum hafi fjölgað í hópi fram-
bjóðenda.
Á stjórnlagaþingi skulu sitja
minnst 25 fulltrúar en mest 31.
Kosningarnar verða 27. nóvember.
runarp@mbl.is
Um 40 framboð til
stjórnlagaþings
Margar fyrirspurnir vitna um áhuga