Morgunblaðið - 14.10.2010, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010
Athugasemd við grein Guð-
mundar F. Jónssonar „20% lækk-
un húsnæðisverðs fyrirsjáanleg“
sem birtist í MBL 9. okt. sl.
Með greininni er birt línurit sem
sýnir að launavísitala hefur hækk-
að um 279,5% frá 1989 (vísitalan
er nú 379,5 stig) og húsnæðisverð
um nál. 327% (samsvarar 427 stig-
um.) Hann heldur því fram að
þetta sýni að húsnæði þurfi að
lækka um 20% til að hlutfall á
milli þessara stærða verði það
sama og 1989. Eins og hér sést er
hið rétta 11%. Hvort þetta ylli
öðru bankahruni eins og hann spá-
ir er svo annað mál. Það er vissu-
lega áhugavert að skoða þetta
línurit, en verra er ef menn lesa
ekki rétt út úr því.
Haraldur Sveinbjörnsson
verkfræðingur.
„20% lækkun
húsnæðisverðs
fyrirsjáanleg“
– athugasemd
„Geturðu verið svo
vænn að segja mér,
hvaða leið ég á að velja
héðan?“ spurði Lísa í
Undralandi köttinn,
sem svaraði: „Það
byggist nú heilmikið á
því, hvert þú ætlar!“
Landsbyggðin spyr
nú stjórnvöld hvert hún
stefni í kjölfar fyrirhug-
aðs niðurskurðar á
minni sjúkrastofnunum.
Er hugmyndin að hefja hreppa-
flutninga aftur til vegs og virðingar,
jafnvel í sama mæli og þegar flytja
átti alla Íslendinga á jósku heiðarnar
að boði danskra stjórnvalda?
Þegar landsbyggðarfólki verður
smalað á suðvesturhornið, á það að
taka eignasviptingu með auðmýkt
eða munu verðlausar húseignir verða
endurgreiddar með samsvarandi
markaðsvirði eigna í Reykjavík?
„Við erum manneskjur!“ var hróp-
að í troðfullri höllinni á Húsavík þar
sem einhugur ríkti og framsögumenn
fóru á kostum. Þessar manneskjur
slógu skjaldborg um sjúkrahúsið,
staðráðnar í að verja skjól sitt í veik-
indum, starf sitt og byggðina í land-
inu.
Hafi starfsmenn heilbrigðisráðu-
neytisins dustað rykið af „Gulu
skýrslunni“, öðru nafni „Símonar-
skýrslunni“, þá þjóna tillögur hennar
hvorki þeim yfirlýstu markmiðum að
fjölga störfum á landsbyggðinni né
heldur virðast þær veita dreif-
býlisfólki jafnan rétt til heilbrigð-
isþjónustu. Enda er hún troðfull af
tölum en fjallar minna um mann-
eskjur.
Matthías Halldórsson sagði í grein
í Heilbrigðismálum (1-2/1994), að fólk
sætti sig ekki við „það næstbesta í
heilbrigðisþjónustunni“ ef betra væri
í boði. Mótmæli landsbyggðarfólks
þessa dagana bera þess ekki merki að
það telji sig njóta annars flokks þjón-
ustu í dag. Hugmyndir ráðuneytisins
úr „Gulu skýrslunni“ voru fyrir hálf-
um öðrum áratug kveðnar í kútinn af
landsbyggðarmönnum.
Heilbrigðisþjónustan
hefur ítrekað verið beitt
flötum niðurskurði. Á
sama tíma hefur þess
verið krafist að for-
svarsmenn stofnananna
geri langtímaáætlanir
um reksturinn. Þegar
endar nást ekki saman
er rekstaraðilum kennt
um. Þó sagði í skýrslu
Ríkisendurskoðunar
1994, að ráðuneyti heil-
brigðismála vissi ekki lengur, hvað
hver hlutur kostaði.
Eftir að hafa kynnt sér fyr-
irkomulagið hér á Húsavík, óskuðu
norrænir fulltrúar innan heilbrigð-
isgeirans okkur innilega til hamingju
með að reka kerfi, sem þá hafði í
fjöldamörg ár dreymt um að hrinda í
framkvæmd. Fyrir rúmu ári var
reynt með valdboði að sunnan að
knýja fram breytingar á þessu sama
kerfi.
Nýjasta atlagan að íslensku heil-
brigðiskerfi er hrákasmíð. Hér eru
nokkur atriði því til staðfestingar:
Ekki hefur verið sýnt fram á, að
ódýrara sé að láta sjúklinga sjúkra-
sviðs liggja annars staðar. Í þessu
samhengi má einnig nefna, að 1994
reiknaði Ríkisendurskoðun út, að
kostnaður á hvern legudag á Húsavík
væri einungis 50% af kostnaði á rík-
isspítölum.
Hvorki er reiknað með kostnaðar-
aukningu vegna fjölgunar sjúklinga á
FSA né á Landspítala. Ráðuneytið
hlýtur að reikna með því, að þessir
einstaklingar gufi upp, deyi drottni
sínum eða séu vaktaðir af ættingjum
allan sólarhringinn með stöku stuðn-
ingsheimsóknum hjúkrunarfræðinga
í heimahjúkrun. Mestur hluti af
vinnutíma hjúkrunarfræðinganna
færi þó líklega í ferðir um dreifbýlar
sveitir.
Ekki verður séð, hvað handlækn-
inga- og bæklunardeild FSA á að
gera við þá sjúklinga, sem fram að
þessu hafa, í kjölfar aðgerða, verið
sendir til endurhæfingar og hjúkr-
unar á Sjúkrahúsinu á Húsavík.
Einnig er sennilegt að langtímadvöl
skjólstæðinga á FSA dragi verulega
úr afkastagetu áðurnefndra deilda.
Aukinn kostnaður virðist eiga að
leggjast á notendur dreifbýlisþjón-
ustu. Sjúklingar og aðstandendur
þeirra munu óneitanlega standa
straum af kostnaði við ferðir og uppi-
hald, svo ekki sé minnst á vinnutap
því samfara. Þar að auki virðist eiga
að hætta að styrkja áætlunarferðir
úti á landi. Ekki er ólíklegt, að annað
hvort leggist þær þá af ellegar verði
svo dýrar, að þeir, sem minna mega
sín, hafi ekki efni á því að fara til
læknis. Benda má á, að SÍ tekur yf-
irleitt ekki þátt í ferðakostnaði nema
tveggja ferða á ári.
Starfsfólk heilbrigðisráðuneyt-
isins virðist ekki hafa gert sér ljóst,
hve gífurleg margfeldisáhrif upp-
sagnir hundraða starfsmanna sjúkra-
stofnana víðsvegar um landsbyggð-
ina munu hafa.
Sorg og reiði vegna fyrirhugaðs
niðurskurðar er að breytast í órofa
samstöðu gegn ranglæti og van-
hugsun stjórnvalda. Á táknrænan
hátt höfum við sýnt að við erum tilbú-
in til að mynda skjaldborg um þau
lífsgæði sem felast í núverandi heil-
brigðisþjónustu og þar með mögu-
leikanum til að halda áfram að búa
dreift á landsbyggðinni. Fólk vill
sýna stjórnvöldum, að hér búa mann-
eskjur sem hafa bæði sál og líkama.
Það vill vita hvert ferðinni er heitið
því margt virðist vera öfugsnúið líkt
og í ævintýrinu um Lísu í Undra-
landi:
„Nú viljið þið áreiðanlega vita,
hvernig maður gerir þetta,“ hrópaði
töframaðurinn út í salinn eftir að
hann hafði galdrað fram þrjár dúfur
að því er virtist úr tóminu. „Nei!“
kallaði lítil stúlka. „ Ég vil fyrst vita
af hverju þú gerir þetta!“
Stjórnvöld.
Við á landsbyggðinni óskum eftir
skýringum og bíðum svara!
Er ríkisstjórnin
stödd í Undralandi?
Eftir Gunnar Rafn
Jónsson
» Sorg og reiði vegna
fyrirhugaðs nið-
urskurðar á lands-
byggðarsjúkrahúsum er
að breytast í órofa sam-
stöðu þjóðar gegn rang-
læti og vanhugsun
stjórnvalda.
Gunnar Rafn Jónsson
Höfundur er læknir á Húsavík.
Frá því að Fram-
sókn réðst í róttæka
endurnýjun, einn
flokka eftir efnahags-
hrunið, hafa pólitískir
andstæðingar ekki
viljað ræða stefnumál
flokksins (sem hafa
sannað gildi sitt hvert
af öðru) en leitast
þess í stað stöðugt við
að beina athyglinni að
fortíðinni. Eftir að
hafa fjárfest mikið í því á sínum
tíma að koma neikvæðum stimpli á
flokkinn virðist haldreipi stjórn-
arliða nú vera að tala bara um for-
tíðina en ekki samtímann og alls
ekki framtíðina. Þeim mun meiri
sem vandræði stjórnarflokkanna
eru hverju sinni, þeim mun meira
tala þeir um fortíðina. Í því efni
hafa þeir notið liðsinnis eigin
bloggara og annarra talsmanna en
nú hefur Ríkissjónvarpið lagt sín
þungu lóð á vogarskálarnar í
spunaherferðinni.
Sérvalið atriði
Sjónvarpið hefur nú um nokk-
urra vikna skeið sýnt auglýsingu
um vetrardagskrá sína oft á dag.
Á milli þess sem þulur kynnir
vetrardagskrána birtist, eins og
skrattinn úr sauðarleggnum, eitt
atriði úr síðasta áramótaskaupi.
Atriðið er síður en svo hlutlaust
eða valið af handahófi. Umrætt at-
riði stakk meira að segja í stúf í
áramótaskaupinu sjálfu vegna þess
að í því fólst engin tilvísun í at-
burði liðins árs. Atriðið virtist hafa
þann eina tilgang að tengja hina
endurnýjuðu Framsókn við fortíð-
ina með afar neikvæðum hætti og í
algjörri mótsögn við raunveruleik-
ann.
Aftur og aftur
Mörgum sinnum á dag í margar
vikur birtir áhrifamesti fjölmiðill
landsins þannig auglýsingu sem er
til þess fallin að skapa neikvæð
hugrenningatengsl við einn stjórn-
málaflokk. Auk þess er reynt að
stimpla inn í meðvitund og undir-
meðvitund áhorfenda tengingu
milli núverandi formanns
Framsóknarflokksins og hins end-
urnýjaða flokks annars vegar og
Halldórs Ásgrímssonar og Finns
Ingólfssonar hins vegar (ekki þarf
að hafa mörg orð um hvernig póli-
tískir andstæðingar hafa talað um
þá).
Í áróðrinum felast mikil öf-
ugmæli enda er
Framsókn eini flokk-
urinn sem réðst í rót-
tæka endurnýjun eftir
hrundið, reyndar rót-
tækari en dæmi eru
um í íslenskri stjórn-
málasögu. Jafnframt
þekkja það allir sem
eitthvað vita um
stjórnmál að það er
vægast sagt hæpið að
tengja núverandi for-
mann flokksins við þá
Halldór og Finn.
Pólitísk auglýsing
Eitt og sér er atriðið að öllu
leyti eins og neikvæð pólitísk aug-
lýsing á borð við þær sem menn
freistast stundum til að nota til að
koma höggi á pólitíska andstæð-
inga í bandarískum stjórnmálum.
Ef andstæðingar Framsóknar
hefðu þurft að borga fyrir auglýs-
ingaherferðina hefði kostnaðurinn
hlaupið á milljónum en auk þess
hefðu áhrifin verið minni af
keyptri auglýsingu en atriði frá
hinu „hlutlausa“ Ríkisútvarpi.
Enginn þarf að velkjast í vafa um
að áhrifin af slíkum auglýsingum
eru mikil. Einmitt þess vegna
freistast menn til að nota þær. Í
Bandaríkjunum sýnir reynslan að
svona auglýsingar geta tekið mörg
prósentustig af fylgi flokka og
frambjóðenda. Jafnvel þótt áhorf-
endur ætli sér ekki endilega að
taka afstöðu út frá auglýsingunum
þá sér undirmeðvitundin um það.
Ímyndarstjórnmál
Í ástandi þar sem viðhorf til
stjórnmálamanna og flokka virðast
enn meira en áður mótast af
ímynd fremur en stefnumálum og
rökræðu hefur slíkur áróður sér-
staklega mikil áhrif. Það vita
stjórnarliðar sem leggja allt kapp
á ímyndarsköpun og það að beina
athyglinni að fortíðinni (og Sjón-
varpið sem aðstoðar þá við það).
Tímasetningin
Tengingin við umræðuna nú um
landsdóm og mistök hrunstjórn-
arinnar er augljós. Í auglýsingunni
segir leikarinn sem á að tákna nú-
verandi formann látinn segja að
allt sé öðrum að kenna en Fram-
sókn. Undarlegt í ljósi þess að
Framsókn hefur margoft gengist
við ábyrgð og sýnt breytingar í
verki á meðan aðrir kenna öllum
öðrum um (sérstaklega Samfylk-
ingin þessa dagana). Auglýsingin
er því í senn ósönn og ósvífin.
Þjóðin er í miklum vanda. Í
meira en tvö ár hefur framsókn-
arfólk talað fyrir lausnum sem
sannað hafa gildi sitt. Þær fást
hins vegar varla ræddar. Þess í
stað er ráðist í að spinna neikvæða
ímynd og því miður tekur Sjón-
varpið þátt í því. Á meðan sitjum
við uppi með verklausa ríkisstjórn
sem réttlætir tilveru sína með því
að láta allt snúast um fortíðina.
Það er ekkert nýtt að menn sitji
ekki við sama borð í fréttaflutningi
en það að RÚV, sem hefur sér-
staka lagaskyldu um hlutleysi,
skuli keyra linnulaust pólitíska
áróðursauglýsingu er of langt
gengið.
Eftir Hjálmar Boga
Hafliðason
» Atriðið virtist hafa
þann eina tilgang að
tengja hina endurnýj-
uðu Framsókn við for-
tíðina með afar nei-
kvæðum hætti og í
algjörri mótsögn við
raunveruleikann.
Hjálmar Bogi
Hafliðason
Höfundur er formaður
Framsóknarfélags Þingeyinga og
sveitarstjórnarfulltrúi
Pólitískar auglýs-
ingar RÚV
Í öllum þeim haug
rannsóknarnefnda sem
nú er gerð krafa til að
settar séu á laggirnar
er ein sem er sennilega
verðugri en margar.
Rannsókn á því
hvers vegna blaða-
mennska á Íslandi er
jafn léleg og raun ber
vitni og eins hvort Ís-
lendingar séu upp til
hópa þjófar í eðli sínu.
Í frétt sem nú fer mikinn á DV en
birtist upphaflega á Vísi er mikil-
vægum staðreyndum snúið þannig að
það sýnir vel hversu slæleg vinnu-
brögð íslenskra blaðamanna eru.
Upphafleg frétt fjallar um mann
sem var rekinn úr starfi fyrir að mót-
mæla. Með fréttinni birtist mynd sem
tekin var af fésbókarsíðu mannsins
gegn vilja hans. Í þeim gerningi felst
lögbrot. Brot á höfundarrétti og
þjófnaður. Þessi mynd hefur síðan
birst í ýmsum öðrum miðlum og nú
síðast í Morgunblaðinu þar sem talað
er um að „fréttamynd“ hafi valdið
brottrekstri. Myndbirtingin í öllum
miðlunum er ólögleg.
Þetta einstaka dæmi er gott dæmi
um þau vinnubrögð sem viðgangast í
dag.
Alvarlegasti hlut-
urinn fyrir utan brott-
rekstur mannsins og sá
sem fæstir tala um er
þjófnaður blaðamanns
Vísis á myndinni.
Það að taka mynd af
heimasíðu (eða hvar
sem til hennar næst) og
birta án leyfis er þjófn-
aður og ekkert annað.
Eru íslenskir blaða-
menn þjófar í eðli sínu?
Líkar öllum íslenskum
blaðamönnum það að
vera kallaðir þjófar?
Ef ekki, hví ágerist þá myndþjófn-
aður í íslenskum fjölmiðlum?
Til þess að geta byggt upp nýtt og
betra þjóðfélag þurfa menn að byrja
á því að líta í eigin barm.
Hvað geri ég til þess að gera þjóð-
félagið betra? Hvað geri ég til að
reyna að bæta samfélagið?
Blaðamenn sem fara mikinn í því
að stela myndum eru ekki að gera
þjóðfélaginu né sér sjálfum mikinn
greiða. Þeir auka frekar á reiðina í
þjóðfélaginu með slælegum vinnu-
brögðum sínum.
Ef blaðamenn vilja vera fjórða
valdið og geta gagnrýnt aðra verða
þeir að sinna sinni eigin siðfræði
fyrst.
Enginn er hafinn yfir gagnrýni en
blaðamaður sem er lögbrjótur getur
ekki gagnrýnt aðra fyrir að vera lög-
brjótar né um það fjallað af heiðar-
leika því hann sjálfur er ekki heið-
arlegur. Ef blaðamaður er ekki
heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og
sínum lesendum missa lesendur
trúna á skrif hans og hann verður
álitinn froðusnakkkur. Er það vilji ís-
lenskra blaðamanna að verða álitnir
þjófar og froðusnakkar?
Til þess að byggja upp nýtt þjóð-
félag þurfum við að byrja á því að
hætta að stela.
Það væri gott ef blaðamenn sem
fjalla um þjófnað fjárglæframanna á
eigum almennings tækju nú til í eigin
ranni og hættu sjálfir að stela.
Eitt lítið skref sem hefur víðtækari
áhrif til uppbyggingar í þjóðfélaginu
en ætla mætti í fyrstu, því virðisauk-
inn af því skrefi er margfaldur.
Þurfi blaðaútgáfur á fleiri myndum
að halda, ráðið þá ljósmyndara til
starfa. Það er nóg af þeim atvinnu-
lausum í dag.
Með því að stela myndum eru
blaðamenn að stuðla að atvinnuleysi
annarra í þjóðfélagi þar sem þörf á
atvinnu og virðisaukaskapandi vinnu
er til staðar.
Er það virkilega vilji þeirra?
Eru Íslendingar
í eðli sínu þjófar?
Eftir Kristján
Logason
» Það væri gott ef
blaðamenn sem
fjalla um þjófnað fjár-
glæframanna á eigum
almennings tækju nú til
í eigin ranni og hættu
sjálfir að stela.
Kristján Logason
Höfundur er ljósmyndari.