Morgunblaðið - 14.10.2010, Page 35
AF GAMANMÁLUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Frímann Gunnarsson er kostu-legur karakter en ekki allra.Frímann er heimsborgari,
eða heldur a.m.k. að hann sé heims-
borgari. Honum finnst allt mest og
best í Englandi, telur þar vöggu sið-
menningarinnar að finna og m.a.
besta húmorinn. En smekkur Frí-
manns fyrir húmor er ekki betri en
svo að hann telur Carry On mynd-
irnar og Benny Hill einhver mestu
afreksverk Breta á sviði gaman-
mála.
Ég verð að viðurkenna að fyrst
þegar ég sá Frímann á skjánum
þótti mér hann lítið meira en ágæt-
ur. Það mátti hafa gaman af hé-
gómagirndinni í honum en oftar en
ekki gafst maður upp, þegar lopinn
tók að teygjast fullmikið.
En nú er ég orðinn aðdáandieftir að hafa horft á nýja þætti
Frímanns, Mér er gamanmál, sem
sýndir eru á Stöð 2. Í þáttunum sæk-
ir Frímann heim grínista sem hann
telur fremsta í faginu í sínum föður-
löndum. Frímann leggur í mikið
ferðalag í leit sinni að svarinu við því
hvað sé húmor og þá góður húmor.
Honum er mál, gamanmál. Menn-
irnir sem Frímann heimsækir (allir
karlmenn reyndar) eiga það sameig-
inlegt að vita öðrum betur hvað
fyndni er, eða kímnigáfa. En grín-
istar þessir eru hver öðrum óút-
reiknanlegri og Frímann kemst oft-
ar en ekki í hann krappan í
samskiptum sínum við þá, er m.a.
plataður til þess að hlaupa nakinn
um norskan skóg og sænga hjá karl-
manni í kvenmannsgervi. Tilraunir
Frímanns fara meira eða minna út
um þúfur, en alltaf stendur hann eft-
ir jafn jákvæður og bjartsýnn og tel-
ur sig hafa komist nær kjarna gríns-
ins. Frímann er sakleysingi, alltaf
jafn bláeygður og auðginntur, virð-
ist lítið læra af bellibrögðum við-
mælenda sinna.
Leikarinn Gunnar Hanssonleikur Frímann, maðurinn sem
bjó persónuna til. Gunnar er enginn
eftirbátur norrænna og enskra koll-
ega sinna, karlanna sem hann tekur
fyrir í Mér er gamanmál. Gunnari
hefur tekist stórvel að vinna með
þeim og ber þá sérstaklega að nefna
danska grínistann Frank Hvam úr
gamanþáttunum Klovn. Í gam-
anmálaþætti Frímanns er Frank enn
siðlausari en sá Frank sem Íslend-
ingum er orðinn að góðu kunnur úr
Klovn, Trúði, spaugið er ekki síður
svart en í þeim stórkostlegu þáttum.
Frank kemur hér fyrir sem kynóður
siðleysingi með stjörnustæla sem
hefur m.a. hannað sjálfsfróunarvél
sem hann geymir úti í skúr heima
hjá sér. Og gamanið kárnar þegar
Frímann ákveður að prófa vélina
með kostulegum afleiðingum.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón
Gnarr, er fyrsti grínistinn sem Frí-
mann heimsækir í þáttunum og hef-
ur hann m.a. fundið hina fullkomnu
lækningu við þunglyndi en hún felst
í því að segja fólki einfaldlega að
hætta að vera þunglynt! Jón er hald-
in ranghugmyndum um eigið ágæti í
þáttunum, telur Frímanni m.a. trú
um að hann sé að fara að leika í
kvikmynd með heimsfrægum kvik-
myndastjörnum. Undir lok þáttar er
Jón kominn í svaðið en málin redd-
ast þó þegar honum býðst að gerast
borgarstjóri, nema hvað.
Þættir Gunnars eru bæði vel
skrifaðir og heppnaðir og hann var
klókur að fá þessa grínista frá ná-
grannalöndunum í lið með sér. Með
því ætti að opnast markaður fyrir
þættina í þeim löndum, þ.e. Noregi,
Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eng-
landi og auðvitað Íslandi. Grínist-
arnir eru vinsælir í sínum heima-
löndum (eða það skyldi maður
halda) og Frímann Gunnarsson orð-
inn útflutningsvara. Og athyglin
sem hann mun fá út á þættina mun
án efa stíga honum til höfuðs. Ann-
ars væri hann ekki Frímann Gunn-
arsson, lífskúnstner.
Illa farið með Frímann
» Frank kemur hérfyrir sem kynóður
siðleysingi með stjörnu-
stæla sem hefur m.a.
hannað sjálfsfróunarvél
sem hann geymir úti í
skúr heima hjá sér.
Frímann Heimsborgarinn fer á
kostum í Mér er gamanmál.
Morgunblaðið/Eggert
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
SÍMI 564 0000
14
14
L
L
16
L
L
L SÍMI 462 3500
L
14
L
BRIM kl. 5.30-10.30
THEAMERICAN kl. 8-10
EATPRAYLOVE kl.5.30-8
SÍMI 530 1919
12
12
16
L
L
GREENBERG kl.8-10.20
BRIM kl.6-8-10
R kl.6-10
EATPRAYLOVE kl.6-9
SUMARLANDIÐ kl. 6-8
THEAMERICAN kl.5.40-8-10.20
BRIM kl.4-6-8 -10
EATPRAYLOVE kl.5-8-10.45
EATPRAYLOVELÚXUS kl.8-10.45
PIRANHA3D kl. 10.45
WALLSTREET2 kl. 8
AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50
AULINN ÉG 2D kl. 3.40
.com/smarabio
-H.G., MBL
NÝTT Í BÍÓ!
„Óhætt er að mæla með
The American. Þetta er
vönduð mynd...
Áhrifamikil saga“
-B.B., MBL
ÍSLENSKT TAL
STEVE CARELL
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20
FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS
Sýnd kl. 6 - 3D íslenskt talSýnd kl. 5:45, 8 og 10:20
Forsýnd kl. 8 og 10:30
FORSÝNINGAR
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is − bara lúxus