Morgunblaðið - 22.10.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 22.10.2010, Síða 2
Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Mosfellingar lönduðu í gærkvöldi sínum fyrsta sigri í N1-deild karla í handknattleik á þessari leiktíð þeg- ar liðið heimsótti Selfyssinga í nýliðaslag. Rífandi stemning var á Selfossi og þétt setnir áhorfenda- bekkirnir í gamla íþróttahúsinu þar sem „Mjaltavélin“ lék listir sínar á sínum tíma. Eftir talsverðan hasar og mikla spennu tókst Aftureldingu að hafa betur, 26:24, með góðum leik á lokakaflanum. Erfiður útivöllur Gunnar Andrésson, þjálfari Aft- ureldingar, gat ekki neitað því að því fylgdi mikill léttir að landa fyrstu stigunum á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. Okkur fannst tap- ið gegn Haukum heima í síðasta leik vera súrt. Við áttum að ná sigri í þeim leik að okkar mati en að sama skapi þá sýnir það góðan karakter í okkar liði að koma hingað á Selfoss og ná í tvö stig. Þetta er erfiður úti- völlur og það munu ekki öll liðin fara með sigur héðan,“ sagði Gunn- ar í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum en Gunnar tók við Aftureldingarliðinu í sumar. Þessi lið hafa marga hildi háð á undanförnum árum enda voru þau í toppbaráttu 1. deildar á síðasta vori. Merkja má nokkra spennu á milli liðanna og leikmenn tókust hressilega á. Þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum voru Selfyssingar með þriggja marka forskot en þá skoraði Afturelding fjögur mörk í röð og sneri taflinu sér í vil. Hvað gerðist á þessum kafla? „Á þessum kafla fengum við nokkur mörk utan af velli. Bjarni Þórðarson lét þá til sín taka í skyttustöðunni og Jóhann Jóhanns- son einnig sem skoraði mikilvæg mörk. Mér fannst við standa vörn- ina vel allan tímann en þeir komu okkur inn í leikinn aftur með mik- ilvægum mörkum,“ sagði Gunnar og Morgunblaðið spurði kollega hans hjá Selfossi, Sebastian Alexand- ersson, einnig út í þennan leikkafla. Við hopuðum „Við hopuðum. Við urðum bara hræddir og þorðum ekki að sækja sigurinn. Við hættum að spila af sama ákafanum í vörninni og við höfðum gert fram að þessu. Við náð- um ekki að keyra upp hraðann enda eru leikmenn Aftureldingar mjög fljótir að hlaupa til baka í vörnina. Á þessum kafla fórum við eins langt frá leikskipulagi okkar og við gátum enda var ekki stillt upp í eitt einasta leikkerfi. Við urðum hræddir og þorðum ekki að sækja á markið,“ sagði Sebastian við Morgunblaðið. Bjarni með stórleik Leikmenn hans spiluðu nokkuð vel lengst af og virtust á góðri leið með að fylgja eftir sigri sínum á móti Val. Undirrituðum fannst merkilegt að sjá lágvaxið lið Selfoss spila 6-0-vörn en markvörðurinn Birkir Bragason höndlaði það ágæt- lega og varði talsvert af skotum ut- an af velli. Í sókninni sýndu Atli Kristinsson og Ragnar Jóhannsson að þeir eiga eftir að láta að sér kveða í vetur. Bjarni Þórðarson átti annan stórleikinn í röð hjá Aftureld- ingu og Hrafn Ingvarsson var einn- ig drjúgur ásamt markvörðunum Hafþóri Einarssyni og Smára Guð- finnssyni. „Þorðum ekki að sækja sigurinn“ Morgunblaðið/Guðmundur Karl Berjast Mosfellingarnir Ásgeir Jónsson, til vinstri, og Hrafn Ingvarsson stappa stálinu í hvorn annan á Selfossi í gær þar sem Afturelding vann sætan sigur.  Afturelding nældi í sinn fyrsta sigur 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2010 Emmanuel Adebayor er ekki dauður úr öllum æðum. Tógómaðurinn hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér allt tímabilið þar til í gærkvöld þegar Manchester City lagði pólska liðið Lech Poznan, 3:1, í Evrópudeild UEFA. Adebayor gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk City en hann fékk að spreyta sig á kostnað Carlos Tévez sem var hvíldur á bekknum. Þetta voru fyrstu mörk Tógómanns- ins á leiktíðinni og hver veit nema að hann sé kominn í gang. „Ég er mjög glaður og ánægður. Ég æfi stíft alla daga og þetta er að skila sér,“ sagði Adebayor eftir leik- inn en með sigrinum komst City í efsta sæti riðilsins. Erum ekki dauðir Vængbrotið og óreynt lið Liver- pool gerði ágæta ferð til Ítalíu en gamla stórveldið gerði markalaust jafntefli við Napoli. Liverpool, sem var án leikmanna eins og Fernando Torres, Steven Gerrard, Dirk Kuyt og Glen Johnson, fékk besta færi leiksins þegar Ryan Babel komst einn á móti mark- verði Napoli en hann sá við Hol- lendingnum. „Við sýndum það í kvöld að við erum síður en svo dauðir og ég veit að allir leikmennirnir sem spila á móti Blackburn sunnudaginn munu berjast og leggja hart að sér. Við höf- um gengið í gegnum erfiðan kafla í deildinni, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur af ýmsum ástæðum. Þess vegna erum við á meðal neðstu liða en viljum komast þaðan í burtu sem allra fyrst,“ sagði Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool sem hef- ur átt erfiðar vikur enda hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu í deildinni þar sem það situr í næst neðsta sæti. gummih@mbl.is Tógómaðurinn Adebayor hrökk í gang Emmanuel Adebayor Íshokkísamband Íslands hefur ráðið Danann Olaf Eller í starf landsliðsþjálfara karla í íshokkí á yfirstandandi keppnistímabili. Helsta verkefni liðsins er þátttaka í 2. deild heimsmeistaramótsins sem leikin verður í Zagreb í Króatíu 10. til 16. apríl á næsta ári. Olaf Eller er margreyndur hokkímaður bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur þjálfað U20 ára landslið Danmerkur síðustu tvö ár ásamt því að hafa þjálfað úrvalsdeildarliðin frá Rungsted, Hvidovre, Rø- dovre, Herlev, Frederikshavn ásamt 1. deildar liði Ama- ger. Eller hefur víðtæka reynslu sem leikmaður. Hann á að baki um 500 leiki í efstu deild í Danmörku með liðum Rødovre og Rungsted og hefur fimm sinnum orðið danskur meistari sem leikmaður. Eller hefur einnig leikið 104 A-landsleiki fyrir Danmörku. Fráfarandi landsliðsþjálfari er Richard Tahtinen. iben@mbl.is Eller ráðinn landsliðsþjálfari Olaf Eller Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, segir að félagið muni áfram dafna vel og verða í baráttunni um þá titla sem í boði eru jafnvel þótt Wayne Rooney fái óskir sínar uppfylltar og yfirgefi félagið. Keane, sem lék í rúm tólf ár með United og vann marga titla með liðinu, segir að sir Alex Ferguson geti auðveld- lega tekið á því þótt liðið missi einhvern leikmann, jafnvel hæfileikaríkan leikmann eins og Rooney. „Leikmenn hafa sínar skoðanir og ef þeir vilja fara þá er hægt að óska þeim alls hins besta. Manchester United mun spjara sig og meira en það. Ferguson mun áfram geta dreg- ið að sér toppleikmenn. Það er engin spurning í mínum huga með það. Ég var í tólf og hálft ár hjá félaginu og naut hverrar einustu mínútu á hverjum degi. Þetta er stórkostlegt félag,“ sagði Keane við Sky Sports en hann yfirgaf Manchester-liðið árið 2005 þegar hann samdi við skoska liðið Celtic. Í dag er hann knattspyrnustjóri Ipswich. gummih@mbl.is Keane: United mun dafna vel Roy Keane Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Manchester City – Lech Poznan............. 3:1 Salzburg – Juventus................................. 1:1 Staðan: City 7 stig, Lech Poznan 4, Juven- tus 3 Salzburg 1. B-RIÐILL: Saloniki – Leverkusen ............................. 0:0 Atletico Madrid – Rosenborg.................. 3:0 Staðan: Leverkusen 5 stig, Saloniki 4, Atl.Madrid 4, Rosenborg 3. C-RIÐILL: Lille – Levski Sofia................................... 1:0 Sporting – Gent ........................................ 5:1 Staðan: Sporting 9 stig, Lille 4, Levski 3, Gent 1. D-RIÐILL: Zagreb – Brugge ...................................... 0:0 Villareal – PAOK Saloniki ....................... 1:0 Staðan: Villareal 6 stig, PAOK 4, Zagreb 4, Brugge 2. E-RIÐILL: AZ Alkmaar – Dynamo Kiev.................. 1:2  Jóhann Berg Guðmundsson kom inná á 77. mínútu og Kolbeinn Sigþórsson á 66. FC Sheriff – BATE.................................. 0:1 Staðan: BATE 7 stig, Dynamo 4, AZ Alkmaar 3, Sheriff 3. F-RIÐILL: Palermo – CSKA Moskva........................ 0:3 Sparta Prag – Lausanne.......................... 3:3 Staðan: CSKA 9 stig, Sparta Prag 4, Pa- lermo 3, Lausanne 1. G-RIÐILL: Anderlecht – AEK.................................... 3:0 Zenit – Hajduk Split ................................ 2:0 Staðan: Zenit 9 stig, Anderlecht 3, Hajduk 3, AEK 3. H-RIÐILL: Stuttgart – Getafe .................................... 1:0 Yong Boys – OB ....................................... 4:2  Rúrik Gíslason í 72 mín. fyrir OB. Staðan: Stuttgart 9 stig, Young Boys 6, Ge- tafe 3, OB 0. I-RIÐILL: Debrecen – PSV ....................................... 1:2 Metalist – Sampdoria............................... 2:1 Staðan: PSV 7 stig, Metalist 6, Sampdoria 4, Debrecen 0. J-RIÐILL: Dortmund – Paris SG............................... 1:1 Karpativ – Sevilla ..................................... 0:1 Staðan: Paris 7 stig, Sevilla 6, Dortmund 4, Karpativ 0. K-RIÐILL: Utrecht – Steua Búkarest ....................... 1:1 Napoli – Liverpool................................... 0:0 Staðan: Liverpoo 4 stig, Utrecht 3, Napoli 3, Steaua 2. L-RIÐILL: Besiktas – Porto ....................................... 1:3 CSKA Sofia – Rapid Vín.......................... 0:2 Staðan: Porto 9 stig, Besiktas 6, Rapid Vín 3, CSKA 0. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Selfoss - Afturelding ............................ 24:26 Fram - Valur ......................................... 40:23 Staðan: FH 3 3 0 0 93:69 6 Akureyri 3 3 0 0 101:83 6 HK 3 2 0 1 95:98 4 Haukar 3 2 0 1 72:76 4 Fram 4 2 0 2 133:115 4 Afturelding 4 1 0 3 96:109 2 Selfoss 4 1 0 3 108:120 2 Valur 4 0 0 4 107:135 0 HANDBOLTI 1. deild karla: Höttur - Leiknir 83:97 Höttur: Daniel Terrell 38/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 11, Viðar Örn Hafsteinsson 9, Kristinn Harðarson 7/5 fráköst, Nicholas Kenrick Paul 6/6 fráköst, Elvar Þ. Ævars- son 4, Jónas Hafþór Jónsson 3, Anton Helgi Loftsson 3, Björn B. Benediktsson 2/5 fráköst. Leiknir: Einar Þór Einarsson 17/8 fráköst, Darrell Lewis 16/7 fráköst, Einar Hans- berg Árnason 14, Helgi Davíð Ingason 10/6 fráköst, Þórður Björn Ágústsson 10/4 frá- köst, Sigurður Gíslason 9, Daði Steinn Sig- urðsson 9, Egill Örn Egilsson 8, Snorri Fannar Guðlaugsson 4. Staðan: Þór Þ. 2 2 0 207:144 4 FSu 2 2 0 176:125 4 Þór A. 2 2 0 148:125 4 Skallagrímur 3 2 1 242:242 4 Breiðablik 2 1 1 141:136 2 Ármann 2 1 1 142:168 2 Leiknir R. 3 1 2 223:280 2 Laugdælir 3 1 2 196:228 2 Valur 2 0 2 152:157 0 Höttur 3 0 3 220:242 0 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin: Akureyri – Haukar ...................19.00 1. deild karla: Víkin: Víkingur – ÍR..............................19.30 Selfoss: Selfoss U – Stjarnan ...............19.30 Eimskipsbikarkeppnin: Karlar, 32 liða úrslit: Kaplakriki: FH 2 – Valur 2...................21.00 Í KVÖLD! Íþróttahúsið Selfossi, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 21. okt. 2010. Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 5:3, 7:6, 7:11, 9:11, 10:11, 10:14, 14:15, 16:15, 20:17, 20:20, 22:21, 22:24, 24:26. Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 7, Ragn- ar Jóhannson 6, Guðjón Drengsson 5/2, Helgi Héðinsson 2, Hörður Bjarn- arson 1, Atli Einarsson 1, Árni Stein- þórsson 1. Varin skot: Birkir Bragason 17 (þar af 4 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur (Ómar Helga- son fékk rautt vegna 3ja brottvísana). Mörk Aftureldingar: Bjarni Þórðarson 8/2, Jón Helgason 4, Hrafn Ingvarsson 4, Jóhann Jóhannsson 3, Arnar Theó- dórsson 2, Aron Gylfason 1, Ásgeir Jónsson 1, Eyþór Westmann 1, Pétur Júníusson 1, Reynir Árnason 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (þar af 4 aftur til mótherja), Smári Guð- finnsson 4/1 (þar af 3/1 aftur til mót- herja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Leyfðu talsverða hörku en misstu ekki tökin á leiknum. Áhorfendur: Um 500 og mikil stemn- ing. Selfoss – Afturelding 24:26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.