Hamar - 10.03.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 10.03.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 — 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan livern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. V-____________________,________________ '___________, Upplausnaröflin að verki Nú er svo komið rúmum fjórum mánuðum eftir kosningar til alþingis, að landið er orðið stjórnlaust. Eins og allir vita tókst ekki að mynda stjórn að kosningum loknum, sem hefði stuðning meirihluta þings að baki sér og myndaði Sjálfstæðis- flokkurinn, sem er stærsti flokkur þingsins minnihlutastjórn. Verkefni þeirrar stjórnar var það fyrst og fremst, að vinna að lausn dýrtíðarmálanna og fékk hún hagfræðingana dr. Benja- mín Eiríksson og próf. Ólaf Björnsson til að vinna að lausn þeirra með sér. Þegar stjórnin hafði gengið frá tillögum sínum voru þær lagðar fyrir Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn með það fyr- ir aiigum að takast mætti að ná samkomulagi um lausn vanda- málanna og lýðræðisflokkarnir leggðust á eitt um það, að bjarga þjóðinni úr þeim ógöngum, sem hún er í. Samvinna tókst ekki og stjórnin átti ekki annars úrkostar en að leggja tillögur sínar fyrir alþingi í þeirri von að það mundi taka þær til skjótrar af- greiðslu. En fyrr var ekki frumvarp stjórnarinnar framkomið en Framsóknarflokkurinn bar fram vantraust á hana, sem síðan var samþykkt af Framsóknarflokknum Alþýðuflokknum og Kommún iistum. Forseti fór þá fram á það við formann Framsóknarflokks- ins Hermann Jónasson að gera tilraun til að mynda stjórn, en eftir nokkra daga umhugsun treystist hann ekki til þess. Hvort öðrum verður falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar er ekki vitað, þegar þessar línur eru ritaðar, en allóvænlega virðist horfa í þeim málum. Manna á meðal er rætt um þann möguleika að mynda utan þingsstjórn, en slíkt er algert neyðarúrræði og tæplega stætt á því fyrir alþingi, ef það á að njóta einhverrar virðingar og trausts hjá þjóðinni, enda er því ætlað og til þess kosið að sjá landinu fyrir stjórn. Það verður ekki annað sagt en að aumlegur og án allrar ábyrgðar sé sá flokkur, sem fyrst rífur stjórnarsamstarf með þeim afleiðingum að kosningar eru látnar fara fram, síðan getur hann ekki myndað stjórn né fæst í stjórn með öðrum, nema með afarkostum, flytur svo vantraust á þá stjórn, sem mynduð var án þess að gera verulegan málefnaágreining, fær vantraustið samþykkt og getur síðan ekki myndað stjórn, þegar hann er beð- inn um það. Er hægt að ganga lengra í ábyrgðarleysi og jafnvel þjóðhættulegri upplausnar- og skemmdarstarfsemi en hér er gert? Afstaða Alþýðufl. er mjög svipuð. Hann telur, að fyrst að hann tapáði atkvæðamagni og þingsætum við síðustu alþingis- kosningar geti hann farið í fýlu og hlaupizt úr leik og undan állri ábyrgð. Um kommúnjstana þarf ekki að tala, þeir tóku afstöðu strax gegn ríkisstjórninni og dauðadæmdu fyrirfram allt það sem hún mundi koma með og þai- sem allir vita,i að sá flokkur vinnur markvisst að upplausn efnahagsmála þjóðarinnar sannar fátt bet- ur en andstaða þeúra við frumvarp stjórnarinnar að í því felast úrnuði til bjargar. Kommúnistum hefur tekizt að koma ár sinni fyrir borð í íslenzkum stjóinmá'Ium miklu betur en skyldi, en sem betur fer em þéir fárnir að tapa fylgi aftur. Það er því leitt til þess að vita, að þeim skuli nú hafa bætzt liðsmni Alþýðú- og Framsókn- arflokksins í upplausnarstarfi sínu. Eins og efriahagsmálum þjóðarinnar ér riú komið fer ekki hjáþví að róttækra aðgerða sé þörf eigi ekki að lenda því þyngri byrðar á þjóðinni. En slíkar ráðstafaiúr koma að litlu liði, nema þær séu framkvæmdar, af stjórn, sem nýtur stuðnings meiri- hluta alþingis. Þetta var Sjálfstæðismönnum ljóst. Þessvegna buðu þeir upp á samvinnu við aðra flokjca. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áyallt verið fús til að rétta fram samnings- og sáttahönd, Frá fundi Hlífar s. I. mánudag Verkamannafélagið Hlíf hélt fund s. 1. mánudag og mættu þar um 100 manns. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fund- inurn: I fjárhags og atvinnumálum „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf, mánudag- inn 6. marz 1950, lætur í ljós þá skoðun sína, að þörf sé róttækia aðgerða til viðreisnar efnahags og atvinnulífi þjóðarinnar. Hins vegar getur fundurinn ekki fallist á að þær róttæku að- gerðir eigi að framkvæma ein- hliða á kostnað verkamanna og anriarra launþega. Heldur eigi byrðarnar að koma á alla þegna þjóðfélgsins og þá mest á þá, er breiðust hafa bökin, þ. e. hina eigna og tekjuhæstu. Með hliðsjón af þessari skoð- un sinni mótmælir fundurinn frumvarpi ríkisstjórnarinnar í fjárhags og atvinnumálum, sem fram er komið á Alþingi, þar sem gengislækkunarákvæði frum varpsins rýra kaup verkamanna um 15—18%, en eigi eru nein á- kvæði í því er tryggja bætur fyr- ir þá kjararýrnun, nema síður sé, ásamt því að í frumvarpinu eru ákvæði sem virka’í framkvæmd sem bein kaupbinding.“ Um framlengingu samning- anna. „Fundurinn samþykkir að heimila stjórn félagsins að fram- lengja kaup og kjarasamningum félagsins við atvinnurekendur ó- breyttum til 1. apríl 1950 og renni þá samningar út af sjálfu sér, án uppsagnar.“ Til ráðstefnu A.S.Í. Fundurinn samþykkir að skora á ráðstefnu þá er Alþýðu- sambandið hefur boðað til 12. marz 1950, til að ræða kaup- gjalds- og dýrtíðarmálin, að haga svo störfum sínum, að meg ináherzla verði lögð á samvinnu og niðurstöður, er full eining er um. ítrekun til bæjarstjórnar. Fundurinn samþykkir að í- treka áskoranir Hlífar til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, um að hefja tafarlaust úrbætur á ríkj- andi atvinnuleysi. Um vinnuskiptingu. „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf 6. marz 1950, samþykkir að fela stjórn félagsins að mótmæla framkomu verkstjóra Bæjarútgerðarinnar við vinnuskiptíngu, er Bjarni riddari var afgreiddur s. 1. sunnu dag. Þessi mótmæli verði til- kvnnt bæjarstjóra og fram- kvæmdarstjóra Bæjarútgerðar-, innar.“ Aðalí. Iðnaðar- mannafélagsins Iðnaðarmannafélagið í Hafnar firði hélt aðalfund sinn fimmtu- daginn 23. febr. s. 1. Formaður félagsins, Guðjón Magnússon gaf skýrslu um starf- ið á árinu og höfðu m. a. verið haldnir 7 fundir, ein skemmti- ferð farin, jólatrésskemmtun fyr- ir börn haldin og árshátíð fyrir félagsmenn. Félagið sendi fnll- trúa á Iðnþing, sem haldið var í nóv. s. 1. í Reykjavík. Atvinna félagsmanna hafði yfirleitt verið góð fram á haust. en vinna ver- ið stopul síðan. í félagið gengu sjö nýir félagar, en alls eru nú rúmlega 120 manns í félaginu. Fráfarandi stjórn var öll end- urkosin, en hana skipa: Guðjón Magnússon formaður, Stein- grímur Bjarnason varaformaður, Kristinn J. Magnússon ritari, Sigurjón Einarsson fjármálaritari og Magnús Kjartansson gjald- keri. Skólastjóri Iðnskólans, Bergur Vigfússon gaf skýrslu um starf skólans og eru nú 84 nemendur í skólanum. í skólanefnd Iðn- skólans voru kosnir Emil Jóns- son, Hannes Sigurjónsson og Vigfús Sigurðsson. Þakkir Fyrir hönd Kvennadeildar Slysavarnarfélags íslands í Hafn- arfirði, færum við herra bæjar- stjóra og bæjarráði, svo og öll- um þeim sem á einn eða annan hátt stuðluðu að því að kvöld- vakan mætti takast sem bezt, ókkar innilegustu þakkir og árn- um þeim allra heilla. Kvöldvöku nefndin. Gjafir og áheit Kvennadeild Slysavarnafélags- Islands í Hafnarfirði hafa borizt eftirtaldar gjafir og áheit síðan síðasta skilagreining var gerð: Frá Guðríði Jónsd. . kr. 100.00 — N. N...........- 5.00 — Velunnara fél. . — 50.00 — konu.......... — 5.00 — N. N.......... - 500.00 — Ragnh. Guðm. . — 50.00 — Ingibj. Jónsd. .. — 15.00 Samtals kr. 725.00 Áíeð þakklæti meðtekið. gjaldkerinn. þegar nauð.syn hefur krafizt og vandamál þjóðarinnar hafa beðið úrlausnar. Hann hefur rétt höndina fram nú, en í hana hefur ekki verið tekið, heldur jafnvel slegið á hana. Hvaða orð-á að vqlja slíku framferði, þegar allur búskapur þjóðarinnar er á heljar þröm, verða lesendur látnir um. Það er von allra góðra manna að. betur rætist úr en á horfir. Lán lil elliheimilisins Á bæjarstjórnarfundi s. 1. þriðjudag var samþ. að taka kr. l. 000.000.00 að láni til bygging- ar elliheimilisins er talið að hægt verði að Ijúka smíði hússins fyrir það fé í viðbót við framlag bæjarins. Upplýsingar lágu fyrir um það að hægt væri að fá kr. 500.000.00 að láni hjá Trvgg- ingarstofnun ríkisins. Lánið sé tryggt með fyrsta veðrétti í elli- heimilisbyggingunni og greiðist með jöfnum afborgunum á næstu 15 árum. Vextir verða 4M% á ári. Þótt ekki væri lofun fyrir hærra láni taldi bæjarstjóri ekki vonlaust um að takast mætti að fá meira síðar. Ánægjuleg kvöldvaka Kvennadeild slysavarnafélags- ins i Hafnarfirði hélt kvöldvöku í Bæjarbíó s. 1. sunnudag og var hvert sæti í húsinu skipað. Kvöldvökuna setti frú Hulda Sigurjónsdóttir og gat hún þess m. a. að deildin ætti 20 ára af- mæl í des. n. k. og hún teldi nú yfir 400 félaga. Annað, sem fram fór var að Helgi Hannesson, bæjarstjóri, flutti ávarp, duett sungu þeir Marinó Þorbjörnsson og Páll Þorleifsson, Ágúst Hjörleifsson flutti söguþætti, Fjólufansinn söng með guitarundirleik, Lúð- vík Kristjánsson ristjóri las upp úr dagbók, gamanvísur flutti Jón Þorvaldsson, Stefán Ás- björnsson lék einleik á píanó og sýndur var sjónleikurinn „Kven- fólkið heftir okkur“. Fór kvöldvakan hið bezta- fram og var til ánægju þeirn, er sóttu hana. Bygging haínar- innar Framhald af 1. síðu, við hafnarbygginguna, um gang verksins s. 1. ár svo og þá leið, sem hafnarnefnd hefur orðið sammála um að fara til fjáröflun ar fyrir þessar framkvæmdir. Bæjarbúum er ljós þörfin fyrir fullkomna höfn og þeir skilja það, að með því, hvernig hafn- arskilyrðin verða standa eða falla framtíðarmöguleikar þessa bæjar um blómlegt athafnalíf og afkomuöryggi allra bæjarbúa. Það er því von til, að nú þegar til bæjarbúa er leitað með að fá lánsfé þá bregðist þeir vel við og leggi eitthvað af mörkum til framgangs þessu máli málanna hér í bæ, því það er enginn vafi að annað fé mun ekki gefa bæjarbúum meiri arð en það sem fer til að koma hér upp fullkominni höfn. Kaupið því bréfin, þegar þau koma á mark- aðinn og leggið þannig hönd á plóginn með að efla og treysta framtíð bæjarfélagsins sem bezt.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.