Hamar - 10.03.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 10.03.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 Þjóðarbúskapurinn og framtíðarhorfur Um fátt er meira rætt manna á meðal en ástand það, sem rík- ir í efnahagsmálum þjóðarinnar, hvað þar verði til bjargar, og hvern enda það muni hafa. Það er orðið lýðum ljóst, að við öfl- um ekki fyrir því, sem við telj- um nauðsynlegt að kaupa af öðrum þjóðum til að geta lifað sæmilegu lífi. Reynslan hefur líka fært okkur þau óumflýjan- legu sannindi, að við getum ekki kevpt þann hlut, sem kostar 100 kr., ef við höfum ekki aflað okk- ur nema 80.00 kr. til að kaupa fyrir. Nú er talið nauðsynlegt til að bjarga atvinnuvegunum og þá um leið sjávarútvegnum frá rekstursstöðvun verði að skipta þjóðartekjunum á milli stétta þjóðfélagsins á annan hátt og í öðrum hlutföllum en verið hefur í því skyni hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp um gengis- -lækkun og fleira. Hvort það nær fram að ganga eða í livaða formi er ekki vitað, þegar þessar lín- ur eru ritaðar, en hitt er öllum ljóst, að svo fremi að slíkar ráð- stafanir eigi að ná verulegum árangri, þurfa þær að leiða til þess, að vinnuorka þjóðarinnar beinist til atvinnuveganna meira en verið hefur nú að undan- förnu. Á stríðsárunum beindist vinnu afl þjóðarinnar mjög inn á þær brautir að vinna fyrir hið er- lenda setulið, sem hér dvaldi. Menn fóru til þeirrar vinnu, m. a. í stórum stíl frá framleiðslu- störfum til lands og sjávar. Á meðan á slíku stóð gerði það ekki til, nema síður væri, frá því sjónarmiði séð að afla þjóð- inni nauðsynlegra gjaldeyris- tekna, vegna þess, að hver stund, sem unnin var fyrir setuliðið fékkst greidd í erlendum gjald- eyri. Þegar stríðinu lauk og herinn hvarf af landi burt var ekki leng- ur sá möguleiki fyrir hendi að afla gjaldeyristekna á sama hátt og áður, en fólkið, sem vann fyr- ir setuliðið hvarf að mestu leyti frá því að afla gjaldeyris. Það vinnuafl, sem áður hafði verið í þjónustu erlendra ríkja beindist nú að þeim störfum, sem snertu hina miklu fjárfestingu, sem hér hefur verið undanfarin ár, en teljandi lítið af því hefur snúist aftur að framleiðslustörfum. Afleiðing alls þessa er svo það ástand, sem nú hefur skapazt og við erum að glíma við. Það ætti að vera flestum ljóst, að við þurfum að beina starfs- getu þjóðarinnar meira að fram- leiðslustörfum og þá einkum að afla þeirrar vöru, sem beztur markaður er fyrir erlendis. Til að svo megi verða, er nauðsyn- legt, að þeir, sem að framleiðslu- störfum vinna beri það úr bítum að bæði höndin sem verkið vinn- ur svo og sá, sem féð leggur fram hafi meiri arðsvon, en þeir, sem ólífræn störf stunda. Ráð- stafanir, sem tryggja slík straum- hvörf er nauðsynlegt að gera og þær þola enga bið. Þegar um það er að ræða að vinna að aukningu úflutnings- framleiðslunnar er margt að at- huga. Það er ekki ávallt nóg, að afla sem mest að magni heldur er nauðsynlegt að aflinn verði sem verðmætastur og sem minnstum gjaldeyrisverðmætum sé sóað til að ná honum. Kem- ur þetta rnjög til athugunar við framleiðslu sjávarafurða, og er nauðsynlegt að hver einasti ein- staklingur, sem er þátttakandi í slíkri framleiðslu sé sér þess með vitandi hve mikils virði það er bæði fvrir hann sem og alla aðra að fara vel og sparlega með hvað eina. Hafnarfjörður er mikill út- gerðarbær bæði hvað snertir með útgerð togara svo og er orð- in héðan mikil vélbátaútgerð, þó af einhverjum ástæðum, að bæði blöð og útvarp muni ekki eftir honum, þegar fréttir eru sagðar frá verstöðvum. Héðan róa nú yfir 20 bátar og mun verbúðaleysi og aðrar aðstæður í landi valda því, að þeir eru ekki nokkru fleiri. Þótt vélbátaútvegur héðan úr bænum eigi ekki mörg ár að baki sér hafa Hafnfirðingar komið auga á nauðsyn þess að nýta eftir föngum þann afla, sem á land kemur. Með það fyrir aug- um var Lýsi & Mjöl h.f. stofnað og reist verksmiðja, sem er full- komin síldarverksmiðja og lýsis- bræðslustöð. Verksmiðjan vinnur nú öll bein frá hraðfrystihúsun- um ennfremur hefur hún tekið til vinnslu og unnið mjöl úr slógi sem til hefur fallið og mun það vera eina verksmiðjan hér á landi, sem það gerir. Er gert ráð fvrir að henni berist 8—10 hundruð tonn af slógi yfir ver- tíðina og mun það nema í kring- um 100 þús. kr. í útflutnings- verðmæti. Hér er bjargað mikl- um verðmætum frá glötun auk þess, sem það veldur miklum þrifnaðarauka, að hagnýta slógið á þennan hátt. Eins og gefur að skilja er töluvert kostnaðarsamt að vinna mjöl úr slóginu, þar sem það er 85—90% vatn, en fáist Bróðir okkar Halldór Magnússon skipstjóri fórst með m.b. Jóni Magm'issyni frá Hafnarfirði. Vegna barna hans og annarra vandamanna, Guðmundur Magnússön, B. M. Sæberg. uppborin sú vinna, sem í það er lögð svo og þar sem lítil gjald- ; eyriseyðsla er í sambandi við vinnsluna blandast engum hug- ur um að hér er um stórmerka og sjálfsagða tilraun til sköp- unar gjaldeyrisverðmæta að ræða, og virðist hún þegar hafa gefið þá raun, að ástæða sé til fyrir aðrar verstöðvar að taka hana til fyrirmyndar. Nú á þessari vertíð hefur verk smiðjan gert nýja tilraun og er það að skapa verðmæti úr af- beitu, en henni hefur ávallt verið | fleygt og mun það gert annars- staðar. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan fái ca. 150 tonn af af- beitu til vinnslu og mun það gera að útflutningsverðmæti í lýsi og mjöli 60—70 þúsund kr. Hér er um merkilega tilraun að ræða og þess virði að henni sé gaumur gefinn af ráðamönnum þjóðarinnar svo og öllum almenn ingi. Þá má geta þess, að fyrir for- göngu verksmiðjunnar var farið fram á það við formenn bátanna -að hirða. allan úrgangsfisk, svo sem karfa, keilu, skötu o. fl. en ekki kasta honum fyrir borð eins og áður var gert.Var þessari ari málaleitan vel tekið af mörg- um strax í byrjun og nú er svo komið, að allir bátar flytja slíkan fisk í land og fær verksmiðjan þar tugi tonna af hráefni til vinnslu, og er sá þáttur nýtingar- innar ekki aðeins til að auka framleiðslumagnið og skapa meiri vinnu í landi heldur einnig til að gera framleiðsluna betri, þar sem slíkt hráefni er mjög gott. Eins og áður er vikið að er full ástæða til að gefa gaum þeim tilraunum, sem fram hafa farið hjá Lýsi &Mjöl h.f. um að nýta sem bezt þann afla, sem að land berst og um það má nú segja, að sé orðið samstillt átak allra þeirra, sem að framleiðslu sjávarafurða vinna. Að sjálf- sögðu getur verið eitt og annað, sem betur mætti gera á þessu sviði og er fullvíst að augun verða höfð opin fyrir því, en það breytir í engu þeirri stað- reynd, að út á nýjar brautir hef- ur verið farið í að nýta aflann og þær brautir sem ekki eru farnar í öðrum ver- stöðviun. Mjöl úr slógi mun ekki vera unnið í öðrum verstöðvum og afbeitu mun allstaðar vera hent. Má fullvíst telja að þannig fari forgörðum, ekki aðeins hundruð þúsunda króna í er- lendum gjaldeyri heldur milljón ir. Á slíku höfum við Islendingar ekki efni nú, þegar mest á ríður að auka útflutningsverðmæti þess, sem við öflum. Við höfum ekki efni á því að draga aflann á land og kasta honum svo að einhverju leyti aftur, þegar hægt er að nýta liann betur en gert er. Við höfum heldur ekki efni á að láta hinn verðminni fisk út fyrir borðstokkinn, þegar liægt TILKYNNING frá skattstofu Hafnarfjarðar Þar sem frestur til að skila skattframtölum hefur ekki verið veittur lengur en til 1 apríl n. k. er áríðandi að öll framtöl séu komin til skáttstofunnar fyrir þann tíma. S kattstjórinn. Sokkaviðgerð Unnar Haraldsdóttur Afgreiðshitími þrír dagar. Afgreiðslan er i ÁLFAFELLI Simi 9430 flutnings, sé hann fluttur á land. Hér er verk að vinna, sem all- ir verða að vera samtaka um að leysa sem bezt af hendi. Þetta snertir jafnt alla þegna þjóð- félagsins, þetta er snar þáttur í að auka þjóðartekjurnar og skapa hér á landi betri lífsskil- yrði en áður og hver vill liggja á liði sínu í þeim efnum? Nýting sjávarafurða hér í Hafnarfirði hefur verið tekið sem dæmi upp á það sem hægt er að gera og hvað þarf að gera. I upphafi þessarar greinar var nokkuð vikið að þeim vanda, sem við eigum við að stríða og þurfum að leysa til að koma efnahagsmálum okkar á réttan kjöl. Einn þáttturinn í slíkri lausn er það sem hér hefur verið gert að umtalsefni, að gjörnýta sem bezt það, sem við öflum og auka þannig þjóðartekjurnar. Vandamálin verða aldrei leyst með lagasetningu einni heldur miklu fremur dug og framsýni þjóðarinnar allrar í þ\-*í að hag- nýta sér auðlyndir landsins og fiskimiðanna \'ið strendur þess. Að sjálfsögðu verða misjafnar skoðanir fólks um það, hvernig og á hvern hátt skuli komizt úr þeim ógöngum í efnahagsmál- um, sem þjóðin hefur lent i. Þar kemur fram eins og ávallt, þegar skipta þarf þjóðartekjun- um, hagsmunabarátta einstakra er að vinna úr honum mjöl til út- óskast frá 14. maí eða fyrr á heimili ÓLAFS BÖÐVARSSONAR stétta þjóðfélagsins og kapp- hlaupið milli þeirra um að ná sem stærstum skerf í sinn hlut. Afleiðing þess vill svo oft verða sú, að meira er hugsað um og orku eytt í að rífast um það sem aflað hefur verið og ekki sézt betur fyrir en svo, að farið hefur verið á mis við að auka afla- magnið, sem oft mundi hægt ef átak stéttanna í þá átt væri samstillt. I þessu mun alltof oft því miður ógæfa þjóðarinnar liggja. Hér þarf breyting að verða á, skiemmdaröfl hvaðan sem þau koma og í hvaða mynd, Sem þau birtast þarf að gera óvirk og beina öllum góðum öfl- um að viðreisn atvinnulífsins, að viðreisn þjóðarinnar, bjarga henni frá örbirgð og eymd, vernda sjálfstæði hennar og framtíð. Hér er alvara á ferðum, meiri alvara en margur mun gera sér grein fyrir. Það duga því engin vettlingatök og hálf- kák, aðeins festa, hagsýni og fórnfúst starf allra þegna þjóð- félagsins geta bjargað því frá bráðum voða. r-------;--------------------------------------> Lánsútboð vegna hafnarinnar Á fundi bæjarstjórnar s. I. jiriðjudag Já fyrir fundar gerð hafnarnefndar frá 28. febr. Hafði hafnarnefnd rætt um fjáröflun til hafnarframkvæmdanna og samþykkti hún að leggja til við ljæjarstjórn, að nú þegar verði boðið út lán kr. 500.000,00 til tíu ára, handfiafaskuldabréf með 6% ársvöxtum. Lán þetta verði tryggt með ríkisábyrgð. Skulda- bréfin verði að upphæð kr. 500 — kr. 1000 — kr. 2000 — kr. 5000 - og kr. 10.000. Bæjarstjórn samþykkti þessa tillögu hafnarnefndar með þeirri breytingu að út yrðu gefin bréf að upphæð kr. 100 og var bæjarstjóra falið að ganga frá láninu, lánsskjölum og öllum sktddhindingum þar að lútandi.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.