Hamar - 05.05.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 05.05.1950, Blaðsíða 2
2 H A M A R r-------------------------------------------------------- HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstœðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. Anknar álögur Það clylst engum hugsandi manni að framundan eru erfiðir tímar fyrir alla landsbúa ekki sízt miðað við þá velgengni, sem hér hefur ríkt s. 1. áratug. Mörgum hættir við að halda, enda óspart á því alið, að allir slíkir erfiðleikar séu gengisfalli íslenzku krónunnar að kenna En það er ekki rétt. Meinið á sér dýpri rætur en svo og hefur verið miklu lengur að búa um sig en það, að hægt sé að kenna gengislækkuninni um. Sannleikur málsins er sá, að þjóðin hefur ekki aflað að undanförnu og aflar ekki fyrir því, sem hún þarfn- ast af aðkeyptum vörum. Það er ekki nóg að hafa íslenzka pen- inga í höndunum til kaupa á erlendri vöru, heldur þarf að láta þau verðmæti í staðinn, sem viðskiptalöndin taka góð og gild. Sölumöguleikar á framleiðslu þjóðarinnar, markaðsverð á heims- markaðinum og aflamagn hennar hlýtur að ráða mestu um það, hver afkoma hennar verður. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður frarnhjá komizt og það er tilgangslaust og ekki nema til ills eins að loka augunum fyrir þeim. Mikil átök verður að gera til að komast sem klakk- lausast út úr erfiðleikunum og fer ekki hjá því, að þjóðarskútan verði fyrir nokkrum áföllum. Þó má draga úr þeim, en það verður ekki gert, nema með samstilltu átaki allra. Því fleiri, sem skorast undan því að taka í árinni þeim mun stærri áföllum má búast við. Það er mikið um það rætt að nauðsynlegt sé að draga úr hinum opinbera rekstri eftir því sem föng eru á, enda verður ekki hjá því komizt eigi vel að fara. Þeir, sem með völdin fara hverju sinni verða að gæta hófs í meðferð opinbers fjár og vera þannig' öllum almenningi til fyrirmyndar. Því hefur mjög verið haldið á loft nú að undanförnu af Alþýðuflokknum, að gengislækkunin væri árás á lífskjör laun- þega í landinu, að vísu er það alveg öfugt að tala um árás, heldur ætti að tala um nauðvörn til að geta haldið þjóðarskút- unni á réttum kili. En meinar Alþýðuflokkurinn nokkuð með þessu hjali sínu? Það er ekki útlit fyrir það, ef dæma má eftir þeirri afstöðu, sem Alþýðuflokksmenn taka hér í bæ. Hér hefur Alþýðuflokkurinn stjórnað og verið einráður. Er nokkuð betri útkoman hér heldur en annarsstaðar? Er ekki Bæjarútgerðin farin að tapa? Minka ekki tekjur bæjarbíós stórlega með hverju árinu sem líður? Er ekki verið að taka livert stórlánið á fætur öðru til að geta haldið framkvæmdum áfram? Og er ekki öll afkoma alnrennings í bænum lakari en áður? Jú, vissulega. Og þetta var farið að gerast á meðan stjórnarforystan á þingi var í höndum Alþýðuflokksins. Þá var það ekki gengislækkun að kenna að allt var á niður leið. Hvað olli? Það verður ekki hægt að segja með sanni að gengislækkunin hafi valdið öllu böli, heldur eins og áður er sagt að efnahagskerfið var orðið sjúkt og sjúkdómurinn dafnaði vel og það enda þótt Alþýðuflokk urinn sæti við stýrið. Hér er ekki einu um að kenna heldur mörgu. En svo er hin hlið málsins og það er áróður Alþýðu- flokksins og hálfbræðra hans kommúnista um „árásina“ á allan almenning. Hverjar eru tilraunir Alþýðuflokksmeirihlutans hér í bæ til að standa við hlið launþega, þegar kjör þeirra versna svo mjög? Tekur hann ekki þátt í sama leiknum, sem hann sakar aðra um? Ekki virðist fjárhagsáætlunin ætla að létta svo mikið á bæjarbúum. Alþýðuflokkurinn leggur á hækkandi skatta og útsvör og hikar ekki við. Um leið og Alþýðuflokkurinn talar um þá óhæfu að ríkisstjórnin fái framlengda skatta sem hann átti þátt í að leggja á þjóðina samþykkir Alþýðuflokksmeirihlut- inn hér í bæ að stórhækka útsvörin eða um nálega 11% og marg- falda vatnsskatt. Gott er nú samræmið eða hitt þó heldur. Það er nauðsynlegt og öllum fyrir beztu, að heilindi séu viðhöfð og við málum snúizt í sameiningu, svo að takast megi að leysa þau á hagkvæman hátt fyrir allan almenning. Er æflun Alþýðuflokksmeiri- hlufans að láfa bæinn kaupa og reka sfræfisvagnana! Á síðasta bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var 25. apríl s. 1. var tekið til meðferðar bréf frá póst- og símamálastjórninni þess efnis, að spurst er fyrir um það, hvort Hafnarfjarðarbær hafi á- huga fvrir að taka við rekstri strætisvagnanna. Bréfið er svo- hljóðandi: „Með því að ríkisstjórnin vill leysa ríkissjóð frá rekstri almenn ingsbifreiða, er hér með spurst fyrir hjá yður, herra bæjarstjóri, hvort Hafnarfjárðarbær hefir á- liuga fyrir að taka við rekstri leiðarinnar Beykjavík — Hafnar fjörður, og sé svo, er mælst til þess, að Hafnarfjarðarbær til-1 nefni tvo menn frá sinni hálfu til samninga um þetta mál, en ríkisstjórnin tilnefni hinsvegar aðra tvo. Er þess óskað, að svar berist hið allra fljótasta.“ Það er nú svo komið, að ríkis- stjórnin telur ekki fært að ann- ast þennan rekstur eins og hefur gengið þar sem leiðin hefur ver- ið rekin með stórtapi á ári hverju. Við umræður um málið í bæjarráði varð ekki samkomu- lag. Þorleifur Jónsson lagði mjög eindregið til, að unnið yrði að því að fyrirtækið kæmist aftur inn í bæinn og lét bóka í Jrví sambandi: „Ut af þessu bréfi póst- og símamálastjórnarinnar legg ég til að bæjarstjórn tilnefni tvo menn til viðræðna við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar um ráðstöfun á fólksflutningum á leiðinni Ilfj. — Rvk, með Jrað fyrir augum, að fólksflutningar á Jressari leið komist aftur í hendur þess hafn- firzka félags, sem hafði þá um margra ára skeið að hálfu leyti, áður en póst- og símamálastjórn- in tók þá að sér, og sem J>á þótti sjá vel fyrir þörfum Hafnfirð- inga, og annarra í þessu efni, enda verður að telja, að sú reynsla, sem hefur fengist af hinum opinbera rekstri á þessum fólksflutningum, sé svo rauna- leg og óhagstæð á alla lund, að ekki beri að vinna að Jjví, að bæjarsjóður Hafnarfjarðar taki nú að sér Jressa starfsemi." Meirihluti bæjarráðs, sem virðist hafa áhuga fyrir því að bærinn steypi sér út í vafasam- an rekstur ber fram eftirfandi tillögu: „Að erindinu verði svarað á þá leið, að bæjarstjórn hafi á- liuga fyrir að kynna sér Jretta mál í einstökum atriðum, bæði hvað mikið af vögnum væri fá- anlegt, og við hvaða verði, svo og verkstæðisvélar, áhöld og varahlutir, og ennfremur að fá allar upplýsingar um reksturinn, sem Jjýðingu kunna að hafa í Jiessu sambandi. Loks að athug- að verði um möguleika innan- bæjar, til þess að færa Jressa starfsemi hingað. Leggur því meirihluti bæjar- ráðs til, að kosnir verði tveir menn til viðræðna við fulltrúa ríkisstjórnarinnar og almennrar atlmgunar á rnálinu, og verði niðurstöðurnar síðan lagðar fyr- ir bæjarráð og bæjarstjórn.“ Þorleifur Jónsson gat Jress í umræðunum um málið að Á.B. H. væri eina fyrirtækið hér í bæ, sem hefði noklcra aðstöðu til að taka að sér rekstur vagnanna. Félagið hefði líka sýnt Jjað, að Jrað hefði séð bezt fyrir Jrörf- um þess fólks, sem á milli bæj- anna þurfti að fara. Það mundi því bezt samræmast hagsmun- um bæjarbúa að Á.B.H. tæki við rekstrinum. Emil Jónsson gat þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði unn- ið að Jrví, að koma rekstri vagn- anna í hendur ákveðins einstakl- ings, sem væri Á.B.H. Taldi hann sig hafa vitað Jretta fyrr, þótt einstaklingurinn hefði ekki verið nefndur fyrr en nú. Hins- vegar sagðist hann ekki ætla að fara að deila um reksturinn á vögnunum. Þorleifur Jónsson sagðist ekki furða sig neitt á Jrví, Jrótt Emil vildi ekki deila um rekstur stræt isvagnanna, það væri ekki nema skiljanlegt. Kristján Andrésson var mjög á sama máli og meirihlutinn, enda er þar um skyldleika að ræða Jmr sem báðir vinna að því að komu öllu í viðjar ríkis og bæja. Annars voru aðalrök Krist- jáns J>au að óhætt væri að taka vagnanna í rekstur bæjarins J>ví Helgi S. Guðmundsson gæti leið beint um þann rekstur. Helgi S. Guðmundsson benti Emil á, að nokkurs misskilnings gætti í málflutningi hans hvað það snertir að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði unnið að ]>\í að koma strætisvögnunum í hend- ur Á.B.H. því að við félagið hefði alls ekki verið rætt um málið. Emil varð svarafátt og gat ekkert fundið stóru orðunum sínum til stuðnings annað en J>að að á Á.B.H. var minnst í tillögu Þorleifs Jónssonar. Þá taldi Emil, að nauðsynlegt væri að fyrirtækið kæmist í bæinn en ]>að væri aukaatriði hver hefði framkvæmdina. Þorleifur gat Jjess að Jjað væri ekki aukaatriði í hvers höndum rekstur fyrirtækisins væri, Jrað hefði bezt sýnt sig að undanförnu. Síðan voru tillögurnar teknar til atkvæðagreiðslu og ætlaði for seti að bera fyrst upp tillögu meirihlutans. Óskaði Þorleifur þá eftir því að sýn tillaga væri borin upp fyrst þar sem hún gengi lengra en tillaga meiri- hlutans. Ætlaði forseti að cærða við ]>ví en þá sagði Emil að Jress ar tillögur ætti að bera upp í þeirri röð sem þær bæru að, enda væri hér um tvær sjálfstæð ar tillögur að ræða. Urðu nokkr- ar deilur um fundarsköp og kom Þorleifur ]>á með breytingartil- lögu við tillögu meirihlutans og ætlaði forseti að bera hana upp en það mátti Emil ekki heyra nefnt, var síðan fellt að taka hana til atkvæðagreiðslu. Síðan var till. meirihlutans borin upp og samþykkt. Þá ætlaði forseti að bera upp tillögu Þorleifs, en Emil var ekki ánægður með það og spurði forseta, hvort hann ætlaði að bera tillöguna upp eftir að liin hefði verið sam- Jiykkt. Þá var tillaga Þorleifs ekki lengur sjálfstæð tillaga! En forseti fór sínu fram að þessu sinni og bar upp tillöguna, sem var fellcl. Kosnir voru tveir menn til viðræðna við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar og urðu þeir fyrir val- inu Páll V. Daníelsson og Ósk- ar Jónsson. Sjómenn Ákveðið hefur verið að Sjómannafélag Hafnar- fjarðar og Skipstjórafélagið Kári, efni til sameiginlegra hátíðahalda í Alþýðuhúsinu hér í bæ á Sjómannadag- inn, með sameiginlegu borðhaldi, ef næg þáttaka fæst. Félagsmenn, sem hafa hugsað sér að taka þátt í hátíðahöldunum, geta skrifað nöfn sín á lista, sem ligg ur frammi í skrifstofu Alþýðuhússins Stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar Stjórn Skipstjórafélagsins Kára

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.