Hamar - 20.10.1950, Síða 3

Hamar - 20.10.1950, Síða 3
H A M A R 3 „Dýraverndunctrfélag Hafnfirðinga" íþróttafréttir „Dýraverndunarfélag Hafn- firðinga“ var stofnað 13. maí 1928. Ríkti þá mikill áhugi í fé- laginu, enda stóðu 130—140 manns að stofnun þess. Forseti félagsins var kosinn Einar Þor- kelsson. Tilgangur félagsins kemur glöggt fram í 3. gr. félagslag- anna sem er svohljóðandi: „Ætlunarverk félagsins er, að vekja nærgætni og samúð með öllum dýrum, vinna að því, að meðferð þeirra hjá einstökum mönnum og almenningi eigi stoð í skynsemd, drengskap og rétt- læti. Skal þetta gert með hverj- um þeim hætti, er félagið telur rétt og nauðsyn að beita, svo að samboðið sé sæmd þess. Er því félaginu skylt að kæra hvern þann mann til sektar að Iögum, er þau brýtur um nauðsyn fram á þann hátt, að vanhalda skepn- ur, misþyrma þeim, eða í ein- hverju öðru hefir það í frammi við þær, sem varðar við lög, er skaðlegt, illmannlegt eða sið- spillandi. Félaginu er í annan stað skylt, að láta sig varða öll önnur menningarmál og mannúðar, eft ir því sem það telur sér fært og sér, að eigi brýtur bág við verkefni þess.“ Blómaskeið félagsins var mjög stutt og mun einkum hafa valdið því, að forseti félagsins missti heilsu sína og flutti úr bænum nokkní síðar. Starfsemin hefir | því legið niðri að öllu leyti um árabil og er nú eftir í bænum að- eins um helmingur félagsmanna Fundargerðabók félagsins, lög þess og sjóður er allt í beztu reglu. Þá var það, að einn af stofn- endum félagsins, Björn Jóhann- esson fyrrv. bæjarfulltrúi boðaði nokkra menn á fund 9. okt. s.l. til að ræða um það að endur- lífga Dýraverndunarfélagið með sama markmiði og það hafði upp haflega. Rakti Björn sögu fé- lagsins og tilgang og benti á ýms verkefni, sem félagið þyrfti nauðsynlega að láta til sín taka. Tóku fundarmenn mjög í þann streng, að brýn nauðsyn væri að hefja framkvæmdir í því að end- urlífga félagið og var kosin þriggja manna nefnd til að at- huga og undirbúa málið. í nefnd ina voru kosnir: Björn Jóhannes- son, Jón Gestur Vigfússon og Þorvaldur Árnason. Ætlun þessarar nefndar er að senda mann með lista fyrst og fremst til gömlu félaganna, sem búsettir eru í bænum til að vita um það, hvort þeir vilji ekki ger- ast virkir þátttakendur á ný í félaginu, svo og verður leitað til annarra í sama tilgangi. — Verði undirtektir góðar verður boðað til fundar þar sem félaginu verð- ur kosin stjórn o. fl. til að starf- ið geti hafizt að nýju. Allir eru velkomnir í félagið, og þar sem „félagsgjaldið er lágt en markmiðið hátt‘, ætti öllum að vera mögulegt að gerast fé- lagar. Er þess því að vænta, að Hafnfirðingar taki vel þeim, sem til þeirra koma í áðurnefndum til gangi og leggi fram lið sitt til að „bæta kjör“ þeirra dýra, sem með okkur og í kringum okkur lifa okkur bæði til gagns og á- nægju. ------•------ Afhugað með úf- flufning á hraunvikri Út af erindi, sem Gunnlaugur Pálsson arkitekt, Reykjavík, um einkaleyfi til 5 ára á útflutningi hraunvikurs (vikurgjalli) úr landi Hafnarfjarðarbæjar, lagði bæjar- ráð eftirfarandi til við bæjar- stjórn: „Bæjarráð leggur til við bæj- arstjórn, að hún heimili Gunn- laugi þetta umbeðna einkaleyfi, gegn ákveðnum skilyrðum. Bæjarstjóra sé falið að gera um þetta samning við Gunnlaug, og sé samningurinn lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.“ Gunnlaugur Pálsson telur möguleika á að fá markað fyrir hraunvikurinn erlendis og taldi sig geta greitt kr. 10,00 fyrir bílhlass, sem væri allt að 5 rúm- metrum. Vinna við hraunvikur- inn á öll að framkvæmast af hafnfirzkum verkamönnum og bifreiðastjórum og afskipun að fara fram í Hafnarfirði. Er hér merkileg tilraun til að nýta það, sem landið hefur upp á að bjóða og er vonandi að hún heppnist vel. ------•------ Ný gjaldskrá Á bæjarstjórnarfundi 10. okt. s.l. var samþykkt eftir tillögum íþróttanefndar að loka sundlaug- inni yfir mánuðina nóv., des., jan., febr. og marz, að öðru leyti en því, að böðunum verði hald- ið opnum tvo daga í viku. Þá var samþykkt ný gjaldskrá fyrir sundlaugina og er þar um nokkra hækkun að ræða til að reyna að bæta eitthvað þann reksturshalla, sem á sundlaug- inni hefur verið. Aðsókn að sundlauginni var góð í júní og júlí en stöðugt hef- ur dregið úr henni síðan. Þó var meiri aðsókn í ágúst nú heldur en var í sama mánuði í fyrra og aðsóknin í sept. svipuð og þá. Það virðist mega draga þær ályktanir af hinni góðu aðsókn heitustu mánuðina, júní og júlí, að sundlaugin yrði sótt miklu meira og jafnara, ef laugin væri yfirbyggð. Er því nauðsynlegt að vinna að því, að það verði hið Vetrarstarfsemi íþróttafélag- anna hér í bænum er nú að hefjast. Innanhússæfingar eru þegar byrjaðar hér í leikfimishúsi barnaskólans og starfsemi Skíða og skautafélags Hafnarfjarðar byrjar strax og skíðafæri gefst. Innanhússæfingar F.H. og Hauka. Eins og undanfarin ár mun starfsemi F.H. og Hauka í vetur miðast að mestu leyti við þá starf semi sem hægt er að koma við í íþróttahúsi barnaskólans, og hafa félögunum verið úthlutuð lík afnot af húsinu og undanfar- in ár. F.H. fær 7 klst. til af- nota í viku hverri, og Haukar 6 klst. F.II. mun nota sína tíma! til æfinga handknattleiks, frjáls-| íþrótta og þjálfleikfimi, en Haukar sína að mestu leyti til handknattleiks og að einhverju leyti til glímuæfinga. Kennarar F.H. munu verða í vetur þeir Hallsteinn Hinriksson, Guðjón Sigurjónsson og Aðalsteinn Jóns- son. Hverjir verða kennarar hjá Haukum er ekki enn fyllilega ákveðið, nema glímukennsluna munu þeir Gunnlaugur Ingason og Sigurður Sigurðsson sjá um. Innanhússæfingar í Reykjavík. Þessir æfingatímar félaganna eru þó ekki fyllilega nógir starf- semi félaganna, og þó sérstak- lega handknattleiksins, þar sem leikfimishúsið er svo lítið sem raun ber vitni. Þess vegna verða félögin eins og undanfarin ár að leyta til Reykjavíkur með handknattleiksæfingar til þess að geta boðið félagsmönnum sín um upp á æfingar á svipaðri gólfstærð og þeir koma til með að keppa á, er til landsmóts handknattleiksins kemur. Þessu til úrbóta hafa Haukar fengið inni í íþróttahúsinu að Háloga- landi, en þar fá þeir að æfa eina klukkustund á hverjum sunnu- degi í vetur. Mun þessum tíma verða skipt milli flokkanna eft- ir efnum og ástæðum. F.H. hef- ur aftur á móti fengið inni í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi Háskóla íslands, og fengið þar einnig eina klukkustund í viku til afnota. Verður einnig þessum tíma skipt milli handknattleiks- flokka félagsins. Munu félögin nota þessa tíma aðallega til stað- setninga æfinga og útfærslu leiksins í heild. Fimleikar. í vetur munu einnig fimleika flokkar þeirra Þorgerðar Gísla- dóttur og Guðjóns Sigurjónsson- ar æfa í leikfimishúsi barnaskól- | ans, en sem kunnugt er starf- allra bráðasta, enda var veitt fé til þess á síðustu fjárhagsáætl- un, sem vonandi verður geymt til verksins, enda þótt slíkar fjárveitingar hafi misfarizt áð- ur. rækt Þorgerður fimleikaflokk kvenna s.l. vetur og Guðjón fimleikaflokk karla. Báðir flokk- arnir efndu til sýninga í vetr- arlokin og flokkur Þorgerðar kom fram á 17. júní hátíðinni í sumar. Árangur og hæfni flokk- anna var talinn með bezta móti og vakti að mörgu leyti furðu hve langt þeir höfðu náð með jafn stuttri æfingu, og þeir höfðu, þegar þess er gætt að slíkir flokkar skapast ekki til hæfni né fullkomnunar fyrr en eftir margra ára erfiðar og mark vissar æfingar. Sundprófum er að verða lokið. Nemendur barnaskólans og Flensborg hafa notið sund- kennslu í sundlaugunum síðan skólarnir byrjuðu, en þeirri sundkennslu er nú að verða lok- ið, sakir þess að farið verður hvað af hverju að loka sundlaug- inni. Flensborgarskólanemend- urnir eru að ljúka við sundpróf- in, en barnaskólanemendurnir mæta aftur til kennslu í vor og taka sín próf síðarihluta næsta vors. Er sundkennslu skólanna áþreyfanlegt dæmi þess hve mik- il nauðsyn er á að sundlaugin verði yfirbyggð sem fyrst svo sundkennsla skólanna geti ver- ið allan skólatímann, eins og venja er þar sem yfirbyggðar sundlaugar eru. Framtíðaráætlanir um íþróttamál ræddar. Síðastliðið miðvikudagskvöld, mættu, að tilhlutan stjórnar ÍBH, á fundi, formenn íþróttafélag- anna hér í bænum, formaður íþróttanefndar bæjarins, vallar- nefnd og formaður ÍBH. — Verk efpi fundarins var að ræða um hvérnig íþrótfamál bæjar- ins stæðu og hvað bæri að gera til eflingar íþróttastarfseminni í nánustu framtíð. Var starfsemi hvers íþróttafélags rædd all ít- arlega og tillögur gerðar um hversu haga skildi aukinni starfsemi. Ákveðið var að halda fund með frjálsíþróttamönnum bæjarins um framkvæmdir við íþróttasvæðið að Hörðuvöllum og einnig að boða knattspyrnu- menn félaganna til fundar og fá úr því skorið hvort þeir ætluðu að láta hjá líða að leggja hönd á plóginn til að koma upp búnings skála við knattspyrnuvöllinn. Voru fundarmenn sammála um að skjóta og ákveðna afstöðu yrði að taka í þessum málum og koma þeim sem lengst á leið fyrir nýjár. Á. Á. ------•------ Eitt og annað - - Framliald af bls. 2 munir þeirra, sem neytend- ur eru geti ekki farið saman. Það getur vel verið, að fyr- ir hagsýni og dugnað græði fyrirtæki í einstaklingseign en við það er síður en svo nokkuð að athuga, og þá ekki sízt að miklu hagkvæm- axa er fyrir fólldð, að ein- staklingar reki fyrirtækið og græði, heldur en að ríkið ann ist reksturinn eins og sérleyf- isleiðin Reykjavík — Hafnar- fjörður er augljóst dæmi um. Guðjón Stcingrímsson, lögfr. Málflutningsskrifstofa Reykjavikurvegi 3 — Sími 9082 Viðtalstími kl, 5—7 Hafnfirðingar! Gjaldskrá Sundlaugar Hafnar- fjarðar GILDIR FRÁ 1. NÓVEMBER 1950. 1. Fullorðnir einstök skipti: a. í einsmannsklefum .......................... kr. 3.00 b. í hópklefum ............................... — 2.50 2. Böm í einstök skipti ........................... — 1.00 3. Afsláttarmiðar, gilda í 12 skipti: a. fullorðnir í einsmannsklefum (afsl. 25%)....— 27.00 b. 'fullorðnir í hópklefum (afsl. 25%)........ — 22.50 c. börn (afsl. 30%)............................ — 8.40 4. Mánaðarkort fullorðinna bundið við mánaðardag. a. í einsmannsklefum (afsl. 50%)............... — 45.00 b. í hópklefum (afsl. 50%) ................... — 37.50 5. Áhugakort barna bundið við 30 skipti (afsl. 40%) .... — 18.00 6. Sjúkrakort (t.d. lömunarsjúklinga) ............... ókeypis SÉR BÖÐ: 7. Kerlaug ......................................... — 5.00 8. Baðstofa: a. einkatímar, upphitunarkostnaður kr 14.00 að viðbættum kr. 3.00 fyrir hvem baðenda. b. Almennir tímar: x) fyrir hvem fullorðinn .................... — 5.00 y) fyrir hvert barn ....................... — 2.00 9. Leiga á sundfötum: a. fullorðinna ................................. — 1.50 b. barna ....................................... — 0.75 10. Leiga á handklæðum ............................... — 1.75 Sundlaug Hafnaríjarðar.

x

Hamar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.