Hamar - 20.10.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 20.10.1950, Blaðsíða 1
HAMAM ÍV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI 20. OKT. 1950 23. TOLUBLAÐ Vinna við hafnar- bygginguna stöðvuð Vinna við hafnarbygginguna er stöðvuð í bili, enda mun vera búið það fé, sem til verksins hefur fengizt. Verldð hefur gengið vel og er heildarlengd garðsins orðin 390 m. Lerigd plötu er 382 m. og skjólveggs 374 m. Komið er út á ca 7 m. dýpi miðað við stór- straumsfjöruborð. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt þá vann dýpkunarskip- ið Grettir að uppmokstri hér í höfninni s.l. vor og vannst tvennt við það, annað hið væntanlega athafnasvæði innan hafnargarðs- ins var dýpkað og hitt að upp var mokað möl og grófum sandi, sem notaður var til að þétta botninn og fylla upp undir garð- inn. Ofan á þessa fyllingu hefur verið byggt og reyndist mjög lítið sig á garðinum fyrr en kom- ið var svo langt að farið var að halla fram af uppfyllingunni, en þá kom fram dálítið sig eða frekar að megi kalla það skrið. Það er þó ekki neitt að ráði. Haldið hefur verið áfram með varnarbekkinn að utanverðu jafn framt garðinum og malarbing- urinn grjótklæddur að utan og nær sú grjóthleðsla víðast hvar um 11—12 m. út frá rótum garðs- ins en það eru 16—17 m. frá garðbrún. Þannig hefur verið gengið frá garðendanum að hlaðið hefur verið stórgrýti fyrir hann með fláa ca. 1:1 til varnar því að grafi undan garðinum. Bæjarbúar fagna hverjum þeim áfanga, sem næst í hafnar- byggingunni, enda verður af- koma bæjarbúa í framtíðinni mjög háð því hvernig hægt verð- ur að búa sem bezt að sjávarút- veginum hér í bænum. En mikið verk er ennþá að vinna, bæði við að halda áfram byggingu hafnargarðanna svo og bryggjur o. fl. innan þeirra. Allt kostar þetta mikið fé, en höfnin þegar fjárþrota og það skuldug orðin að hún mun tæp- lega geta staðið undir greiðslu vaxta og afborgaria af þeim lán- um, sem nú þegar hvíla á henni. Það er því nokkufn veginn Ijóst, að ekki verður hægt að halda áfram öðruvísi en þannig að bæjarbúar taki nokkurar byrð- ar á sínar herðar til þessara fram kvæmda, og á þeim erfiðleika- tímum, sem nú eru'verður ekki hjá því komizt að gera upp á milli þeirra stóru verka, sem bærinn hefur og láta þau sem nauðsynlegust eru og líftaug bæjarfélagsins fastast við bundin sitja í fyrirrúmi fyrir því fé, sem borgararnir geta af höndum lát- ið. Orðsending til Hafnfirðinga Kæru samborgarar, við sendum yður kveðju vora og minnum yður vinsamlegast á að félagið efnir til bazars fyrsta vetrardag, laugardaginn 21. okt., svo sem að venju öll und- anfarin 20 ár. Hafnfirðingar hafa alltaf brugðizt vel og drengilega við bónum þessa félagsskapar og treystum við enn og ætíð á veglyndi yðar. Við förum ekki fram á neinar stórgjafir, en ef við öll verðum samtaka og leggjum lítið eitt af mörkum þá má segja að „margt smátt geri eitt stórt," og allt er með beztu þökkum þegið. Bazarinn verður haldinn í Góðtemplarahúsinu og hefst hann kl. 5 eftir miðdag. Með vinarkveðju, Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hcdnarfirði. Fulltrúar á Alþýðu- sambandsþing Héðan úr Hafnarfirði hafa verið kosnir 14 fulltrúar á Al- þýðusambandsþing frá 5 félög- um. Frá V.m.f. Hlíf voru kosnir Hermann Guðmundsson, Sigurð- ur T. Sigurðsson, Helgi Jónsson, Ólafur Jónsson, Bjarni Erlends- son og Jens Runólfsson. Frá V.k.f. Framsókn voru kosn ar: Guðrún Nikulásdóttir, Þór- unn Sigurðardóttir og Sigríður Erlendsdóttir. Frá Sjómannafélagi Hafnar- f jarðar voru kosnir: Borgþór Sig- fússon, Pálmi Jónsson og Pétur Óskarsson. Frá Bifreiðastjórafél. Neista var kosinn: Bergþór Albertsson. Frá Iðju, félagi verksmiðju'- fólks var kosinn: Þóroddur Giss- urarson. Ný hafnarreglugerð Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt ný hafnarreglu- gerð fyrir Hafnarfjarðarkaup- stað. Hefur hún í för með sér nokkra hækkun á gjöldum til hafnarinnar, er það gert, ef það mætti verða til þess, að hún geti staðið að mestu undir rekstrin- um og þeim skuldum, sem á henni hvíla. Bæjarstjórinn fær húsaleigustyrk Sá atburður skeði á síðasta bæjárstjórnarfundi að eftirfar- andi tillaga frá bæjartfáðí var samþykkt: „Bæjarráð samþykkir, að leggja til við bæjarstjórn með tilliti til þess háa húsa- leigukostnaðar, er bæjar- stjóri hefur haft og hefir við að búa, að kostnaður þessi verði greiddur niður með kr. 500,00 á mánuði fyrst um sinn. Það hefur að vonum vakið undrun bæjarbúa, að bæjar- stjórinn, sem er hæstlaunaði starfsmaður bæjarins skuli ekki geta lifað af launum sínum, sem munu komast yfir kr. 50 þús. á ári, ef aðeins eru talin bæjarstjóralaunin svo og það, sem hann fær greitt fyrir störf sín í niðurjöfnunarnefnd. Þegar um það var spurt á bæj- arstjórnarfundinum af hverju það stafaði, að nauðsynlegt væri talið að greiða húsaleigu fyrir bæjarstjórann, hvort húsaleigan væri óeðlilega há o. fl., þá gaf formaður bæjarráðs, Emil Jóns- son, þau svör að húsaleigu- og hitakostnaður bæjarstjórans væri hátt á annað þús. kr. <ji mánuði og þó að bæjarstjóri hefði góð FUNDUR í HLÍF S.l. mánudagskvöld var hald- inn fundur í V.m.f. Hlíf um at- vinnumálin í bænum. Bæjarfull- trúunum var boðið og mættu 6 þeirra. Hermann Guðmundsson for- maður Hlífar innleiddi umræð- ur, sem snérust að mestu um þá erfiðleika, sem nú væru með at- vinnu í bænum m. a. vegna fækk- unar í vinnu þar sem hafnar- vinnunni hefur verið hætt og vegna togarastöðvunarinnaír. Fjórir bæjarfulltrúar tóku til máls og auk þess ýmsir Hlífar- félagar. Voru ræðumenn mjög á einu máli um þá brýnu þörf, sem á því væri að greiða úr nú- verandi ástandi. Hinsvegar töl- uðu bæjarfulltrúarnir um getu- leysi bæjarsjóðsins til að bæta nokkuð verulega úr, nema sala vatnsveituskuldabréfanna ykist eða lán fengizt á annan hátt. í fundarlok var eftirfarandi til- laga, sem form. lagði fram strax í byrjun fundar, samþykkt: „Vegna þess alvarlega ástands sem nú er í atvinnumálum verka- manna, m. a. vegna fækkunar í bæjarvinnu, stöðvunar á hafn- argerðinni og togaradeilunnar, skorar fundur haldinn í V.m.f. Hlíf, mánudaginn 16. okt. 1950, á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fjölga verkamönnum í bæjar- vinnu og vatnsveitu úr 40 í 75. Þá skorar fundurinn ennfrem- urá bæjarstjórn að fela útgerð- arraði Bæjarútgerðarinnar að hef ja nú þegar umleitanir um sér- samninga við Sjómannafélag Hafnarfjarðar í því skyríi að koma skipum Bæjarútgerðarinn- ar á veiðar." laun þá væri ekki hægt að láta hann bera þennan kostnað án þessarar aðstoðar. Nánari upp- lýsingar voru ekki gefnar, nema frá því var sagt, að ætlunin væri að greiða þessar §00.00 kr. frá því að bæjarstjórinn flutti í bæ- mn. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur. Þegar þetta mál er íhugað þá virðist einkum vera tvennt, sem nauðsynlegt er að taka tillit til. í fyrsta lagi er það, hvort ástæða sé fyrir bæinn að taka ábyrgð á því, hvort starfsmenn hans fari þannig með laun sín, sem teljast lífvænlegri en laun almennings, að þeir geti ekki lifað af þeim og í öðru lagi það, hvort hægt sé að fara á þennan hátt með fé bæjarbúa, sem reiða það af hendi til hins sameiginlega sjóðs af miklu lægri launum en viðkom- andi aðili hefur úr að spila. Hvað fyrra atriðið snertir þá verður ekki séð, að nokkur nauð- syn reki til að taka upp þá stefnu að greiða húsaleigu fyrir há- launamenn. Um það, hvað við- komandi maður í þessu máli auglýsír sig auðvirðilegan og tillitslausan til alls almennings í bænum með því að fara fram á slíka framfærslu skal ekki rætt. En það að húsaleigu- og hita- kostnaður bæjarstjórans sé hátt í tvö þúsund kr. á mánuð hvern verður aðeins talin saga en ekki staðreynd þar til eitthvað liggur fyrir, sem mark er á takandi. Það er vitað, að sú húsaleiga, sem bæjarstjórinn greiðir er kr. 1050 á mánuði og verður ekki talið, að það sé óeðlileg húsaleiga mið- að við verðmæti þess húsnæðis, sem hann hefur til afnota. Sé litið á málið frá sjónarmiði hús- eigenda þá er sennilegra hag- felldara fyrir þá að selja íbúð- ina og kaupa t. d. vatnsveitu- skuldabréf fyrir andvirðið. Eftir þeim upplýsingum, sem formað- ur bæjarráðs gaf ætti þá samkv. framansögðu hitakostnaðurinn að vera hátt í þús. kr. á mánuði. Ja, trúi hver sem vill. Tonnið af kolum kostaði s.l. vetur kr. 250, það ættu því að hafa farið ca. 6 tonn á mánuði til kyndingar hússins en það eru 3 íbúðir, í- búð bæjarstjórans, önnur íbúð jafn stór og þriðja íbúðin sem er í kjallara og miklu minni, en í- búandi þar annaðist kyndingu Framh. á bls. 4

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.