Hamar - 17.11.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 17.11.1950, Blaðsíða 2
2 H A M A R /---------------------------------------------------------- HAMAR s* ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H. F. ........................................................../ Ei veldur sá, er varir Eins og frá er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu voru reikningar bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til annarrar umræðu á bæjarstjórnar- fundi 7. þ. m. Við umræðurnar benti Þorleifur Jónsson á það, að reikningarnir gæfu það ótvírætt til kynna, að bæjarstjórnin mætti vera vel á verði í stjórn bæjarmálanna, ef ekki ætti að hall- ast verulega á ógæfuhliðina. Innheimta bæjargjaldanna bæri það með sér, að mjög væri farið að þyngjast fyrir fæti hjá bæjarbú- um með að reiða af hendi nauðsynlegt fé til að halda áfram á þeirri sömu braut og gert hefði verið að undanförnu um fram- kvæmd ýmissra mála, varúðar verði því að gæta á allan hátt. Þá benti Þorleifur á það, að allmikils misræmis virtist gæta í uppfærzlu og afskriftum eigna og það væri jafnvel handahófs- kennt. T. d. væri ekkert eignfært af því, sem farið hefði til ný- bygginga gatna, vatnslagna innanbæjar og holræsalagna. Aftur á móti væri uppfært að fullu til eignar það sem farið hefði til Krýsuvíkurframkvæmdanna, enda þótt bersýnilegt væri, að sum- ir liðirnir þar væru beinn reksturskostnaður. Á það hefur þráfaldlega verið bent hér í blaðinu, að nauðsyn- legt væri að gæta ýtrustu varfærni í stjórn bæjarmálanna og láta framkvæmdir þeirra mála sitja í fyrirrúmi, sem yrðu að leysast til þess að hægt væri að lifa menningarlífi hér í bænum svo og þau verkefni, sem eru þannig löguð, að þau myndu auka athafna- lífið í bænum og tryggja þar með efnahagslega afkomumögu- leika bæjarbúa. Eitt þeirra mála, sem má segja að sé mál málanna, og er und- irstaðan undir öllu athafna- og framkvæmdalífi í bænum er hafn- arbyggingin. Hafnarfjarðarbær er fyrst og fremst útgerðarbær og eftir því sem afgreiðsluskilyrði fyrir fiskiflotann batna og ör- yggi fyrir óveðrum eykst má gera ráð fyrir, að einstaklingar og félög leiti hingað til bæjarins með þá starfsemi, en í kjölfar henn- ar kemur aukin vinna í landi, aukin verzlun, aukinn iðnaður og ýmiskonar starfsemi önnur, sem yrði til að gera afkomu fólksins, sem bæinn byggir miklu betri í einni eða annarri mynd. Á þetta benti Þorleifur Jónsson mjög réttilega við umræður um gjald- skrá fyrir höfnina á bæjarstjórnarfundi nú í haust. Hinsvegar virtist koma fram fullkomið vonleysi hjá formanni bæjarráðs um, að Hafnarfjarðarhöfn gæti keppt við höfnina í Reykjavík. Með minkandi gjaldgetu þegnanna verður mjög nauðsynlegt að gera upp á milli þeirra verkefna, sem leysa þarf. Það verður enginn hagur að því fyrir bæinn, að hefja svo eða svo margar mjög fjárfrekar framkvæmdir og geta svo ekki lokið við þær á eðlilegum tíma vegna fjárskorts. Slíkt leiðir til óeðlilegs kostn- aðar og mikils vaxtataps, meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður ekki hjá því komizt að meiri festu verði gætt í með- ferð á fé bæjarbúa en fram kemur í reikningunum. Sé litið á gjaldahlið rekstursreikningsins, sem birtur er á öðrum stað hér í blaðinu, kemur í ljós að 11—1200 þús. kr. hefur verið eytt án heimildar á fjárhagsáætlun, en það er á milli 1/5 og 1/4 hluta reikningsupphæðarinnar gjaldamegin. Það gefur að skilja, að slíkt virðingarleysi fyrir þeim ramma, sem fjárhagsáætlun setur og festuleysi í framkvæmd hennar kann ekki góðri lukku að stýra. Enda eru mörg mál, sem fé hefur verið áætlað til á fjár- hagsáætlun og það ár eftir ár, óframkvæmd ennþá en fénu hefur verið eytt í annað og þegar til þess kemur að framkvæma þau verk, verður að sækja fé á ný í vasa borgaranna. Það væri lærdómsríkt fyrir bæjarbúa og ómaksins vert að kynna sér eftir föngum reikninga bæjarins og bæjarfyrirtækja, því að þeir tala sínu máli um stjórn Alþýðuflokksmeirihlutans á bæjar- málunum, þó að hinsvegar það mál sé alls ekki nógu skýrt ) ýmsum tilfellum. Sú hlið er snýr að framkvæmd hinna ýmsu verka verður aftur á móti erfiðari viðfangs, þar sem það verður alltaf nokkurt mats- Gengið frá sfofnun Barna- verndarfélags Hafnarfjarðar Framhaldsstofnfundur Barna- vendarfélags Hafnarfjarðar var haldinn sunnudginn 12. þ. m. í Alþýðuhúsinu. Voru þar sam- þykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn þess. Formaður var kosinn inn Guðjón Guðjónsson skóla- stjóri og meðstjórnendur, Stefán Júlíusson yfirkennari, Jóhann Þorsteinsson kennari, frú Sigríð- ur Sæland og frú Sólveig Eyjólfsdóttir. Varastjórn skipa frú Ragnheiður Jónsdóttir, frú Ingibjörg Jónsdóttir og Páll V. Daníelsson. Endurskoðendur voru kosnir: Kristinn J. Magnússon málaram. og Jóhann Petersen kaupm. Á fundinum mætti dr. Matt- hías Jónasson og flutti fróðlegt -----•----- Aðalfundur „Stefnis" Stefnir. F. U. S. hélt aðalfund sinn s. 1. sunnudag. Auk venju- legra aðalfundarstarfa var rætt um félagslífið og ríkti mikill á- hugi fyrir því að efla það sem mest. Guðmundur Garðarsson var kosinn formaður félagsins og meðstjórnéndur: Þorgrímur Halldórsson, Matthías Mathie- sen, ída Nikulásdóttir og Hilmar Biering. Til vara: Bjarni Bein- teinsson, Ólafur Pálsson og Björg Eyjólfsdóttir. Félagið hyggst að efna til skemmti- og spilakvölds fimmtu daginn 23. nóv. n. k. Er þess að vænta að Stefnisfélagar mæti og taki með sér gesti. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- laasins Hringsins fást í BókabúS Böðvars og í Verzlun Valdimars Long. erindi um uppeldismál og fjall- aði einkum um uppeldi vangef- inna barna. Orsakir þess að börn yrðu vangefin sagði dr. Matthías, að væru oft veikindi eða slys. Högg, sem börn á 1. ári fengju á höfuðið gætu orsakað heila- blæðingu, sem aftur leiddi til þess, að börn næðu ekki eðli- legum þroska andlega. Ymsar fleiri orsakir fyrir því, að börn yrðu vangefin nefndi dr. Matt- hías, sumar, sem hægt er að koma í veg fyrir með aukinni fræðslu og bættum aðbúnaði barnanna en aftur aðrar, sem ekki eru viðráðanlegar með þeirri þekkingu, sem við höfum nú yfir að ráða. En vangefnum börnum er hægt að hjálpa með því að beina þeim að hæfileg- um viðfangsefnum og þannig geta þau orðið fullkomlega fær um að vinna fyrir lífsviðurværi sínu og verða nýtir borgarar. Starfsemi barnaverndarfélag- anna er því tvíþætt og ekki ólík starfi slysavarnafélaganna, sagði dr. Matthías, en það er að koma í veg fyrir slys og bjarga þeim, sem fyrir slysum verða. Það þarf að koma í veg fyrir, að börn og unglingar lendi út á óheillabraut ir og það þarf að hjálpa þeim, sem fyrir slysum hafa orðið í einhverri mynd. Miklu færri en skyldi sóttu þennan framhaldsstofnfund Barnarverndarfélags Hafnar- fjarðar, en það er eindregin von félagsins, að sem flestir bæjar- búar gerist félagar nú á næst- unni. Það kom fram sú skoðun á fundinum, að nauðsynlegt væri til þess að félagið yrði öflugt og næði tilgangi sínum, að það yrði eign bæjarbúa almennt því þá mundi róðurinn léttast mjög til að ná áföngum að settu marki í því mikla og vandasama starfi, sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur. Fyrir nokkru kom út á vegum Helgafells listaverkabók um Jón Stefánsson, listmálara. Bókin er gefin út í flokknum „íslenzk list“ en áður er komin út í þessum flokki bók, um Ásgrím Jónsson listmálara og bráðlega kemur út bók um Kjarval. Bókin um Jón Stefánsson er um 90 bls. og í henni eru mynd- ir af 54 málverkum og margar þeirra eru litprentaðar. Ritgerð um listamanninn skrif- ar Paul Uttenreiter og birtist hún í þýðingu Tómasar Guðmunds- sonar skálds, en Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi hefur samið ritgerð á ensku og stuðst að mestu leyti við íslenzku rit- gerðina. Mjög smekklega er frá bók- inni gengið og til hennar vand- að á allan hátt, enda óhætt að segja það, að vel hafi tekizt með prentun litmyndanna, sem eins og gefur að skilja er ýmsum erf- iðleikum háð. Þeir, sem áhuga hafa fyrir mál- aralist og löngun til að kynnast list Jóns Stefánssonar geta það ekki á annan liátt betur, en með því að blaða í listaverkabókinni. Jón Stefánsson skrifaði einu sinni með list sína fyrir augum. — Eg er íslendingur og verð Is- lendingur, ég get ekki annað, það er mér í blóð borið og sinnið ofið, hvað sem ég geri og hvað sem aðrir segja. Og það má mikið vera, ef að þeir, sem myndirnar skoða komast ekki að svipaðri niðurstöðu. ------•------- Fjá rveif in ganef nd skoðar fram- kvæmdir atriði, hvort nauðsynlegt hafi verið að eyða tiltekinni upphæð til að inna af höndum ákveðið verk. Það er staðreynd, að sumir götuspottarnir hér í bæ kosta ótrúlega mikið fé og getur það m. a. verið verkstjórn að kenna, enda er hægt að segja það með nokkrum rétti, að það fé sem til slíkra framkvæmda er ætlað er að meira eða minna leyti fengið verkstjórunum í hendur. Það er því full ástæða til þess að vanda vel val þessara trúnaðar- manna og láta það ekki fram hjá sér fara, hvernig þeir leysa störf sín af hendi. Það er t. d. ekki sama, hvort við fáum 10 m. langa götu fyrir ákveðna upphæð eða h,rort hægt er að byggja 15 m. langan götuspotta fyrir sama fé. Nú hefur það gengið svo til að liðurinn til verklegra fram- kvæmda, þ. e. vega, holræsa og vatnsveitu innanbæjar, hefur þráfaldlega farið fram úr áætlun og það stórkostlega stundum. Þrátt fyrir það hefur meirihlutinn ekki mátt heyra það nefnt, að yfirstjórn þessara framkvæmda yrði tekin til athugunar og freista þess, hvort ekki væri hægt að ráða nokkra bót þar á, svo að bæj- arbúar gætu fengið meiri framkvæmdir fyrir sama fé. Þau orð Þorleifs Jónssonar, að bæjarstjórnin yrði að vera vel á verði, ef ekki ætti að hallast lengra á ógæfuhliðina en orðið er, eru vissulega orð í tíma töluð, og væri betur, að bæjarstjórnin léti sér þau að varnaði verða, áður en það er um seinan. Fjárveitingarnefnd Alþingis kom hingað til bæjarins til að skoða hafnarbygginguna og fleiri framkvæmdir í bænum. Einnig fór hún til Krýsuvíkur til ; að skoða gufugosið. Að þessu loknu var henni boðið til kaffi- drykkju. RAFMAGNSHÆKKUN Á fundi bæjarráðs þann 13. þ. m. var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að rafmagnsverð hækkaði samkv. gjaldskrártillögu frá rafveitustjóra. Nemur hækk- un þessi um 25 % að meðaltali, en hún er nokkuð misjöfn á hin- um einstöku liðum, sumstaðar meiri og öðrum minni. Það er ætlunin, að þessi nýja gjaldskrá taki gildi við álestur mæla í næsta mánuði verði hún sam- þykkt í bæjarstjórn.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.