Hamar - 17.11.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 17.11.1950, Blaðsíða 4
4 HAM AR HÁFNFIRÐINGAR! Orðsending frá álmennum Tryggingum h. f. Höfum opnað skrifstofu á Strandgötu 31 í Hafnarfirði og önnumst allskonar tryggingar svo sem sjóíryggingar brunatryggingar innbústryggingar bifreiðatryggingar farangurstryggingar vatnsskaðatryggingar rekstursstöðvunartryggingar innbrotsþjófnaðartryggingar jarðskjálftatryggingar flugvélatryggingar farþegatryggingar striðstryggingar ferðatryggingar glertryggingar Óhöppin gera ekki hop á undan sér. Trygging er nauðsynleg. Gleymið ekki að vátryggja. Skrifstofutími kl. 9—12 og 1—5. Laugardaga kl. 9—12. Sími 9960. Almennar Tryggingar h. f. Nr. 48/1950 TILKYNNING Ákveðið hefur verið nýtt hámarksverð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts . Heildsöluverð með söluskatti ..... Smásöluverð án söluskatts .. Smásöluverð með söluskatti . kr. 6.02 pr. kg. _ 6.20 - - _ 7.35 _ _ - 7.50 - - Reykjavík, 3. nóvember 1950, FJÁRHAGSRÁÐ Nr. 49/1950. TILKYNNING Ákveðið hefur verið, að hvorki fornverzlunum né öðr- um verzlunum sé heimilt að selja notaðar vörur og muni hærra verði en sams konar hlutir mættu kosta nýir, nema með sérstöku leyfi verðlagsyfirvalda. Reykjavík, 13. nóvember 1950, FJÁRHAGSRÁÐ. Iðnþingið Framhald af hls. 1. Á þinginu fluttí Ágúst Stein- grímsson húsam. erindi um Nord isk Ryggnadsdag 1950. Ur stjórn átti einn maður, Ein- ar Gíslason, að ganga og var hann endurkosinn. Stjórn Lands- sambandsins skipa því þeir sömu og áður, en það eru: Helgi H. Eiríksson forseti, Einar Gíslason, Guðm. H. Guðmundson, Guðjón Magnússon og Tómas Vigfús- son. Við þingslitin þakkaði forseti þingsins þingfulltrúum fyrir kom una og árnaði þeim fararheilla. Forseti sambandsins þakkaði þingforseta góða fundarstjórn og árnaði þingfulltrúum allra heilla. Er þingið hafði lokið störfum bauð bæjarstjórn Hafnarfjarðar þingfulltrúum til veglegrar veizlu í Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði. Guðmundur Gissurarson for- seti bæjarstjórnar setti samkom- una með ræðu. Forseti Landssambandsins á- varpaði samkomuna og afhenti tveimur mönnum silfurmerki sambandsins, en iðnþingið hafði samþykkt það áður. Þeir, sem þenna heiður hlutu voru Kristinn Jónsson vagnasmiður, Reykjavík og Guðjón Magnússon skósmíða- meistari, Hafnarfirði. Forseti þingsins, Guðjón Magn ússon, þakkaði bæjarstjórninni fyrir hönd þingfulltrúa fyrir rausnarlegt boð og Magnús Kjart ansson málaram. þakkaði fyrir hönd Iðnaðarmannafélags Hafn- arfjarðar. Næsti þingstaður fyrir Iðnþing íslendinga hefur verið ákveðinn á Akranesi næsta sumar. Frá Verð- gæzlustjóra Hamri hefur borizt allýtarleg greinargerð frá Verðgæzlustjóra um þau verkefni, sem skrifstofu hans er ætlað að leysa af hendi og hvernig hún hyggst vinna að því, að sem beztur árangur náist. Verkefnin eru þríþætt: I. Al- mennt eftirlit með verðlaginu. II. Skýrslugerð til Fjárhagsráðs um samanburð á verðlagi og gæðum íslenzkra iðnaðarvara og sams- BEST ON EARTH ... because they’re seamless Hin þekktu Dunlop sjó- stígvél og hnéstígvél út- vegum vér með stuttum fyrirvara. Einkaumboðsmenn: Friðrik Bertelsen & Co. h. f. Sími 6620. — Hafnarhvoli. NÆTURSIMI 9468 Bifreiðastöð Hafnarfjarðar FERRO-BET Breytir ryði í ryðvarnarefni. Skipasmíðastöðin ,,Dröfn“ h.f. j Málaflutningsskrifsfofa mín er flutt í Strandgötu 31. Skrifstofutími kl. 9—12 og 1—5. Laugardag kl. 9—12. — Sími 9960. Guðjón Steingrímsson. NÆTURSÍMI Haf narfjöiÁÁur' og nági~enni athugið! Nætursími Nýju bí/stöS'-varinnar er: - 9 9 S 8 - konar vara, sem hægt er að fá erlendis frá. III. Staðfesting á verðútreikningum yfir erlendar vörur. I greinargerðinni er lögð rík áherzla á það, að neytendurnir sjálfir komi skrifstofu verðgæzlu stjóra til hjálpar í verðlagseftir- litinu með því að láta hana vita, ef grunur leikur á, að um verð- lagsbrot sé að ræða í einhverri mynd. Verðgæzlustjórinn endar greinargerð sína með þessum orðum: „Við, sem vinnum við verð- ......s................... lagseftirlitið, erum ekki mörg og eigurn við ýmsa örðugleika að stríða. Aftur á móti er ég alveg sannfærður um, að ef allir neyt- endur vilja rétta hjálparhönd líður ekki á löngu, þar til árang- ur næst. Það er betra að hafa ekkert eftirlit en máttlaust eft- irlit. Það væri þó sannarlega ekki máttlaust eftirlit, sem allir neyt- endur stæðu einhuga að.“ Sökum rúmleysis í blaðinu er því miður ekld hægt að fara nán- ar út í greinargerð Verðgæzlu- stjórans né birta hana í heild. Tilkynning lil verzlana Að gefnu tilefni skal vakin athygli á tilkynningu Verð- lagsstjórans nr. 12/1949, sem er svohljóðandi: „Viðskiptanefndin hefir ákveðið, að verzl- anir megi ekki hafa vörur á boðstólum, nema þær geti gert verðlagseftirlitinu fulla grein fyrir hvaðan varan er keypt“. Brot á þessari tilkynningu verður litið á sem venjulegt verðlagsbrot og tafarlaust kært. Reykjavík, 7. nóvember 1950. VERÐGÆZLUSTJÓRINN.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.