Hamar - 25.08.1952, Blaðsíða 2

Hamar - 25.08.1952, Blaðsíða 2
2 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Ilafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 — 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern mánudag. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU PIAFNARFJARÐAR H.F. Smáíbúðarbyggingarnar Byggingti smáíbúðarhúsanna hér í bæ miðar vel áfram og mun vera hafin bygging á um 30 slíkra húsa. Eru þau komin misjafnlega langt áleiðis eða allt frá því að verið ér að grafa fyrir grunni og að þau eru orðin fokheld. Hefur verið unnið þar geysimikið í tómstundavinnu af þeim, sem eru að byggja og hjálpsamir ættingjar og kunningjar leggja hönd á plóginn við að koma húsunum upp. Það virðist vera, að mikil nauðsyn hafi verið á því, að leyfa byggingu slíkra smáíbúðarhúsa, þar sem að öðrum kosti hefði ekki verið mögulegt fyrir margt af því fólki, sem nú byggir að koma upp þaki yfir höfuðið. En með þessu fyrirkomulagi hefur margur eignast möguleikann til þess og hann er ekki látinn ónot- aður. I þessu sambandi hefur verið á það bent, að það sé kostnaðar- samt fyrir bæinn, að þessi smáíbúðarhús séu byggð, þar sem hann þenjist svo ört út,. gatnagerð, vatns- og holræsalögn verði hlut- fallslega dýr miðað við íbúðarfjölda. Þetta er að sumu leyti rétt en ekki að öllu leyti. Lóðir undir smáíbúðarhús þurfa ekki að v.era eins stórar og undir fjölbýlishús og séu smáíbúðarhverfin skipulögð þannig, að lengd lóðar með götu sé höfð sem stytzt en hún aftur á móti heldur dýpri gæti það unnizt nokkuð upp, auk þess mega einnar hæða hús vera þéttari en há hús hvað það snertir að það njóti vel sólar. Þá hafa einnar hæðar hús alla jafna marga kosti umfram hús upp á fleiri hæðir og er nokkuð gefandi fyrir það. Þegar litið er á þær byggingar, sem framkvæmdar hafa verið hér í bæ að undanförnu þá er nú svo að mikið eru um hús, sem eru ein hæð og kjallari, kjallarinn að vísu það hátt úr jörðu að komið hefur verið fyrir íbúð í nokkrum hluta hans. Slíkar íbúð- ir geta verið þokkalegar en það fer að sjálfsögðu nokkuð eftir staðháttum, en niðurgrafnar kjallaraíbúðir verða þó aldrei það, sem er eftirsóknarvert í því að koma upp íbúðum. Hefur því byggingarmátinn verið sá, að mikið hefur verið byggt af húsum í bænum með einni góðri íbúð, enda þótt komið hafi verið fyrir smáíbúðum í kjöllurum eða risi. Auk þess hefur verið byggt nokkuð af einbýlishúsum, þó að þau séu upp á tvær eða fleiri hæðir. Hér er því ekki verið að tak neytt nýtt upp í sambandi við smáíbúðarhúsin, nema ef vera skyldi það, að útiloka bygg- ingú vafasamra íbúða frá heilbrigðislegu sjónarmiði. Þegar um þessi mál var rætt á bæjarstjórnarfundi lagði Stefán Jónsson áherzlu á það, að bærinn veitti smáíbúðarhúsa- byggjendum þá fyrirgreiðslu, sem í hans valdi stæði, þannig að auðvelda þeim sem mest að koma húsunum upp. Formaður bæjarráðs, Emil Jónsson taldi hinsvegar vafasamt, að það hefði verið farið út á rétta braut með smáíbúðarbyggingum, heldur hefði átt að auka byggingu verkamannabústaða. Um þetta má nokkuð deila,. en þó er það þannig, að þó að hagkvæmt sé að njóta þeirra kjara, sem fólk hefur í Byggingafélagi Alþýðu, þá verður fólk að greiða hvert einasta handtak, sem þar er unnið. En með byggingu smáíbúðarhúsanna vinnst það, að þeir sem byggja geta unnið svo eða svo mikið að byggingunni sjálfir og með hjálp ættingja sinna og vina. Þannig getur heilu húsunum verið komið upp að langmestu leyti í tómstundavinnu og eru þær stundir að meira eða minna leyti fundið fé fyrir viðkom- andi aðila. Auk þess er slík tómstundavinna, sem fer beint til þess að auka þjóðarauðinn ómetanlega mikils virði frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Og það er fullvíst, að mörgum finnst það miklu ánægjulegra að geta farið út að kvöldi og lagt hönd að því að byggja sitt eigið hús, heldur en að geta aðeins litið á það, hvernig öðrum gengur að byggja það. Sjálfsbjargarviðleitnin verður löngum það rík í fólki, að það vill ekki að stakkurinn sé sniðinn svo þröngur að erfitt sé um vik að hreyfa sig. Þessvegna Citt c(f amaí ■* -> % ;• LOFORÐIN UM „GÓÐA OG ÓMENGAÐA MJÓLK“. Eitt af þeim loforðum, sem AB-menn gáfu fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var svohljóðandi: „Komið verði upp kúabúi í Krýsuvík og Iokið nú á þessu ári (þ. e. 1950) þeim undirbúningi, sem þarf til að Hafnfirðingar fái góða og ómengaða mjólk strax næsta vetur. 0(1 takmarkið með kúa búinu í Krýsuvík er, að Hafn- firðingar geti fengið alla sína mjólk frá búinu í Krýsuvík, því „hollur er heimafenginn baggi“.“ (Leturbr. Hamars). Fullt útlit er fyrir það, að þetta loforð sé hægt að prenta orðrétt upp í næstu kosningaloforðum AB-manna ]oví að þrátt fyrir mikla sóun á fé til Krýsuvíkur síðan, þá er mikil undirbúningsvinna eftir til þess að koma upp kúabúi í Krýsuvík. ÞRÁTT FYRIR ÖLL STÓRU ÖRÐIN. Það vill nú verða stundum svo að það er hægara að segja hlutina heldur en fram- kvæma þá og þannig hefur farið fyrir AB-mönnum hvað snertir Krýsuvíkurfram- kvæmdirnar. Þrátt fyrir öll skrifin og stóru orðin, spá- dómana og loforðin hefur lít- ið miðað áfram, nema í því að sóa fé bæjarbúa. E. t. v. man fólk eftir sumum skrif- um AB-manna fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, t. d. eins og grein, sem birtist í Alþbl. Hafnarfjarðar 27. jan. 1950. Þar mátti líta eftirfar- andi fyrirsögn yfir þvera fremstu síðu blaðsins: „Átak- ið mikla. Landnámið í Krýsu- \ ík, merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar." Minna mátti nú ekki gagn gera. Af öllum þeim þáttum, sem spunnizt hafa í þróunar- sögu Hafnarfjarðar, var sá merkilegastur að fá Jens Hólmgeirsson fyrrverandi bú stjóra hjá AB-mönnum vest- ur á Isafirði og senda hann til Krýsuvíkur með nokkrar milljónir til að reyna að koma þar upp kúabúi!!! SPÁDÓMARNIR. Í þessari merkilegu grein eru tveir athyglisverðir spá- dómar. Annar er sá, að „þar sem tækni og nýting hvers- konar jarðargæða er komin á fyllsta stig, þá er óhætt að fullyrða, að Krýsuvíkin gæti fætt okkur Hafnfirðinga, að verulegu leyti.“ Verður ekki annað sagt en allþéttbvlt mætti verða í góðsveitum þessa lands, ef fimm þúsund manna bær ætti að hafa fæði að verulegu leyti af þeim hluta Krýsuvíkurlandsins, er Hafnarfjarðarbær á. Fer þó varla hjá því, að áður en það yrði þá þyrfti þeim, sem við gróðurhúsin vinna að takast að rækta að minnsta kosti fyrir kaupinu sínu svo og nauðsynlegustu útgjöldum vegna þeirrar ræktunar einn- ar. Nema þá að AB-menn hafi hugsað sér að fara þá leiðina að herða svo sultar- ólina að Hafnfirðingum, að þeir gerðust svo neyzlugrann ir, að Krýsuvíkin gæti fætt þá, að minnsta kosti gæti að- gerðarleysi þeirra í atvinnu- málunum bent til þess. HIÐ HLÝJA TÍMABIL. Hinn spádómurinn í áður- nefndri grein var sá, að hér á landi væri að skapast nýtt hitatímabil og er því fært til sönnunar, að bær Kára Söl- mundarsonar, Breiðamörk, sé að gægjast undan jökulrönd- inni á Breiðamerkurfjalli. — Verður ekki annað sagt en að langsótt sé orðið í rökin fyrir því að réttlæta búskap- arbröltið í Krýsuvík. En þrátt fyrir alla þessa hugaróra AB- manna um möguleikana í Krýsuvík, þá hefur þeim sjálfum ekki tekizt að gera þá að neinu, þrátt fyrir allan fjárausturinn til ^ð nytja þá. Og það eitt er víst, að þrátt fyrir það, að forystumenn AB-flokksins telji þetta „merkilegasta þáttinn“ og vilji öllu ráða þá hefur eng- inn þeirra haft hug til að manna sig upp í það, að fórna stöðu sinni og fara til Krýsuvíkur og hefja búskap- inn til vegs. Hvers vegna gera þeir það ekki? BÚSTJÓRINN lagði á flótta. En þó að maður þjálfaður frá AB-mönnum á ísafirði tæki að sér að stjóma bú- rekstrinum í Krýsuvík, fór svo að hann toldi ekki við það. er það hálf ömurlegt fyrir bæinn, þar sem búið var að senda hann til útlanda til að kynna sér rekstur kúabúa þar. Missir bærinn nú af þeim fræðum öllum, sem hann aflaði þar, því ekki var svo langt komið undirbúningi kúabúsins að búið hafi verið að koma öllum fræðunum fyrir þar. Getur farið svo, að gera verði út nýjan leiðangur til að afla frekari fræða í þess um efnum erlendis, því ekk- ert á að vera í Krýsuvík ann- an en það bezta á heimsmark aðnum! Dreng:|a- meimtara mót Island§ Drengjameistaramót Islands í frjálsum íþróttum fer fram hér í bæ dagana 4.—7. september n. k. Drengir 18 ára og yngri taka þátt í mótinu. Keppt verður 1 eftirtöldum greinum 80 m. hlaupi, 300 m. hlaupi, 1000 m. hlaupi, 4x100 m. boðhlaupi, 110 m. grinda- hlaupi (lágar), kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, há- stökki, stangarstökki og lang- stökki. Þátttökutilkynningar eiga að vera komnar til formanns ÍBH, Jóns Magnússonar, fyrir 30. þ. m. hefur fólk almennt fagnað því að viðjamar voru leystar af smá- íbúðarbyggingunum og sá fögnuður hefur ekki aðeins verið í orði heldur einnig í ríkum mæli í verki. En því miður hefur ekki gengið eins og skyldi af hálfu bæjar- ins að greiða fyrir byggingu smáíbúðarhúsanna. Að vísu hafa verið lagðar götuslóðar þar sem göturnar eiga að koma svo að hægt hefur verið að koma bílum að lóðunum á meðan þurt er um. En það hefur ekkert verið gert að því að ganga þar frá gatnagerð. Það er ekki farið að leggja vatn eða holræsi í þessar 'götur og það lítur ekki út fyrir, að það eigi að gerast á næst- unni því að mönnum hefur verið sagt upp í bæjarvinnunni. Væri ekki nema rétt eftir öðru í stjórn þeirra mála hér í bæ, að það y.-ði látið dragast til stórra óþæginda fyrir þá, sem eru að byggja og jafnvel farið í það verk.þegar klaki er kominn í jörð,svo að það verði að nota loftpressu við gröftinn þar sem annars mundi henta bezt að hafa skurðgröfu. Að minnsta kosti er hægt að eiga von á hverju sem er í þeim efnum af hálfu ráðamanna þessara mála. En hvað sem þessu öllu líður þá ber að fagna því mikla átaki, sem gert hefur verið í byggingarframkvæmdum hér í bænum með byggingu smáíbúðarhúsanna og þá fyrst og fremst að fagna yfir atorku og dugnaði þess unga fólks, sem nú í stórum stíl eyðir frístundum sínum til að byggja og skapa þannig sjálfu sér, bæn- um og þjóðinni allri auknar tekur og verðmæti.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.