Hamar - 25.08.1952, Blaðsíða 3
HAMAR
3
Manðsjn á bættri stjórn
Atvinnumálin - - -
(Framh. af hls. 1) I
innanbæjar kr. 905.960.77. Á
þessu ári voru greidd vinnulaun
kr. 996.214.90 á liðnum í heild
og greitt fyrir bifreiðaakstur kr.
376.106.87. Samtals eru þetta kr.
1.372.321.77 og skiptist í hlut-
föllum þannig, að vinnulaun eru
72,6% og akstur 27,4%.
Árið 1951 urðu vinnulaun á
sömu liðum kr. 951.934.60 og
akstur kr. 340.954.33 eða sam-
tals kr. 1.292.888.93. Hlutföllin
það ár eru því: Vinnulaun
73,63% og akstur 26,37%.
Athyglisverðar tölur.
Tölur þessar éru þess virði að
þeim sé veitt athygli, þar sem
af þeim mætti nokkuð ráða hve
mikill hluti þess fjár, sem varið
yrði til atvinnuaukningar á þess-
um lið kæmi til með að verða
til raunverulegrar vinnuaukning
ar. Að vísu er nauðsynlegt að
taka efniskaup einnig til athug-
unar þó að það væri ekki gert
af hálfu nefndarinnar, þar sem
efniskaup þessi ár voru óvenju-
lega mikil vegna byggingar
nýju vatnsveitunnar. En hlut-
fallið á milli vinnulauna og akst
urs er mjög svipað bæði árin og
gefa það til kynna að rúmlega
fjórða hver króna fer í bifreiða-
kostnað, þó eru í hinum greiddu
vinnulaunum laun verkstjór-
anna, sem er fastur liður hvort
sem mikið eða lítið er unnið
eins og nú háttar bæjarvinn-
unni. Kemur það eftir því ver
út, sem færri vinna.
Það er því nauðsynlegt að
gefa þessu máli meiri gaum en
nú er gert, ekki sízt þegar tillit
er tekið til þess, að hjá því get-
ur ekki farið að róttækar ráð-
stafanir verði að gera til að
draga úr sárasta atvinnuleysinu,.
sem nú herjar á verkamenn í
þessum bæ. Slíkar ráðstafanir
verður að linitmiða við það, að
þær komi að sem beztu gagni
bæði fyrir þá, sem vinnunnar
þurfa, svo og vinnuveitandann.
Framan greindar tölur geta gef
ið nokkrar upplýsingar í þessu
efni hvað bæjarvinnuna snertir,
en þó þarf að gera miklu ná-
kvæmari athuganir í því sam-
bandi, enda ætti það ekki 'að
vera svo mikið verk.
Nauðsyn á góðum undirbúningi
einstakra verka.
Nefndin benti m. a. á það, að
nauðsynlegt væri að verk þau,
sem bærinn léti vinna væru vel
undirbúin, þannig, að í upphafi
væri búið að gera sér fullu grein
fyrir því, hvernig framkvæmd
þeirra yrði hagað. Gæti það
komið í veg fyrir vinnutafir og
tvíverknað, sem stundum vill
verða. Með því mundi verkið
geta gengið eðlilega áfram og
orðið miklu ódýrara en ella.
Það mun oft vilja brenna við,
að verk þau, sem vinna skal eru
harla lítið og stundum ekki neitt
undirbúin áður en framkvæmd
þeirra er hafin. Verður það oft
I til þess, að verkin ganga miklu
verr en skyldi og óeðlilegar
vinnutafir verða. Stundum geng
ur það svo langt að lítillega er
byrjað á verkinu og svo er hlaup
ið frá því með öllu um lengri
tíma. Eru t. d. ekki líkur til,
kr., sem komnar eru í húsmæðra
skólabygginguna hér í bæ, þeg-
ar til þess var hlaupið að gera
smá jarðrask upp á Hamrinum
til þess að geta sagt frá því í
fréttum, að bygging húsmæðra-
skóla í Hafnarfirði væri hafin.
Margt virðist benda til þess, að
svipuð saga sé að hefjast með
byggingu bókasafnsins, að
minnsta kosti verður ekki vart
við það, að þar sé neitt áfram-
hald ennþá. Þannig mætti telja
vms fleiri verk. sem bærinn hef-
ur látið vinna bæði fyrr og síð-
ar.
Útboð á einstökum verkum.
Þá benti nefndin á það hvort
ekki gæti verið rétt að athuga
með að bjóða út í ákvæðisvinnu
einstök verk í bæjarvinnunni.
Að vísu yrði það að vera mats-
atriði hjá bæjarráði hverju sinni,
hvort það mundi þykja hag-
kvæmt eða ekki, þar sem ýms
atriði fleiri koma til greina held-
ur en það, bver kostnaður verks-
ins verður í krónutölu. Hér er
um að ræða ábendingu, sem
ætti að taka til athugunar. Það
gæti verið mjög gott fyrir bæ-
inn að bjóða út einstök verk
bæði vegna þess, að þau yrðu
ódýrari en ella svo og vegna
þess, að gott er fyrir bæjaryfir-
völdin að fá eðlilegan saman-
burð á því hvort hagkvæmara
yrði. Hins vegar verður aftur
að líta á þá hlið málsins, að bær
inn verður oft að sjá mönnum
fyrir vinnu, sem hefðu ekki að-
stöðu til að komast að hjá slík-
um verktökum.
Það hefði t. d. verið mjög
eðlilegt að bjóða út byggingu
vatnsveitunnar og nánast sagt
hefði það verið skylda bæjar-
stjórnar, að gera það, ef það
mætti verða til þess, að verkið
yrði verulega ódýrara. Ef aftur
á móti, að bærinn, sem að sjálf-
sögðu hefði látið sinn verkfræð-
ing gera nákvæma kostnaðará-
ætlun um verkið, vildi, gat hann
byggt vatnsveituna sjálfur, ef
það reyndist hagkvæmara. Það
sem hefði unnist við útboð-
ið er það tvennt, að samanburð-
ur hefði fengizt við aðra aðila
svo og hitt, að stjórnendur bæj-
arins hefðu gert sér ennþá nán-
ari grein fyrir ýmsum smáatrið-
um í sambandi við framkvæmd
verksins, sem hefði getað orðið
til þess, að verkið hefði unnizt
betur.
Komið verði í veg fyrir að sama
verk sé unnið tvisvar.
Þá lagði nefndin áherzlu á
það, áð náin samvinna yrði höfð
á milli bæjarsjóðs, rafveitu og
síma um þær framkvæmdir, sem
eru svipaðar eins og t. d. gröft
I í götum. Gæti slíkt sparað þess-
um aðilum öllum nokkurt fé. Á
þessu hefur alltaf viljað vera
nokkur misbrestur, en þó hefur
slík samvinna verði stundum.
Er ákaflega leiðinlegt að sjá
þau vinnubrögð, að fyrst komi
bæjarsjóður og grafi upp götuna
fyrir vatns- og holræsalögn, svo
komi rafveitan og grafi fyrir
raftaugum og að síðustu komi
síminn og grafi fyrir sínum lín-
um. Mundi þetta koma miklu
minna fyrir, ef gengið væri í það
að leggja götur og þeim lokið
heldur en eins og nú er, þegar
svo má segja að gatnagerðin hér
í bæ sé þannig að byrjað sé að
gera krákustíg heim að hverri
lóð, fyrst þegar byrjað er að
byggja á henni og svo er
verið er að tengja eitt og eitt
hús í vatns- og holræsasamband
með ærnum kostnaði og það
stundum bráðabirgðalagnir. En
þannig ganga hlutirnir til hér
í bæ og það því miður alltof oft.
Þarf að vera vel stjómað.
Málum þessum þarf að vera
vel stjórnað til þess að ekki
verði sóað miklu meira fé en
góðu hófi gegnir og bæjarbúar
fái sem mest út úr liðnum bæði
hvað framkvæmdirnar sjálfar
snertir og frá atvinnulegu sjón-
armiði. Um það hefur ekki verið
hugsað eins og skyldi heldur
hefur allt verið látið reka á reið
anum, hlaupið úr einu í annað
og tiltölulega fátt klárað. Marg
oft er hlaupið í sömu verkin og
hætt við þau áður en þeim er
lokið og lítið er hugsað um að
haga verkum eftir því sem hag-
kvæmast er að vinna þau eftir
árstíðum. Þannig getur alveg
eins verið unnið að því að
sprengja klappir á sumrin og
svo verið með loftpressu í því
að ná upp mold að vetrinum.
Það verður því ekki annað sagt
en að áfram er vaðið af lítilli
fvrirsýn og ekki hugsað um hag
bæjarbúa í þessum efnum. Væri
ekki vanþörf á að gerðar væru
breytingar á stjórn þessara mála
og fá þannig úr því skorið, hvort
ekki væri hægt að kippa þeim
úr því ófremdarástandi, sem nú
er og hefur verið undanfarin
ár.
Getur Brunabóta-
félagið lækkað
iðgjöldin?
(Framh. af bls. 1)
og vinna oð því að bærinn fái
fullt valfrelsi um það að bjóða
tryggingarnar út svo að hægt
væri að taka lægsta tilboði og fá
þannig hagkvæmasta samninga
í þessum efnum. Þegar Sjálfstæð
ismenn í bæjarstjórn báru fram
tillögu um það, að skora á þing-
mann kjördæmisins að beita sér
fyrir því á Alþingi, að Hafnar-
fjarðarbær fengi fullt valfrelsi
um það hvar hann tryggði var
(Framh. af hls. 1)
legt, að bæjarvinnan skuli hafa
verið lögð niður, þegar verka-
menn hafa ekki að neinni ann
arri vinnu að hverfa. Fundurinn
skorar því á bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar að hefja bæjarvinnu þeg-
ar að nýju og þeir verði fyrst
teknir í hana, sem skráðir voru
atvinnulausir, enda hafi þeir
hennar mesta þörf öðrum frem-
um, og sjái vinnumiðlunarstjórn
um þá úthlutun, jafnframt geri
bæjarstjórn sérstakar ráðstafan-
ir til að tryggja framhaldandi
bæjarvinnu þar sem útlit er fyr-
ir um að mikið atvinnuleysi
verði í bænum á komandi hausti
nema alveg sérstakar ráðstafan-
ir komi til.“
Tillaga til ríkisstjómarinnar.
„Til þess að bæta úr þeim
vandræðum, sem langvinnandi
atvinnuleysi hefur skapað fjöl-
mörgum verkamannaheimilum í
Hafnarfirði, skorar fundurinn á
ríkisstjórnina að veita Hafnar-
fjarðarbæ fé til atvinnubóta, en
Hafnarfjarðarbær hefir ekki orð
ið neins aðnjótandi af því fé,
sem síðasta alþingi samþykkti
að veita til atvinnuaukningar
vegna atvinnuleysis, eii atvinnu-
leysi hefur verið næstum stöð-
ugt hjá mörgum verkamönnum
í bænum frá því á s. 1. hausti,
því á vertíðinni höfðu margir
menn sáralitla vinnu. Nú er hins
vegar svo komið, eftir að togar-
arnir hættu að landa afla sínum
á land til verkunar, að verra at-
vinnuástand hefur skapast með-
al verkamanna hér í bænum.
Fundurinn skorar því á ríkis-
stjórnina, að hún hlutist til um
það, að annar háttur verði á
hafður um veiði skipanna, að
aflinn verði ekki fluttur óverk-
aður úr landi á sama tíma, sem
fjöldi vinnufúsra manna bíður
eftir að fá vinnu við framleiðslu-
störf, en aðra vinnu er ekki að
hafa.“
Gremja út af bæjarvinnunni.
Það kom mjög fram á fundin-
um óánægja yfir því að bæjar-
vinnan skyldi vera með öllu
lögð niður um hábjargræðistím-
ann, þegar svo árar, að allveru-
legt atvinnuleysi er í bænum.
það fellt af AB-mönnum, þeir
vildu ekki frelsið hvort sem það
hefur verið af því, að þeir hafi
ekki treyst sér til að fara með
það eða ekki skal ósagt látið.
En vel má vera, að bærinn sé
orðin svo fjárhagslega bundinn
Brunabótafélaginu, að hann geti
í hvorugan fótinn stígið, enda
ympraði bæjarstjórinn á því, að
bærinn hefði tekið lán hjá félag-
inu.
Vonandi vitkast AB-menn svo
í þessu máli, að bæjarbúar bíði
ekki stærra tjón en nauðsynlegt
er, því varla er hægt að búast
við meiru úr þeirri átt eftir því
sem til hefur gengið að undan-
förnu.
Verður sú afstaða bæjarstj. lítt
skiljanleg. Fer ekki hjá því, að
bæjarstjómin verður að gera ein
hverjar ráðstafanir í þessum efn
um og það án tafar. Fer nú að
verða aumlegt ástand í stjórn
bæjarmálanna, ef það eru efni
á því, að láta menn ganga at-
vinnulausa um lengri tíma á
þeirri árstíð, þegar bezt er að
að vinna öll útiverk, og ekki
verður það sagt, að verkefnin
vanti.
Vonandi breytist hér til batn-
aðar og bæjarstjórnar meirihlut-
inn dragi sig út úr hjúp uppgjaf-
ar, aðgerðarleysis og sinnu
leysis um afkomu bæjarbúa og
fari að gera einhverja þarfa
hluti í þessum málum eða þá
að hann gefist hreinlega upp og
gangi frá því að stjórna bænum,
því annaðhvort er, að það er
búið að sökkva bæjarfélaginu
svo í óreiðuskuldir, að það get-
ur enga hjálp veitt eða þá, að
AB-menn eru á engan hátt fær-
ir um að mæta erfiðleikum,
nema þá að hvorttveggja sé, sem
er einna líklegast. Vonandi ræt-
ist betur úr en á horfir.
Er haustar
Sumarið er nú senn á enda og
má að ýmsu kalla gott fyrir
okkur er höfum dvalið hér sunn
anlands. Sérstaklega hefur ágúst
mánuður verið sólríkur, svo að
segja má að hvert andlit hafi
verið brúnt og hraustlegt.
Börnin, þau er í bænum hafa
verið hafa hraustlegt og gott út-
lit eftir sumarið og öll vonum
við, að þau, sem í sveitinni hafa
dvalið komi þaðan í haust sól-
brún og hressileg, til þess að
hefja starfið á ný á skólabekkj-
unum. Skólinn tekur huga
þeirra fanginn, fyrst í stað, að
minnsta kosti, svo að foreldrarn-
ir þurfa litlar áhyggjur að hafa.
En er frá líður og mesti glans-
inn fer af skólalífinu, eins og
gengur. aukast áhyggjur margra
foreldra. Skemmtanalíf og
sjoppusetur setur svip sinn á
margan unglinginn.
Hér er um vandamál að ræða,
sem erfitt virðist að leysa. —
Margt hefur verið rætt og rit-
að um þessi mál, en lausn virð-
ist ekki hafa fengist og 'margir
foreldrar eiga í þessu sambandi
við margvíslega erfiðleika að
etja.
Tómstundir og tómstunda-
heimili eru orð, sem flestir
þekkja úr ræðu og riti. En hvað
um framkvæmdirnar? Ef til vill
er hér grundvöllur til frekari
umræðna — umræðna, sem leitt
gætu til góðs fyrir æskulýðinn.
Hvernig væri að fá eitthvað
að heyra um þessi mál frá skóla-
mönnum okkar bæjarfélags?
AUGLÝSIÐ
í HAMRI