Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 4

Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 4
4 HAMAR grleðllegra jola og farsæls komandi árs. * ‘ , i Karlakórinn „Þrestir“ óskar \ styrktarfélögum sínum 02. $ ölruin »elunnurum körstns i 1 X :| 1 3? I I 1 I Máttur ustmriijnuir Gleðileg jól! Farsælt nýár! Verzlun Jóhannesar Gunnarssonar Gleðileg jól! r Farsælt nýár! íshús Hafnarfjarðar h.f. t Gleðileg jólí Farsælt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Netagerð Kristins Ó. Karlssonar Gleðileg jól! Farsælt nýár! Verzlun Einars Þorgilssonar h.f. Gleðileg. jól! Farsælt nýár! Fisksölur Jóngeirs D. Eyrbekk Gleðileg jól! Farsælt nýár! Kjötbúð Vesturbæjar | Gleðileg jól! Farsælt nýár! Stebbabúð h.f. Gleðileg jól! Farsælt nýár! Verzlun Þórðar Þórðarsonar (Framhald af hls. 3) margir þetta hérna í svuntur, það kostar 14,90, en það er betra. efni. Þetta kostar 16,40 og þetta kostar 9,20, en það er ekki nærri eins gott.“ „Hvað þarf ég mikið í svuntu af þessu á níu ára telpu?“ segir frúin. „Það fer dálítið eftir því, hvern- ig svuntan verður höfð í snið- inu, en ég held að það ætti að vera nóg að taka einn metra/, sagði Bína. Þannig leið dagur- inn. Aftur og aftur varð Bína að segja, hvað þetta eða hitt kost- aði og aftur og aftur varð hún að segja fólki, hvað væri venja að taka mikið í þessa eða hina flíkina. En erfiðast var að bíða eftir óákveðnum viðskiptavin- um, sem vissu lielzt ekki, hvað þeir ætluðu að kaupa. E. t. v. var hún búin að mæla nokkra metra og ætlaði að fara að klippa í sundur, en þá hætti kaupandinn við að taka af því efni og vildi heldur fá ‘annað. Þannig var dagurinn tilbreyt- ingalítill, þangað til komið var undir lokun. Bína leit til dyra, þegar einhver gekk um. Hún var þá að telja tölur og henni fataðist. Blóðið þaut fram í kinnar hennar. Og það var eins og hjartað hætti að slá, eða sló það-miklu örar en það gerði venjulega? Það var Dóri, sem kom inn í búðina. En hann virt- ist ekki veita henni neina eftir- tekt, heldur fór ásamt pilti, sem með honum var að skoða háls- bindi, sem voru þar á statífi. Bína reyndi að jafna sig taldi tölurnar að nýju og lauk við að afgreiða nokkra viðskiptavini, sem voru á undan Dóra. Dóri og félagi hans voru nokkuð við vín og gerðu þeir ýmsar athugasemdir við „stæl- bindin“, sem þeir voru að skoða, einkum voru það kvenmanns- myndir, sem þeir höfðu sitthvað að athuga við. Bína lét þá eiga sig og beið eftir, að þeir bæru fram erindi sitt. Þeim virtist ekkert liggja á. Fleiri komu inn í búðina og Bína afgreiddi þá. Að lokum virtust félagarnir vera búnir að velja sér bindi, hvor við sitt hæfi og sögðust ætla að fá þau án þess að spyrja nokk uð um verð áður. Þeir voru þá ekki komnir á það stig, að at- huga hvað hlutirnir kostuðu áð- ur en þeir ákváðu að fá þá. Virtust þeir þannig lifa ennþá í sömu velgengni eins og ein- kenndi fólk á stríðsárunum, en nú var sagan önnur hjá öllum almenningi. Ekki varð neitt af orðaskipt- um milli Dóra og Bínu, nema þau, sem nauðsynleg voru til að ljúka viðskiptunum, enda voru fleiri komnir í búðina og Bína þurfti að sinna þeim. Dóri þakk aði henni ekki einu sinni fyrir síðast, var hann virkilega bú- inn að gleyma dansleiknum? Já, Bína hafði gert sér vonir um, að hitta Dóra við aðrar aðstæður og þau mundu tala saman eins og kunningjar, sem eitthvað ættu sameiginlegt. En þannig bregðast stundum von- irnar. Það var kominn lokunartími, en margir voru seinir fyrir, því einn og einn var að banka og biðja um að afgreiða eitthvað smávegis. Það drógst því nokk- uð fram yfir kl. 6, að Bína gæti farið að ganga frá. Þegar hún hafði lokið því, sem gera þurfti var klukkan langt gengin sjö og var Bína þá þreytt eftir dags- ins önn. Hún gekk hægt heim á leið, enda var veðrið fagurt, logn og stjörnubjart. Á leiðinni heim reikaði hugurinn til Dóra. Ó, að hann hefði sagt, þó ekki væri nema eitt orð, sem væri í þá átt að hann myndi eftir dansinum þeirra. „Halló þú þarna, hvað heitirðu Bína “ Bína hrökk í kút og fölnaði á- reiðanlega, þegar hún var ávörp uð þannig, án þess að eiga nokkra von á því. Hún leit'til þess, sem talað hafði og......... það var þá Dóri. Hann þekkti hana þá, en — —. Hann var miklu meira drukkinn en joegar hann kom í búðina. Bína var hrædd. Hún reyndi að láta ekki á því bera og sagði: „Halló Dóri, þakka þér fyrir síðast“. Dóri gekk að hlið hennar, tók undir handlegg henni og sagði: „Sömu leiðis, þú dansar ágætlega“. Hann mundi þá eftir kvöldinu góða. „Við þyrftum að fara sam- an á ball við tækifæri, ertu ekki til í það?“ Bína svaraði ekki, henni var ekki meira en svo um Dóra gefið. Hann var svo skrít- inn. Hún fann ekki það öryggi gagntaka sig, sem henni virt- ist vera svo mikið, þegar hann hélt henni í fangi sér í dansinum en liann var ekki druklann þá. ,;Þú svarar ekki, um hvað ertu að liugsa?“ Bína herti upp hug- ann og sagði: „Ég vil gjarnan fara á dansleik með þér, en þá máttu ekki verða drukkinn.“ Bína áttaði sig varla á því sem skeði. Dóri rak upp þennan rokna hlátur. „Ekki nema það þó, ég ætti þó ekki annað eftir en að fara að hlaupa eftir því, sem einhver stelpa segir um það, hvort ég skuli fá mér í staupinu eða ekki“, sagði Dóri og hélt áfram að hlæja. „Þú þorir ekki á ball með mér, nema ég smakki ekki vín og hetjan“. Bína heyrði ekki meira, hún varð reið og þaut frá Dóra og heim til sín. Hún sem vildi verða Dóra góð, hún, sem sagði þessi orð í góðum tilgangi og þá var hún hædd fyrir þau og það af Dóra. Og nú mundi hann segja hverjum sem hafa vildi frá þessu samtali. Bína borðaði lítið og fór snemma að hátta. Hún vildi vera ein með hugsanir sínar. Hafði hún gert rangt? Var þetta gamaldags hugsunarháttur hjá' henni? Var hún öðru \ ísi en aðr- ar ungar stúlkur? Ætti hún ekki að fara að fylgjast með, þá yrði hún ekki hædd af Dóra eða öðr- um? Ut frá þessum hugsunum sofnaði Bína' að lokum. Það var nokkrum dögum síð- ar, þegar Bína kom í búðina, að hún leit í eitt dagblaðanna. Þá tók hún eftir fyrirsögn: „Ölæði á dansleik, maður barinn niður og er honum vart hugað líf“. Og hver hafði unnið það óhappa- verk? Bínu sortnaði fyrir augum. Það var . . : . það var Dóri. Dóri hafði ekki liðið Bínu úr huga þessa daga og nú las hún nafnið hans þarna og hann var í fang- elsi. Átti það að liggja fvrir Dóra að fara þessa leið, verða að auðnuleysingja? Það sópuðust á burt úr huga hennar allar efa- semdir um það, að hún væri á rangri braut. Hún var ekki gam- aldags. En ..., en gat hún sert eitthvað, átti hún að fara í fang- elsið til Dóra og hughrevsta hann og reyna að fá hann til að breyta um og taka nýja stefnu Já, hún ætlaði að fá að hitta hann. Hún fylltist fögnuði vfir þessari ákvörðun sinni, henni fannst hún hafa einhvern til- gang- Daginn eftir fékk Bína frí. Hún sagði ekki til hvers, það kom henni einni við. En þegar hún kom að klefadyrunum á her berginu, sem Dóri var geymdur í ætlaði hún að missa kjarkinn. „Þetta má ekki verða langt sam- tal“, sagði fangavörðurinn, um leið og hann opnaði klefadyrn- ar og hleypti henni inn. Dóri lá á bekk gegnt dyrun- um og var aðL lesa í bók. Það var auðséð að hann varð mjög undrandi, þegar Bína kom inn. Bókin féll úr hendi hans og hann stóð upp. Bína var eins og negld við gólfið og kom ekki upp nokkru orði. Allt, sem hún hafði ætlað að segja var rokið út í veður og vind. „Komdu sæl Bína“, sagði Dóri, „en hvað það var fallega gert af þér að koma að finna mig“. Dóri tók hlýlega í hönd Bínu og hún fann sama öryggið streyma um sig og í dansinum. „Sæll Dóri“, sagði Bína, „mér fannst endilega að ég þurfa að hitta þig, ég .... ég skyldi svo stuttaralega við þig síðast.“ „Ég held að ég hafi átt sök á því“, sagði Dóri, „því ég hagaði mér eins og flón, eins og svo oft áður. En hvað ætl- arðu að segja mér, ég veit að þú hefur komið í einhverjum ákveðnum tilgangi?“ „Ég ætl- aði að segja þér það sama og síðast“, sagði Bína og hafði nú kjark í sér til að líta framan í Dóra, „ég skal fara á dansleik með þér, ef þú verður ekki drukkinn". Dóri horfði í augu (Framhald á bls. 5) i

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.