Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 6

Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 6
6 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Síniar 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan livern mánudag. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H.F. Gamlar minningar >0000000<»Z>00000000000000000000000<^^ Sjólfstæðisfélaganna verður í Góðtemplara- húsinu sunnudaginn 28. desember kl. 4 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað kl. 1 e. h. SKEMMTINEFNDIN >00000<>t>00000000000000000^^ 000000000000 SKAK Sunnudaginn 14. desember s. 1. tefldi skákmeistari Norðurlanda, Baldur Möller, fjöltefli við 16 Hafnfirzka skákmenn, og urðu úrslit þau, að Baldur vann 10, tapaði fyrir 5, þeim Sig. T. Sigurðssyni, Jóni Pálssyni, Aðalsteini Knudsen, Þóri Sæmundssyni og Trausta Þórðarsyni, og gerði eitt jafntefli, við Guðjón Illugason. Ekki náði Baldur eins góðum árangri og Friðrik, er hann tefldi hér 16. nóv. s. 1., enda er tæplega við því að búast, þar sem Baldur er nýkominn af spítala eftir miklar aðgerðir, og er ekki enn búinn að ná sér fvllilega. Ilér með er vakin athygli á því, að Guðjón M. Sigurðsson skák- meistari T. R. 1952 teflir „klukkuskák" við 10 beztu skákmenn T. II. „annan jóladag" i Alþýðuhúsinu, og hefst kl. 1,30 e. h. stundvíslega. Skák sú, sem hér fer á eftir var tefld á skákmóti Köbenhavns Skakforening, veturinn 1945—1946, Móti þessu var aldrei lokið, enda var þá hálfgert „hemaðarástand" í Danmörku. Samkomuhúsum var lokað kl. 10 á kvöldin, enda óku sporvagnar ekki lengur framan af vetrinum. Með livitt leikur okkar gamalkunni meistari Baldur Möller, en með svart leikur einn efnUegasti yngri skákmanna Dana, sem var þá aðeins 17 ára, og varð efstur í sínum riðli, 1. flokks, á Norð- urlandaskákmótinu sumarið 1946. SKAK NR. IV. Hvítt: Baldur Möller Svart: Palle Ravn Slavneskvörn. i. d4 d5 Nú gæti hvítur fengið þráte 2. c4 c6 lætur sér það ekki nægja. 3. Rc3 dxc4 19. DxDb6 RxDb6 4. e4 b5 20. Rc7f Kf7 Rétt er í þessari stiiðu að leika 21. RxH RxR e5, enda má hvítur þá tæpast 22. Hxa7 Rb6 bjóða mannfórn þá, sem Aljechin þó leyfði sér í einvíginu við Euwe 1937. Eftir b5 verður fómin mögu leg (sbr. B. M.—Jens Enevoldsen í Buenos Aires 1939). 5. a4 e5 6. axb5! exd4 7. Bxc4! Bb4! Þessi leið er hörkulegri, en und- anhaldsleið.in, sem J. E. valdi í fyrrnefndri skák, Be6. ' 8. Rf3 dxRc3 9. Bxf7J Ke7 10. Db3 cxb2f 11. DxBb4J KxBf7 12. Bxb2---------- Hvítur hefur látið mann og aðeins fengið eitt peð fyrir, en kóngs- staða svarts er ákaflega óhæg. 12. - - Re7 13. b6! Rd7! Gagnslaust er fyrir hvítan að leika 14. b7 vegna Bxb7 og Hb8. 14. Db3j Ke8 15. Rg5 Hf8 Mátinu varð að bjarga, en til þess nægði ekki Dxb6?, vegna 16. Df7 J og Re6 mátj 16. Re6 Dxb6 17. Rxg7j Kd8 18. Re6j Ke8 Það er sjaldgæft, að hrókað sé svo langt frammi í tafli sem hér! 23. 0-0 Be6 Nú vár leiktíminn á þrotum og skákin var aldrei tefld frekar, en fljótséð er, að svartur fær ekki varizt, þótt hann eigi „manni meira“, tvo riddara gegn hrók og tveim peðum. Til dæmis um á- framhald má taka: 24. Ba3!, He8; 25. f4!, Bc4; 26. Hcl, Bb5; 27. f5, Rc4; 28. HxR!, BxH; 29. e5, og svartur missir riddarann og hvítur vinnur síðan með tveim peðum meira, þó ósamlitir bjsk- upar séu eftir (29.------, Bd5; 30. f6, Ke6!; 31. HxRJ, HxH; 32. f6xH, Kd7; 33. Kf2, Bf7; 34. Ke3, Ke6; 35. Kf4 og síðan ráða g og h-peð hvíts úrslitum. Skýringar eftir Baldur Möller. E. Þ. M. (Framhalcl af bls. 5) upp og bárum upp erindið, en ekki var að tala um að kaup- hækkun fengist. Nú var efst í okkur Jóni að fara heim og vinna ekki en endirinn varð samt sá, að við unnum með hinum fram eftir nóttu. Er við komum á vinnustað morguninn eftir skellti verkstjórinn því á okkur að peijar eins og við Jón, sem ætluðum að sprengja upp kaup- ið fengju enga vinnu hér fram- vegis. Y7ið urðum því að labba heim er aðrir byrjuðu að vinna. En sagan er ekki öll enn, og að lokum fengum við Jón kaup- hækkunina. Rétt eftir að þetta skeði kom liingað stórt gufu- skip er „Tejo“ hét, að sækja það sem til var af verkuðum fiski. Bryde átti hér verkaðan fisk, sem átti að fara í sama skip. Jón heitinn Mathiesen var verk- stjóri, en var alveg mannalaus. Bauð hann því okkur og öðrum tveimur mönnum 25 aura um tímann, til að róa uppskipunar- skipunum á milli og losa úti. Skipað var út í tveimur stöðum frá Vídalínsútgerðinni, við Bryd esbryggju og Egilsensbryggju, er var suður undir Hamri. Nú vildi svo til að á öðrum degi er skipað var út, að skip er fór hlaðið fiski frá Egilsensbryggju lenti á gömlum bryggjubúkka út á leirunni og sat þar fast. Ut- fall var og fór skipið fljótt að hallast. Öll skip voru ýmist á leið út, eða lágu við skipslilið full, því þetta var á kaffitíma hjá þeim dönsku. Eina skipið sem í landi var, var það sem við Jón vorum á. Mathiesen vildi Ijá okkur og skipið til að losa fiskinn úr skipinu, sem nú var farið að hallast ískyggilega mikið á búkkanum. En við Jón vorum ekki ánægðir með þetta, heldur settum upp að fá vinnu það sem eftir var haustsins þeg- ar unnið væri, fyrir 25 aura um tímann, þó aðrir ynnu fyrir 20 aura. Að Jiessu gekk Blöndal og efndi. En vinna fór minnkandi og ekki var Vídalínsfélagið hér lengur en þetta ár. Eitt af því sem mér er minn- isstætt frá þessu sumri er J)að, að mér — sem ekki gat stundað sjó vegna sjóveiki, var treyst til að leiðbeina skipi hér inn f jörð- inn. En nú skal ég segja ykkur hvernig það atvikaðist að ég varð „lóðs“. Þetta sumar var mikið um skipakomur hingað, bæði segl- og gufuskip. Einn morgun er ég var að ganga til vinnunnar, sé ég tvö skip út á ,Hrauninu‘ út af Hvaleyrarhöfða með Jóðsfána uppi. Þegar ég kem vestur að Linnetsbryggju, eru þeir þar við bát og ætla að fara að setja nið- ur, Gísli Jónsson lóðs og Einar Jóhannesson. Ég set bátinn nið- ur með Joeim, og Gísli fær mig ti! að koma út með J>eim. Það var svolítið sunnan kul og stóð þ>ví beint út fjörðinn. Var því 'strax mastrað og siglt út. Er við komum út fyrir Fiskaklett, sjáum við hvar Joriðja seglskip- ið kemur fyrir Melhöfða og siglir suður. Það er líka með lóðsflaggi. Fyrsta skipið er við komum að var lítil „Foranagter“ skonnorta ensk, hét hún ,Crabic‘ og hafði komið áður til Fjarðar- ins. Mr. Ward átti hana. en hann var þá hér og keypti svo- kallaðan labrafisk. Gísli lét Ein- ar fara upp í skonnortuna, og átti hann að leiðbeina henni inn. Nú var haldið að næsta skipi. Það var dönsk skonnorta frá Bodö og hét Sverdrup hlaðin á þriðja hundrað smálestum af kolum til Vídalínsfélagsins. Við lögðum að hlið skipsins en fór- um ekki upp og bað Gísli það að bíða, meðan við vorum að vita hvað þriðja skipið vildi. En nú fór sjósóttin að ásækja mig og Ægir fékk sinn skatt meðan við héldum að þriðja skipinu. Þriðja skipið var skonnort- brigg með saltfarm og átti að fara til Reykjavíkur. Hélt skip- stjórinn að Hafnarfjörður væri Reykjavík, vegna skipakomunn- ar. Vildi hann fá lóðs til Reykja- víkur, og varð úr að Gísli fór með honum en sigldi áður þann ig að ég átti auðvelt með að ná Sverdrup sem ég átti að fylgja inn. Góður spölur var að hinu skipinu er Gísli sleppti mér. Ég leysti utan af fram- seglinu, mastrið stóð uppi, setti í spritið og kom fyrir fokku, en stýrði svo með ári. Mér gekk vel að ná Sverdrup, ganga frá seglum og festa bát- inn við skipið. Meðan ég var að þessu kveið ég mest fyrir sjósótt, bjóst við að skipstjóra mundi ekki þykja lóðsinn burð- ugur ef hann væri með sjósótt í ládeyðunni. Er ég kom til skip- stjóra spurði hann mig hvort ég væri lóðs, ég sagðist ekki vera það, en jafnframt að ég væri velkunnugur leiðinni inn, og nú tækjum við fyrst slag suður. Fjórum sinnum þurfti að ,venda‘ áður en inn á leguna var komið, og talsvert fann ég til mín, þeg- ar ég kallaði að láta akkerið fara, náttúrlega skipaði ég J>að á dönsku, og eins þegar venda þurfti. Skipstjóri bauð mér vín, en ég þáði ekki og gjalda Jnirfti ég Ægir fórn, er ég réri í land, en það gerði ekki mikið til, þar sem Jreir dönsku sáu það ekki. Ég fékk góða Jróknun hjá Gísla fyrir lóðsunina, en skipið risti 14/á fet, var með 280 lestir af kolum og mig minnir að lóðs- gjald væri þá kr. 2.00 á hvert dýptarfet. Þegar maður fer að hugsa um liðna tímann þá rifjast margt upp. Þetta sumar vaj- það líka, að ég fór 3 ferðir gangandi til Reykjavíkur sama daginn fyrir Vídalínsfélagið. Það sem ég flutti voru bréf og seinast aðeins eitt bréf og smásendingu er Jjurfti að komast í póst með skipi, er fór til útlanda þá um kvöldið. Ég fór fyrstu feiðina eftir að ég hafði drukkið morg- unkaffið — j>á var enginn kaffi- tími gefinn, en hver og einn drakk kaffið ]>ar sem hann \'ar staddur, Jiegar honum hafði ver- ið fært ]>að að jieiman, þá voru heldur engir kaffibrúsar til að halda því heitu, — og úr sein- ustu ferðinni kom ég um 8 leyt- ið. I J>essum ferðum hef ég ])ví verið 8—9 stundir í tímavinnu og fengið fyrir allar ferðirnar kr. 1.60—1.80. Það Jrætti lítið nú fyrir 3 Reykjavíkurferðir. Ann- ars var vani þá að borga kr. 2.00 fvrir ferð til Reykjavíkur. MESSUR UM JOLO Hafna rfja rðark irk ja: Aðfangadag; Aftansöngur kl. 6. Jóladag: Messa kl. 2. Gamlárskvöld: Aftansömiur kl. 6. Nýársdag: Messa kl. 5. I Fríkirkjunni: Aðfangadag: Aftansöngur kl. 8,30. Jóladag; Messa kl. 2. Annan jóladag: Barnaguðs- þjónusta kl. 2. Gamlársdag: Aftansöngur kl. 8,30. Nýársdag: Messa kl. 2. Séra Guðbrandur þjörnsson, fýrrv. prófastur, prédikar. Jólaiag;naðiir Jólafagnaður Sjálfstæðisfélag- anna verður í Góðtemplarahús- inu sunnudaginn 28. des. kl. 4. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað frá kl. 1 e. h. Árshátíð Árshátíð F. U. S. Stefnis verð- ur í Sjálfstæðishúsinu annan jóladag kl. 8,30 e. h. Y7erða J>ar ýms skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir sama dag í Sjálfstæðisliúsinu kl. 4-7 e. h. Gömlu dansarnir G. S. H.-khúbburinn heldur gömlu dansana í Góðtemplara- húsinu annan í jólum kl. 9 og verða aðgöngumiðar seldir á sama stað frá kl. 7.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.