Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 7

Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 7
HAMAR 7 Landnámskona (Framhald af bls. 5) fjögrarúðugluggi í bakgaflinn, gólfið lagt í baðstofu og gang- inn og upp var risinn snotur bær sem Kristín kallaði hús og leyfði engum í sín eyru að kalla ann- að. Þá færði hún heim rúm- stæði og lítið borð setti hún und ir baðstofugluggann. Olíuvél kom hún með og setti hana á kassa í ganginum, sem nú var kallað eldhús. Annar kassi reis þar upp á endann með leirtaui. Þar var einnig pottur, ketill og kaffikanna með öllu tilheyrandi og svo flutti hún inn og ný land- námskona hafði tekið sér ból- festu í Hafnarfirði. Kristín var föst í þeim ásetn- ingi sínum að búa að sínu. Lifa af því sem tvær hendur gætu aflað. Ekki var hún margskipt- in en góður nágranni. En það fundu allir þar sem hún fór, var kona sem ekki lét þoka sér um fet, og þar sem hún sat, sat kona sem með sjálfri sór fann að sætið var fullskipað og hugðist ekki víkja fyrir neinum. Kom þetta m. a. fram í því er nú skal greina. Kristín var kona kirkjuirækin og var alla tíð í þjóðkirkjusöfnuðinum, samt sótti hún allar messur í Fríkirkjunni. í hvorri kirkjunni sem hún var, x & sat hún ætíð í sama sætinu. En væri einhver kominn í sætið á undan henni, sem ekki bar oft við, þá stjakaði hún við þeim manni eða konu og hætti ekki fyrr en sá hafði þokað um set. Ekki hafði hún orð um þetta, en allir viku fyrir ytni hennar. Kristín tók upp sálmabók sína og söng í kirkjunni mikilli röddu en jafnaðarlegast var hún hálf- tóni eða heiltóni neðar en söng- fólkið, en hún söng samt. Ekki sparaði hún að fara til prests þess er þjónaði og þakka honum fvrir að embætti loknu, og fannst gárungunum að hún riðj- ast helst til fast um og höfðu það í skimpingum, að við þessa eða hina messuna hefði Kristín Asbjarnar verið nærri búin að stíga niður af sér svuntuna eða pilsið. Alltaf fór Kristín til altaris, þegar sú þjónusta var um hönd höfð í þjóðkirkjunni. Kom hún þá ætíð til mín og bað mig að hnýta á sig slifsið. Vildi hún vera vel til höfð þá, er hún gengi til guðs borðs. Einnig bað hún mig um ilmvatn í barminn. Þóttist hún þá vera reiðubúin að ganga til heilagrar kvöldmál- tíðar með hverjum og einum. Um þá prestana, séra Árna Björnsson og séra Olaf Olafs- son, hafði hún þessi ummæli eitt sinn: „Séra Árni er ágætur guðsprestur, en séra Olafur er ágætur veraldarprestur“. Þegar Kristín hafði búið noklc ur ár í bænum sínum, húsinu sínu, eins og því hefur verið lýst hér að framan, þóttist hún mega til með að stækka það svolítið, enda vera þess um- komin. Fékk hún þá enn föður minn sér til hjálpar. Lét hún byggja eldhús við gaflinn á gamla bænum. Kom þá hurð á vegginn þar sem glugginn hafði áður verið. Þá kom líka lítit kolaeldavél í eldhúsið. En gluggi se.ttur á norðurvegg, svo ekki væru niðamyrkur í gang- inum. Hús Kristínar stóð sem næst þar sem nú er Vitastígur 6 B og bjó hún þar ein til dauða- dags. Margt fleira væri hægt að segja frá Kristínu, en hér verð- ur staðar numið. Gisli Sigurðsson Gleðileg jól! $ i 1 Farsælt nýár! ! t 11 Soffía og Halldóra í i 1 i 'V. i í fl Gleðileg jól! 11 X >1 Farsælt nýár! I í 1 $ í i II \ i Fimleikafélag Hafnmfjarðar óskar öll- um\félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir líðandi ár. Gleðileg jól! Fcirsælt nýár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Prentsmiðja Hafnarfj^rðar h.f. Verkamannctfélagið Hlíf Gleðileg jól! Farsælt nýár! Þvottahúsið Fríða HAMAR Gleðileg jól! Farsælt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári, Húsgagnav.st. Kirkjuv. 18 ý ^ Hannes H. Sigurjónsson '' 'v ......:..............i I 11 Gleðileg jól! ósfeftr öllum HftfnfírÖin0um 09 öðrum (esendum sÍDum gleði(egri) jóla 09 9mfuríks bmftndi nrs. Garðarsbúð JOLAMYAPIB Hafnai*f|arðai*bío Jólamynd Hafnarfjarðar Bíós er fjörug og skemmtileg dans- og söngvamynd í litum, frá 20th Century Fox og Technicolor. Með aðalhlutverk fara hin fræga dansmær Betty Grable og gamanleikarinn Dan Dailey, sem eru kvikmyndahúsgestum vel kunn. Söguþráðurinn er um fagra dansmær, Bonny (Betty Grable), og eiginmann hennar, Skid (Dan Dailey), störf þeirra á sviði list- arinnar. Dansmærin heillar alla með danssnilld sinni, en eigin- maðurinn með liinni frábæru kímnigáfu. Lífið virðist leika við þessum ungu og hamingju- sömu hjónum, þegar Bakkus ber að dyrum hjá þeim. Skid á erfitt með að neita sér um vín og veldur það honum miklum erfiðleikum í starfi hans og hjónabandi. Myndin lýsir á hugnæman hátt baráttu Bonny fyrir því að Skid geti haldið á- frarn á braut listarinnar og að hjónaband þeirra megi vera far- sælt. En þrátt fyrir alla erfiðleika endar myndin vel eins og vera ber. Jólamynd barnanna er syrpa af teiknimyndum, þar á meðal „Kötturinn og músin“. Óþarft er að fara mörgum orðum um þær, því öllum er kunnugt um, hversu mikilla vin- sælda Walt Disney teiknimynd- irnar njóta meðal barnanna. Hæjarbío Jólamyndin í Bæjarbíói er Heillandi líf og segir hún frá ungum manni, Brooks (Bing Crosby), og hestinum hans. Hann á ekki annars kostar en að velja á milli hestsins og unnust- unnar og valdi hann hestinn. En þessi atburður leiðir til þess að Brooks vinnur hug ann- arrar stúlku og verður endir myndarinnar eins góður og á verður kosið. Barnamyndin verður Einu sinni var, sem er fjögur ævin- týri. Það fyrsta er um „barna- sirkus“, annað er um Lísu litlu, en liún er aðeins brúða á dag- inn en dansmær á nóttunni og kemst þá í alls konar ævintvri. Þriðja ævintýrið segir frá litl- um dreng, sem smíðar sér bíl og tekur þátt í kappakstri á hon- um og vinnur sigur. Þá er síð- asta ævintýrið um jólasveininn, sem er að leggja af stað með sleðann sinn fullhlaðinn af alls- konar jólagjöfum. En á aðfanga- dag kemur það óhapp fyrir að hesturinn hans veikist, svo að hann komst hvergi og börnin biðu gjafanna. Þá kemur uglan til hjálpar og leysir vandann, svo að gjafirnar komast til skila í tæka tíð. 1 Nr. 14/1952. | | TILKYNNING | jjj Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á jjj jij benzíni og hráolíu: jjj jjj 1. Benzín hver lítri kr. 1.70 jjj 2. Hráolía hver lítri kr. 0.75 jjj Að öðru leyti haldast ákvæði tilkynningar nr. 10/1952 jjj jjj frá 31. maí 1952. Reykjavík, 20 desember 1952. Verðlagssknfstofan. GSH GSH Gömlu dansarnir verða í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði annan í jólum kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar ó sama stað frá kl. 1 e. h. G S H-klúbburinn (Styrktarsjóða Góðtemplara, Sjómannafélags og Hlífar)

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.