Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 1
SUND Ívar Benediktsson iben@mbl.is Sundsamband Evrópu, LEN, hefur óskað eftir því við sundsambönd að- ildarríkja sinna að þau ýti undir áhuga sundmanna á að taka þátt í Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fram fer í Eindhoven í Hollandi 25. – 28. nóvember. Ástæða óskar LEN er almennt áhugaleysi evr- ópskra sundmanna fyrir mótinu. Helgast það fyrst og fremst af því að heimsmeistaramótið í 25 m laug fer fram í Dubai 15. – 19. desember. Þátttaka á heimsmeistaramótinu virðist frekar freista sundmanna en keppni á Evrópumeistaramóti. Að minnsta kosti er ljóst að fáir sund- menn, alltént úr hópi þeirra bestu, ætla að taka þátt í báðum mótunum þar sem svo stutt er á milli þeirra. Vegna óskar LEN ákvað stjórn Sundsambands Íslands að gera sitt til þess að fleiri íslenski sundmenn sæju sér fært að taka þátt í EM. Þjálfarar og fararstjórar fjármagnaðir af SSÍ „Þeir sundmenn sem ná meðfylgj- andi lágmörkum á Íslandsmeist- aramótinu í 25 metra laug, ÍM25 2010, hafa unnið sér inn keppnisrétt á EM25 2010. Sundsamband Íslands fjármagnar ferðir og uppihald þjálf- ara og fararstjóra að fullu. SSÍ fjár- magnar 40 – 60% af ferða- og dval- arkostnaði hvers sundmanns sem öðlast keppnisrétt á þennan hátt, en það þýðir að keppendur og félög þeirra þurfa að fjármagna verkefnið um 40 – 60% á móti,“ segir m.a. í samþykkt stjórnar Sundsambands Íslands frá því í síðustu viku. Ennfremur segir þar um skilyrði þau sem sett eru fyrir keppnisrétti: „Sundfólk þarf að ná að minnsta kosti einu A lágmarki til að öðlast keppnisrétt og mega þá einnig keppa í þeim greinum sem þeir ná B lágmörkum í. Sundfólk sem nær A lágmörkum í bak-, bringu- og/eða flugsundi öðlast keppnisrétt í 50 metra greinum sömu aðferðar.“ Þrjú höfðu náð lágmarkinu Áður en ósk barst frá LEN barst höfðu þrír íslenskir sundmenn náð tilskildum árangri til þátttöku, bæði á EM og HM. Það eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragn- arsdóttir. Ragnheiður hyggst taka þátt í báðum mótum en Hrafnhildur og Jakob Jóhann stefna eingöngu á HM. Ekki náðist í formann Sund- sambands Íslands í gær. Ingigerður Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SSÍ, segir það vera von stjórnar SSÍ að með samþykktinni fjölgi íslensku þátttakendunum á EM. Það skýrist þó ekki fyrr en að loknu Íslands- meistaramótinu sem haldið verður í Laugardalslaug 11. - 14. nóvember Þar mun eflaust hópur sundmanna freista þess að ná lágmarksárangri til þátttöku í mótinu. Morgunblaðið/hag Ákveðin Ragnheiður Ragnarsdóttir ætlar að keppa á báðum mótum, EM í 25 metra laug og heimsmeistaramótinu. Óskað eftir fleiri Íslend- ingum á EM í sundi  Sundsambandið ýtir undir að sem flestir nái að nýta sér það og keppi í Eindhoven VIÐTAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Það er ekkert sjálfgefið að ég spili gegn Barcelona. Strákurinn sem kom í staðinn fyr- ir mig þegar ég meiddist hefur staðið sig mjög vel, en auðvitað vonast ég eftir því að fá að spreyta mig á móti Messi og félögum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður FC Köbenhavn í Danmörku, við Morgunblaðið í gær. FC Köbenhavn fær stórlið Barcelona í heimsókn á Parken í kvöld en þetta er upp- gjör tveggja efstu liðanna í D-riðli Meist- aradeildar Evrópu. Danirnir hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni. Sölvi Geir tryggði þeim sætið í riðlakeppninni með sig- urmarki gegn Rosenborg í seinni leik um- spilsins, og liðið vann síðan Rubin Kazan frá Rússlandi á heimavelli og Panathinaikos í Grikklandi. Loks vann Barcelona uppgjör lið- anna á Camp Nou fyrir tveimur vikum, 2:0, og er með 7 stig gegn 6 stigum Dananna. Rubin er með 2 stig og Panathinaikos eitt þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Sölvi missti af leikjunum á Camp Nou og í Grikklandi, sem og þremur deildaleikjum og landsleik Íslands gegn Portúgal, vegna hand- arbrots. Hann er hinsvegar kominn af stað á ný, hefur tekið þátt í þremur síðustu leikjum FCK og skoraði sigurmarkið gegn Lyngby á laugardaginn, 3:2, í úrvalsdeildinni, eftir að hafa komið inná sem varamaður í framlínu liðsins undir lok leiksins. Gaman að fara í senterinn „Já, það er alltaf gaman að fara í senter- inn og ég hef svo sem gert það áður hjá mín- um fyrri liðum. Það hefur stundum gengið upp og mér tókst að skora í þetta skiptið, sem var að sjálfsögðu fínt. En ég veit ekki hvort það dugar mér til að fá tækifæri í byrj- unarliðinu á ný á móti Barcelona. Það er fúlt að hafa lent í þessum meiðslum, og þurfa að byrja upp á nýtt að vinna sér sæti í liðinu. En svona er fótboltinn, það er harður slagur um stöðurnar og það þýðir ekkert að fara í fýlu þó maður spili ekki,“ sagði Sölvi Geir sem er ekki alveg búinn að jafna sig af hand- arbrotinu. „Ég er með þessa asnalegu spelku ennþá og er aumur í hendinni. En það gleymist um leið og í leik er komið,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. „Það þýðir ekkert að fara í fýlu“  Sölvi vonast til að spila gegn Barcelona í kvöld  Barátta um sæti í liðinu eftir meiðslin ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 íþróttir Efstur Lee Westwood hefur skákað Tiger Woods og trónir á toppi heimslistans í golfi. Baráttan um efsta sætið er hörð og Þjóðverjinn Martin Kaymer er skammt undan 3 Íþróttir mbl.is Valsmenn halda áfram að bæta við sig ungum leikmönnum fyr- ir átökin í Pepsí- deildinni í knatt- spyrnu á næsta ári. Pól Jóhannus Justinussen hef- ur samþykkt að ganga til liðs við félagið frá B-68 í Færeyjum. Justinussen er vinstri bakvörður og ansi sóknardjarfur því hann skoraði 11 mörk í Fær- eyjum í sumar í 29 leikjum. Justinussen er 21 árs og leikur með U-21 árs landsliði Færeyinga sem náð hefur athyglisverðum úr- slitum og sigraði til að mynda Rússa fyrir um ári síðan. Just- inussen mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gera tveggja ára samning við Val. Landsliðsmaður til skoðunar Ekki er útilokað að annar Fær- eyingur muni ganga í raðir Vals- manna en Christian R. Mouritsen verður til skoðunar á Hlíðarenda á næstunni. Mouritsen lék með Just- inussen í U-21 árs landsliðinu en er nú orðinn A-landsliðsmaður. Mou- ritsen er sókndjarfur miðjumaður og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Slóvenum á dögunum. Hann er 22 ára gamall og ef Valsmönnum líst vel á kappann þá er gert ráð fyrir að honum verði einnig boðinn tveggja ára samningur. Mouritsen lék með B-36 í Fær- eyjum á síðustu leiktíð og skoraði 8 mörk í 30 leikjum. Kristján Guð- mundsson, nýráðinn þjálfari Vals, þjálfaði HB á síðustu leiktíð. Liðið varð Færeyjarmeistari en Kristjáni var sagt upp áður en mótinu lauk. Kristján hefur greinilega haft aug- un hjá sér í Færeyjum ef mið er tek- ið af þessum fréttum. Kristján virð- ist jafnframt ætla að byggja upp lið til framtíðar hjá Val. kris@mbl.is Tveir efnilegir Færeyingar á Hlíðarenda Kristján Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.