Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 3
GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Fyrir um það bil ári hefðu flestir talið að stórkostlegar hamfarir þyrftu að eiga sér stað til þess að Tiger Woods myndi missa efsta sæti heimslistans í golfi á árinu 2010. Kannski má kalla fjölmiðlafárið í kringum Tiger Woods hálfgerðar hamfarir en eftir langt frí frá golfi, og tíðindalitla endurkomu, er Tiger Woods dottinn úr efsta sæt- inu í fyrsta skipti í 281 viku. Þrír menn hafa sótt að Tiger á þessu ári. Phil Mickelson var lengi vel eini kylfingurinn sem átti raun- hæfa möguleika á því að ná Tiger en að undanförnu hafa Englendingurinn Lee Westwood og Þjóðverjinn Mart- in Kaymer blandað sér í baráttuna. Westwood vann kapphlaupið um efsta sætið eftir mjög stöðuga frammistöðu síðustu tvö árin eða svo. Er hann aðeins þrettándi kylfing- urinn til þess að ná efsta sætinu frá því að heimslistinn var birtur í fyrsta skipti árið 1986. Westwood hefur á margan hátt átt glæsilegan feril en hefur þó aldrei sigrað á einu risamót- anna fjögurra. Hann er einn fjögurra kylfinga sem hafa náð efsta sæti heimslistans án þess að hafa afrekað slíkt. Þrátt fyrir að hafa unnið á fjórða tug móta á atvinnumannaferli sínum þekkir Englendingurinn einnig mótlæti á golfvell- inum. Fljót- lega á þessari öld missti kappinn gersamlega dampinn og féll niður í 266. sæti á heimslist- anum árið 2003. Það tók tíma fyrir Westwood að ná sér aftur upp úr lægðinni og hann lagði á sig tals- verða vinnu ásamt hinum þekkta golfkennara David Leadbetter. Það bar árangur og árið 2008 tókst Westwood að komast inn á topp 10 á heimslistanum á nýjan leik. Með þessum áfanga gerir West- wood tilkall til þess að eigna sér hina vafasömu nafnbót; besti kylfingur sögunnar sem ekki hefur unnið risa- mót. Ekki er víst að hann verði lengi í efsta sætinu því Kaymer hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og er líklegur til þess að ná efsta sætinu í nánustu framtíð. Reuters Bestur Lee Westwood er orð- inn stigahæsti kylfingur heims eftir langa einokun Tigers Woods á toppsætinu. Að hamförum loknum er Tiger Woods fallinn af toppnum ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Neil War-nock, knattspyrnustjóri QPR, kveðst von- góður um að Heiðar Helguson verði búinn að jafna sig af meiðslum um næstu helgi og geti þá spilað með liðinu gegn Read- ing í ensku 1. deildinni. Heiðar meiddist á öxl fyrir skömmu og gat ekki spilað með QPR gegn Burnley á laugardaginn af þeim sökum. „Hann var ekki í alveg nógu góðu standi á föstudaginn, gat ekki beitt sér sem skyldi í leik á æfingu, svo það var ekki til neins að reyna að láta hann spila. Heiðar ætti að vera búinn að ná sér að fullu um næstu helgi,“ sagði Warnock á vef QPR í gær.    Rio Ferdin-and, mið- vörðurinn reyndi, er ekki í leik- mannahópi Man- chester United sem hélt í gær til Tyrklands þar sem liðið mætir Bursaspor í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ekki var gefin nein sérstök ástæða fyrir því að Alex Ferguson knatt- spyrnustjóri skyldi ekki vera með Ferdinand í 20 manna hópi sínum. Líklegast er talið að hann hafi viljað hlífa miðverðinum við fjögurra tíma flugi, fram og til baka, þar sem hann glímir stöðugt við eymsli í baki. Jonny Evans, Federico Mac- heda og Anderson eru heldur ekki í hópnum og þá eru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Michael Owen frá vegna meiðsla.    Rafael vander Vaart, hollenski miðju- maðurinn hjá Tottenham, æfði með liðinu í gær og allt bendir til þess að hann geti spilað með því gegn Evr- ópumeisturum Inter Mílanó í Meist- aradeild Evrópu í kvöld. Allt benti til þess að Hollendingurinn væri úr leik vegna tognunar í læri en eftir æfinguna voru taldar góðar líkur á að hann yrði með. Sama er að segja um miðjumanninn Tom Huddle- stone sem lék ekki gegn Manchest- er United á laugardaginn vegna ökklameiðsla. Hann æfði með liðinu í dag og líklegt er að hann spili á morgun.    Tognun í nára tók sig upp hjáAroni Pálmarssyni í landsleik Íslands og Austurríkis á laugardag- inn. Óvíst er hvort hann getur beitt sér þegar Kiel sækir Sverre Jak- obsson og félaga í Grosswallstadt heim í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í kvöld. Fólk sport@mbl.is n s- í Kim Magnús Nielsen og Rósa Jóns- dóttir hafa verið ráðin landsliðsþjálf- arar karla og kvenna í skvassi. Á þeirra herðum mun hvíla undirbún- ingur Íslendinganna sem keppa í skvassi á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Liechtenstein í lok maí og í byrjun júní. „Það eiga sér stað kynslóðaskipti í skvassinu hjá okkur um þessar mundir og því er spennandi að fást við þetta starf,“ sagði Kim Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hefur um langt árabil verið í fremstur röð ís- lenskra skvass- manna og hefur ekki alveg lagt spaðann á hilluna. „Ég reikna með að vera spilandi lands- liðsþjálfari. Mig langar til að taka þátt í Smáþjóða- leikunum en í vor verða liðin 20 ár frá því að ég tók fyr- ir þátt í leiknum sem þá fóru fram í Lúxemborg,“ sagði Kim Magnús enn- fremur. Hann reiknar með að velja níu manna hóp spilara til undirbúnings fyrir Smáþjóða- leikana. Fyrsta æf- ing verður í vik- unni. Þá verða menn vegnir og mældir og þeim lagðar lífsreglurnar fyrir komandi mánuði. „Ég hef ekkert tekið þátt í mótum í vetur en fer að láta sjá mig. Á síð- ustu árum hef ég aðeins dregið sam- an seglin. Nú þarf ég að fara að gíra mig upp,“ sagði Kim Magnús í léttum dúr en hann var ekki með á stigmóti sem fram fór á síðasta laugardag. Kim Magnús segir að mikill vöxtur sé í skvassi kvenna hér á landi. „Það hafa fleiri stúlkur en piltar bæst í hóp skvassara hér á landi upp á síð- kastið og það mjög jákvætt,“ sagði Kim Magnús Nielsen, nýráðinn landsliðsþjálfari í skvassi karla. iben@mbl.is Kim og Rósa ráðin landsliðsþjálfarar Kim Magnús Nielsen og Rósa Jónsdóttir Íslensku sveitirnar í karla- og kvennaflokki höfnuðu í fjórða sæti í liðakeppni á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem fram fór í Turku í Finnlandi um liðna helgi. Í keppni einstaklinga á einstökum áhöldum hreppti Róbert Kristmanns- son bronsverðlaun fyrir æfingar á bogahesti. Keppni í fjölþraut og liðakeppni fór fram á laugardeginum. Stúlknalið Ís- lands náði þar fjórða sæti með 141.10 stig á eftir Wales, Finnlandi og Sví- þjóð. Dominiqua Alma Belányi var þar hæst íslensku stúlknanna með 47.75 í 8. sæti og Thelma Rut Hermanns- dóttir í 10. sæti með 46.85. Karlaliðið átti spennandi keppni við norska liðið, með Espen Jansen í fararbroddi. Þrátt fyrir að bæði Róbert og Ólafur Garðar næðu hærri stigum en Jansen tókst norska liðinu að krækja í bronsið í liðakeppninni með einungis 0,3 stiga mun: Noregur 229,05, Ísland 228,75. Róbert náði bestu úrslitum ís- lensku karlanna í fjölþrautarkeppn- inni og lenti í fjórða sæti með 77,30 stig. Ólafur Garðar var í því sjötta með 76,70 stig. iben@mbl.is Róbert hreppti brons í Turku Alexander Petersson verður frá keppni með þýska liðinu Füchse Berlin í hálfan mánuð vegna meiðsla í hægri ökkla sem hann varð fyrir í fyrri hálfleik í við- ureign Íslendinga og Austurrík- ismanna í undankeppni Evr- ópumótsins í handknattleik á síðasta laugardag. Alexander missteig sig illa þegar hann á leið sinni inn úr hægra horninu steig á fót eins leikmanns austurríska liðsins. Ökklinn bólgnaði mikið og kom Alexander ekkert meira við sögu í leiknum. Alexander verður ekki í liði Füchse þegar liðið sæk- ir Gummersbach heim í þýsku 1. deildinni næsta laug- ardag. Vonast er eftir að hann verði orðinn klár í slaginn þegar Friesenheim kemur í heimsókn til Berlínar annan sunnudag. Vonast til að spila í kvöld Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, reiknar með að spila með Lübbecke í kvöld þegar það sækir Lemgo heim. Hann tognaði á hægri kálfa í viðureign Íslendinga og Letta í Laugardals- höll í síðustu viku. „Þetta er ekkert alvarlegt, sem betur fer. Læknar sögðu mér að það gæti tekið fjóra til fimm daga að jafna sig og það virðist ætla að verða raunin,“ sagði Þórir við Morgunblaðið. iben@mbl.is Hálfs mánaðar hlé hjá Alexander Alexander Petersson Þórir Ólafsson 1993 Gerist atvinnumaður. 1996 Vinnur sitt fyrsta mót á Evrópumóta- röðinni, Volvo Scandinavian Masters. 1998 Kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni, þrír sigrar þar og fyrsti sigurinn á PGA. 1998-2001 Kemst inn á topp 10 á heimslistanum og er þar samfleytt í 180 vikur. 2003 Fellur niður í 266. sæti á heimslistanum. 2008 Kemst aftur inn á topp 10 á heimslistanum. 2010 Kemst í 1. sæti heimslistans. Þrettándi kylfingurinn til að ná því frá árinu 1986 þegar listinn hóf göngu sína. Lee Westwood Breskur kylfingur, fæddur í Nottinghamskíri 24. apríl 1973. Helstu áfangar á ferlinum:  Westwood í efsta sæti heimslistans  Sá besti sem aldrei hefur unnið risamót?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (02.11.2010)
https://timarit.is/issue/339420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (02.11.2010)

Aðgerðir: