Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Karen Rut Sigurðardóttir og Árni Geir Ómarsson urðu Stórmeistarar ÍR í keilu 2010. Þau stóðu uppi sem sigurvegarar á meistaramóti ÍR á laugardaginn en þar kepptu 50 manns, 17 konur og 33 karlar, um titl- ana. Karen Rut sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur í úrslitaleiknum í kvennaflokki og Árni Geir sigraði Andrés Pál Júlíusson í úrslitaleiknum í karlaflokki. Sigruðu Árni Geir Ómarsson og Karen Rut Sigurðardóttir með verðlaunin. Karen og Árni meistarar hjá ÍR VIÐTAL Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Róbert Fannar Halldórsson, 25 ára gamall skvassspilari, lék um helgina í sínu fyrsta móti hér á landi í nokkurn tíma, punktamóti í Veggsporti, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Það er skemmst frá því að segja að hann sigraði með nokkrum yfirburð- um í meistaraflokki, vann alla leiki sína 3:0 og sagði að það hefði komið sér aðeins á óvart hversu létt þetta hefði verið. „Þetta var léttara en ég átti von á, en alls ekki leiðinlegt því það er alltaf gaman að spila hér heima,“ segir Ró- bert, sem er þrefaldur Íslandsmeist- ari í íþróttinni. Hann varð meistari þrjú ár í röð, 2005, 2006 og 2007 þann- ig að árangur hans á mótinu um helgina þarf ekki að koma neinum á óvart. Meistaranám og skvass í London Síðustu árin hefur hann verið við framhaldsnám í Englandi jafnframt því að spila skvass. „Ég hef spilað mikið úti í London, með einu félagi í úrvalsdeildinni og svo öðru í næstu deild fyrir neðan. Það er algengt í Englandi því þessu er skipt niður í héruð og þess vegna gat ég spilað með báðum,“ segir Róbert, en hann var að ljúka við meistaranám í stjórnun frá London Business Scho- ol. „Ég útskrifaðist í sumar og er bara að leita mér að vinnu. Vantar ekki ein- hverja menntaða stjórnendur hér á Íslandi?“ spyr Róbert og hlær. „Ann- ars er ég bæði að leita mér að vinnu hér heima og eins úti í Bretlandi og gæti alveg hugsað mér að vinna á hvorum staðunum sem er. Ég trúi því að Ísland sé góður kostur varðandi vinnu,“ segir Róbert sem hélt af landi brott í gær. Spila við atvinnumenn og heims- meistari á klúbbinn „Ég verð úti í mánuð í þessari ferð, bæði verð ég í viðtölum vegna vinnu og svo verð ég að spila líka með lið- unum mínum. Ég spila nokkra leiki núna og svo sé ég til hvernig þetta verður í vetur, hvort ég flýg út til að spila ef ég verð hér heima, það á allt eftir að koma í ljós.“ Hann segir mikinn mun á íþróttinni í Englandi og hér heima. „Ég er að spila við atvinnumenn sem eru að koma af mótaröðinni eða þá stráka sem eru alveg að detta inn á hana. Það eru því toppspilarar sem maður er að mæta. Sá sem á klúbbinn sem ég er í er margfaldur heimsmeistari og það er rosalega gaman að hafa hann á áhorfendapöllunum og fá góð ráð frá honum. Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt og lærdómsríkt. Og erf- itt,“ segir Róbert. „Þetta eru allt fínir strákar og nú er maður kominn með góð sambönd þannig að ég get rennt niður í Wimbledon þegar mig langar og tekið æfingu með þessum strákum, sem er ekki leiðinlegt,“ segir Róbert. Um íþróttina hér heima segir hann: „Ég sé mikinn mun á strákunum hér og mér fannst hann meiri núna heldur en áður, og það er greinilegt að fram- farirnar eru miklar. Það þarf bara að drífa þá til útlanda í mót til að þeir öðlist meiri reynslu og koma þeim í fjölbreyttara spil,“ segir Róbert. Morgunblaðið/Golli Skvass Róbert Fannar Halldórsson mundar spaðann í úrslitaleiknum á mótinu í Veggsporti um helgina. „Greinilegt að fram- farirnar eru miklar“  Róbert Fannar spilar með tveimur enskum liðum í skvassi Eftir leikina tvo, sem eru að baki hjá íslenska landsliðinu í handknattleik karla í undankeppni Evrópumótsins 2012, hefur nú verið gert hlé á keppn- inni fram í mars. Næst tekur íslenska landsliðið á móti því þýska hér á landi, annaðhvort 9. eða 10. mars. Leikdagur hefur ekki verið endanlega ákveðinn en líklegt er að fyrri dagurinn verði fyrir valinu. Strax eftir leikinn hér á landi fer ís- lenska liðið til Þýskalands og mætir heimamönnum í Gerry Weber- íþróttahöllinni í Halle/Westfalen ann- aðhvort laugardaginn 12. mars eða sunnudaginn 13. mars. Aftur verður gert hlé á und- ankeppninni að loknum leikjunum í mars en þráðurinn tekinn upp á nýjan leik í júní þegar tvær síðustu umferð- irnar fara fram. Íslenska landsliðið sækir þá það lettneska heim 8. eða 9. júní og þremur dögum seinni mæta Austurríkismenn til leiks í Laugardals höllinni. Tvær þjóðir af fjórum úr hverjum riðli undankeppninnar vinna sér þátt- tökurétt í lokakeppnina sem fram fer Serbíu í janúar árið 2012. Verði tvær þjóðir jafnar að stigum í riðli munu úrslit innbyrðisleikja ráða hvor þjóðin heldur áfram keppni. iben@mbl.is Leikið gegn Þjóðverjum í mars Hólmar ÖrnEyjólfsson, leikmaður West Ham og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er kominn til Wolfs- burg í Þýska- landi þar sem hann er til reynslu næstu daga. Hólmar hóf æfingar með liðinu í gær. Hann hefur ekki fengið tækifæri með að- alliði West Ham sem keypti hann af HK sumarið 2008. Hólmar, sem er tvítugur, lék sem lánsmaður með Roeselare í efstu deild í Belg- íu seinni hluta síðasta tímabils. Þjálfari Wolfsburg, sem er um miðja deild í Þýskalandi, er Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.    Þrenningin öfluga hjá Miami létöll til sín taka í New Jersey þar sem Miami vann afar öruggan útisigur, 101:78, í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt. LeBron James skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar, Chris Bosh skoraði 18 stig og Dwyane Wade skoraði 17 stig og átti 7 stoðsend- ingar.    Pau Gasolskoraði 26 stig og tók 12 fráköst fyrir Los Angeles Lakers sem fór létt með Golden State Warriors, 107:83, í vesturstrand- arslag. Kobe Bryant skoraði 20 stig og Lamar Odom skoraði 16 stig og tók 14 frá- köst fyrir Lakers sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína. Lakers komst í 12:0 og var með leikinn í hendi sér eftir það.    Oklahoma City er spáð miklumframa í vetur en liðið steinlá heima gegn Utah Jazz, 99:120, og liðið frá mormónaríkinu innbyrti þar sinn fyrsta sigur. Paul Millsap átti stórleik með Utah en hann skoraði 30 stig og tók 16 fráköst. Deron Williams var líka öflugur með 16 stig og 15 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma. Fólk sport@mbl.is England Úrvalsdeild: Blackpool – WBA......................................2:1 Charlie Adam (vsp) 12., Luke Varney 62. - Youssuf Mulumbu 85. Staðan: Chelsea 10 8 1 1 27:3 25 Arsenal 10 6 2 2 22:10 20 Man. Utd 10 5 5 0 22:12 20 Man. City 10 5 2 3 13:10 17 Tottenham 10 4 3 3 11:10 15 WBA 10 4 3 3 14:17 15 Newcastle 10 4 2 4 19:14 14 Everton 10 3 4 3 10:8 13 Blackpool 10 4 1 5 15:21 13 Fulham 10 2 6 2 12:11 12 Bolton 10 2 6 2 13:14 12 Sunderland 10 2 6 2 9:12 12 Liverpool 10 3 3 4 10:14 12 Aston Villa 10 3 3 4 9:13 12 Birmingham 10 2 5 3 10:12 11 Stoke City 10 3 1 6 10:14 10 Wigan 10 2 4 4 7:18 10 Blackburn 10 2 3 5 9:12 9 Wolves 10 2 3 5 10:16 9 West Ham 10 1 3 6 7:18 6 Spánn Mallorca – Levante ...................................2:1 Staðan: Real Madrid 9 7 2 0 25:5 23 Barcelona 9 7 1 1 19:6 22 Villarreal 9 6 2 1 17:7 20 Valencia 9 5 2 2 14:9 17 Espanyol 9 5 0 4 8:13 15 Atlético Madrid 9 4 2 3 13:10 14 Real Mallorca 9 4 2 3 9:9 14 Sevilla 9 4 2 3 14:16 14 Athletic Bilbao 9 4 1 4 17:14 13 Getafe 9 4 1 4 14:13 13 Real Sociedad 9 4 1 4 12:12 13 R. Santander 9 3 1 5 9:15 10 Osasuna 9 2 3 4 8:10 9 Hércules 9 2 3 4 9:12 9 Sporting Gijon 9 2 3 4 9:15 9 Almería 9 1 5 3 7:8 8 Levante 9 2 2 5 9:16 8 Málaga 9 2 1 6 14:21 7 Dep. La Coruna 9 1 4 4 6:14 7 Zaragoza 9 0 4 5 7:15 4 Danmörk Nordsjælland – OB ...................................1:4  Rúrik Gíslason kom inn á sem varamað- ur hjá OB á 76. mínútu. Staðan: København 14 12 2 0 35:10 38 Midtjylland 14 7 3 4 23:13 24 Brøndby 14 6 4 4 22:19 22 OB 14 6 2 6 24:23 20 Sønderjyske 14 6 1 7 17:19 19 Lyngby 14 5 3 6 21:26 18 Silkeborg 14 4 5 5 19:22 17 Horsens 14 5 2 7 11:19 17 Nordsjælland 14 4 3 7 15:22 15 Randers 14 2 8 4 14:17 14 Esbjerg 14 3 5 6 18:24 14 AaB 14 3 4 7 14:19 13 Svíþjóð Örebro – IFK Gautaborg.........................2:1  Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn hjá Gautaborg en Theó- dór Elmar Bjarnason fór af leikvelli á 77. mínútu. Brommapojkarna – Malmö ......................0:4 Mjällby – Åtvidaberg................................2:1 Staðan: Malmö FF 29 20 4 5 57:24 64 Helsingborg 29 20 4 5 49:26 64 Örebro 29 16 4 9 40:29 52 Elfsborg 29 11 11 7 54:40 44 Mjällby 29 11 10 8 36:27 43 Trelleborg 29 12 5 12 38:42 41 Djurgården 29 11 7 11 35:40 40 Gautaborg 29 10 9 10 40:27 39 Kalmar 29 10 9 10 36:38 39 Häcken 29 10 7 12 35:42 37 AIK 29 10 4 15 28:35 34 GAIS 29 8 8 13 24:34 32 Halmstad 29 9 5 15 29:42 32 Gefle 29 7 7 15 31:44 28 Åtvidaberg 29 7 7 15 31:50 28 Brommapoj. 29 6 7 16 20:43 25 KNATTSPYRNA Svíþjóð A-DEILD KARLA: Drott – Lindesberg ..............................35:30  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Drott. HANDBOLTI NBA-deildin New Jersey – Miami .......................... 78:101 LA Clippers – Dallas............................ 83:99 Oklahoma City – Utah ....................... 99:120 LA Lakers – Golden State................. 107:83 Efstu lið í Austurdeild: Atlanta Hawks 3 3 0 100,0% Miami Heat 4 3 1 75,0% Indiana Pacers 3 2 1 66,7% Boston Celtics 3 2 1 66,7% New Jersey Nets 3 2 1 66,7% Chicago Bulls 2 1 1 50,0% Orlando Magic 2 1 1 50,0% Toronto Raptors 2 1 1 50,0% Efstu lið í Vesturdeild: LA Lakers 3 3 0 100,0% New Orl. Hornets 3 3 0 100,0% Portland T-Blazers 3 3 0 100,0% Memphis Grizzlies 3 2 1 66,7% Sacramento Kings 3 2 1 66,7% Denver Nuggets 3 2 1 66,7% Golden State Warr. 3 2 1 66,7% Dallas Mavericks 3 2 1 66,7% Oklahoma City 3 2 1 66,7% San Antonio Spurs 2 1 1 50,0% KÖRFUBOLTI ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Egilshöll: Björninn – SA Jötnar ......... 19.30 Íslandsmót kvenna: Akureyri: SA Ynjur – SA Valkyrjur... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (02.11.2010)
https://timarit.is/issue/339420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (02.11.2010)

Aðgerðir: