Hamar - 18.10.1953, Blaðsíða 1
HAMAR
VII. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI 18. OKTÓBER 1953 19. TÖLUBLAÐ
Hraunprýði geíur 15 þú$. til
kaupa á nýrri s|úkraílugvél
Hraunprýði, kvennadeild Slysavarnafélags Islands hér í bæ,
hélt fyrsta fund sinn á þessu starfsári s. 1. þriðjudag. Var fundur-
inn mjög fjölsóttur.
Raunir bæjarstjórans
-------—♦
Gáfu kr. 15. þús.
Meðal annars sem gerðist á
fundinum samþykktu konurnar
að gefa kr. 15 þús. til kaupa á
nýrri og betri sjúkraflugvél, en
Barnavernda rdagurinn
Laugardagurmn 24. þ. m.,
fyrsti vetrardagur, verður að
venju fjáröflunardagur fyrir
Barnaverndarfélögin.
Barnaverndarfélag Hafnar-
fjarðar munu þá hafa merkja-
sölu hér í bænum og einnig
verður rit Barnaverndarfélag-
anna „Sólhvörf“ selt á götum
bæjarins.
Það er von Barnaverndarfé-
lagsins, að bæjarbúar taki vel á
móti þeim, sem merkin selja og
leggi lóð sitt á vogarskálarnar
til stuðnings góðu málefni með
því að kaupa merki.
Höfðingleg gjöf
Jón Gíslason útgerðarmaður
hér í bæ hefur gefið Hafnarfjarð
arkirkju forkunnar fagran ljósa-
hjálm, sem er 16 arma og smíð-
aður í Danmörku.
Jón hefur gefið ljósahjálminn
til minningar um foreldra sína,
Gísla Jónsson fiskimatsmann og
konu hans Hallgerði Torfadótt-
ur, sem eru bæði dáin en bjuggu
í Hafnarfirði allan sinn aldur og
voru bæði mikilsvirt og alkunn
merkishjón.
Gísli var í sóknarnefnd Hafn-
arfjarðarkirkju frá því, að hún
var byggð árið 1914 og til dauða
dags 21. júlí 1944 og meðhjálp-
ari og umsjónarmaður kirkjunn-
ar var hann mikinn hluta af
þeim tíma.
Bæði voru þau hjón kirkjuvin-
ir svo að af bar.
Hinn nýi ljósahjálmur verður
vígður til notkunnar í kirkjunni
með guðþjónustu í dag kl. 2.
»AGÍNT«
Hinn nýi togari Bæjarútgerð-
arinnar hefur hlotið nafnið
,.Ágúst“ og einkennisstafina
GK 2.
sjúkraflugvél Björns Pálssonar
ei nú orðin það úr sér gengin,
að nauðsynlegt er að, endurnýja
hana. Gjöf þessa afhentu þær
frú Rannveig Vigfúsdóttir, frú
Sólveig Eyjólfsdóttir og frú
Arndís Kjartansdóttir s. 1. mið-
vikud. til Slysavarnafél. Islands.
Kvikmynd frá sjómanna-
deginum.
I fundarlokin á þriðjudaginn
voru sýndar kvikmyndir og þar
á meðal kvikmynd frá hátíða-
höldum sjómannadagsins hér í
bæ. Kvikmynd þessa tók Ásgeir
Long. Er myndin tekin í litum
og er prýðilega gerð. En þar
sem myndatakan hófst ekki fyrr
en eftir hádegi vantar byrjun-
ina á hátíðahöldum dagsins, sem
var skrúðganga frá áhaldaskýl-
inu við Vesturgötu í Hafnar-
fjarðarkirkju, en þar var hlýtt á
sjómannamessu.
Félagskonur á 8. hundrað.
Fyrsta vetrardag halda Hraun
prýðiskonur sinn árlega bazar og
ætlun þeirra er að hafa hluta-
veltu við fyrsta tækifæri til fjár-
öflunar fyrir starfsemi sína.
Á fundinum gengu 16 konur
í félagið og eru félagskonur nú
orðnar á 8. hundrað og er það
geysi há félagatala í ekki stærri
bæ.
Það kemur mjög í ljós í
síðasta tbl. Alþbl. Hafnar-
fjarðar gremja yfir þeim
raunhæfa þætti, sem Sjálf-
stæðismenn áttu í því að tog-
ari var keyptur í bæinn. Vill
blaðið telja það, að tillaga
sú, sem fram kom frá Sjálf-
stæðismönnum í útgerðarráði
um kaup á 1—2 togurum hafi
verið til að yfirbjóða Alþýðu-
flokkinn. Hins vegar er sann
leikurinn sá, að þetta var
fyrsta tillagan að þessu sinni,
sem fram kom í útgerðarráði
um togarakaup, því Sjálfstæð
ismenn vildu fá raunhæfar
aðgerðir í málunum á meðan
Alþýðuflokksmenn voru að
bollaleggja um það, að fá
hoinmni
Eftirtaldir togarar hafa land-
að hér fiski til vinnslu: Júlí 136
tonnum 2. okt., Bjarni riddari
192 tonnum, Júní 167 tonnum
og Elliði 231 tonni. 7. okt., Sur-
prise 198 tonnum 11. okt., Is-
ólfur 192 tonnum 12. okt., Júlí
150 tonnum 15. október.
Fylla losaði hér hjallaefni og
annað timbur og Lagarfoss tók
hér frosinn fisk 3. okt., Röðull
kom úr söluferð frá Þýzkalandi
15. okt. og fór á ísfiskveiðar.
Aðalfundur »Siefnis«
annað kvöld
Annað kvöld (mánudagskvöld)
verður aðalfundur F.U.S. Stefn-
is haldinn í Sjálfstæðishúsinu
kl. 8,30 e. h.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa fer fram kosning fulltrúa
á Sambandsþing S. U. S. og
umræður varðandi bæjarstjórn-
arkosningarnar, sem fram eiga
að fara í janúar n. k.
Með þessum aðalfundi er 25.
slarfsár félagsins að hefjast. —
Stefnir var stofnaður 1. des.
1929 og hefur félagið starfað
síðan.
Síðastliðið starfsár var starf-
semi Stefnis mjög góð og ástæða
til að halda að hún verði enn
betri, það starfsár, sem nú er
að hefjast.
einhverja, sem vildu mæta
fyrir flokkinn í útgerðarráð-
inu.
En svo skeður það á næsta
fundi eftir að tillaga Sjálf-
stæðismanna kom fram, að
Óskar Jónsson bar fram til-
lögu, sem gekk í sömu átt og
er þar var tekið fram að
kaupa einn eða fleiri togara
í stað eins til tveggja í til-
lögu Sjálfstæðismanna. Það
er því ekki að undra þó að
Alþbl. Hafnarfjarðar tali um
yfirboð. En hver var það sem
bauð og hver var það sem
gerði yfirboð? Það voru Al-
þýðuflokksmenn eftir að þeir
sáu það að forystan í mál-
inu var ekki í þeirra höndum.
Bæjarstjórinn, Helgi Hannes-
son, reynir í síðasta tbl. Alþbl.
Hafnarfjarðar að verja gjörðir
sínar þar sem hann tók sér bessa
leyfi til að greiða ríflega uppbót
á laun niðurjöfnunarnefndar
fyrir árið 1952. Kvartar bæjar-
stjórinn sárlega yfir því í byrj-
un greinar sinnar, hvað ég hafi
skrifað ýtarlega um málið, enda
erfiðara um vörn af hans hálfu,
eftir því sem bæjarbúar fá nán-
ari upplýsingar um málið.
Mikil gleymska.
Það á að hafa verið af
gleymsku segir bæjarstjórinn, að
ekki var tekin hærri upphæð inn
á fjárhagsáætlun til greiðslu á
launum niðurjöfnunarnefndar
en raun varð á. Já, dæmalaust
hefur það verið mikil gleymska.
Mál þetta bar þannig að, að
árið 1951 var samþykkt í bæjar-
stjóm að ekki skyldi greidd vísi-
töluuppbót á laun bæjarráðs og
niðurjöfnunamefndar og voru
þessi laun hvort tveggju ákveðin
þau sömu og árið 1950. Þegar
fjárhagsáætlun fyrir árið 1952
var afgreidd vom laun niður-
jöfnunarnefndar ennþá ákveðin
þau sömu og áður, þó að laun
bæjarráðs væru látin hækka. —
Það má því hafa verið meiri
gleymskan, að gleyma niðurjöfn-
unarnefndinni ekki síst, ef það
er satt, sem bæjarstjórinn segir,
að umræður hafi orðið um mál-
ið á bæjarstjómarfundi.
Auðsær reikningur.
Bæjarstjórinn telur að það
hafi verið um svo auðsæan
reikning að ræða, að greiða
7—8 þúsund krónu uppbætur á
laun niðurjöfnunarnefndar, að
það væri nóg að leiðrétta slíkt í
fiamkvæmd. Það hefur e. t. v.
verið af því að reikningurinn var
svo „auðsær“, að það skyldi
koma fyrir hjá bæjarstjóra að
láta reikna út og skila til skatt-
stofunnar miklu hærri launamið-
um yfir laun bæjarráðs fyrir árið
1951 en fjárhagsáætlun sagði til
um. En meðan á niðurjöfnun
slóð, komu nýir launamiðar frá
bæjarsjóði yfir bæjarráðslaunin
með miklu lægri launaupphæð
en áður var. Það skyldi þó ekki
vera, að það hafi átt að gera
það að smá framkvæmdaatriði
að hækka laun bæjarráðs árið
1951 um allverulegu upphæð.
Bæjarstjórinn ætti að upplýsa
þetta mál, því það getur hann,
ef hann vill.
Greiðslan óheimil.
Það er alveg sama, hvað bæj-
arstjóri reynir að bera í bæti-
fláka fyrir sjálfan sig út af
greiðslu áðurnefndrar uppbótar
á niðurjöfnunarnefndarlaunin
1952, þá er hún óheimil. Ég hef
ekki tekið við umframgreiðsl-
unni og hefði ekki gert, hversu
lág laun, sem hefðu verið fyrir
störfin, það veit bæjarstjórinn,
þó að hann vilji láta skína í
annað í raunum sínum yfir því
að geta ekki fengið mig til að
hilma yfir verknaðinn með sér.
Og þessi verknaður er ennþá
verri fyrir það, að ekki er verið
að bæta upp illa launað starf,
heldur starf, sem hefur verið
sannað, að hafi verið borgað
með ÞREFÖLDU VERKA-
MANNAKAUPI til óbreyttra
(Framhald á bls. 2)
----------------------------
Fyrir hvað er
þakkað?
Alþýðublað Hafnarfjarðar
hefur fundið sérstaka ástæðu
til að þakka framkvæmdar-
stjóra Bæjarútgerðarinnar,
meirihluta útgerðarráðs að
ógleymdum bæjarstjóranum
fyrir það að togari var keypt-
ur í bæinn.
Þakklæti þetta hefur bæj-
arbúum þótt lítt skiljanlegt,
því útgerðarráðsmenn AI-
þýðuflokksins komu ekki
meira að málinu en þeir
máttu til. Formaður útgerð-
arráðs, Emil Jónsson, var er-
lendis, liinn aðalmaður flokks
ins í útgerðarráði, Björn Jó-
hannesson var erlendis og
þegar búið var að kjósa þá
sem varamenn, Óskar Jóns-
son og Sigurð L. Eiríksson,
brá sá síðarnefndi sér af landi
burt. Þegar svo var farið til
að semja við Vestmannaey-
inga, kom Óskar Jónsson sér
hjá því að fara og fram-
kvæmdarstjórinn, Ásgeir G.
Stefánsson, kom sér hjá því
að undirskrifa bráðabirgða-
samninginn.
Það er því ekki að furða
þó að bæjarbúar séu að velta
því fyrir sér fyrir hvað sé
þakkað, hvort það er fyrir
það að mennirnir væru fjar-
verandi og afskiptalausir, svo
að þeir spilltu ekki fyrir mál-
inu eða eitthvað annað.
Hver gerði yfirboð?