Hamar - 18.10.1953, Blaðsíða 3

Hamar - 18.10.1953, Blaðsíða 3
HAMAR 3 MINNING: Guðrún Bergþórsdóttir ‘Jædd 13. fúlí. 1869. Vdin 3. okíóbcr 1953. Með grandvarleik hún gjörðir æ réð vanda, í gæfu stillt, í raunum þolinmóð; h.ún virðing hlaut, því aðal bar í anda og eJskuð var hún, því að hún var góð. Steingr. Thorst. Þessar ljóðlínur koma mér í huga, er ég nú að skilnaði kveð vinkonu mína Guðrúnu Berg- þórsdóttur. Hún lézt að heimili sínu, Suðurgötu 27, hér í bæ 3. þ. m. Ættir hennar kann ég ekki að rekja, en fædd var hún að Kjalardal i Skilmannahreppi. Hún var gift Jens Nyborg Eg- ilssyni, hinum ágætasta manni cg áttu þau 3 börn, sem öll eru Hafnfirðingum að góðu kunn. Einn drengur hlaut uppeldi sitt á þessu góða heimili, Jónas Guð- laugsson rafvirki, nú búsettur í Reykjavík. Þegar góðir vinir eru kallaðir frá oss, streyma fram í hugann ótal minningar frá liðnum sam- verustundum. Ég átti því láni a.ö fagna að eiga vináttu Guð- rúnar í rúm 40 ár. Ég man jafn- snemma eftir henni og mínum fyrstu æskudögum, er við átt- um báðar heima í sama húsi, og það er ekki síst frá þeim dög- um, sem minningarnar eru bjart- ar og hugljúfar, því að hún var með afbrigðum barngóð, og þess nutum við systkinin í ríkum mæli. Það er margt, sem 5 ára barn þarf að fá svör við, er augu þess eru að opnast fyrir um- hverfi því, sem það lifir í. Það voru margar ferðirnar farnar niður til Guðrúnar á þeim árum til að spyrja og ræða vandamál- in, og aldrei átti hún svo ann- ríkt, að ekki hefði hún tíma til að sinna kvabbinu. Ég minnist hennar þar sem hún sat á rúm- stokknum við rokkinn sinn í rökkrinu, hvað það var notalegt að fá að sitja hjá henni og ræða áhugamálin, sem að vísu voru ekki háfleyg í augum hinna full- orðnu, en eigi að síður mikilvæg í mínum augum, og alltaf fór ég ánægðari upp. Ekki spillti heldur að fá svolitla sögu og góðgæti í sögulok. Rokkarnir eru þagnaðir og út- varpið með sínum kostum og göllum sér fyrir sönglist og sög- um. Hraðinn og hávaðinn eru setztir að völdum og fullorðna fólkið hefur ekki lengur tíma til að sinna kvabbi í litlum börn- um, þau eru fyrir og það er að verða skilyrði fyrir því að fá þak yfir höfuðið, að engin börn séu í „eftirdragi“ sem það heitir á nútímamáli. Guðrún fylgdist vel með tímanum, því að hún var alltaf ung, en á þessu sviði átti hún enga samleið með nútíman- um. Það var aldrei svo mikið annríki eða svo „fínt“ hjá henni, að hún tæki ekki opnum örmum litla fólkinu, sem lagði leið sína til hennar. Þau voru orðin mörg börnin, sem notið höfðu hlýju liennar og góðgerða, því allir vinir barna hennar voru hennar vinir og síðar er þeir stofnuðu heimili og önnur kynslóð hóf göngu sína, þá urðu það líka hennar börn, því hún var trygg- lvnd svo að af bar. Guðrún var mikil gæfumann- eskja, hún hlaut mikla mann- kosti í vöggugjöf og fór vel með þær gjafir. Hún átti létta lund og fágæta skapstillingu. Hún kunni vel að meta græsknlaust gaman, en þar varð öllu að vera í hóf stillt, því engan mátti særa. Ég hygg að hin fágæta skap- gerð hennar hafi ekki átt lítinn þátt í hve heilsuhraust hún var. Ekki gat hjá því farið að ský drægi fyrir sólu á svo langri ævi, Hún varð að sjá á bak eigin- manni og systkinum, en þá átti hún trúarstyrk til að taka því með stillingu og hugarró, því lmn kunni sér alltaf hóf, hvort heldur er var í sorg eða gleði, hún var engin hávaðamanneskja. Trú sína sýndi hún í verki með því, að lifa lífi sínu á þann hátt, að enginn blettur eða hrukka var þar á. Hún var hógvær, mild í dómum og afskiptalaus um annarra hagi, nema til hins betr^. Snyrtileg var hún með sjálfa sig og í allri umgengni, og bar heimili hennar þess ríkan vott, hvort sem efnin voru lítil eða mikil. Gestrisni var mikil á heimili hennar og því oft mjög gestkvæmt og hjálpuðust allir að, að láta gestunum líða vel og finna að þeir voru velkomnir. Heimili sínu og ástvinum helg- aði hún öll sín störf og hlaut að launum ástríki og umhyggju þeirra allt til hinztu stundar. Hennar er sárt saknað af ást- vinum og öllum þeim, sem höfðu af henni náin kynni. — Starfstíminn var orðinn langur og hún hafði unnið mikið og vel. Hún skilur einungis eftir hugljúfar minningar, sem gott er að ylja sér við er haustar að. Blessuð sé minning hennar. S. J. Hvers vegna er Hafnarjörður á eftir? Eitt af því, sem talið er mjög nauðsynlegt nú á tímum hrað- ans er það, að póstsamgöngur staða á milli séu bæði örar og oruggar og viðtakendur bréfa og blaða fái þau sem fyrst í hendur. Þetta er mjög eðlilegt, þegar tillit er tekið til þess, hve góð póstþjónusta getur sparað fólki mikla vinnu og fyrirhöfn. Það hefði nú mátt ætla það, að póstsamgöngur milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur væru í góðulagi svo og útburður á póst inum hér í bæ, næsta nágrenni höfuðstaðarins, væri með því bezta, sem gerðist í sambærileg- um kaupstöðum, en það er nú ekki svo. Póststjórnin mun ekki ennþá hafa leyft Hafnarfirði að skipa sama sess og öðrum kaup- stöðum hvað útburðinn snertir á póstinum í bænum. I sambæri- legum kaupstöðum annars stað- ar er póstur borinn út tvisvar á dag, en ekki er lagt meira fé í póstútburðinn hér í bæ, að ekki er hægt að bera hann út nema einu sinni á dag. Það fer ekki hjá því, að póst- stjórnin mundi verða að leggja í nokkurn kostnað umfram það, sem gert hefur verið að undan- förnu til að bæta póstþjónust- una hér í bæ, en það hlýtur að verða óhjákvæmileg krafa bæj- arbúa að slíkt sé gert, enda má gera ráð fyrir því ef póst- þjónustan batnar, að tekjurnar aukizt, jafnvel það mikið, að kostnaðurinn vinnist upp að mestu leyti. Er vonandi að úr rætist í þessu efni og póststjórn- in láti ekki undir höfuð leggjast að lagfæra þessi mál. Fundur í Vorboðanum 30. okt. n. k. Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn heldur fund í Sjálfstæðis- húsinu föstudaginn 30. okt. kl. 8,30. - Fengu málið (Framhald af bls. 2) iS leigða fiskreita undir fisk- hjalla sína með sömu kjörum og aðrir þar á meðal Bæjarútgerðin fengu órutt hraun. Er það ekki satt? Hamar hefur sagt frá því, að Bjarni riddari borgi ekki meira en kr. 12400.00 í leigu fyrir veru sína á stöð Bæjarút- gerðarinnar, sú tala er tekin upp úr reikningum Bæjarútgerðar- innar 1951 og reikningamir sýna ekki aðrar leigutekjur, sem geta verið frá Bjarna riddara. Er tal- an ekki rétt? Þetta og allt ann- að, sem um störf þessara manna hefur verið skrifað í Hamri stendur ennþá óhaggað. Unnið kauplaust. Það er stundum verið að skreyta framkvæmdarstjóra Bæj arútgerðarinnar með því, að SKAK Rússneski skákmeistarinn, Alatorzev, sem dvalið hefur hérlendis að undanförnu, niun tefla fjöltefli við hafnfirzka skákm'enn nú í dag. Fjölteflið fer fram í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 1 e. h. stundvíslega. Alatorzev er fyrir Iöngu orðinn kunnur skákmaður, hann hefur meðal annars orðið Moskvumeistari 1937, Leningradmeistari 1934 og árið 1933 varð hann annar á Skákmeistaramóti Sovietríkjanna, en það mót vann heimsmeistarinn Botvinnik. Nú að undanförnu hefur hann haft sig lítið frammi á opinberum skákmótum, en stundar nú ritstörf í þágu skáklistarinnar. Alatrozev hefur fengist við fleira á sviði skáklistarinnar, en að skrifa og tefla, hann hefur verið einn af aðalþjálfurum rússneskra skákmanna, meðal annars var hann þjálfari Smyslov í heimsmeistarakeppninni 1948. Þegar þetta er skrifað stendur Afmælismót Sigurðar T. Sigurðssonar enn yfir, en úrslit mótsins munu verða birt í næsta skákdálki. Skákin, sem hér birtist að þessu sinni, er tefld á hinu glæsilega alþjóðaskákmóti, sem haldið var í Rúmeníu á þessu ári. Alls voru þátttakendur 20 og allir frægir meistarar. Skákin er tefld af Barda, Noregi og hinni ungu rússnesku skákstjörnu, Spassky. Spassky var aðeins 17 ára, þegar hann tefldi í móti þessu og varð 4—6 ásamt Boleslansky og Sazbo, fyrir skák þessa fékk hann fyrstu fegurðarverð- laun mótsins. SKAK NR. XI Hvítt: O. Barda, Noregi. Svart: B. Spaasky, U.S.S.R. Benoni-indversk vörn. 1. d2-d4 Rg8-f6 2. Rgl-f3 c7-c5 3. d4-d5 g7-g6 4. g2-g3 Bf8-g7 5. Bfl-g2 0-0 6. 0-0 d7-d6 7. h2-h3 — — Aðeins hvítur einn geta sagt hvað hann meini með þessum leik. Betra er annað hvort c2-c4 eða Rbl-c3. 7. -- b7-b5! 8. a2-a4 Bc8-b7! Miðborðspeðið er mikilvægara en b. peðið. Svartur hefur tekið frum- kvæðið. 9. Rf3-h2 --- 7. leikur hvítis virðist þá gera gagn eftir allt. Annað áframhald er mögulegt en þó ekki heppilegt. 9. e2-e4, Rf3xe4; 10. a4xb5, a7- a6; 11. b5xa6, Rb8xa6; 12. c2-c4. 9. — — a7-a6 10. a4xb5 a6xb5 11. HalxHa8 Bb7xHa8 12. Rbl-a3 Dd8-d7 13. b2-b3 Rb8-a6 14. Bcl-b2 Ra6-c7 15. e2-e4 Ba8-b7 16. Ddl-e2 Hf8-a8 Svartur hótar að vinna peð 17. ----, Rf6xd5; 18. Bb2xBg7, Kg8 xBg7; 19. e4xRd5, Ha8xRa3. Eft- ir næstu leiki hvíts, . . . 17. Bb2-cl Ha8-a7 18. c2-c4 e7-e6! 19. f2-f4 b5-b4 20. Ra3-c2 — — ... eru yfirburðir svarts greini- legir ... 20. — — e6xd5 21. e4xd5 Ha7-a2! . . . og hann hefur sterkar hótan- ir ... 22. g3-g4? . .. sem hvítum yfirsézt. Rétt var 22. Hfl-f2. 22. ---- Rf6xd5!! 23. c4xRd5 — — 23. Bg2xRd5, Bb7xBd5 veldur engum verulegum mismun. 23. De2-d2 verður eyðilagður með 23.-----, Rc7-e6 eða 23.-------, Bg7-d4f! 24. Kgl-hl, Bd4-e3; 25. Dd2-d3, Rd5xf4; 26. HflxRf4, Bb7xBg2f; 27. KhlxBg2, Be3x Bcl. Og 23. De2-d3 mundir held- ur ekki hjálpa því þá léki svartur 23.-----, Bb7-a6; 24. Bg2xRd5, Rc7xBd5; 25. Dd3x Rd5, Ha2x Rc2. 23. ---- Bb7-a6 Kjarninn í „Combination“ svarts. Hann fær hrók og peð fyrir tvo menn, einnig fær hann yfirburðar- stöðu, sem auðveldar honum um vinning í skákinni. 24. De2-dl BaöxHfl 25. Bg2xBfl ---- Hvítur gefur d peðið án baráttu. Þetta er algjörlega vonlaust, betra hefði berið Rh2xBfl. 25. --- 26. Ddlxd5 27. Bcl-e3 28. Dd5-a8f 29. Be3-f2 30. g4-g5 31. Kgl-g2 32. Da8-d5 33. Rh2-g4 34. Bfl-c4 35. Dd5xDa8f 36. Rg4-f6f 37. g5xBf6 38. Bf2-el 39. Bel-c3 40. Kg2-f3 (Skýringar lauslega Chess Review.) Rc7xd5 Ha2xRc2 Dd7-e6! Bg7-f8 De6xb3 Hc2-cl! Db3-a3 I-Icl-al Da3-a8 Bf8-g7 HaIxDa8 Bg7xRf6 Ha8-a3 b4-b3 Ha3-a2f Ha2-c2 þýddar E. Þ. M. hann hafi unnið kauplaust og þykir alveg geysileg fórn!!! Já, það er nú það. Það er bara, að það sé ekki miklu meira tjón fyr- ir Bæjarútgerðina að gefa fram- kvæmdastjóra sínum nógan tíma til að vinna fyrir sér ann- ars staðar en hjá Bæjarútgerð- inni, heldur en þó að hann hefði tekið launin sín, en helgað Bæj- arútg. eingöngu krafta sína. Þá er sannleikurinn sagður. Það er nokkuð öruggt, þegar rétt og satt er skýrt frá mál- efnum og störfum einstakra for- ystumanna Alþýðuflokksins, þá kallar Alþbl. það róg og væri því réttast fyrir blaðið að beina því til forystumanna sinna að haga sér ekki þannig í opinberu lífi, að sé frá athöfnum þeirra sagt, þá verki það eins og róg- ur. Þegar Alþýðublað Hafnarfjarð ar segir að Hamar haldi áfram með róginn, þá er það vitað, að Hamri hefur tekizt að þræða veg sannleikans, enda hefur það verið og er tilgangur blaðsins, að hafa það sem sannast reynist í hverju máli. Auglýsið í HAMRI

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.