Hamar - 18.10.1953, Page 2

Hamar - 18.10.1953, Page 2
2 HAMAR ♦-------------—--------------------------------------♦ HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 — 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern sunnudag. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H.F. A vegamótum I janúar næst komandi fara fram bæjarstjórnarkosningar og geta bæjarbúar þá með atkvæði sínu ákvarðað stefnuna í bæjar- málunum næstu 4 árin. Undanfarna hart nær þrjá áratugi hefur Alþýðuflokkurinn farið með völdin í bænum og alltaf átt meirihluta bæjarfulltrúa, þó að hann hafi stundum orðið að fá stuðning Kommúnista og Framsóknarmanna til að fá fulltrúa sína kosna. Fer ekki hjá því að stjórn Alþýðuflokksins á málefn- um bæjarins hafi verið nokkuð að geði kommúnista og Fram- sóknar, þar sem þessir flokkar hafa ávallt verið reiðubúnir til þjónustu fyrir Alþýðuflokkinn, þegar hann hefur þurft á að halda til að missa ekki meirihluta sinn. Þessi vinstri samfylking, sem tekið hefur á sig ábyrgðina á stjórn bæjarmálanna undanfarna áratugi er nú orðin all óvinsæl á meðal almennings í bænum. Bæjarbúum er farið að blöskra hið takmarkalausa kæruleysi, sem stjórnendur bæjarins sýna í stjórn bæjarmálanna. Það virðist ekki vera til snefill af áhuga fyrir því að byggja upp þennan bæ og gera hann þokkalegan og heilnæman fyrir bæjarbúa. Geysimikið fé er tekið ’af bæjar- búum í sköttum og svo ganga allar framkvæmdir meira og minna á afturfótunum. Það litla, sem unnið er gleypir í sig fé bæjar- búa og svo verður flest ógert, sem nauðsynlegt er að gera í því bæjarfélagi, sem vill telja bæ sinn til menningarbæja. Það hefur t. d. verið marg bent á það að gatnagerðin hefur verið í full- komnu ófremdar ástandi ,enda hefur engin gata verið fullgerð í 8 ár, þó að eytt hafi verið 9 milljónum króna til þeirra fram- kvæmda. Það er ekki undarlegt þó að bæjarbúar séu orðnir langþreyttir á slikri ráðsmennsku. Enda er svo komið ,að margir íbúar þessa bæjar hvar í flokki, sem þeir eru, finna til minnimáttarkenndar og skammast sín fyrir bæinn sinn, þegar þeir standa frammi fyrir utanbæjarmönnum. Útlendingar, sem koma til bæjarins spyrja að því, hvers vegna Hafnarfjörður sé ekki framfarabær í hlutfalli við Reykjavík o. s. frv. Það er full ástæða fyrir bæjarbúa að hugleiða þessi mál miklu betur en þeir hafa margir hverjir gert til þessa. Það hefði ekki þurft að malbika langan götuspotta á ári hverju í s. 1. átta ár til þess, að það væri orðin nokkuð löng gata eða götur nú. Ætli það hefði t. d. verið úr vegi að reyna að lagfæra eitthvað Vestur- brautina, Reykjavíkurveginn, Hverfisgötuna o. fl. Nei. allt er þetta í sama eymdarhorfinu og var, nema hvað betur er heflað síðan nýi veghefillinn kom. Hafnfirðingar standa því á vegamótum. Þeir eiga um það að velja að halda áfram sama veginn og genginn hefur verið undanfarin ár í stjórn bæjarmálanna en þar hefur verið klöngr- ast áfram götuslóða kyrrstöðu og afturhalds, en vegurinn til þess að gera Hafnarfjarðarbæ að blómlegum athafnabæ er lítt rudd- ur að öðru en því, sem Sjálfstæðismenn hafa haft forystu um eins og hafnarframkvæmdirnar, vatnsveitan o. fl. Þetta er sann- leikurinn í málunum umbúðalaust, enda hefur Alþýðuflokkur- inn alltaf kveinkað sér mjög, þegar hann hefur verið sagður. Bæjarbúar fá tækifæri til að hrinda af sér kyrrstöðupólitík Alþýðuflokksins í byrjun næsta árs eins og áður er sagt. Og þar er engin áhætta fyrir þá. Það er engu að tapa, heldur allt að vinna. Það þarf að hverfa af vegi kyrrstöðu, afturhalds og þröngsýni og beina förinni inn á nýjan veg, veg framfara, menningar og frelsis. En til þess að það megi verða þarf að breyta um forystu í bæjarmálunum og það munu bæjarbúar vissulega gera. Landsmálafélagið Fram heldur fund í Sjálfstæðishúsinu n. k. fimmtudag kl. 8,30. Á fund- inum verður rætt um atvinnumál og kosið verður í fulltrúaráð. Er allt Sjálfstæðisfólk velkomið á fundinn. Citt ca anttai BERA SIG ILLA. Það verður ekki annað séð af Alþýðublaðinu en að Al- þýðuflokkurinn beri sig illa út af kosningaúrslitunum 28. júní s. 1. Að vísu er hann að reyna á yfirborðinu að bera sig dálítið mannalega af því að flokkurinn í heild bætti við sig nokkrum atkvæðum. Jafnframt vill blaðið gera lítið úr því hvað Sjálfstæðis- flokkurinn vann á í kosning- unum og er að tala um hvað rúmist i strætisvagni í því sambandi. STAÐREYNDIRNAR. En staðreyndirnar hafa nú samt orðið Alþýðuflokknum all óþægilegar. Hann kom ekki nema einum kjördæma- kosnum manni á þing þó að honum tækist með því kosn- ingafyrirkomulagi, sem nú er að draga 5 menn með sér inn á þing. En þegar athug- að er hvar það er, sem Al- þýðuflokksmaður nær kosn- ingu þá er það í Reykjavík, einmitt þar sem stefna Al- þýðuflokksins hefur lítt þekkst í framkvæmd. Frá Hafnarfjarðar- bátunum Að undanförnu hefur verið mjög ógæftasamt og afli tregur. Eru sumir bátanna hættir rek- netjaveiðum, en aðrir munu halda eitthvað áfram. Tveir bát- ar hafa verið á þorskanetjaveið- um en afli hefur verið mjög treg - Raunir bæjarstjórans (Framliald af bls. 1) nefndarmanna en formaður nefndarinnar, bæjarstjórinn, hef- ur ennþá hærri laun. Rvöldvinnan. Bæjarstjórinn barmar sér mjög yfir kvöld- og næturvinnunni við þessi störf. Til að hressa upp á minni bæjarstjórans, þá var meg inið af vinnunni árið 1952 unnið á tímanum frá kl. 2—7 á daginn og voru störfin unnin á þeim tíma á mánudögum, miðvikú- dögum og föstudögum, þar til undir það síðasta að nokkuð varð að hraða vinnunni. Þá fóru kæruúrskurðir fram að kvöldi til. Bæjarstjórinn hefur því árið 1952 yfirleitt haft kvöld- in og næturnar til annars en að jafna niour útsvörum á bæjar- búa. Bæjarstjórinn reynir ekki að hrekja það, að nefndin hafi ekki eytt nema 100 tímum í störf sín á árinu, enda er sá tími fremur oftalinn en að á vanti. Þetta veit bæjarstjórinn. (Framhald á bls. 4) HÖFUÐVÍGIN FÓRU VERST. En höfuðvígi Alþýðuflokks ins á Islandi fóru verst. Á Isafirði fór svo að frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins var kosin með hreinum meiri- hluta, en það þingsæti er AI- þýðuflokkurinn búinn að hafa um áratugi. I Hafnar- firði fór það svo, að fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins var kosinn með 96 atkv. fram yfir frambjóðanda Alþýðu- flokksins. Hafði Sjálfstæðis- flokkurinn bætt við sig 223 atkv. frá síðustu kosningum, en Alþýðuflokkurinn aðeins 23 atkv. Skal Alþýðuflokkur- inn látinn um það að mæla þessa 'atkvæðaaukningu í strætisvögnum, ef hann ann- ars hefur áhuga á slíku. GRUNDVALLARATRIÐIN. Ekki tók betra við, þegar Alþýðublað Hafnarfjarðar kom út, því blaðið er lítið annað en reiðilestur í garð Sjálfstæðismanna og harma- grátur yfir óförum flokks síns. Er Sjálfstæðisflokknum kennt um allar ófarirnar, sem er rétt, þó að hins vegar að Alþýðublað Hafnarfj. vilji telja allt aðrar ástæður liggja til grundvallar ósigri flokks síns en voru í raun og veru. Er það engin furða, þar sem alltaf var vitað að flokkinn vantaði allan manndóm til að viðurkenna þá staðreynd, að hann liefur þegar dagað uppi og er orðinn að steingerv- ingi. Kosningasigur Sjálfstæðis- Hinn 15. okt. s. 1., þegar halla tók degi var farið að bera út Alþýðublað Hafnarfjarðar, en það hefur ekki komið út síðan fyrir kosningar í vor. Sárindin yfir kosningaúrslitunum hafa Ííka verið svo mikil, að blaðið getur ekki stillt sig um að hnjóða í hafnfirzka kjósendur fyrir að krossa við nafn Ingólfs Flygen- ring. Telur blaðið þá svo van- þroska, að þeir hafi látið blekkj- ast af „taumlausum áróðri með glórulausu níði og hatri á höfuð- andstæðingnum (þ. e. Sjálfstæð- isflokksins), Alþýðuflokknum og frambjóðanda hans“. Hver hafi rekið þann áróður, sem Alþýðu- blað Hafnarfjarðar velur svo virðuleg orð úr orðasafni sínu er ekki getið um, en það mun þó eiga að vera stuðningsfólk Ing- ólfs Flygenring. Alltaf að kvarta. Alþýðublað Hafnarfjarðar og skriffinnar þess eru alltaf að kvarta yfir því, að forystumenn flokksins mótast fyrst og fremst af því, að hann hefur þorað að taka af fullri á- byrgð og föstum tökum á hverjum þeim vanda, sem að höndum bar í íslenzku þjóð- lífi. Undir forystu Sjálfstæð- isflokksins hafa mörg liin stærstu mál verið leyst og flokkurinn markaði viðreisn- arstefnuna í efnahagslífi þjóð arinnar. Þetta veit fólkið og þess vegna gaf það Sjálfstæð- isflokknum sigur í síðustu kosningum. ENGIN FURÐA. Þegar litið er betur á kosningaúrslitin þá kemur það mjög í ljós, að þar sem stefna Alþýðufl. þekkist, þar beið flokkurinn mest afhroð. Sýnir fátt betur, að fólk er algerlega búið að tapa allri trú á Alþýðuflokknum og for- ystumönnum hans. Það er líka þegar séð, að sá flokkur hefur ekki og mun ekki vera líklegur til að leysa neinn vanda, þó að hann hins veg- ar vilji þakka sér margt. Fingraför afturhalds og kyrr- stöðu eru djúpt mörkuð, þar sem hann hefur farið með völdin og þau vilja allir frjálshuga og framfarasinnað- ir kjósendur afnema sem allra fyrst. Þetta sýndu kosninga- úrslitin 28. júní s. 1. og er það því engin furða þó að Alþýðublaðið beri sig illa yfir þeim dómi þeirra kjós- enda, sem reynsluna höfðu af stjórn og stefnu Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokksins séu níddir nið- ur með alls konar rógi. Blaðið segir, að Helgi Hannesson sé níddur niður, Emil Jónsson, Óskar Jónsson, Ásgeir G. Stef- ánsson o. fl. En blaðið hefur al- drei fært einn einasta staf fyrir því að þetta sé satt.Alþýðuflokks forystan í Hafnarfirði er svo langt leidd, að hún er hætt að rökræða málin, heldur er hún með ósannindum að reyna að betla eftir samúð fólksins, ef það mætti verða til þess að tryggja henni einræði, auð og völd á- fram. Þetta eru óhagganlegar staðreyndir. Er sannleikurinn rógur? Hamar hefur sagt frá því, að Helgi Hannesson hafi fengið húsaleigustyrk. Er það ekki satt? Hamar hefur sagt frá því, að Emil Jónsson hafi rekið Harald Kristjánsson frá starfi, er það ekki satt? Hamar hefur sagt frá því, að Óskar Jónsson hafi feng- (Framhald á bls. 3) llaia lengið inálið

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.