Hamar - 13.12.1953, Page 12
12
HAMAR
IMdii-söfnuiiiift
Nokkur þakkarorð
Fjársöfnunin til þeirra, sem misstu ástivini sína í Edduslys-
inu 16. f. m. er orðin meiri en dæmi eru til wn slíka söfnun og
er þá mikið sagt, því oft hefur almenningur brugðist vel og
drengilega við til hjálpar bágstöddum. Er Eddusöfnunin nú orðin
kr. 400.000.00 — fjögur hundruð þúsund krónur — og með þess-
um gjöfum er það orðið tryggt, að heimili þeirra, sem fórust í
þessu sviplega slysi, þurfa ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur
næstu ár, að óbreyttum aðstæðum.
Má það vera öllum gefendum gleðiefni.
Eg hef oft verið spurður að því, lwort aðstandendur þeirra
er fórust, hljóti ekki allháar upphæðir greiddar í slysabætur. En
svo er ekki — því miður. Því fyrir verðfall peninganna og af fleiri
ástæðum, eru styrkbætur til aðstandenda þeirra, er farast af slys-
um á sjó, nú orðnar svo lítils virði að furðu gegnir. Get ég þessa
að gefnu tilefni. ER VISSULEGA KOMINN TÍMI TIL ÞESS,
AÐ SJÓMENN GERI SÉR ÞETTA LJÓST OG BINDIST SAM-
TÖKUM UM ÞAÐ, AÐ HÉR VERÐI RÁÐIN BÓT Á. Því eins
og þetta er nú, fæ ég ekki betur séð, en að flest heimili þeirra er
fórust í Edduslysinu, hefðu fljótt komist í fjárþröng ef fjársöfn-
unin meðal almennings hefði ekki komið til.
Margar rausnarlegar gjafir hafa borist til söfnunarinnar, nú
síðast stærsta gjöfin kr. 50.000.00 frá Einari Þorgilssyni & Co.
í Hafnarfirði. Vil ég fyrir liönd söfnimarnefndar þakka sérstak-
lega þessa höfðinglegu gjöf frá fyrri eigendum Eddu. En jafn-
framt vil ég þakka öllum þeim mörgu gefendum, sem með gjöf-
um sínum liafa sýnt ríka samúð og vilja til hjálpar.
Bið ég þeim gleðilegra jóla og góðs árs.
Garðar Þorsteinsson.
(Framhald af bls. 11)
— af Netagerð Hafnarfj. . 1.000.00
Einar Einarsson ............. 500.00
Júl. Nýborg ................. 300.00
N. N......................... 100.00
Efnalaug Hafnarfjarðar og
starfsfólk ............. 1.045.00
Safnað af Alþýðubrauðg. 1.465.00
N. N.......................... 25.00
Grein ..................... 1.000.00
Jóhann Lárusson og frú . . 100.00
Jakobína Þorsteinsdóttir . . 40.00
Þóra Þorsteinsdóttir..... 50.00
Óli litli og Hulda .......... 100.00
F. U. J...................... 510.00
Jón Aðalbjarnarson....... 200.00
Vala og Bjargmundur . . 125.00
María Jónsdóttir............. 100.00
N. N....................... 200.00
Safnað í Bæjarbíó ........... 502.00
Reykjavtk:
Sverrir Thoroddsen og frú 200.00
Kristín Thoroddsen....... 100.00
Heildverzl. Edda ............ 500.00
Gísli Kristjánsson ........... 50.00
Skipsverjar á b.v. Hvalfell 4.000.00
S. Kaaber..................... 50.00
Jón Brandsson................ 100.00
N. N......................... 500.00
I. Á......................... 200.00
Georgía Björnsson ........... 200.00
Friðrik Sigurbjörnsson . . 1.000.00
Jón Guðmundsson .............. 50.00
Afgreiðslustúlkur langlínu
Landssímans ............ 1.150.00
Þ. Þorbjamarson.............. 100.00
Belgjagerðin .............. 2.000.00
Starfsf. og bifr.stj. B.S.R. 1.350.00
Bjarni Ingimarsson....... 1.000.00
Starfsmenn Rafveitu Rvk.
Barónstíg 4 ............ 3.420.00
Svava og Hulda Ingvarsd. 1.000.00
Síldar- & Fiskimjölsverksm. 10.000.00
N. N. Bréf sent.............. 100.00
N. N. Bréf sent.............. 120.00
Verzlunin Herjólfur...... 1.000.00
Jakobína .................... 100.00
Þóra Óskarsdóttir ............ 1.000.00
Ragnar Sigurðsson......... 50.00
Starfsf. Olíuverzl. íslands 4.992.00
Verzl. O. Ellingsen .... 1.000.00
Skipshöfnin á Esju .... 1.425.00
Slippfélagið í Rvík h.f. . . 5.000.00
Þ. og B................ 500.00
Starfsfólk Herbertsprent . . 780.00
Björgvin Schram....... 1.000.00
Bernhard Petersen ............ 2.000.00
Starfsfólk „Landleiða" h.f. 2.500.00
Eggert Stefánsson .............. 100.00
Berþór Þorvaldsson og frú 250.00
Bárður Guðmundsson .... 100.00
Hið Isl. olíuhlutafélag og
Olíufél. h.f...... 10.000.00
Tollþjónar á Keflavíkur-
flugvelli ............... 1.500.00
Starfsmenn hjá Hamilton-
fél. Keflavíkurflugv. . . 12.910.40
Rotaryklúbbur Keflavíkur
Keflavík .................. 1.530.00
Afmælismót Skipstj. og
stýrim. fél. Keflavík . . 4.725.00
Safnað af Vilm. Guð-
mundssyni, Keflavík . . 355.00
Amerískir starfsmenn á
Keflavíkurflugvelli .... 3.530.00
Starfsmenn Áburðarverk-
smiðjunnar, Grafamesi . 4.751.70
Sjómannskona, Akureyri . . 500.00
Margrét Ingvarsdóttir, Loð
mundarfirði ................. 200.00
Kvennadeildin „Sjöstjam-
an“ Kópavogi ................ 900.00
Geirmundur h.f., Garði . . 2.000.00
Auk þessa hefur Eggert Guð-
mundsson listmálari gefið jólakort,
sem hann héfur teiknað sjálfur og
er verðmæti þeirra um kr. 1000.00
og hefur hann óskað að því yrði var-
ið til jólagjafa handa bömum að-
standendanna.
Söfnunin nemur alls um 400 þús.
krónum.
Beztu jmkkir.
Söfnunarnefndin.
Reikningar
bæjarsjóðs og
bæjariyrirtækja
samþykktir
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
voru reikningar bæjarsjóðs og
bæjarfyrirtækja lagðir fram til
2. umræðu. Urðu talsverðar um-
ræður um suma reikningana og
voru þeir síðan samþ. með 5
atkvæðum Alþýðuflokksmanna,
nema reikningur Bæjarbíós var
einnig samþykktur með atkvæði
kommúnistans, þar sem hann
var sérstaklega ánægður með
reksturinn.
Margt athyglisvert upplýstist
við umræður um reikningana
og verður frá því sagt í blaðinu
síðar.
Frá aðalfundi Verzl-
unarmannafélagsins
Verzlunarmannafélag Hafn-
arfjarðar hélt aðalfund sinn 29.
r.óv. s. 1. Á aðalfundinum voru
samþykkt ný lög fyrir félagið
og ríkti mikill áhugi fyrir starf-
semi félagsins og bættust því
18 nýir félagar á árinu.
I stjórn voru kosnir: Harald-
ur Guðmundsson form. og með-
stjórnendur Hrefna Árnadóttir,
Pálmi Ágústsson, Helgi Sigurðs
son og Kjartan Ólafsson.
Verzlunarmannafélagið minnt
ist 25 ára afmælis síns 14. nóv.
s. 1., en afmæli félagsins var 28.
jiiní s. 1. Afmælishófið sóttu um
60 manns og fóru fram ýms
skemmtiatriði, sem félagsmenn
sjálfir önnuðust að öllu leyti, m.
a. voru fluttir þættir úr sögu
félagsins, sem Ólafur Þ. Krist-
jánsson tók saman. Bárust fé-
laginu skeyti í tilefni af afmæl-
inu frá eftirtöldum aðilum.
V erzlunarmannafélagi Reykja-
víkur, bæjarstjóranum í Hafn-
arfirði, Jóni Mathiesen og Stef-
áni Sigurðssyni.
te
+ JOLAKAUPTIÐm 1953 ★
Eins og fyri'i daginn er g:læ§ilega Jólag’jafaiirvalið lijá okkur.
♦ < Jólakort ► > ♦ Dönsk kerti.
margar gerðir. Sjón er sögu ríkari W
w Gerið svo vel að líta inn Kertastjakar.
Jólamerkispjöld.
w Matar og bollastell
Jólabönd. fyrir telpur.
w 75 aura Jóla-nylonsokkarnir komnir w Smíðatól.
jólakortin
fóst hjá okkur. /r- Dúkkupelasett.
W Jólapappír. ALFAFELL W Dúkkusnyrtisett.
<► < SÍMI 9430 ► ♦